NT - 14.04.1985, Síða 22
■ Hanna Schygulla og Rainer Werner Fassbinder saman árið 1980.
Hún býr nú í París, en dvelst einnig oft hjá foreldrum sínum í Miinchen.
Kona þúsund andlita
Hanna Schygulla er framsæknasta leikkona Evrópu um þessar mundir
G/obus?
iÍHOWARD
JARÐTÆTARAR
Islenskir bændur þekkja hina einstöku endingu
HOWARD jarðtætaranna eftir 25 ára notkun hér á
landi.
Hin einstaka ending og hagstætt verð, gera kaup á HOWARD
tæturum að besta kostinum.
HOWARD HR 30 jarðtætarar fyrirliggjandi í 60“ - 70“ - 80“
breiddum með fjögurra hraða Heavy Duty gírkassa.
Verð: 604< kr. 78.300.-
70“ kr. 82.600.-
80“ kr. 87.600.-
Pantið strax og tryggið tímanlega afgreiðsiu.
Einstæðir greiðsluskilmálar.
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
■ Venjulega eru kvikmyndaleikar-
ar flokkaðir sem annaðhvort stjörnur
eða rulluleikarar. Fyrri tegund
leikara reynir að finna viöurkenndan
persónuleika sem markaðurinn með-
tekur og þróar hann svo. Hin tegund-
in sökkvir sér ofan í karakterinn
hverju sinni og mótar sjálfan sig að
honum. Hanna Schygulla hefur hæfi-
leika til hvoru tveggja. Hugvit hennar
og tækni gera henni kleift að takast á
við breið, breytileg og ólík hlutverk.
Þessi pólska leikkona hefur leikið í 40
myndum á 15 árum; þýskum,
frönskum, spænskum, ítölskum og
enskurn. Hún er kona þúsund andlita
og tiJfinninga, leikkona sem getur
lagað sig að kröfum níunda áratugar-
ins.
„Framsæknasta leikkona
okkar tíma“
Samstarfsmenn og gagnrýnendur
eru sammála. Leikstjórinn Andrzej
Wajda kallar hana bæði framsækn-
ustu og æsilegustu leikkonu okkar
tíma, leikstjórarnir Marco Ferreri og
Ettore Scola taka undir og telja hana
öflugan leikara með breiða persónu-
túlkun. Og Wajda heldur áfram: „Á
30 ára ferli niínurn sem kvikmynda-
gerðarmaður hef ég aldrei séð aðra
eins breytingu á einni manneskju og
Schygulla. Hún skiptir ekki aðeins
yfir í persónu sem maður ekki þekkir,
heldur slíka sem maður hefur aldrei
séð. í raun er persóna hennar gamal-
dags. Það er ein af ástæðunum fyrir
því hve hún hrífur, þegar hún túfkar
konur sem eru að losna úr viðjum.
Hún trúir í raun þeim öflum sem
persóna hennar býr yfir til að brjóta
niður."
Þessa þversögn má rekja til fjöl-
skrúðugrar fortíðar Schygulla, bó-
hcmdaga hennar með Fassbinder og
bernsku sem mótaðist af ótta og
eymd sem flóttamaður á síðustu dög-
um þriðja ríkisins og þess sem á eftir
fylgdi.
Schygulla fæddist á jóladag árið
1943 í Katowice, skammt frá Ausc-
hwitz. Snemma árs 1945, þegar Þjóð-
verjar voru á undanhaldi fyrir rauða
hernum, flúðu foreldrar hennar und-
an framsókninni. Schygulla minnist
þess að hún og móðir hennar hafi
aðeins haldið lífi þegar þau lentu í
klónum á skæruliðum, vegna þess að
þær töluðu pölsku en ekki þýsku.
Fjölskyldan endaði í Múnchen og bjó
fyrst í gömlum járnbrautarvagni, en
síðan í lítilli íbúð. Að vilja foreldra
sinna innritaðist hún t háskóla, lagði
stund á heimspeki og var byrjuð á
lokaritgerð um kleyfhuga þegar hún
féll á prófum. Schygulla heföi líklega
endað í kennslu, ef hún hefði ekki
akkúrat þá kynnst ræfilslegum ungum
leikstjóra sem hét Rainer Fassbinder.
Gagntekinn af
valdbeitingu
„Allt frá byrjun vissi fólk að hann
var einstakur," segir Schygulla í dag.
„Það var kraftur í honum." Og sá
kraftur var jafn eyðandi og hann var
skapandi. í kvikmyndabransanum
var hann rnaður sem ekki var hægt að
líta framhjá á áttunda áratugnum. Á
aðeins 13 árum lauk hann við 41
kvikmynd, sjónvarpsmyndir og frarn-
haldsþætti. Eins og Schygulla bætir
þurrlega við, „Hik var ekki hlutur
sem hann fílaði."
Fassbinder var heillaður af að lýsa
beitingu og misþeitingu valds, næst-
um allar myndir hans fjalla um cjn-
hverskonar niðurlægingu; yfirmenn
kúga undirmenn, hvítir hörundslit-
aða, eiginmenn eiginkonur, karl-
menn yfirleitt allar konur. Þetta var
ekki aðcins hlutur sem Fassbinder
lagði út frá í huganum, þetta var
þáttur sern hann beitti sjálfur gagn-
vart leikurum sínum í anti-leikhús-
inu, þörf hans til að spila harðan,
mislyndan og miskunnarlausan leið-
toga.
Naut þess að láta
aðra þjást
Leikarinn Kurt Raab hefur lýst
lífinu í anti-leikhúsinu sem jafn-
vægislist á mörkum sadisma og sjálfs-
niðurlægingar. þar sem skiptust á
umbun og refsing. Fassbinder lokkaði
til sín karlelskendur með loforðum
um feit hlutverk, losaði sig síðan við
þá. Af þeirn þremur mönnum sem
tengdust honum nánast, er einn á lífi,
annar var drepinn í slagsmálum eftir
að Fassbinder sagði honum upp og sá
þriðji hengdi sig.
Irm Hermann, sem lék málleys-
ingjaambátt í Beisk tár Petru von
Kant (1972), dýrkaði Fassbinder sem
guð. Viðbrögð hans voru að niður-
lægja hana á allan hátt. Hann barði
hana í harðfisk hvað eftir annað,
stundum í viðurvist annarra, og þegar
hún hótaði að fleygja sér út um
glugga, hvatti hann hana. Hún reyndi
þrisvar sinnum að fremja sjálfsmorð.
Eitt sinn, þegar hópurinn hélt matar-
veislu, lýsti Fassbinder því yfir að
hann skyldi sýna það lítillætí að
sænga nteð Hermann, grænmetisætu,
ef hún borðaði steik. Hún pantaöi
hljóðlega og hámaði í sig kjötið, en