NT - 14.04.1985, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. apríl 1985 23
Á aftasta bekk
líkaminn hafnaði því. Þegar hún kom
aftur náföl af snyrtingunni, sagði
Fassbinder við hana, „Eg sagði éttu
það, ekki selja því upp. Ef þú vilt fá
það hjá mér, verðurðu að halda
kjötinu ofan í þér.“
A breiðtjaldinu túlkaði Schygulla
sjaldan fórnarlömbin. Þetta óseðj-
andi bros hennar gaf til kynna að hún
væri í náðinni. Og innan leikhópsins,
tókst henni að halda sér utan tilrauna
Fassbinder, kannski vegna þess að
hún var uppáhalds leikkonan hans,
og sú sem var líklegust til að slá í
gegn, kannski vegna þess að þetta
hæfileikafólk bar gagnkvæma virð-
ingu hvort fyrir öðru. „Þegar hann
fann einhvern sem vildi þjást,“ minn-
ist hún „lét hann hann þjást og naut
þess. Hann varforvitinn um hve langt
var hægt að ganga á mannlegt eðli.
„Við skulum sjá hve langt þessi er
reiðubúinn til að fara með mér, til að
þóknast mér.“ Hann var eins og
köttur með hrammana á lofti. Maður
vissi aldrei hvort hann myndi strjúka
eða klóra.“
Schygulla fékk mestan part strokur
frá honum, sem fór í taugarnar á
þeim sem var klórað. „Það varð að
taka á henni með silkihönskum,"
segir ein af leikkonum Fassbinder.
„Það vakti reiði meðal okkar hinna.“
Fannst ég vera svikari
Kannski. En trú hans á Schygulla
skilaði sér á tjaldinu. Þetta var eitt af
samböndum Fassbinder sem kalla
mátti gagnkvæmt. Hann gerði hana
að stjörnu og hún hjálpaði honum að
ná til breiðs áhorfendahóps. Effi
Briest (1974) breytti öllu fyrir Fass-
bindar í heimalandi sínu, hún var
vinsælasta vestur-þýska myndin árið
1974. En bæði työ virðast hafa þurft
að sanna sjálfstæði sitt gagnvart hinu.
„Mér fannst ég vera stöðnuð,“ segir
hún „en þegar ég yfirgaf hópinn
fannst honum ég vera svikari, því ég
hefði ekki sýnt honum tryggð. Ég læt
ekki teyma mig.“
Ásamt Sybille Danzer, sem sá um
förðun í myndum Fassbinder, hélt
Schygulla til Bandaríkjanna, þar sem
hún eyddi mestum hluta ársins, í
anda bókar Jack Kerouac, On the
Road, sem hún hreifst af sem ungling-
ur. Hún lék í nokkrum myndum á
næstu fjórum árum, en lét leikferilinn
ekki stjórna sér. Og þegar Danzer
stakk upp á því að fara til Hollywood,
svaraði Schygulla, „Til hvers?“
Hún fór aftur til Múnchen árið
1977 og dag einn hringdi síminn.
„Þetta er Rainer.“ „Hvaða Rainer?“
spurði hún. „Heimskuleg spurning,“
svaraði röddin. „Sá eini Rainer. Éger
með mynd handa þér.“ Þetta var
handrit eftir Peter Márthesheimer og
Pea Frölich sem hét The Marriage of
Maria Braun. 1 ársbyrjun 1979 birtist
Schygulla á veggspjöldum, lokkandi í
lífstykki og svörtum nælonsokkum,
sem fólk nappaði í stórum stíl af
auglýsingaskiltum og úr kvikmynda-
húsum um alla Evrópu. Maria Braun
sló í gegn í Vestur-Þýskalandi, og
varð fyrsta mynd Fassbinder til að
ganga vel á alþjóðamarkaði. Leikar-
inn og leikstjórinn höfðu tekið saman
á ný og gerðu það betur en nokkurn
tíma.
Þau unnu þrjú önnur verk saman.
Svo kom hópurinn santan til að heyra
Fassbinder tilkynna hver fengi aðal-
hlutverkið í næsta verkefni hans. Það
var Lola, sem byggði á frægri Marlene
Dietrich mynd, The Biue Angel, og
var stíluð á Þýskaland sjötta áratugar-
ins. Allir bjuggust við að Fassbinder
tilnefndi Schygulla. í staðinn valdi
hann Barbara Sukowa, unga leikkonu
með litla reynslu í kvikmyndum.
Schygulla gerði aldrei aðra mynd
með Fassbinder og árið 1982 fór
leikstjórinn endanlega yfir um af
ofneyslu kókaíns og alkóhóls. Hann
var 37 ára.
„Hollywood er dæmdur
staður“
„Það er mjög erfitt fyrir leikara,
sérstaklega leikkonu að segja skilið
við hóp sem hún hefur verið hluti af
svo lengi," segir handritshöfundurinn
Carriére. Það tók nokkurn tíma fyrir
fólk að átta sig á að hún gæti gert enn
betur með því að segja skilið við
Fassbinder. Á síðustu tveimur árum
hefur henni vegnað vel undir stjórn
leikstjóra á borð við Andrjez Wajda
og Volker Schlöndorff.
Sérhver leikkona sem er trú starfi
sínu og ferli, hlýtur að sækjast eftir að
komast í bandarískar myndir, en
Schygulla er ekkert uppnumin af
hugmyndinni. „Hollywood er dæmd-
ur staður. Þegar draumarnir bresta á
fólk á hættu að farast." En það var
ein Hollywood-rulla sem höfðaði til
hennar, aðalhlutverkið í Sophie’s
Choice, og Schygulla gerði allt sem
hún gat til að fá að leika pólska
flóttamanninn sem upplifir hrylling
seinni heimsstyrjaldarinnar. „Ég
þráði þetta hlutverk," segir hún „en
leikstjórinn Alan Pakula vildi mig
ekki. Það snerti mig illa.“ Meryl
Streep fékk hlutverkið og vann Ósk-
arsverðlaun.
Nýlega lék hún í Peter the Great,
ásamt Maximilian Schell og Vanessa
Redgrave, sem, ef hún kærir sig urn,
færir henni farseðil til Hollywood.
Þessi sjónvarpsþáttaröð var tekin í
borginni Suzdal, tæpa 200 km austur
af Moskvu, þar sem rússneski vetur-
inn hefur leikið tæknilið jafnt sem
leikendur grátt. En Schygulla segist
ekki hafa viljað missa af þessu. „Þetta
kennir manni að vera þakklátur fyrir
þau þægindi sem maður nýtur í líf-
inu,“ segir hún.
Næsta verkefni Schygulla verður
samt líklega ekki kvikmynd. „í
augnablikinu,“ segir hún „þrái ég
mest barn. Ég þarf að umvefja ein-
hvern hlýju. Eg hef alltaf verið hænd
að börnum, og þegar ég tók mér frí
frá Fassbinder eftir Effi Briest, velti
ég því fyrir mér að eignast barn, en
lagði ekki í það. Ég varð að komast
til botns í sjálfri mér, og hvað það var
sem ég vildi. Nú veit ég það.“
Peter the Great þættirnir eru senni-
lega í sama gæðaflokki og sjónvarps-
efni almennt, en þau laun sem Schyg-
ulla fær fyrir þá, gera henni kleift að
taka sér frí. „Ég vona bara að mér
verði ekki boðin nein góð hlutverk,
það væri pirrandi að þurf að hafna
þeim. En ég yrði að hafna þeim. Hún
á sér líka aðra ósk, „að það væri ein
kvikmynd sem ég gæti tekið með mér
á eyðieyju, mynd sem ég væri ánægð
með, þó svo að ég léki í henni.“
Gísli Friðrik Gíslason.
■ Schygulla í So vétríkunum meðan
stóðuyfirtökur NBC
sjóvarpsstöðvarínnar á þáttunum
um Pétur mikla.
Okkar hlutverk er að veita þér
þjónustu. Hér að neðan kynnistu
hvernig við förum að því.
Þjónusta.
Meðalstór fólksbíll er samansett-
ur úr allt að 10.000 hlutum. Það
gefur augaleið, að þessir hlutir
þurfa mismikið viðhald, t.d. er
oftar skipt um kerti en aftursæti.
Til þess að fylgjast með eftir-
spurn á einstöícum varahlutum,
notum við tölvu, sem skráir sam-
stundis allar breytingar á birgðum,
svo sem sölu og innkaup.
Tölvan gerir vikulegar pantana-
tillögur, sem við förum yfir og
samræmum breytilegum þörfum
eftir árstíma. Á þennan hátt kapp-
kostum við að hafa ávallt fyrir-
liggjandi nægilegt magn þeirra
varahluta, sem löng reynsla hefur
kennt okkur að þörf er fyrir.
Ef við eigum ekki varahlutinn,
sem þig vantar, pöntum við hann
án nokkurs aukakostnaðar fyrir
þig-
Verð.
Við kappkostum að halda vöru-
verði í lágmarki án þess að slaka á
kröfum um gæði.
Til að lækka vöruverð, pöntum
við varahluti í miklu magni í einu
og flytjum til landsins á sem hag-
kvæmastan hátt. Síðan setjum við
vörurnar í tollvörugeymslu og af-
greiðum þær þaðan með stuttum
fyrirvara eftir þörfum hverju sinni.
Þannig lækkum við flutnings-
kostnað og innkaupsverð vörunnar.
Vörugæði.
Til að tryggja gæðin, verslum við
eingöngu með viðurkenndar vörur
með ársábyrgð gagnvart göllum.
Afgreiðsla.
í varahlutaverslun okkar eru sér-
hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu-
búnir til aðstoðar, hvort sem þig
vantar varahluti eða upplýsingar
viðkomandi viðhaldi bílsins.
Landsbyggðin.
Ef þú býrð úti á landi, getur þú
snúið þér til umboðsmanns okkar
í þínu byggðarlagi eða hringt í
okkur í síma (91)13450, (91)21240
eða (91) 26349 og við sendum vara-
hlutina samdægurs.
Okkar markmið er:
VÖRUGÆÐI, ÁBYRGD
og GÓD ÞJÓNUSTA.
Sættir þú þig við minna?