NT - 14.04.1985, Page 16
Sunnudagur 14. apríl 1985 16
■ Ég er karlmaður, einsog
þeir vita gjörla er til þekkja.
Um daginn fékk ég afmælisgjöf
fr'á konunni. Hrærivél. Hefði ég
vissulega heldur kosið kálf aftan
í snjósleðann eða nýja
veiðistöng, en það er þó
aukaatriði hjá hinu: er veriö að
gcra grín að rnanni eða hvað?
Hvað mundi konan segja ef ég
tæki upp á því að gefa henni
ritvél eða hagiabyssu? í fyrra
tilvikinu yrði hún líklega neydd
til að skrifa -
kvennabókmenntir!! Til að
komast hjá rifrildi og þrasi fór
ég einfaldlega í fýlu, sem cntist
mér þrjá sólarhringa. Það er
ekki laust við að ég sé í henni
ennþá, þegar ég rifja upp þetta
leiðindaatvik. Ég gaf henni
forláta mixara og vöflujárn,
síðast þegarhún átti afmæli. Og
þaráður gaf ég henni heila
eldhúsinnréttingu! (Sem
samsvarar því nánast að hún
hefði gefið mér nýjan vélsleða
plús kálf plús haglabyssu!) Ég
spyr bara: á þctta að vera
fyndið? Eða eru þetta einhverjir
nýmóðins stælar í
kvenþjóðinni? Eða er pent
veriö að fara fram á að ég taki
að mér baksturinn á heimilinu?
Ég er þá bara helst að hugsa um
að fara fram á það við konuna
að hún taki að sér að skjóta
rjúpuna og skrifa í blöðin!
Kannski vill hún líka taka að sér
að rífa kjaft við rukkarana og
ritstjórana? Og forráðamenn
leikhúsanna og
ríkisfjölmiðlanna? Eða eru
þetta einhver meiriháttar
mótmæli við einhverri
minniháttar yfirsjón? Er ég of
nískurámatarpeningana-ekki
nógu duglegur að skaffa? Eða
mislíkaði henni mixerinn, sem
ég gaf henni þegar hún átti
afmæli? Ég get haldið svona
áfram endalaust!
En ég er reyndar ekki eingöngu
að hugsa um sjálfan mig, ég er
líka að hugsa um kynbræður
mína. Égsé okkuríanda efvið
eigum líka að fara að ganga með
börnin! Hvar endar svona
þróun? Ég sé ekkert athugavert
við það þótt konur skrifi
Velvakanda um ýmis dægurmál,
sem vissulega koma þeim við
jafnt og karlmönnum - bara ef
þær heimta ekki að fæðast með
typpi! Með öðrum orðum - ég
segi einsogdanskurinn: „Derer
jo grænser!"
Mérfinnst,satt aðsegja, tími til
kominn að við förum að verja
hagsmuni okkar og
hefðbundinn rétt! Rétt til að
vera það sem við erum og
skapaðir til að vera, réttinn að
vera karlmaður. Pær hafa
vissulega fullan rétt á því að
vera konur, með öllum þeim
takmörkunum sem því kyni
fylgir. Þær hafa meira að segja
ýmislegt fram yfir okkur, ef
grannt er skoðað - eða kannski
öllu heldur hitt og þetta sem við
höfum ekki. Og guð hjálpi oss,
ef konur hætta að vera konur!
Ég segi: hingað og ekki lengra!
- Raunar er þegar orðin full þörf
á því að setja í afturábakgír -
það fer að koma að því að konan
biðji mig að vaska upp!! I fullri
alvöru; Eða passa börnin? Eða
bara ég veit ekki hvað!
Þið hafið mig vonandi
afsakaðan þótt mér hitni
Afmælisgj afir
og umburðarlyndi
nokkuð í hamsi við þessa
umfjöllun - en málið er ekki
aðeins grafalvarlegt, þetta er
pólitískt stórmál. Ég á þrjú
börn, sem öll líta upp til pabba
síns. Þau treysta á pabba - og
vita að þeim er það óhætt. Hvað
yrði um traustið-ef pabbi væri
allt í einu kominn með svuntu
og uppþvottarkúst í stað þess að
sitja í makindum inni í stofu og
lesa dagblaðið meðan mamma
sinnir þeim störfum sem ætlast
er til af henni. Hvað yrði um
traustið - ef pabbi stæði fyrir
framan hrærivélina (sem hann
hefur fengið í „afmælisgjöf")
sem væri að snúast í
jólakökudeigi? - Um daginn fór
konan að minnast á að hana
langaði til að vinna úti, þó ekki
væri nema hluta úr degi. Hana
langaði til að hitta fólk - hitta
fólk! Ég veit ekki betur en
börnin séu heima allan daginn -
ogsvo kem ég jú heim á kvöldin,
það er að segja ef ég þarf ekki
að fara á fundi, en það gerist
ekki nema tvisvar-þrisvar í viku.
Varla getur hún ætlast til þess
að ég hætti að tefla við vini
mína? Einusinni-tvisvar í viku?
Ég er þó ekki að halda framhjá
henni - einsog sumir. Um
daginn sagði hún upp úr
einsmanns hljóði: „Veistu það-
ég er að hugsa um að halda
framhjá þér til tilbreytingar
áður en ég verð brjáluð." -
Þessu tók ég auðvitað einsog
hverju öðru gríni, maður hefur
jú húmor ef útí það fer. En ég
get ekki sagt ég hafi húmor fyrir
hrærivélinni. Og það á
afmælisdaginn minn!
Ég held það sé kominn maðkur
í mysuna!
Oddur Björnsson
Mér finnst
sambýlismaður
minn reyna við
dóttur mína
KæriPáll
■ Ég hef að undanförnu
fylgst með svörum þeim sem
þú hefur gefið við spurning-
um sem tilþín erbeint. Ég er
i talsverðum vanda stödd en
veitekki vel hvert eða hvern-
ig ég á að snúa mér og sendi
þér því þetta bréf. Þannig er
mál með vexti að ég er 38 ára
fráskilin kona úti á landi. Ég
á 16 ára dóttur sem hefur
uppgötvað „hitt kynið" ef
svo má að orði komast og
hefur hegðun hennar breyst
talsvert undanfarna mánuði.
í sjálfu sér væri það mér ekki
áhyggjuefni nema af því að
ég hef búið með manni í
rúmt ár og virðist mér hann
nú alluráhjólum þegar dótt-
ir mín er annars vegar. Ég
geri mér grein fyrir því að ég
er talsvert afbrýðisöm, en
reyni að telja mér trú um að
þetta sé eðlilegt. Samt er
málum nú svo komið að ég
þori ekki að skilja þau eftir
tvö ein saman, enda er aug-
ljóst að dóttur minni líkar vel
að tekið sé eftir henni á
þennan hátt. Verst er þó að
ástarlífið hjá mér og sambýl-
ismanni mínum hefur farið
stöðugt hnignandi og veit
ég varla hvoru okkar er um
að kenna. Ástandið er því
orðið ansi „stressað." Ég
reyndi einu sinni að tala um
þetta við sambýlismann
minn en hann hló að mér og
sagði mig vera móðursjúka.
Spurning mín er því er ég að
verða ímyndunarveik og ef
ekkihvernig'errétt aðbregð-
ast við svona vandamáli?
Móðir
Uppgjör sem þú
verður sjálf að
ganga í gegnum
Kæra móðir,
Þegar ég var að taka mín
fyrstu skref í geðlaekningum
ræddi ég við mann nokkurn,
sem stóð á því fastar en
fótunum að konan hans
héldi framhjá honum. Hann
hafði aldrei séð til konunnar
neitt í þá áttina né heldur
höfðu aðrir sagt honum neitt
um það. í fyrstu hafði grunur
hans verið örlítill en hafði
aukist með árunum. Það að
hann hafði ekki fengið neitt
færi á að sanna á konu sína
framhjáhald hafði með árun-
um aðeins aukið þörf hans til
þess að njósna um konuna
og gæta hennar í hvívetna.
Maðurinn gekkst svo upp í
þessu að mikiU hluti tíma
hans fór í alls konar vanga-
veltur um „framhjáhaldið"
og hann gat varla á heilum
sér tekið. í viðtali við mig
gekk allt hans mál út á að
sannfæra mig um réttmæti
gruns síns. Eftir að hafa tal-
að við eiginkonu mannsins,
sem var virðuleg kona, sem
kom mjög vel fyrir, mátti
ekki vamm sitt vita, sann-
færðist ég um að maðurinn
þjáðist af sjúklegri afbrýði-
semi sem ætti sér enga stoð
í veruleikanum. Var ég nokk-
uð sáttur við þá niðurstöðu
þar til ég nokkuð löngu
seinna fékk „viðhaldið" í
meðferð. Kom þá í ljós að
þessi áðurnefnda frú hafði
átt sér elskhuga um margra
ára skeið þótt leynt hafi
farið. Viðbrögð eiginmanns
hennar voru samt sem áður
ennþá afbrigðileg í mínum
augum en skiljanlegri. Ekki
er ég að gera því skóna
með þessu að sambýlismað-
ur þinn og dóttir þín standi í
einhverju ástarsambandi.
Nefndi ég þetta í þeim
tilgangi að sýna fram á
hversu erfitt er oft fyrir utan-
aðkomandi að gera sér raun-
hæfa mynd af hjónabandi
eða sambýli þegar tvo aðila
greinir á um i frásögu af
ástandinu heima fyrir. í
þessu tilviki var ég reyndar
ungur og óreyndur en var
samt sem áður á staðnum og
talaði við báða aðila. í þínu
tilviki hef ég aðeins í hönd-
unum bréf þitt sem ekki er
auðvelt að ráða í. Get ég því
ómögulega svarað þér hvort
þú sért að verða ímyndunar-
veik. Það sem ég les aftur á
móti úr bréfi þínu er ekkert
óeðlileg hegðun 16 ára dótt-
ur þinnar sem er að upp-
götva að hún er að verða
kona. Öll höfum við þörf fyrir
athygli og unglingar sem
eru að breytast úr börnum í
fullorðna hafa ekki hvað síst
þörf fyrir að finna það að þeir
séu aðlaðandi í augum hins
kynsins. Þarf þó á engan
hátt að vera neitt kynferðis-
legt í því að dóttur þinni þyki
athygli sambýlismanns þíns
góð. Þú segist gera þér grein
fyrir að þú sért talsvert af-
brýðisöm en reynir að telja
þér trú um að þetta sé eðli-
legt. Samt sem áður held-
urðu áfram og segir að þú
þorir ekki að skilja þau tvö
eftir ein saman. Illt hlýtur að
vera að geta ekki treyst sam-
býlismanni sínum með dótt-
ur sinni, enn verra þykir mér
þó að þér finnst þú ekki geta
treyst þinni eigin dóttur. í
mínum eyrum hljómar þetta
eins og samband þitt og
sambýlismanns þíns risti
ekki of djúpt og að tími sé til
þess kominn að þú lítir á
samband þitt við þína eigin
dóttur og takir það til ræki-
legrar endurskoðunar. Væri
þá ekki úr vegi að þið tvær
settust niður í góðu tómi og
reynduð að styrkja ykkar
samband. Vera má að þetta
minnkaða eða hnignandi
ástarlíf milli þín og sambýlis-
manns þíns sé aðeins tíma-
bundið ástand sem lagast
gæti ef þið tækjuð ykkur
tak og hreinsuðuð andrúms-
loftið. Hitt er þó ekki óhugs-
andi að í ástarlífinu milli
ykkar endurspeglist skortur
á gagnkvæmu trausti og ör-
yggi. í bréfi þínu minnist þú
heldur ekkert á hvort þér
þyki vænt um þennan mann
eða hversu mikilvægur hann
sé þér. Vantraust þitt á hon-
um skín í gegnum bréfið.
Legg ég því til að þú gerir
upp hug þinn gagnvart þess-
um sambýlismanni þínum
og að þú annaðhvort farir að
treysta honum eða að þú
haldið áfram að vantreysta
honum. Verð ég nú reyndar
að skjóta því að að sennilega
myndi það þá hafa í för með
sér slit ykkar í millum þar
sem það væri að æra óstöð-
ugan að halda áfram í sam-
bandi sem er ekki öruggara
en þetta.
Því miður get ég lítið hjálp-
að þér þar sem ég veit ekki
hversu raunhæfa mynd þú
hefur dregið upp af ástand-
inu heima. Þetta er uppgjör
sem þú verður sjálf að ganga
í gegnum og erigin getur
tekið ákvörðun fyrir þig
hvort þú ættir að halda áfram
í þessu sambandi eða ekki.
Tilfinningalegar ákvarðanir
eru yfirleitt alltaf erfiðar eins
og segir í ágætum ísl. máls-
hætti. „Sá á kvölina sem á
völina. “
Með bestum kveðjum,
Páll Eiriksson
Páll Eiríksson geðlæknir
svarar spurningum lesenda