NT - 26.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 14
jónvarp — Útvarp Þriðjudagur 26. mars 1985 14 Sjónvarp Rás 2 kl. 17.00-18. Starfskynning í Frístund: ánsdóttur. Honum hefur verið gefið nafnið Þeir sem landið erfa. í þættinum leitar æskufólk svara við spurningum um mál- efni sem því eru hugstæð t.d. æskulýðsmál, menntun og framtíðarhorfur. ( Fyrir svörum sigja Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sem tekur að sér að svara til um menntunar- og fjölmiðlamál, Ómar Einarsson sem svarar fyrir æskulýðsmál, Níels Árni Lund en harin er formaður nefndar þeirrar sem sér um ár æskunnar, einhver fulltrúi at- vinnulífsins og hugsanlega ein- hver sem gæti svarað einhverju til um félagslegu hliðina. Spyrjendur verða 5-6 ungl- ingar, bæði utan að landi og af höfuðborgarsvæðinu. Þar verða bæði skólanemendur og unglingar sem eru hættir í skóla og farnir að vinna. Vafalaust eru það margar spurningar sem brenna á vör- um unglinga. bæði þeirra sem í sjónvarpinu sitja og hinna sem fylgjast með. Það er von- andi að ekki standi á svörum. ■ Oft hafa unglingar þurft að velta fyrir sér erfíðum spurningum á ýmsum sviðum. Vonandi fá þeir svör við cinhverjum þeirra í kvöld í sjónvarpinu. ■ I sjónvarpinu í kvöld kl. 22.30 hefst í sjónvarpi um- ræðuþáttur í tilefni af ári æsk- unnar í unrsjón Sigrúnar Stef- „KaffistofaJensens“ ■ I dag kl. 20.00 verður endurflutt barnaleikritið „Kaffistofa Jensens" eftir Pet- er Poulsen. Þýðandi er Stein- unn Bjarman og leikstjóri er Klemenz Jónsson. Jan, sem er 10 ára, líður illa í skólanum vegna stríðni skóla- félaga sinna. Eftir að hafa lent í áflogum við bekkjarbróður sinnstrýkurhann úrskólanum, staðráðinn í að fara þangað aldrei framar. Eftir að hafa ráfað um bæinn fer hann inn á „Kaffistofu Jensens“ þar sem hann eignast óvæntan stuðn- ingsmann. Leikendur eru: Stefán Jónsson, Guðmundur Pálsson, Árni Tryggvason, Bjarni Steingrímsson, Valdimar Helgason, Árni Benediktsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jónína H. Jónsdóttir o.fl. Tæknimenn eru Þorbjörn Sig- urðsson og Þórir Steingríms- son. Leikritið „Kaffistofa Jensens" var framlag Dan- merkur í safn norrænna barna- leikrita sem unnin voru í norr- ænu samstarfi á þessu sviði árið 1977. ■ Árni Tryggvason hefur skemmt íslendingum í 30 ár. Hann er meðal leikenda í „Kaffístofu Jensens“ (NT-mynd: Arni Bjarna) Fjölmiðlatískusveifla gengur yfir landið ■ Frístund Eðvarðs Ingólfs- sonar verður á dagskrá Rásar 2 kl. 17-18 í dag eins og endranær á þriðjudögum. Þar kcnnir að venju ýmissa grasa. Tvö viðtöl veróa í þættinum. Eðvarð fær til sín gest .frá Ytri-Njarövík. 15 ára stúlku, sem heitir Bryndís Einarsdótt- ir. Hún er nýbakaður íslands- meistari í einstaklingskeppni í „free-style" dansi, sem á ís- lensku er reyndar kölluð frjáls aðferð í dansi. Keppnin um þennan titil fór fram fyrir skemmstu í Tónabæ. Eðvarð notar tækifærið og spjallar við hana um líl'ið og tilveruna, um hana sjálfa og krakkana í Njarðvík. ■ Eðvarð Ingólfsson ræðir in.a. við 19 ára tveggja harna móður, sem fór að búa aðeins 15 ára gömul og er ánægð með lífið og tilveruna. Þá ræðir Eðvarð símleiðis viö 19 ára stúlku á Blönduósi, sem heitir því einstaka nafni Aris Njálsdóttir. Skýringin á nafiiinu er sú, að upphaflega átti hún að heita Ari, en þegar hún reyndist vcra stúlka, var einfaldlega skeytt s-i aftan viö! En það er fleira óvenjulegt við Aris en nafnið. Hún fór að vcra með strák aðeins 14 ára gömul, þau fóru að búa þegar hún var 15 og nú eiga þau tvö börn. Hún er ánægð með lííið og tilveruna. þó að ekki myndu allar jafnöldrur hennar láta sér nægja að vera heima og gæta bús og barna aðeins 19 ára að aldri. Umræðuefniverðurm.a. að sjálfsögðu hver viðbrögð fjölskyldna og vina hefðu verið, þegar þau fóru að búa svona ung. Starfskynningin verður á sínum stað, en hún nýturgeysi- legra vinsælda hlustcnda þátt- arins, segir Eðvarð og bætir við aö krakkarnir séu greini- lega mikið að velta fyrir sér framtíðinni. í þetta skipti verð- ur það íjölmiðlafræðingur, sem sér um kynningu á starfi sínu og því námi sem til þarf, en hlustendur þáttarins hafa mikið óskað eftir því að fá kyntiingu á þessu starfi. „Það virðist vera einhver fjölmiðla- tískusveitla að ganga yfir landið," segir Eðvarð. Um vinsældalistann sér svo grunnskólinn á Skagaströnd. ■ Ætli allt hafí farið fram samkvæmt áætlun hér? Sjónvarp kl. 20.45: Gaíða- og þolprófanir ggja vöruvöndun ■ Prófum, prófum heitir bresk heimildamynd sem hefst kl. 20.45 í sjónvarpinu í kvöld. Þar verður fylgst með gæða- og þolprófunum á margvíslegum framleiðsluvörum, allt frá venjulegum flöskum til flug- véla. Um allan heim er stöðugt verið að láta hluti falla úr háalofti, sprengja gosflöskur, velta bensíntönkum. keyra bíla á af miklum krafti o.s.frv. í fáum orðum sagt er hver sá hlutur sem búinn er til af manna höndum prófaður til að ganga úr skugga um að hann gegni nákvæmlega því hlut- verki sem honum er ætlað af fyllsta öryggi. Með þessum nákvæmu rannsóknum fáum við að fylgjast í sjónvarpinu í kvöld. M.a. fáum við að fylgjast með því, þegar 100.000 hús- flugum er komið upp og drepar í hverri viku til að kanna gæði úðunarbrúsa. Glerflöskufram- leiðendur fylla flöskur sínar undir 200 punda þrýstingi á hvern ferþumlung (til saman- burðar má geta þess að loft- þrýstingur í hjólbörðum er yfirleitt urn 25 pund á ferþuml- ung) til að tryggja að þær springi ekki í háaloft þegar þær eru fylltar freyðandi vökva. En það eru líka gerðar kann- anir til að koma í veg fyrir að vara sé of sterk. Það þarf t.d. að ganga úr skugga um að golfkúlur taki ekki á sig of löng ferðalög. Ogprófanireru gerð- ar á því hversu hátt fall maður- inn þolir beint á höfuðið, án þess að hljóta bana af. Allar þessar tilraunir gegna mikilvægum tilgangi og eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir slys. Þýðandi er Bogi Arnar Finn- bogason. Þriðjudagur 26. mars. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi 7.20 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bryndis Víglundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: “Albert“ eftir Ole Lund Kirke- gaard. Valdís Óskarsdóttir les þýöingu Þorvalds Kristinssonar (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.j. 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfíður Siguröardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (Rúvak) 11.15 Við Pollinn Umsjón: Gestur E. Jónsson. (Rúvak). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 írsk þjóðlög 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns- son Helgi Þorláksson les (4). 14.30 Miðdegistónleikar „Tintagel", tónaljóð eftir Arnold Bax. Filharm- oníusveit Lundúna leikur; Sir Adri- an Boult stjórnar. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Ben- ediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Jóhann Sebastian Bach - Ævi og samtíð eftir Hendrik Will- em van Loon. Þýtt hefur Árni Jónsson frá Múla. Jón Múli Árna- son les (2). 16.50 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Johann Sebastian Bach. a. Flautusónata i E-dúr. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika. b. „Aria" úr Svítu nr. 3 i h-moll. Strengjasveit undir stjórn Þorvalds Steingrímssonar leikur. 17.10 Síðdegisútvarp — 18.00 Frétt- ir á ensku. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. SigurðurG. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: Kaffistofa Jensens" eftir Peter Paulsen. Þýðandi: Steinunn Bjarman. Leikstjóri: Klemens Jónsson. Leikendur: Stefán Jónsson, Guðmundur Pálsson, Árni Tryggvason, Bjarni Stein- grímsson, Valdimar Helgason, Arni Benediktsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Svanhildur Ósk- arsdóttir og Jónina H. Jónsdóttir. (Áður útvarpað 1980). 20.30 Af vettvangi friðarbaráttunn- ar. Gegn helstefnu og ógnarjafn- vægi Árni Hjartarson flytur fyrsta erindi sitt. Þriðjudagur 26. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. 14:00-15:00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gisli Sveinn Loftsson. 20.50 „Við fjöllin blá“ Elín Guðjóns- dóttir les Ijóð eftir Guðrúnu Auð- unsdóttur. 21.05 Islensk tónlist. a.„Haustspil“ eftir Leif Þórarinsson. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur; Páll P,- Pálsson stjórnar. b. „Fimm lög fyrir kammersveit" eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Islenska hljómsveitin leikur; Guðmundur Emilsson stjótnar. 21.30 Útvarpssagan: „Folda“ eftir 15:00-16:00 Með sínu lagi Lög leikin af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. Þriðjudagur 26. mars 19.25 Svífum seglum þöndum Siö- ari hluti myndar um hnattsiglingu norskrar fjölskyldu. Þýóandi: Jó- Thor Vilhjálmsson. Höfundur les. (8). 22.00 Lestur Passíusálma (43) Les- ari: Halldór Laxness. Kristinn Hallsson syngur upphafsvers hvers sálms við gömul passíu- sálmalög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Saga af sinfón Knútur R. Magnússon kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. hanna Jóhannsdóttir. (Nordivision - norska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skyndihjálp Fimmti þáttur: bruni, æting og beinbrot. Umsjón- armenn: Halldór Pálsson og Ómar Friðþjófsson. 20.45 Prófum, prófum Bresk heim- ildamynd um gæða- og þolprófanir á margvíslegum framleiðsluvör- um, allt frá venjulegum flöskum til flugvéla. Þýðandi: Bogi Arnar Finn- bogason. 21.30 Derrick Ellefti þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur í sextán þáttum. Aðalhlutverk Horst Tapp- ert og Fritz Wepper. 22.30 Þeir sem landið erfa Umræðu- þáttur I tilefni af ári æskunnar. Æskufólk leitar svara við spurning- um um málefni sem þvi eru hug- stæð t.d. æskulýðsmál, menntun og framtíðarhorfur. Umsjón: Sigr- ún Stefánsdóttir. 23.25 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.