NT - 26.03.1985, Blaðsíða 9

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 9
Gfobusi LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Ingibjörg Ester Svfnafelli Óræf um Fædd 16. maí 1931. - Dáin 17. mars 1985. ■ 1 dag, þriðjudaginn 26. mars verður til moldar borin frá Hofs- kirkju í Öræfum, fóstra mín, Ingibjörg Ester Einarsdóttir. Kynni okkar hófust þegar mér, óþægum krakkakjána úr Reykjavík, var komið fyrir hjá henni í sveitinni vordag einn fyrir 24 árum síðan. Mér, sem var óttarlegt malarbarn, hafði tekist árinu áður að sleppa úr annarri vist með því að grenja í viku, og nú skyldi það endurtek- ið. Við fyrstu kynni fannst mér Öræfasveitin ógnvænleg, hrika- legir jöklar í norðri, og beljandi stórfljót í austri og vestri, svo enginn virtist komast þaðan nema fuglinn fljúgandi, svo út- litið var svart. Edda var að því komin að gefast upp fyrir grátnum, og senda mig aftur til míns heima, því hún skildi treg- ann, sjálf hafði hún verið send yfir þessi ógnarfljót, og komið tynr hjá vandalausum, eftir að hafa misst ástvini sína norður í Húnavatnssýslu. En af mér brá og dvölin varð löng. Síöan hef ég litið á það sem gæfu að hafa fengið að kynnast Öræfasveit- inni og mannlífinu þar, og enn meiri að hafa lent hjá slíku ágætisfólki, sem Vesturbæjar- fólkið er. Edda var barngóð kona, félagslynd, hress og glaðlynd. Við krakkarnir í sveit- inni sátum oft löngum stundum og ræddum við hana um hluti sem okkur dreymdi ekki um að ræða við annað fullorðið fólk. Hún skildi okkur, enda gleymi hún aldrei barninu í sjálfri sér, sem oft vill henda fólk sem telur sig vera fullorðið. Árið 1959 giftist Edda eftirlifandi eigin- manni sínu, Guðlaugi Gunnars- syni í Svínafelli, og bjó þar upp frá því í félagi við tengdafólk sitt. Þau Edda og Guðlaugur eignuðust fjögur börn, Sól- veigu, Hannes, Gunnar og Hólmfríði. Kornung veiktist Edda alvar- lega, og dvaldi upp frá því meira og minna á sjúkrahúsum. Alltaf bar hún veikindi sín vel, og aldrei slökknaði á gleðinni eða þörfinni fyrir félagsskapinn. Alltaf var hægt að koma henni til að hlæja, hversu sárþjáð sem hún var. Nú er erfiðu stríði lokið. Edda mín, um leið og ég votta ástvinum þínum mína dýpstu samúð, vil ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína gegnum árin, og tryggðar- böndin milli fjölskyldna okkar, sem vonandi bresta aldrei. Hvíl í friði. Guðrún Kr. Óladóttir jjp ASTA SVAVArtSOÓmR f-"'' SETNINGAFRÆÐI ^ ^ /VMLFBíÐIRITíMl Ný viðhorf í setningafræði ■ Nýlega sendi Mál og menning frá sér bókina Setningafræði eftir Ástu Svavars- dóttur, sem er „tilraun til að setja saman hentugt kennsluefni í setningafræði handa framhaldsskólanemendum", eins og höf- undur segir í formála. Setningafræði er ein af lykilgreinum málfræðinnar, og þekking á henni er m.a. nauðsynleg undirstaða allrar stílfræði. Á síðustu árum hafa ný viðhorf rutt sér rúms í setningafræði eins og öðrum greinum málvísinda, og ber rit Ástu svipmót þeirra. Hún gerir grein fyrir setningarliðum og innri gerð þeirra, svo og stöðu þeirra og hlutverki innan setninga. Þá er gerður greinarmunur aðal- og aukasetninga og rætt um mismun- andi hlutverk þeirra. Loks er lýst grunngerð íslenskra setninga og frávikum frá henni. Setningafræði eftir Ástu Svavarsdóttur er fyrsta verkið í flokknum Málfræðirit MM. Áburðardreifarar Þriðjudagur 26. mars 1985 9 Verö: PS 302 300 lítra kr. 17.700,- PS 602 600 lítra kr. 31.100,- PS 802 800 lítra kr. 34.100.- Hafið samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur VICON kastdreifara fyrir vorið. Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segir: Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi). Öflugur hrærari í botni. Hverjumdreifarafylgirreiknistokkurtilnákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. ha. Hleösluhæð er ótrúlega lág, aöeins 90-100 cm. Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við áburöinn eru úr ryðfríu efni. Kiðin reyndust engar undraverur ■ í febrúarmánuði s.l. ól geit í Dividal í Troms í Noregi tvö kið, sem eigandanum Arvid Neergárd þóttu furðuleg fyrir- bæri, þau voru eins og venjuleg kið, en með rófur og hárafar eins og löntb. Taldi hann mestar líkur til þess að hér væri um að ræða kynblendinga milli hrúts og höðnu og þóttist geta fært fram líkur fyrir því að svo væri. Kunnáttumönnum þótti þetta afar ólíklegt og vissu engin dæmi til eiginlegrar kynblönd- unar af þessu tagi, en furðusag- an flaug víða og meira að segja til íslands. Mynd af bóndanum með annan kiðlinginn birtist í Morgunblaðinu þann 20. febrú- ar s.l. Til þess að komast að raun um hið rétta í þessu efni voru kiðlingarnir sendir til litninga- rannsókna hjá erfðafræðingunt við dýralæknaskólann í Osló. Þar voru framkvæmdar blóð- rannsóknir á þeim og þær sýndu og sönnuðu, að hér var bara um að ræða kið, er hlutu að eiga hafur sem föður. Litningar frumanna sýndu sig að vera 60, eða nákvæmlega eins og í öðr- um geitum og ekki 54 eins og í sauðfé. Að kiðin virðast hafa ull eins og lömb mun líklega stafa af víkjandi eiginleika, er geymst hefur í ættinni sem arfur frá horfnum ættfeðrum eða mæðrum, en dæmi um álíka fyrirbæri og hér getur, er ekki einstakt, því að þess er getið að dýralæknaskólinn hefi fengið álíka einstakling til rannsókna árið 1982. Myndin, sent hérntcð fylgir, sýnir aðstoðarniann (aman- uensis) við Búnaðarháskólann í Ás í Noregi með umrædd tvö kið. Fagmenn við þá stofnun telja ekki ósennilegt, að hér geti orðið upphaf að ræktun „ullar- geita". Hverveitnemasvo reyn- ist að stofn „angorageita" eigi hér sitt upphaf, segir Thorstein Steine aðstoðarmaður við bú- fjárræktardeildina á Ás, það hlýtur-reynslan að leiða í Ijós síðar ef kiðin fá að auka kvn sitt. Væru þau afkvæmi hrútsog geitar gætu þau aldrei eignast afkvænti, þó væru þau viðrini. en æxlun af því tagi er með öllu óþekkt í heiminum, enda sanna smásjárrannsóknir að hér um ræðir hreinar geitaerfðir. Svo er bara að bíða og sjá hvort kiðin verða ullhærð eða ekki með aldrinum. ■ Myndin sýnir umrædda kiðlinga, sem ekki reyndust þær undraverur, sem fyrstu fregnir vildu vera láta, hefðu þær reynst af- kvæmi hrúts og höðnu, en máske, verður um að ræða upphaf ullargeita- stofns frá þeim í Noregi. Hver veit? Myndin birtist í Bondebladet, þann 26. febrúar s.i. ásamt umsögn um niðurstöður rann- sóknanna. Ný kennslubókí bókmenntasögu ■ Út er komin hjá For- laginu ný bók eftir Heimi Pálsson, Frásagnarlist fyrri alda, íslensk bók- menntasaga frá landnáms- öld til siðskipta. Bók- menntasaga þessi er eink- um ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi en hentar jafnframt öllum þeim sem fýsir í iæsilegan fróðleik um íslenskar fornbókmenntir. Nem- endur og kennarar í fram- haldsskólum hafa lengi verið án hentugrar kennslubókar í íslenskri fornbókmenntasögu og bætir því bók Heimis úr brýnni þörf. Frásagnarlist fyrri alda skiptist í þrjá meginkafla. í þeim fyrsta er fjallað um skeið óskráðra bók- mennta: eddukvæði og dróttkvæði. Annar kaflinn og sá ítarlegasti fjallar um sagnaritun miðalda. Þar er gerð grein fyrir öllum greinum lausamálsbók- mennta á tímabilinu 1100- 1300, fjallað um hug- myndaheim sagnanna sem og listræn einkenni þeirra og rætt um það samfélag sem skóp þær. Þriðji og síðasti kaflinn fjallar svo um blómaskeið rímna og sagnadansa. Frásagnarlist fvrri alda er prýdd miklum fjölda mynda sem veita lesendum innsýn í myndlist og menningu miðalda. Hrafnhildur Schram list- fræðingur annaðist val myndanna. Þá eru í bók- inn' vandaðir ítarefnalistar með ábendiiigum um hvert sækja megi frekari fróðleik. Síðar í vetur er svo væntanleg sérstök kennarahandbók sem höf- undur tekur santan kenn- urum til stuðnings. Frásagnarlist fyrri alda er 191 bls. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.