NT - 26.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 22
22 ____________Þriðjudagur 26. mars 1985 íþróftir í kvöld á gervigrasinu: Vígsluleikurmeð lúðrablæstri... ■ Alfreð Gíslason gerði 8 mörk og stóð fyrir sínu. V-þýski handknattleikurinn: Atli Hilmarsson og félagar lögðu efsta liðið, Kiel. Essen orðið efst Alfreð átti stórleik og gerði 8 mörk - Atli spilaði einnig vel mínútur I3-9. Þá kom stórkafli 'yftust Atlj og félagar úr næst Alfreðs sem skoraði úr hverju neðsta sætinu í deildinni í það Frá (■uðmundi Karlssyni í V-Þýskalandi: ■ Þeir Atli Hilmarsson og Al- freð Gíslason áttu báðir góðan leik með liðum sínum um síð- ustu helgi. Þeirra lið unnu bæði og er Essen nú komið á toppinn í v-þýska handknattleiknum: Essen-Gummersbach . . 25-14 Fyrir troðfullri höll sýndu Al- freð og félagar frábæran leik gegn besta liði síðustu vikna Essen, besta vörn deildarinnar gegn Gummersbach, bcstu sókn deildarinnar. Essen hóf lcikinn af krafti drifið áfram af góðum leik Alfreðs og Heckers í mark- inu. Gummersbach átti ekkert svar við frábærum varnarleik Essen og þau fáu skot sem komu á markið varði Hecker. Staðan í hálfleik 12-4 Essen í hag. I upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að Gummersbach ætlaði að jafna leikinn, staðan eftir 40 skoti, eftir 50 mín. var staðan orðin 20-12 og úrslit leiksins ráðin. Lokatölur urðu síðan 25- 14 og með þessum sigri tóku Alfreð og félagar forystu í deild- inni. Alfreð átti stórleik og gerði 8 mörk og átti fimm línu- sendingar sem gáfu mörk. Hann var besti maður vallarins ásamt Hecker markverði sem varði frábærlega. Alfreð var að vonum ánægður eftir Ieikinn og sagði að það væri*gott að eiga slíkan topp- leik cinmitt er á þyrfti að halda. Bergkammen-Kiel .... 21-20 1 hnífjöfnum og spennandi leik sigruðu Atli Hilmarsson og félagar lið Jóhanns Inga, sanngjarnt. Sigurmarkið skor- aöi Kubitscky eftir frábæra sendingu frá Atla 30 sekúndum fyrir leikslok. Með þessum sigri fjórða neðsta. Kiel tapaði sínum öðrum leik í röð og virðist nú vera að missa flugið. Fyrri hálf- Ieikur var jafn og var staðan í hléi 11-10 fyrir Bergkammen. Jóhann Ingi sagði eftir leikinn að sitt lið hefði átt að ljúka leiknum í fyrri hálfleik en þá brennduleikmenn Kiel afþrem- ur vítum. Atli Hilmarsson átti góðan leik, skoraði þrjú mörk og lék með allan tímann. Hann var hress er fréttamaður NT talaði við hann eftir leikinn og sagði að tími væri kominn til að heppnin væri með þeim. Atli sagði einnig að næsti leikur þeirra gegn Huttenberg gæti haft mikil áhrif á framhaldið því Huttenberg er nú með einu stigi minna en Bergkammen. - Reykjavík og Landið leika ■ Að loknum lúðrablæstrí og forleik verður háður í kvöld vígsluleikur á gervigrasvellinum í Laugardal. Að sjálfsögðu verður leikin knattspyrna, og liðin sem mætast eru úrvalslið Reykjavíkur annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar. Leikurinn hefst klukkan 20.30. Lúðrasveitin Svanur mun hefja leikinn með lúðrablæstri klukkan 19.30. Síðan munu tvö úrvalslið leika forleik, annað verður skipað borgarstjórnar- mönnum, hitt að líkindum meðlimum íþróttaforystunnar í Reykjavík. Klukkan 20.30 hefja leik úr- valslið Reykjavíkur og „landsins". Þar verður keppt um veglegan bikar sem fyrirtæk- ið ísspor hefur gefið til eignar. Keppt verður með Mitreboit- um, en innflytjandi þeirra er hinn sívinsæli knattspyrnudóm- ari og Þróttari, Magnús Péturs- son. Lið Reykjavíkur er undir stjórn Björns Árnasonar Vík- ingsþjálfara.og er skipað eftir- töldum leikmönnum: Mark- verðir: Guðmundur Erlings- son Þrótti og Stefán Jóhannsson KR. Aðrir leikmenn: Kristján Jónsson og Ársæll Kristjánsson Þrótti, Þorgrímur Þráinsson og Guðni Bergsson Val, Ásgeir Elíasson og Ómar Torfason Fram, Sæbjörn Guðmundsson og Gunnar Gíslason KR, Guð- mundur Þorbjörnsson Val, Guðmundur Steinsson og Guð- mundur Torfason Fram, Aðal- steinn Aðalsteinsson og Ámundi Sigmundsson Víkingi. Italía: Fimm stiga forysta hjá Verona og titillinn í sjónmáli Á gervigrasinu: Reykjavíkurmót með nýju fyrirkomulagi - hefst á fimmtudaginn með leik KR og ÍR - ÍR með í fyrsta sinn ■ Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu hefst á fimmtudaginn. ■ Þrjú mörk í síðari hálfleik gegn neðsta liðinu tryggðu Ver- ona sigur á Cremonese og áframhaldandi sæti á toppi 1. deildar á Italíku. Liðið hefur nú fímm stig umfram Tórínó og Inter Mílanó. Di Gennaro skoraði fyrst fyrir Verona en þeir Elkjær Larsen og Briegel bættu við mörkum áður en yfir lauk. Inter lá fyrir Juventus. Alto- belli kom þeim yfir en mörk frá Tardelli, Boniek og Briaschi gerðu út um leikinn. Á San Siro leikvellinum í Mílanó var AC Mílanó mun betra en Tórínó í fyrri hálfleik. Það voru 70 þúsund áhorfendur sem sáu þann leik og voru flestir á bandi ÁC Mílanó. Það var svo Austurríkismaðurinn Walter Schachner sem gerði eina mark- ið í leiknum og kom þar með 1 NBA-karfan ■ Philadelplúa 76ers 1 steinlá á fustudag fyrir Milwaukee Bucks í bandarísku atvinnu- mannadeildinni kurfu- bultanum, en Boston Celtics ug L.A. Lakers héldu sínu striki. Úrslit í NBA á fustudag urðu annars þessi. Milwaukee-76ers 131-112 Dallas-San Antonio 123-114 L.A. Lakers-Houston 130-107 Utah-Seattle 110- 85 N.Y. Knicks-Indiana 118-113 Denver-New Jersey 123-111 Boston-Cleveland 129-117 Kansas City-Atlanta 121-102 Úrslit á laugardag Boston-Washington 104- 98 Atlanta-Cleveland 91- 86 Kansas C.-N.Y. Knicks 113-105 Chicago-Dallas 107- 97 Milwaukee-Indiana 140-129 Portland-L.A. Clippers 126-123 Golden State-Phoenix 123-109 Þá leika KR og ÍR, en ÍR leikur nú í fyrsta sinn með í meistara- flokki karla í Reykjavíkurmóti. ÍR bættist við þar sem liðið sigraði í 1. flokki í fyrra, og þar með eru liðin í Reykjavíkur- mótinu orðin átta. Um lcið var keppnisfyrirkomulaginu breytt, og er nú leikið í tveimur riðlum. Að lokinni riðlakeppninni eru undanúrslit, og síðan úrslit. „Með þessari nýjung viljum við reyna að fá stígandi í mótið, og vonum að það falli áhorfend- um vel í geð,“ segja forkólfar Reykjavíkurmótsins. I Á-riðli keppa KR, Fram, Þróttur og ÍR. í B-riðli eru Fylkir, Valur, Ármann og Vík- ingur. Úrslitaleikur keppninnar verður 7. maí á gervigrasinu í Laugardal, en þar er áætlað að allir leikir keppninnar fari fram. Á undan mörgum leikjanna í karlaflokki verða leikir í meist- araflokki kvenna. Tórínó í annað sætið á Ítalíu Daniel Passarella fyrrum fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu var í sviðsljósinu í lcik Fiorentina og Áscoli. Hann gerði fyrst mark fyrir Fiorentina og kom því yfir. Ascoli-menn jöfnuðu og síðan skoraði Passarella sjálfsmark og Ascoli vann. Sigur Udinese varð staðreynd er um 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá skoraði Brassinn Edinho beint úr aukaspyrnu af um 30 m færi. URSLIT: Ascoli-Fiorentina.... Atalanta-Udinese..... Aveilino-Napoli...... Como-Sampdoria....... Lazio-Roma........... Juventus-Inter Mílanó Milan-Torino ........ Verona-Cremonese . .. STAÐA EFSTU LIÐA: Verona...... Tórínó ..... Inter Mílanó . Sampdoria ... Juventus .... AC. Milanó .. Portúgal: Lið landsins: Markverðir: Þor- steinn Bjarnason ÍBK og Birkir Kristinsson ÍA. Aðrir leik- menn: Benedikt Guðmundsson UBK, Erlingur Kristjánsson KA, Sigurður Lárusson ÍA, Valþór Sigþórsson ÍBK, Jónas Róbertsson Þór, Árni Sveinsson ÍA, Einar Ásbjörn Ólafsson Víði, Njáll Eiðsson KA, Karl Þórðarson ÍA, Sveinbjörn Hákonarson ÍA, Mark Duffield KS, Jón Erling Ragnarsson FH, Ragnar Margeirsson tBK og Halldór Áskelsson Þór. Heitthjá Hibernian ■ Það var full heitt í kolunum hjá áhangend- um Hibernian í skosku deildarkeppninni er liðið lék við Aberdeen síðasta laugardag. Ahangcndur köstuðu rakettum inná völlinn og hittu tvær þeirra leik- mann Aberdeen og línu- vörð á leiknum. Þá fékk dómari leiksins, Fergu- son, golf-bolta í hausinn og miðvörður Aberdeen, McLeish, fékk pening í skallann. Hibernian á nú yfír höfði sér sektir og bönn á heimavöll félagsins. Óheppnir Skotar ■ Gordon Strachan, skoski miðvallarleikmað- urinn hjá Man. Utd. er nú meiddur og verður ekki með i landsleiknum milli Skota og Waies-búa sem verður á morgun. Skoska landsliðið hefur ekki misst mann i meiðsl í síðustu fjórum leikjurn. Ekki er talið líklegt að Strachan verði frá lengi. Thailand vann ■ Thailand sigraði Bangladesh 3-0 í undan- keppni HM í knattspyrnu á laugardag, en þessi lið leika í riðli 3 i Asíu. Staðan í hálfleik var 1-0. Chile vann ■ Chile sigraði Uru- guay í hálfgerðum slags- málaleik í Santiago með tveimur mörkum gegn engu. Dómarinn í leikn- um varð fyrir rakettu í leiknum og er Chile skor- aði sitt annað mark þá urðu lætin í áhorfendum svo mikil að kalla varð alla blaðaljósmyndara frá mörkunum svo þeir yrðu ekki fyrir rakettum og aðskotahlutum. Enn skorar Gomes ■ Hans Peter-Briegel gætir hér Maradona. Briegel er á góðri leið með að verða ítalskur meistari. ■ Markaskorarinn mikli Fern- ando Gomes hjá Portó í Portú- gal heldur áfram að skora mörk. Hann kom Portó á bragðið gegn Farense með góðu marki á 12. mínútu. Gomes hefur nú gert 30 mörk í deildinni. Urslit: Farense-Porto................. 1-2 Setubal-Benfica .................. 2-2 Guimaraes-Boavista ............... 1-2 Academica-Rio Ave................. 2-1 Salgueiros-Braga.................. 1-1 Penafiel-Belenenses............... 0-0 Varzim-Vizela .................... 1-1 STAÐA EFSTU LIÐA: Porto ........... 22 20 1 1 61 9 41 Sporting ........ 22 15 6 1 56 20 36 Benfica ......... 22 12 6 4 43 22 30 Portimonense .... 22 11 5 6 40 30 27 Boavista ........ 22 8 9 5 28 22 25

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.