NT - 14.04.1985, Blaðsíða 14
Sunnudagur 14. apríl 1985 14
■ Vinnustufur myndhöggvara á Korpúlfsstöðum. Sú aðstaða sem þar er búið að koma upp hefur ómetanlegt gildi.
■ „Án titils“ Jón Gunnar Árnason, 1985, ál. ■ „Gestur“, Sverrir Ólafsson 1985, tré, stál og kopar.
/
■ „Ég tel að það sé mikilvægt fvrir
okkur sem myndhöggvara að vita
hvar við stöndum og það er ein af
ástæðunum fyrir því að við setjum nú
upp þessa stóru sýningu.“
Svo fórust Ragnari Kjartanssyni
myndhöggvara orð þegar við hittum
hann að Kjarvalsstöðum í Reykjavík
en þar verður opnuð nú um helgina
viðamikil sýning á verkum tuttugu
íslenskra myndhöggvara.
Þegar við vorum að spjalla við
Ragnar gekk mikið á að Kjarvalsstöð-
um. Vörubílar komu akandi með
listaverk, sem sum hver eru risastór
en sýningin verður bæði inni í húsinu
og fyrir utan það. í vestursal hússins
var hópur myndlistarmanna að koma
fyrir verkum sem þar eiga að vera. í
austurenda hússins var einnig verið
að setja upp sýningu, sem opnuð
verður á sama tíma, en þar er Félag
íslenskra myndlistarmanna á ferð-
inni.
Þrátt fyrir mikið annríki gefur
Ragnar sér góðan tíma til að rabba.
Fyrir þá sem ekki þekkja meistar-
ann í sjón er hann herðabreiður og
þéttur á velli. „Hann er ekki eingöngu
góður myndhöggvari heldur lítur
hann einnig út fyrir að vera það“, eins
og einn viðmælandi okkar orðaði
það. „Hann er eins og myndhöggvar-
ar litu út í gamla daga.“
En við erum ekki hingað komin til
að lýsa líkamsvexti Ragnars Kjartans-
sonar heldur til að fræðast af honum
um sýningu á íslenskum höggmynd-
um.
„Já, eins og ég sagði áðan þá held
ég að það sé hollt fyrir okkur aö vita
hvar við stöndum, við þurfum að sýna
sjálfum okkur það og öðrum. En ég
er ekkert skjálfandi út af þessari
sýningu, það er mikill hugur í fólki og
mörg verkanna lofa góðu.
Okkur langar líka til að brúa Atl-
antshafið, ef vel gengur með þessa
sýningu, og fara með hana í ferðalag
til Evrópu þó að það mál sé enn
aðeins á umræðustigi.
Við erum líka að styrkja okkur í
sambandi við alls kyns bull um að-
stöðu okkar á Korpúlfsstöðum, sem
heyrst hefur af og til í fjölmiðlum.
Það er óhætt að fullyrða að Reykja-
víkurborg gerði myndarlega við
myndhöggvara þegar við fengum inni
þar og þessi sýning er meðal annars
afrakstur þeirrar velvildar. Á
Korpúlfsstöðum höfum við nú þegar
komið okkur upp góðum verkstæðum
bæði til að vinna í tré og járn.
Framundan er að koma brennsluofni
í gagnið og þar með er komin aðstaða
að vinna úr flestum þeim efnum sem
notuð eru í höggmyndir.
Þó svo að sum okkar hafi sínar
eigin vinnustofur þá þurfum við alltaf
af og til að komast í stærra húsnæði
þegar unnið er að stórum verkum og
þá koma vinnustofurnar á Korpúlfs-
stöðum sér ákaflega vel. Það getur
enginn einn einstaklingur staðið undir
rekstri á svo stóru húsnæði sem til
þarf þegar byggja á myndarleg úti-
verk. Þetta pláss hefur líka ómetan-
lega félagslega þýðingu fyrir mynd-
höggvara á íslandi sem kemur örugg-
lega til með að skila sér til baka.
Að sýningunni á Kjarvalsstöðum
standa tuttugu myndhöggvarar sem
allir eru meðlimir í Myndhöggvarafé-
laginu. Þar verða til sýnis 47 skúlp-
túrar úr margvíslegum efnum. Þar
má sjá verk úr steinleir, gifsi, salti,
striga og grágrýti svo eitthvað sé
nefnt.
Hér eru einnig verk unnin í tré og
járn, plast og steinsteypu.
Ragnar kemur víða við í frásögn
sinni á meðan gengið er á milli
listaverkanna. Stofnun Myndhöggv-
arafélagsins árið 1972 var liður í
baráttu fyrir bættri aðstöðu og viður-
kenningu. Þá hafði um margra ára
skeið verið mikill vöxtur í högg-
myndalist hér á landi og kominn tími