NT - 26.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 2
IU' Þriðjudagur 26. mars 1985 Útlitsteikning af fyrirhuguðu húsi Tónlistarskólans á ísafírði. ísafjörður: Safna fyrir tónlistarhúsi - með söng, dansi og veitingum Lokun smíðastofanna í Fellaskóla: Félagsmálaráðuneytið hlutaðist aðeins til um viðræður deiluaðila ■ Einu afskipti félagsmála- ráðuneytisins af lokun smíða- ■ Langþráð tónlistarskóla- bygging á ísafirði mun senn rísa af grunni. Til styrktar byggingunni gengst áhugafólk fyrir kabarett sýningum í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Þær vcrða haldnar fimmtudagskvöldið 28. mars, föstudagskvöldið 29. mars og sunnudagskvöldið 3I. mars og hefjast kl. 20.30. Kabarettstjóri er Samúel J. Samúelsson og fjöldi söngvara dansara, tónlistarmanna og leikara rnun koma fram. Allir gefa þeir vinnu sína og tekjurn- ar af kabarettinum munu renna óskiptar í byggingarsjóð tónlist- arhússins. Gestir munu sitja viö dekkuð borö og njóta góðra veitinga í hléi, en vcitingarnar cru inni- faldar í miðaverði. IBM-PC: Sýna hugbúnað - ýmsar nýjungar kynntar ■ IBM á íslandi heldur sýn- ingu á hugbúnaði PC einkatölv- unnar dagana 28.-30. mars nk. I fréttatilkynningu frá IBM segir að sýningin 'sé einkunt ætl- uð þeint er vilja kynna sér þann fjölda tilbúinna verkefna og forrita sem gerður hefur verið fyrir IBM PC einkatölvuna. Þá verða kynntar ýmsar nýj- ungar. Þar á meðal nýr hönnun- ar- og tengibúnaður fyrir IBM PC, íslensk verkefni fyrir við- skiptafyrirtæki, stofnanir, iðnað og skóla. Um fimmtán aðilar taka þátt í sýningunni sem verður í nýju þjónustuveri IBM á jarðhæð Skaftahlíðar 24, og verður opin kl. 09-I8 fimmtudag og föstu- dag, og kl. 09-16 laugardag. Jassvakning: Jass-hátíð í Naustinu ■ í kvöld og annað kvöld heldur Jassvakning heil- mikla Jass-hátíð í Naust- inu. Hátíðin hefst klukkan níu bæði kvöldin og stend- ur yfir til klukkan þrjú. Allir helstu djassleikar- ar landsins munu mæta í Naustið þau kvöld sem hátíðin stendur yfir en sér- stakur gestur hátíðarinnar er breska blúsdrottningin Beryl Bryden. Beryl Bryden hefur ver- ið syngjandi í rúma þrjá áratugi og hefur hún á ferli sínum sungið meö öllum þekktustu djassleikurum heimsins, þ.á m. Louis Armstrong, Lionel Hampton, Billie Holiday og Mary Lou Williams. Hún hefursungið inn á um eitt hundrað hljómplötur með 36 mismunandi hljómsveitum og auk þess farið í fjölmörgsöngferða- lög um heimsbyggðina þvera og endilanga. Og við fáum sem sagt að heyra í henni á djass-há- tíðinni í Naustinu í kvöld og annað kvöld. ■ Beryl Bryden og Guðmundur Ingólfsson, hljóm- sveitarstjóri á Nausti. NT-mynd: Sverrir. stofanna tveggja í Fellaskóla og lausn málsins voru þau, að það hlutaðist til um viðræður á milli fulltrúa Vinnueftirlitsins og menntamálaráðuneytisins. Þetta kemur m.a. fram í fréfi frá forstjóra Vinnueftirlitsins, Eyj- ólfi Sæmundssyni, lil kennarafé- lags Fellaskóla, vegna ályktunar kennaranna um málið og sem þegar hefur verið sagt frá. í bréfinu kemur einnig fram. að Vinnueftirlitið hafi ekki fallið frá neinni af kröfum sínum um úrbætur á smíðastofunum, enda hafi þeim ekki verið mótmælt. Lokun stofanna hafi náð tilgangi sínum. þegar komið hafi fram, að menntamálaráðu- neytið myndi taka mál þetta til meðferðar. og með yfirlýsingu skólastjóra um, að komist yrði hjá þeim aðstæðum, sem helstar voru taldar varhugaverðar. Héraðsvaka Rangæinga: Sýning sex rang- æskra listamanna - daglega sitthvað til fróðleiks og skemmtunar ■ Sýning á verkum sex rang- æskra myndlistarmanna stendur nú yfír í Héraðsbókasafni Rang- æinga í tengslum við Héraðs- vöku Rangæinga dagana 23. til 30. mars. Myndlistarmennirnir eru: Dóra Halldórsdóttir, Hermann Dsterby, Klara Har- aldsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Sigurður Oskarsson og Stefán Lárusson. Sýningin er opin frá kl. 15.00 til 18.00 meðan á Hér- aðsvöku stendur. Á dagskrá Héraðsvöku í dag, þriðjudaginn26. mars.erkvöld- vaka að Heimalandi þar sem skemmt verður með leikþátt- um, upplestrum og söng. N.k. fimmtudagskvöld verður fróð- leiksvöld í Héraðsbókasafni. Fræðarar eru: Friðrik Guðni Þorleifsson, Oddgeir Guðjóns- son og Þórður Tómasson, en einnig verður harmonikuleikur og söngur barnakórs. Föstudagskvöldið er helgað unglingaskemmtun á Hvoli, þar sem fram fer m.a.; break- danskeppni, tískusýning barna og unglinga og karatesýning, en síðan mun hljómsveitin Status leika fyrir dansi til kl. 1.00. Lokaskemmtun Héraðsvöku verðar í Njálsbúð á laugardag. Á dagskránni eru: Ávörp, hljóð- færaleikur, leikþáttur og mikill og fjölbreyttur söngur. Hljóm- sveitin Staccato leikur síðan fyr- irdansiframeftirnóttu. Kýrnar eða bændurnir ■ Lágnytíslenskakúastoíns- ins var meðal þess sem Reynir Kristinsson frá Hagvangi gerði að umtalsefni í erindi á aðal- fundi Osta- og smjörsölunnar um framtíð mjólkurbúskapar í landinu. Benti Reynir þar á hversu há nyt væri úr þeim 20 hæstu í landiriu og meðaltalið gæti því eðlilega þokast eitt- hvað upp á við. Nokkrar umræður urðu úti i sal um þctta og varpaði einn fulltrúanna á fundinum því fram að einstaklingarnir væru jú misjafnir. Ræðumaður sló því strax á létta strengi og svaraði á móti: „Eru það kýrnar eða eru það bændurnir?" Og var ekki frekar um mis- muninn rætt. Nýtt svar? Svo við höldum áfram að vitna í Reyni þá benti hann meðal annars á vankanta í markaðsmálum. Sjálfur sagð- ist hann aldrei vera almenni- lega sáttur við þá verðtilfærslu að léttmjólk væri jafndýr og nýmjólk. Hún ætti að vera að minnsta kosti svo sem krónu ódýrari. Þetta gæfi bændum líka styrkari stöðu og vissulega þjónaði þetta betur markaðin- um. „Nú og þá losnum við líka við eina blaðagrein frá ákveðn- um aðila sem hefur verið að tönglast á þessu atriði," bætti Reynir við og þá var kominn næsta skotheldur rökstuðning- ur. Það skyldi þó ekki vera að það væri þetta sem átt væri við þegar bændur tala um að svara verði neikvæðum skrifum í þeirra garð? Hvenær hætta konur að vera fólk? Dropateljara þætti íróðlegt að fá úr því skorið hjá Mjólk- urdagsnefnd hvaða fólk það er sern hún flokkar í hópinn: „Fólk á efri árum". „Það ættu allir að drekka mjólk," auglýsir Mjólkurdags- nefnd á breiðsíðum í blöðun- um þessa dagana. í auglýs- ingunni er talið upp hvað hinir ýmsu aldursflokkar fólks, svo og ófrískar konur, sérstaklega, ættu heilsu sinnar vegna að svelgja mikla mjólk á dag. Stórdrykkjuhópurinn er: „Konur 60 ára og eldri" - 4-5 glös á dag. Hins vegar eru glösin ekki nema 2-4 fyrir : „Fólk á-efri árum." Er þetta Svona Branda mín, það fæst hvort eð er ekkert fyrir þig hjá S.S. vegna þess að Mjólkurdags- nefnd heldur að hún móðgi konur yfir sextugt með því að kalla þær „fólk á efri árurn"? Eða hætta konur að teljast með „fólki" þegar þær koinast yfir sextugt? Eða hve langt yfir sextugt þurfa konur að komast til að tilheyra flokknum „fólk á efri árum" og geta þá minnk- að mjólkurskammtinn úr 4-5 glösum niður í 2-4 glös? Eða eru „konur" kannski ekki tald- ar með „fólki" svona almennt hjá Mjólkurdagsnefnd? Dropateljara þætti afar vænt um að fræðast nánar um hug- myndir Mjólkurdagsnefndar í sambandi við „konur" oe „fólk".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.