NT - 26.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 26. mars 1985 19 til sölu Aligæsir Höfum til sölu daggamla unga af hreinræktuð- um hvítum ítölskum aligæsastofni. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 93-5185 eftir kl. 7.00 á kvöldin. tilboð - útboð Útboð Breiödalshreppur óskar hér með eftir tilboöi í smíöi glugga fyrir barnaskólann á Breiödalsvík. Tilboðsgögn veröa afhent á teiknistofu Magga Jónssonar, Ásvallagötu 6, Reykjavík frá 26. mars 1985. Frestur til aö skila tilboöum er til 15. mars 1985. Sveitarstjóri Breiðdalshrepps Útboð Kf. Dýrfirðinga Þingeyri óskar eftir tilboðum í byggingu viöbyggingar viö Hraðfrystihúsið á Þingeyri. Húsiö er 144 m2 aö grunnfleti, 2 hæöir. Útboðsgögn veröa afhent á Teiknistofu Sambandsins Lind- argötu 9A, Reykjavík og skrifstofu Kf. Dýrfirðinga Þingeyri gegn skilatryggingu kr. 2000.- Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Kf. Dýrfirðinga Þingeyri priðjudaginn 16. apríl 1985 kl. 14.00. Kf. Dýrfirðinga Útboð gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í endurbyggingu Reykjavíkur- vegar milli Hjallabrautar og Flatahrauns þar með talið rúmlega 6000 m2 malbikun. Útboðsgöng verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6 gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. apríl n.k. kl. 11.00. Bæj a rverkf ræ ði n g u r Útboð Tilboð óskast í vinnu- og geymsluskýli fyrir Hitaveitu Reykja- víkur að Grensásvegi 1, Reykjavík. Húsið er ca 1150 m3 malbikun og frágangur er ca. 250 m2 ásamt tilheyrandi frágangi á lögnum. Útboðin eru afhent á Skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. apríl kl. 14.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar tilkynningar Styrkir til náms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa íslendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1985-86. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 450.000 lírum á mánuði. Jafnframt bjóða ítölsk stjórnvöld fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu nokkra styrki til framhaldsnáms eða rann- sóknastarfa á Ítalíu að lokpu háskólaprófi framangreint skólaár. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur þeirra styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknum um framangreinda styrki skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. aprfl n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást. Menntamálaráðuneytið 22. mars 1985 Leiklistar- námskeið Sjálfsbjörg félag fatlaöra í Reykjavík og nágrenni efnirtil leiklistarnámskeiös í apríl n.k. í samvinnu viö námsflokka Reykjavíkur. Leiöbeinandi Edda Guðmundsdóttir Ieikkona. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu félagsins í síma 17868. Sjálfsbjörg tilkynningar NÁMSGAGNASTOFNUN Samkeppni um ritun bóka í tengslum við dagskrána Bókin opnar alla heima efnir Námsgagnastofnun til samkeppni um ritun bóka handa börnum um ýmis fræðandi efni, einkum íslandssögu (líf fólks á íslandi áður fyrr, persónur, atburði eða tímabil) og náttúru (slands (villt dýr, gróðurfar, jarðfræði landsins, þjóðgarða, friðlýst svæði). Bækur þessar skulu vera við hæfni skólabarna og einkum miðað við aldurinn 9-13 ára. Stefnt er að því að þær komi að notum í skólastarfi þegar nemendur afla sér fróðleiks um samfélags- eða náttúrufræði. Lesmál skal vera 1/2-4 arkir (miðað við u.þ.b. 2000 letureiningar á vélritaða síðu) eða sem næst þessum mörkum. Höfundar skulu láta fylgja handriti tillögur um myndefni, Ijósmyndir, teikning- ar og skýringarmyndir. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 30.000.00 2. verðlaun kr. 25.000.00 3. verðlaun kr. 15.000.00 Dómnefnd skipuð af Námsgagnastofnun mun meta innsent efni. Handritum merk „Bókin opnar alla heima - samkeppni“ skal skila vélrituðum fyrir 31. desember 1985 til Náms- gagnastofnunar, pósthólf 5192, 125 Reykjavík. Höfundar skulu nota dulnefni en nafn og heimilis- fang fylgi í lokuðu umslagi. Ritlaun verða greidd fyrir það efni sem út verður gefið og áskilur Námsgagnastofnun sér rétt til að gefa út öll innsend handrit. Höfundarlaun miðast við reglur Námsgagnastofnunar um greiðslur til höfunda. atvinna - atvinna Skattaeftirlit Lausar eru til umsóknar stöður eftirlitsfulltrúa á skattstofum í Reykjanesumdæmi og Norður- landsumdæmi eystra. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum, eða hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Umsóknir berist fjármálaráðu- neytinu fyrir 28. mars n.k. Reykjavík, 22.febrúar 1985 Fjármálaráðuneytiö atvinna óskast Sveitavinna 19 ára stúlka úr Reykjavík óskar eftir að komast í sveitavinnu hvarsem erálandinu. Er von allri sveitavinnu og vill vera ráðin í að minnsta kosti þrjá mánuði. Upplýsingar gefnar í síma 71968 á kvöldi (Óla). fundir Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Umræða um lagabreytingar 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags jámiðnaðarmanna t Maöurinn minn, faöir og bróöir Hans Olaf Hansen Skovgárd, Fredensborg Danmörku lést þann 19. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Auður Jónsdóttir Jón Thor Hansen Kirsten Hansen t Móöir okkar og tengdamóöir Guðlaug Andrésdóttir frá Kerlingardal veröur jarösungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. mars kl. 10.30 Börn og tengdabörn t Eiginkona mín Sigrún Guðmundsdóttir Borgarheiði 20, Hveragerði áður til heimilis Hlíðartungu, Ölfusi andaöist á Landspítalanum 22. mars Sigurður Jonsson. ökukennsla Ökukennsla og æfingatímar Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa fnisst réttindi. Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör. Lærið þar sem reynslan er mest. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. húsnæði óskast íbúð með húsgögnum óskum eftir að taka á leigu íbúð með þremur svefnherbergjum, fullbúna húsgögnum frá 15. apríl til 15. október fyrir erlenda styrkþega Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Nánari upplýsingar veittar hjá Jarðhitaskóla HSÞ, Orkustofnun, í síma 83600. Fram nú allir i roð .. Hjólum aldrei samsíða á vegum ||UMFERÐAR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.