NT - 26.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 10
Merkileg grein uw elnahags- átöHUn Þriðjudagur 26. mars 1985 Draga fast gengi og jöfnunar- sjóðir best úr hagsveiflum? 10 ■ Sjö samdráttarskeið hafa gengið yfir íslenskt efnahagslíf síðan um seinna stríð. Yfir eitt þessara skeiða, 1967-68, dróst þjóðarframleiðslan saman um heil 8%. Sex af afturkippunum áttu rætur að rekja til erlendra truflana, annaðhvort rýrnandi eftirspurnar eftir íslenskum vörum á erlendunr nrörkuðum eða versnandi viðskiptakjara. Þessi lýsing á þróun ís- lenskra efnahagsmála síðustu áratugina kemur fram í grein eftir Guðmund Magnússon, háskólarektor, og Tór Einars- son, hagfræðing, í nýútkom- inni Klemensarbók. Titill greinarinnar er „Hagsveiflur, gengismál og jöfnunarsjóðir", og í henni ganga höfundarnir skrefi lengra heldur en að rekja efnahagserfiðleika okkar og greina orsakir þeirra; þeir búa ennfremur til líkan sem notar þessar sögulegu upplýsingar til þess að segja fyrir um hvers konar viðbrögð íslenskra stjórnvalda gætu í framtíðinni orðið árangursríkust til að mæta svipuðum erfiðleikum. Hvaða gengisstjórn? Þeir Guðmundur og Tór leita svara við spurningunni: Hvers konar gengisskráning ís- lensku krónunnar gæti best varið okkur fyrir áhrifum af alvarlegri svciflu á okkar mikil- vægasta markaði í Bandaríkj- unum? Hvaða aðferð ylli minnstri röskun á framleiðslu landsmanna, verðlaginu og laununum? 1 niðurlagi greinarinnar segja höfundarnir m.a. svo um ár- angurinn af hverri aðferð af fjórum sem þeir athuga: Breytilegt gengi..... þótt íslendingum tækist að losna úr viðjum þrálátrar verðbólgu, væri hætt við verulegum öldu- gangi í verðlagi eftir sem áður. „Of sveigjanlegt" raungengi er ávísun á rykkjóttan gang launa og verðbólgu." og: „Margt bendir til að sveigjanlegt raun- gengi magni sveiflur í launum og verðbólgu umfram þær sem leiðir af öðrum gengiskost- um.“ Fast gengi. „Ekki er víst að fast raungengi eitt sér breyti hér nriklu um. Þó er ósennilegt að kaupmáttur launa sveiflað- ist meir en við núríkjandi geng- ■ Tór Einarsson. isstefnu. Að öllu samanlögðu sýnist fast raungengi frenrur ófýsilegur kostur, a.nr.k. mið- að við núverandi tilhögun gjaldeyrismála og fjármála ríkisins." Fast gengi með jöfnunar- sjóðum. „Niðurstöður benda til að jöfnunarsjóðir í einhverri mynd gætu bætt úr skák og kemur það varla á óvart.“ „Tregbreytilegt“ gengi. „Eftir þeirri leið mætti draga talsveit úr launa- og verðbólgu- sveitlum, án þess að of dýru verði yrði keypt, í rykkjóttri framleiðslu og atvinnu." Éinn- ig: „Svokallað tregbreytilegt raungengi er kostur senr kanna þyrfti nánar. Vera kann að hann sé sá skásti sem tiltækur er í bráðina." Að öllu samanlögðu komast höfundarnir að þeirri niður- stöðu að fast gengi ásamt jöfnunarsjóðum skili bestum árangri við að draga úr áhrifunr sveiflunnar á íslenskt efna- hagslíf. Jöfnunarsjóðirnir stuðli sérstaklega að stillilegri verðbólgu, peningaframboði og rauniaunum. En þeir ganga samt ekki svo langt að mæla beinlínis með þessu fyrirkomu- lagi. heldur segja: „Jöfnunar- sjóðir í þeirri mynd sem eink- um hefur verið rædd hérlendis eru tvíbentir. Þeim þarf að beita mjög einarðlega vænti menn árangurs.“ „Nýstárlegar og vandaðar röksemdir“ - segir Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur ■ Grein Guðmundar Magn- ússonar og Tórs Einarssonar fjallar á nýstárlegan hátt um efni sem verið hefur íslenskum hagfræðingum hugleikið, þ.e. áhrif breytinga í ytri aðstæðum þjóðarbúsins og leiðir til að draga úrþeim sveiflum í fram- leiðslu, launum og verðbólgu, sem fylgt hafa slíkum breyting- um. Sumar niðurstöður þeirra eru mjög athyglisverðar. Eink- um fannst mér samanburður þeirra á áhrifum mismunandi gengisstefna og beitingu jöfn- unarsjóða til að draga úr sveifl- um í hagkerfinu vera forvitni- legur. Sú niðurstaða þeirra að hægt sé að beita jöfnunarsjóð- um til að draga úr sveiflum í þjóðarbúskapnum, og svo sú niðurstaða þeirra að „mjög langt kann að þurfa að ganga í aðgerðum af þessu tagi ef ná á einhverjum árangri" er í sam- ræmi við skoðanir nrargra ann- arra íslenskra hagfræðinga. En með rannsóknum sínum hafa Guðmundur og Tór fært okkur nýstárlegar og vandaðar rök- semdir fyrir þessum niðurstöð- um. f vísindagrein, sem er jafn ónákvæm og hagfræðin, skiptir slíkt miklu. Eitt það nýstárlegasta í grein Guðmundar og Tórs er að þeir gera ráð fyrir því að fólk taki ákvarðanir sínar út frá skynsamlegum væntingum. Kenningin um skynsamlegar væntingar var fyrst sett fram fyrir 25 árum af John Muth, og hefur hún notið mikilla vin- sælda á undanförnum 10-15 árum. Ástæður þessara vin- sælda kenningarinnar eru aug- Ijósar: í fyrsta lagi þá skipta jú væntingar einstaklinganna í hagkerfinu miklu máli fyrir atburðarásina og þróun hag- kerfisins. í öðru lagi þá hafa allar aðrar kenningar um það hvernig væntingar fólks mynd- ast bersýnilega galla sem kenn- ingin um skynsamlegar vænt- ingar bætti úr. Margir hagfræðingar hafa bent á að þótt kenningin um skynsamlegar væntingar leysi ákveðin vandamál varðandi væntingar og hlutverk þeirra, þá er hún í sama hjólfarinu og fyrirrennarar hennar varðandi önnuratriði. Líktogfyrirrenn- arar hennar gerir hún t.d. ráð fyrir því að væntingar allra séu eins. Hún gengur jafnvel skref- inu lengra með því, að sú forsenda kenningarinnar um skynsamlegar væntingar, að til sé ein rétt kenning um hagkerf- ið, sem væntingar fólks taki mið af, gerir það óskynsamlegt að væntingar fólks séu mis- munandi. Spákaupmennskaog margt annað, sem daglega á sér stað í hagkerfinu verður illskýranlegt ef gengið er út frá kcnningunni um skynsamlegar væntingar. Það kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir þegar hagfræðingar gefa sér það í útreikningum sínum að einstaklingarnir í hagkerfinu (stjórnendur fyrir- tækja, launafólk, neytendur, stjórnvöld) viti ávallt um það sem framundan er í efnahags- málum. Mörgum finnst kannski einnig að þessi for- senda sé sérstaklega langt frá lagi hér á landi. En þá ber hins að gæta, að aðrar aðferðir byggja á síst traustari grunni. ■ Ásgeir Daníelsson. Alla vega er engin ástæða til að ætla að önnur vélræn kenning um myndun væntinga gefi betri raun. Einn af ókostum þess að byggja á kenningunni um skynsamlegar væntingar í lík- önum af því tagi sem Guð- mundur og Tór hafa smíðað, er að öll reikningsvinna verður mjög flókin ogviðamikil. Auð- vitað er ekkert við því að gera ef réttar kenningar um hag- kerfið og þróun þess eru flóknar. Én að öðru jöfnu þá hlýtur það að teljast til kosta hagfræðikenningar ef hún er einföld. Markmiðið hlýtur að vera að geta skýrt sem mest nreð sem einföldustum kcnn- ingunr. Mér þótti mjög athyglisvert að frainreikningur með líkani þeirra Guðmundar og Tórs gaf að raunlaun fylgja þróun þjóð- arframleiðslu með lítið eitt „Kemurekkiáóvart“ - segir Þorvaldur Gylfason, prófessor ■ „Þetta er gert svolítið með nýjum aðferðum, en niður- stöðurnar koma engum í raun og veru á óvart. Þetta er það sem við áttum allir meira og nrinna von á," sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor, þegar hann var spurður álits á hag- sveiflugreininni. „Ég hef satt best að segja ýmislegt að athuga við „hag- sýnisvæntingu", en það er í raun og veru ekki höfuðatriði í málflutningi þeirra Guð- mundar og Tórs. Maður kæm- ist hæglega að sömu niður- stöðu án þess að gera endan- lega ráð fyrir henni," sagði Þorvaldur Gylfason að lokum. skemmri töf en í raunveru- leikanum. Athugun á þróun raunlauna á íslandi undanfarna áratugi sýnir að þegar þjóðarfram- leiðslan byrjar að vaxa þá vaxa raunlaun hægar en framleiðsl- an. Á síðari helmingi upp- sveiflunnar vaxa raunlaun aft- ur á móti hraðar en þjóðar- framleiðslan. Þegar svo sam- dráttur byrjar þá minnkar þjóðarframleiðslan meir en raunlaun. Það er ekki fyrr en 1-2 árum eftir að samdráttur- inn hefst, sem þetta snýst aftur við. Þessa þróun má auðveldlega skýra með tilvísun til styrk- leika aðila vinnumarkaðarins á mismunandi skeiðum í þróun hagsveiflunnar. Þegar upp- sveiflan er komin á skrið og fyrst eftir að samdráttur hefst þá er staða verkalýðshreyfing- arinnar sterkust. Én staða at- vinnurekenda er sterkust þeg- ar samdrátturinn hefur staðið um nokkurt skeið og á fyrstu stigum uppsveiflunnar. 1 grein Guðmundar og Tórs er það ekki skýrt hvers vegna framreikningur þeirra með lík- aninu gefur þessa niðurstöðu varðandi samband raunlauna og þjóðarframleiðslu. Fljótt á litið þá virðist mér einnig að þær margbrotnu ástæður (sem m.a. felast í þróun verðbólg- unnar og áhrifum raunvaxta á framboð á vinnuafli) sem liggja að baki þess að líkanið hegðar sér á þennan hátt séu síst sennilegri en sú einfalda skýr- ing sem ég rakti hér að framan. ■ Þorvaldur Gylfason. ■ „Ég fagna því að menn hafi tækifæri og þekkingu til þess að hugsa um svona mál. Þó í svona vinnu sé ekki alltaf verið að fjalla akkúrat um þau dægurmál sem efst eru í efna- hagsmálunum, þá fæðast oft í henni hugmyndir sem hægt og hægt síast inn í dægurþrasið," sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, þegar við leituðum álits hans á grein þeirra Guðmundar og Tórs. „Ég reikna nú ekki með, og það kemur reyndar skýrt fram í lok greinarinnar, að þeir telji sig hafa fundið nokkurn endanlegan sannleik í þessum málum. Helstu niðurstöðurnar eru sem sagt þær að þessar sveiflur í þjóðarframleiðslunni verði minnstar þegar beitt er föstu gengi og jöfnunarsjóð- um. Þetta eru kannski niður- stöður sem menn hefðu búist við að fá,“ sagði Vilhjálmur. „Jöfnunarsjóðir geta hins vegar gengið út í öfgar," hélt hann áfram. „Það er augljóst mál að það borgar sig að veiða fiskinn þegar hann er hæstur í verði og þegar mest aflast, en leggja minni áherslu á veiðarn- ar og geyma frekar fiskinn í sjónum þegar verðið er lágt og illa aflast. Éf við hegðum okk- ur eftir þessu getur vel verið að þjóðarframleiðslan verði mest þegar dæmið er gert upp. Maður sá það á árum áður þegar menn voru að gera út á Aflatryggingasjóð að svona sveiflujöfnunarsjóðir geta leitt okkur út í hreina vitleysu. Þá voru alveg ótrúlegustu vinnu- brögð viðhöfð. Þá var haldið uppi hreint vonlausri vinnslu. Ég held að enginn vildi hverfa aftur til slíkra aðgerða, jafnvel þó að þær jöfnuðu einhverja sveiflu," sagði Vilhjálmur. „Það er annars athyglisvert að velta fyrir sér þessum sveifl- um og viðhorfi okkar, sem þjóðar, til þeirra. Ef maður lítur á mentalitet þjóðarinnar, ■ Vilhjálmur Egilsson. þá virðumst við frekar vilja búa við sveiflurnar heldur en að jafna afkomuna stöðugt. Þannig eru sveiflurnar kannski ekki svo óæskilegar. Þegar vel gengur í sjávarútveginum og víðar þá viljum við hækka kaupið og eyða miklunr pen- ingum. Svo þegar illa gengur, þá erum við tilbúin til þess að taka skellinn. Þetta er kannski einsog með fleira hjá okkur, jafnvel drykkjusiðina, þegar menn innbyrða gjarnan mikið magn á skömmum tíma en svo ekkert þess á milli." Vilhjálmur nefndi sérstak- lega lækkunina á kaupmættin- um frá síðasta ársfjórðungi 1982 og fram á þriðja ársfjórð- ung 1983. „Maður hefur ekki orðið var við að svona lækkun væri hægt að koma í gegn í venjulegum lýðræðisríkjum. Víðast annars staðar ímyndar maður sér að allt vrði brjálað. Þar sem svona kemur fyrir er það yfirleitt undir forustu ein- hverra byssubófa. En hérna hefur þetta allvega gerst án þess að það yrði bylting." „Þaniiig held ég að viðhorf okkar til sveiflananna sé slíkt, að það sé kannski ekkert markmið í sjálfu sér að jafna þær," sagði Vilhjálnrur Égils- son að lokum. „Ekkert markmið að jafna sveiflurnar“ - segir Vilhjálmur Egilsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.