NT - 14.04.1985, Blaðsíða 18
Sunnudagur 14. apríl 1985 18
Sagt frá ótrú-
legum hörmungum
íbúanna í
Leningrad vetur-
inn 1941-1942
Birgdabíll kemur til borgarinnar eftir hættulega og erfiða ferð vfir Ladogavatn. Teikningin er gerð meðan á umsátrinu stóö.
■ Þann 27. janúar 1944 klukkan átta
um kvöldið hljómuðu 24 skot úr 324
byssum í Leningrad. Þessi skothríð var
í tilefni af því að aflétt hafði verið 900
daga umsátri um borgina. En þessi
viðburður markaði ekki aðeins tímamót
á austurvígstöðvunum, heldur vakti
hann vonir í brjóstum fólks í
stríðshrjáðum löndum alls staðar í
Evrópu, t.d. skrifaði breska blaðið
„Star“ við þetta tækifæri: „Allar þær
þjóðir sem eru frjálsar og þær þjóðir sem
eru undir oki fasista skilja hversu
mikilvægur sigurinn yfir Þjóðverjum við
Leningrad var. Bardaginn við
Leningrad vakti ótta hjá Þjóðverjum.
Þeir skynjuðu þá að þeir ríktu aðeins um
stundarsakir í París, Brussel,
Amsterdam, Yarsjá og Osló.......“
UMSÁTRIÐ
New York Times sagði:
„Það er varla hægt í sögunni
að finna slíkt úthald eins og
það sem Leningradbúaí sýndu
á þessu langa tímabili. Dáð
þeirra verður skráð í annála
sögunnar sem hetjusaga....“
Innrásin
Pað var 22. júní 1941 að
Þjóðverjar hófu innrás sín í
Sovétríkin. Sókn herja þeirra
gekk svo vel í byrjun að Hitlcr
áléit að scnn mætti draga úr
hergagnaiðnaði og einbeita
kröftunum að flota og flugher,
svo reka mætti smiðshöggið á
stríðið gegn Bretuin. í sept-
emberlok sagði hann herráð-
inu að búast til að leysa upp
fjörutíu fótgönguliðsdeildir.
svo hægt yröi að auka mann-
skap við iðnaðarframleiðsl-
una.
Pýski foringinn sá ekki betur
en tvær stærstu borgir Rússa,
Moskva og Leningrad, væru
að falla. Síðla í september gaf
hann út ákveðnar skipanir:
„Þótt Moskva og Leningrad
bjóði uppgjöf, þá skal ekki að
því gengið." En hvað átti að
verða um þessargömlu borgir?
Það var útskýrt fyrir herfor-
ingjum þann 29. september:
„Foringinn hefur ákveðið aö
St. Pétursborg (Leningrad)
verði þurrkuö út af yfirborði
jarðar. Þegar Sovét Rússland
hefur verið lagt að velli er
engin þörf á að borgin sé til
framar.... Ætlunin er að um-
lykja borgina og útmá hana
með aðstoð stórskotaliðs og
loftárása.
Beiðnum um að borgin verði
hertckin ber að synja, því oss
er enginn akkur í því að takast
á hendur að sjá íbúunt þessarar
stóruborgar fyrir nauðsynjum.
Þetta er stríð unt það hver eftir
lifir...."
Eftir að Orel, sem er borg
rétt sunnan við Moskvu, var
fallin. sendir Hitler blaðafull-
trúa sinn frá vígstöðvunum til
Berlínar og þar sagði hann
blaðamönnum hvaðanæva úr
heiminum að síðustu heillegu
herir Sovétríkjanna væru búnir
að vera. Búiö væri að um-
kringja lið Timoshenko við
Moskvu. en dreifa liði Búden-
nýs. Loks væri lið Vorishilovs
umkringt hjá Leningrad.
Umkringd borg
Leningrad og landræman
milli ltafs og Ladogavatnsins
voru nú einangruð á alla vegu.
sums staðar af óvinaher, en
annars staðar af legi. Frá 8.
september voru engar út-
gönguleiðir frá borginni nema
í lofti eða yfir vatnið.
Mikill viðbúnaður setti svip
sinn á borgina. enda höfðu
borgarbúar undirbúið harðsnú-
ið viðnám í tvo mánuði. Þar
sem flestir vopnfærir karlar
höföu verið kvaddir í herinn
kom það í hlut kvenna að reisa
virki, grafa skriðdrekagildrur
og fella stór tré á ökuleiðir inn
í borgina. í ágúst var búið að
koma upp loftvarnarbyrgjum
handa 918 þúsund manns og
grafnar skortgrafir handa 672
þúsundum.
Sem nærri má geta fór margt
úrskeiðis þegar öllu átti að
bjarga á síðustu stundu og
ekki gekk sá hluti vígbúnaðar-
ins best sem fara varð skrif-
stofuleiðina. í eitt skiptið tafð-
ist framleiðsla á bensín-
sprengjum, vegna þess að
verksntiðjan sern þær bjó til
þurfti að bíða eftir leyfi frá
Moskvu til þess að mega skipta
uni gerð á flöskum. Ekki bitn-
aði ringulreiðin minnst á börn-
um sem send voru frá Lenin-
grad til borga í suðvestri. Þar
voru þau einmitt komin í sókn-
arleið Þjóðverja og var gripið
til þess ráðs að senda þau
rakleitt til Leningrad á ný. Oft
töfðust lestirnar döguni saman
á hliðarsporum og höfðu for-
eldrar hinar mestu áhyggjur af
hvar börnin mundu vera niður-
komin.
Margar hviksögur voru á
ferli. Sovéski herinn hafði
fundiö gashylki í herfangi frá
þýska hernum og óttuðust
menn að þessum óhugnanlegu
vopnum ætti að beita á Lenin-
gradbúa. Tókst að útvega gas-
grímur handa þorra íbúanna.
Ráðamenn óttuðust líka ákaf-
lega að upp yrði komið
„fimmtu herdeild" innan borg-
arinnar og var ekki undarlegt
að menn þóttust sjá flugumenn
í hverju horni. Sumir þóttust
sjá ljósmerki er þessir útsend-
arar skutu upp til þess að
leiðbeina flugvélum Þjóð-
verja, en þetta voru raunar
loftvarnarskot Rússa sjálfra.