NT - 26.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 12
* Þriðjudagur 26. mars 1985 12 Spegill Hver er með myndarlegasta fluguskeggið? ■ Þessir fimm þátttakendur í • i undariegrikeppni viðamerísk- an háskóla voru þaktir býflug- um, cn létu sér það vei líka. Keppnin gekk nefniiega út á það hver þeirra gæti drcgið að sér flestar flugurnar, en það var búnaðardeiid háskólans í Maine scm stóð fyrir keppn- inni. Allir keppendur höfðu bý- flugnadrottningu í smábúri festa undir hökuna, en svo runnu hinar flugurnar á lykt drottningarinnar. Vinnings- hafinn safði safnað aö sér yftr 10.000 býflugum og fékk því fyrstu verðlaun. Hinir höfðu dregið til sín eitthvað færri- flugur. Allir voru óskemmdir eftir keppnina, og þótti það gott, því að býflugur eiga það til að stinga allilla, en þátttakendur höfðu fengið fyrirmæli um að _______hreyfa sig sem minnst þá væri ■ Carol Green varð sigurvegarinn með 10.000 flugur á hálsi minni hætta á stungum. og liringu! ■ pau standa róleg með þúsundir býflugna um hálsinn. Vopnaðir verðir eru við ástarhreiðrið á Malibú-strönd - þar sem John McEnroe og Tatum O’Neal njóta lífsins ■ Tenniskappinn Jolin McEnroe cr þekktur fyrir fleira en met sín í íþróttinni, líklega muna fleiri eftir honum í sambandi við frekjulæti hans á tennismótum og ýmsum uppátækjum. Svo er einnig með leikkonuna ungu Tatum O'Neal, sem ólst upp og lék í kvikmyndum með hinum fræga föður sínum, Ryan O’Neal. Hún var líka þekkt fyrir vanstillt skap og að fara sínu frarn, hverju sem raulaði og tautaði. Nú hafa þessi tvö „vandræðabörn" orðið ást- fangin og eru farin að búa saman. Heyrst hefur hlakka í mörgum, og sumir hafa sagt: „Þar hittast tveir seigir", eða „þar hitti skrattinn- öinmu sína!" En kannski eiga þau einmitt prýðisvel santan. Nú hefur tennismeistarinn keypt einbýlishús á Malibú- strönd fyrir sig og unnustuna (á ca 80-100 millj. ísl. kr.) og síðustu fréttir herma, að þar ætli þau að búa og lifa rólegu lífi þar til barn þeirra fæðist. - Og þar með var það komið í Ijós, að þau eiga von á barni, en það þótti frétt út af fyrir sig. Þau leggja svo mikla áherslu á að fá að vera í friði, að enginn þorir að koma þangað óboðinn. Það eru vopnaðir verðir kringum húsið, og hús- bóndinn sjálfur gerði sér lítið fyrir og réðist á enska blaða- konu, sem hafði fengið það verkefni að taka mynd af hús- inu og helst að ná tali af íbúum þess. McEnroe jós framan í hana sandi og yfir myndavél hennar við rnikil fagnaðar- og hvatningaróp konu sinnar. Enska blaðakonan lagði á flótta og þóttist eiga fótum fjör að launa. Það virðist því ekki sem gleðifréttir um tilvonandi at- kvæmi hafi mýkt skaplyndi þeirra þokkahjúanna. Annars segja fréttir, að þau Tatum O’Neal og John McEnroe séu yfir sig hrifin af að búa í sínu eigin húsi sem er sagt innréttað mjög smekklega og útbúið á sem þægilegastan hátt. ■ Tveir af vopnuðum vörðunum um hús þeirra koma til að gefa skýrsiu til húseigandans.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.