NT - 26.03.1985, Blaðsíða 20

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 20
r Þriðjudagur 26. mars 1985 20 L 0*1 löncfi Miklu magni hættulegra lyfja smyglað til þróunarlandanna London-Reutcr: ■ Breska blaðið Observer birti fyrir skömmu skýrslu þar sem því er haldið fram að miklu magni af fölsuðum og jafnvei hættulegum lyfjum sé smyglað til þróunarlanda þar sem þau séu seld undir merkjum þekktra lyfjafyrirtækja. Að sögn blaðsins eru flest þessara lyfja framleidd á Taiw- ■ an í Suður-Kóreu eða í Balkan- löndunum. Sum eru eftirlíking- ar af raunverulegum lyfjum en í mörgum tilvikum er aðeins um að ræða falsaða blöndu af asper- íni og öðrum efnum. Sum lyfjafyrirtæki hafa breytt vörumerkingum sínum til að gera fölsun erfiðari en vörumið- ar og pakkningar eru falsaðar svo vel að það er erfitt að þekkja fölsuðu lyfin frá raun- verulegum lyfjum. Sérfræðingar telja að sum þeirra fölsuðu lyfja sem séu á markaði í þróunarlöndunum séu lífshættuleg fyrir sjúkt fólk. en það er fyrst og fremst það sem neytir þeirra. Sovéskur kola- iðnaður í klípu Moskva-Reuter ■ Sovéska dagblaðið gagnrýndi harkalega í leiðara í gær óhagkvæman rekstur í kolaiðnaði og sóun. Jafnframt skýrði blaðið frá því að nokkrum háttsettum embættis- mönnum hefði verið vikið úr embættum vegna slæ- legrar frammistöðu. Gagnrýnin á rekstri kolafyrirtækjanna og embættissvipting emb- ættismanna úti á lands- byggðinni, sem sagðir eru spilltir og áhugalausir um starf sitt, eru talin bera merki hins nýja flokksleið- toga, Mikhails Gorba- chevs, sem leggur mikla áherslu á dugnað og nýtni. Gorbachev hefur nú þegar skipt um einn ráðherra í sovésku stjórninni. Um helgina vék hinn 74 ára gamli Pyotr Neporozhny úr embætti orku- og raf- orkumálaráðherra fyrir Anantoly Mayorets sem aðeins er 55 ára. í frétt Prövdu er skýrt frá því að á fundum í Ufaborg í Uralhéraði og í Volgograd og Irkutsk í Síberíu hafi embættis- menn og verksmiðju- Ieiðtogar verið gagnrýndir harkalega fyrir spillingu og fyrir að falsa fram- leiðslutölur. El Salvador: Morðsins á Ro- mero erkibisk' upi minnst San Salvador-Reuter: ■ Um helgina var farin fjöl- menn ganga um götur höfuð- borgarinnar í El Salvador, fimm Spánverjar mótmæla: Spánn úr NATO - herinn burt Madríd-Reuter. ■ Tugir þúsunda Spán- verja fóru í gær í mót- mælagöngu að flugstöð bandaríska hersins og kröfðust þess að banda- ríski herinn hypjaði sig og Spánverjar gengju úr NATO. Að lokinni hinni 12 kíló- metra löngu mótmæla- göngu, til Torrejon her- stöðvarinnar utan viö Madrid, lásu mótmælend- ur upp yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hinar 12.000 manna bandarísku hersveitir, sem staðsettar eru á fjórum stöðum, væru fjarlægðar. Sósíalistar, sem nú sitja í stjórn, og áður vildu Spán úr NATO hafa nú breytt afstöðu sinni í þá veru að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um þátt- tökuna í hernaðarbanda- laginu, og tóku þeir ekki þátt í mótmælagöngunni. árum eftir aö Oscar Arnulto Romero erkibiskup var myrtur. Kröfðust göngumenn þess að morðingjar hans verði dregnir fyrir dómstóla. Romero, sem barðist dyggi- lega fyrir mannréttindum og velferð fátækra, var skotinn til bana þegar hann undirbjó messu í sjúkrahúskapellu. Eftirmaður Romeros, Arturo Rivera Y Damas erkibiskup, sagði að friður verði ekki tryggður í landinu fyrr en morð- ið á Romero og morð fjölda annarra fórnarlamba ofbeldis- ins verði rannsökuð. Fyrrverandi foringi í leyni- lögreglunni í El Salvador sagði á blaðamannafundi í Washing- ton í síðustu viku að hægrimenn í El Salvador hefðu greitt hæg- risinnuðum uppreisnarmanni frá Nicarargua 12(5.000 dollara fyrir að aðstoða við morðið á Rom- ero. Yfirvöld lögðu málið á hilluna í desember og báru fyrir sig skorti á sönnunum,. Rivera Y Damas sagði enn- fremur aö 51 hefði fallið í pólit- ískum átökum í síðustu viku og hefðu dauðasveitir hægri nranna myrt fimm þeirra. Yfir 50.000 E1 Salvador-búar, aðallega óbreyttir borgarar, hafa látið lífið í hinu fimm ára stríði vinstrisinnaðra uppreisn- armanna og hersins sem Banda- ríkjamenn styðja dyggilega. Auðvaldssinnar í Kína fá aðvörun Peking-Reuter ■ Áróðursráðherra Kínverja, Deng Liqun, skýrði hópi banda- rískra fréttamanna frá því í gær að aukin spilling og svartamark- aðsbrask hefðu leitt til þess að stjórnvöld hefðu endurskoðað afstöðu sína til þeirra breytinga sem nú ættu sér stað í Kína. Hann sagði að það yrði óbætan- legt stórslys ef Kína yrði kapítalismanum að bráð. Deng Liqun hefur áður varað við slæmum áhrifum auðvalds- sinna á kínverskt þjóðfélag en nú um nokkurt skeið hafði hann ekki látið skoðanir sínar í Ijós opinberlega. Nú segir hann að verðbólga, spákaupmennska, sóun á opinberu fé og svarta- markaðsbrask hafi orðið til þess að stjórnin hafi ákveðið að herða eftirlit með peningamagni í umferð og lánastarfsemi bankastofnana, verðlagseftirlit verði aukið og launahækkanir umfram framleiðniaukningu verði stöðvaðar. Ekkert bendir samt til þess að hætt verði við áframhaldandi breytingar á hagkerfinu þar sem markaðsöflin gegna stöðugt meira hlutverki. Yfirlýsingar áróðursráðherrans þykja þó vís- bending um að hraði breyting- anna minnki nokkuð. Deng Li- qun lagði mikla áherslu á að hann styddi aukin samskipti við önnur ríki. Hann vitnaði oft til Deng Xiaopings sem sýnir að hann vill ekki standa gegn þeim breyingum sem Deng Xiaoping atti trumkvæöi að. Kínverska alþýðuþingið kem- ur saman nú á morgun og mun þá ræða framkvæmd breyting- anna á efnahagsskipulaginu. Bretar drjúgir við nef- tóbakið ■ Breskt blað sakar nú mútuþægna pakistanska embættismenn um að eiga drjúgan þátt í eiturlyfjavandanum - þeir líti undan fyrir væna summu og margir þeirra séu að auki sjálfir orðnir háðir eiturlyfjum. The Sunday Times: Spilltir Pakistanir orsök heróínvandans London-Reuter: ■ Hið virta breska vikurit, The Sunday Times, hélt því fram í grein, sem birtist nú um helgina, að gífurleg spill- ing pakistanskra em- bættismanna kæmi í vegfyrir að tilraunir til að stöðva heróínflóðið frá Pakistan til Vesturlanda heppnuðust. Samkvæmt heimildum blaðsins múta eiturlyfja- smyglarar starfsmönnum pakistönsku eiturlyfjalög- reglunni og embættismönn- um í lögreglunni sem gefa þeim í staðinn frjálsar hend- ur við að stunda eiturlyfja- smygl. Stöðugt fleiri starfs- nienn eiturlyfjalögreglunnar í Pakistan eru líka orðnir háðir eiturlyfjum. The Sunday Times gerði rannsókn á heróínsmygli í Bretlandi og í Pakistan. Meirihluti alls heróíns á Vesturlöndum er talið upp- runnið í Pakistan. Rannsókn blaðsins leiddi í ljós að her- óínsmyglarar í Pakistan greiða reglulega ákveðna upphæð til lögreglunnar og heróínmarkaðurinn í Karac- hi þrífst undir verndarvæng lögreglunnar. Mörg vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að senda sjálf eiturlyfjalögreglumenn til Pakistans til að reyna að sporna við heróínsmyglinu. London-Reuter. ■ Verkfall breskra kolanámu- verkamanna, sem stóð yfir í ár og lauk fyrr í þessum mánuði, dró stórlega úr neftóbakssölu í landinu en sala á þeirri gæða- vöru er nú aftur að aukast. Við venjulegar aðstæður eru námuverkamenn ákafir nef- tóbaksneytendur vegna þess að niðri í námunum er bannað að kveikja á eldspýtum og fikta með opinn eld að öðru leyti. Talsmaður neftóbaksfram- leiðenda segir að salan á nef- tóbaki hafi farið að aukast er verkfallinu lauk. Á síðasta ári tóku Bretar 110 tonn af tóbaki í nefið og mun það veta 10% minna en í meðalárferði. Umsjón: Ragnar Baldursson og Ivar Jonsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.