NT - 20.04.1985, Side 4
w
Laugardagur 20. apríl 1985
■ Sigvaldi Hjálmarsson
Sigvaldi
Hjálmarsson
látinn
■ Sigvaldi Hjálmarsson
rithöfundur og hlaöamaöur
er látinn, 63 ára gamall.
Sigvaldi var l'æddur á
Skeggstiiöum i Bölstaöar-
hlíðarhreppi, Austur-Húna-
vatnssýslu.
Aö loknu kennaraprófi
1943 kenndi Sigvaldi um
nokkura ára skeiö en frá
1947 var hlaðaincnnska hans
ævistarf. Lengst al var hann
við Alþýðublaðið en auk
þess við Úrval, Fálkana og
fréttariti sænsku frétta-
stofunnar TT um nokkra
ára skeiö.
Sigvaldi var afkastamikill
rithöfundur, skrifaði rit-
gerðir og gaf út nokkrar
Ijóðabækur. Hann var tví-
vegis kjörinn forscti Guð-
spckifélagsins og átti sæti í
allsherjarráði fclagsins. Auk
hefðbundinnar skólagöngu
var Sigvaldi í þrjá vetur við
nám á Indlandi á sjöunda og
áttunda áratugnum.
Eftirlifandi kona hans er
Bjarney H. Alexandersdótt-
Borgarfulltrúar:
i hársamanvegnadeili-
skipulags fyrir Lágmúla
■ Nýtt deiliskipulag við Lág-
múla var staðfest á borgar-
stjórnarfundi í fyrrakvöld. Á
reit sem hingað til hel'ur verið
merktur sem grænt svæði munu
rísa þrjú hús. Minnihlutafulltrú-
arnir í horgarstjórninni gagn-
rýndu þessa ákvörðun einkum á
þrennum forsendum. Ekki væri
of mikið af grænum svæðum
fyrir, ófyrirséð væri hver þörf
væri fyrir ný umferðarmann-
virki á gatnamótum Kringlu-
inýrarbrautar og Mikilubrautar
í framtíðinni og síðast en ekki
síst beindist gagnrýnin að form-
legri afgreiðslu málsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
rakti það að skipulagsnefnd
hcfði fengið frumteikningar að
liúsi fyrir Sagafilm, mcð beiðni
um að fá aö byggja húsið við
Lágmúlann. Teikningin lrefði
verið unnin af arkitektunum
Dagnýju HelgadótturogGuðna
Pálssyni. Málinu hefði verið vís-
að til umhverfismálaráðs og um-
feröarnefndar. Forstöðumaður
borgarskipulags hefði síðan fal-
ið söntu arkitekum og teiknuöu
húsið að gera tillögu að nýju
deiliskipulagi fyrir reitinn án
þcss að skipulagsnefnd hefði
fjallað um það. Undir þessa
gagnrýni tóku Álfheiður Inga
dóttir og Kristján Benedikts-
son. Taldi Kristján að fljótræði
einkenndi um of störf skipulags-
nefndar og ylli yfirsjónunr sem
unnt ætti að vera að sneiða hjá.
Minnti hann sérstaklega á gagn-
rýni Rúnars Bjarnasonar
slökkviliðsstjóra á skipulag í
Grafarvogi með tilliti til eld-
varna vegna áburðarverksnriðj-
unnar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
tormaður skipulagsnefndar
sagði forstöðumann borgar-
skipulagsins hafa óvéfengjan-
legan rétt til að ráða skipulags-
höfunda til afmarkaðra verk-
efna. Borgarfulltrúar hnotabit-
ust um hverjir hefðu gengið
meir á græn svæði, vinstri meiri-
hlutinn sálugi eða núverandi
meirihluti og tilfærðu flatar-
nrálstölur nráli sínu til
stuðnings.
Mezzoforte
á Wjóm*
leikaferð
um Evrópu’.
Söngvari kom
inn í hópinn
Lítil plata á heimsmarkaðinn í júní
■ Söngvari hefur bæst í hóp-
inn hjá Mezzoforte sem eru á
hljómleikaferðalagi um Evrópu
um þessar rnundir. Heitir sá
Weston Foster og hefur starfað
með einni þekktustu fönk-
hljómsveit Bretlands, “Second
Image". Leikur Weston einnig
á ýmiskonar slagverkshljóð-
færi og leysir Hollendinginn
Jerome De Rijk af hólmi.
Mezzoforte hafa verið að
spila í Pýskalandi að undan-
förnu og síðan liggur leiðin til
Austurríkis, Hollands, Belgíu
og Frakklands og jat’nvel
Spánar. Að hljómleikaferðinni
lokinni munu Mezzoforte
hljóðrita nýja litla plötu með
lagi Friðriks Karlssonar, „This
Is The Night“ og mun Weston
Foster einmitt syngja í því lagi.
Útgáfa plötunnar er áætluð í
júnímánuði um allan heim.
í marsmánuði s.l. tók Steinar
Berg ísleifsson við alþjóðlegum
verðlaunum International
Trophy for Quality í Madrid á
Spáni fyrir þann ágæta árangur
sem Steinar hf. hafa náð við að
koma tónlist Mezzoforte á fram-
færi erlendis.
Ríkisskattstjóri:
Vill upplýs-
ingar um
banka-
stjóralaunin
■ Ríkisskattstjóri hefur
farið fram á það við
bankaráð ríkisbankanna,
að þau Ieggi fram upplýs-
ingar um laun og fríðindi
bankastjóra síðastliðin
fimm ár. Óskað er eftir
sömu upplýsingum um
kjör aðstoðarbankastjóra.
Bankaráðin fá frest til
mánaðamóta til að veita
umbeðnar upplýsingar.
Háls- og Staðarfellsprestakall:
Hanna María og Sigurður Árni
kjörin lögmætri kosningu
■ AtkvæAi voru talin í bisk-
upsstofu í gær í prestskosning-
um í Hálsprestakalli og Staðar-
fellsprestakalli í S-Þingeyjar-
sýslu. í Hálsprestakalii var
Hanna María Pétursdóttir ein í
kjöri. 163 voru á kjörskra, 118
greiddu atkvæAi. Hanna fékk
114 atkvæAi, 4 seAlar voru auð-
ir. Kosningin var lögmæt.
Sigurður Árni Þórðarson var
eini umsækjandinn um Staðar-
fellsprestakall. 258 voru á
kjörskrá. 180 greiddu atkvæði
og fékk umsækjandi 174 at-
kvæði, 5 voru auðirog 1 ógildur.
Kosningin var lögmæt.
Steinar Berg íslcifsson tekur við verðlaunum Trade Leaders Club í Madrid á dögunum.
Staðarfell í Dölum:
Styrktarfélag
við heim-
ilið stofnað
■ Ákveðið hefur verið að
stofna styrktarfélag um með-
ferðarheimili SÁÁ á Staðarfelli
í Dölum. Stofnfundur félagsins
verður haldinn á morgun,
sunnudaginn 21. apríl og hefst
klukkan 15 á Hótel Loftleiðum.
í fréttatilkynningu frá undir-
búningsnefnd félagsins eru allir
þeir sem áhuga hafa á meðferð-
armálum alkohólista hvattir til
þess að mæta og gerast stofnfé-
lagar. Staðarfell hefur verið rek-
ið af'SÁÁ síðan 1981 og hafa
rúmlega eitt þúsund einstakling-
ar farið þar í svokallaða eftir-
meðferð vegna alkohólisma.
Ert þú að leita að hillum í stofuna,
barnaherbergið, geymsluna, lagerinn
eða verslunina? Þetta er lausnin.
FURUHILLUR
Hillustærðir: 30x80 og 50x80 4
Uppistöður: 61, 112 og 176 cm.
. _ . mVi
MYNOIN
Dalshrauni 13 S. 54171
OPIDBBBB
MAN.-FIM. 9-18
FÖSTUDAGA 9-19
LAUGARDAGA 10-17
SUNNUDAGA 13-17
Gluggagægir
flytur um set
■ Gluggagægir hefur að
undanförnu gert íbúum við
Langholtsveg lífið leitt. Nú síð-
ast í gær var kvartað til lögreglu
undan manninum, en honum
hefur verið lýst á þá leið að hann
sé í brúnni dúnúlpu og hár vexti.
Ekki vita menn hvernig
stendur á því, en áður var ntun
algengara að manngerð þessi sæ-
ist í Hlíðunum með vorinu, en
nú virðist sern gluggagægir sé
íluttur um set.
Magnús í Eden
■ Þeim, sem hug hafa á að sjá
málverkasýningu Magnúsar
Guðnasonar frá Kirkjulækjar-
koti, skal bent á að hennar er að
leita í Eden í Hverageröi. NT
biður Magnús og þá sem leitað
hafa að sýningu hans annars
staðar velvirðingar á því að sýn-
ingarstaðurinn féll af einhverj-
um ástæðum niður þegar sagt
var frá opnun sýningarinnar um
síðustu helgi.
Til hjálpar skuldugum bændum:
Vextir greiddir niður
með skatti á bændur
Umdeild tillaga Ágústs Guðröðarsonar
á Stéttarsambandsfundi
■ Að þeir bændur sem litlar skuldir
hafa létti hinum róðurinn var sú
stefna sem Ágúst Guðröðarson mælti
fyrir í mjög umdcildri tillögu á auka-
fundi Stéttarsambandsins en tillagan
var samþykkt með 15 atkvæðum gegn
11 og greiddu 16 ekki atkvæði. Ágúst
leggur til að hækka gjaldtöku Stofn-
lánadeildar og nota hana til að grciða
niður vexti verðtryggðra lána.
í umræðu á þinginu urðu margir til
að gagnrýna þessa hugmynd Ágústs
og benti Guðbjartur Gunnarsson á
Hjarðarfeili á að með þessu væru þeir
sem sýnt hefðu varkárni og aðhald í
fjárfestingu látnir borga upp í skuidir
hinna sem ekki hefðu gætt hófs. Á
móti var bent á að skuldastaða yngri
bænda í landinu, sem fjárfest hefðu
eftir verðtryggingu, væri mjög erfið
meðan aðrir hefðu allt sitt á þurru og
sýnt að af upphæð allra skuida bænda
við Stofnlánadeildina og Veðdeild
kæmi þriðjungur á 340 af þeim 4700
bændum sern eru í landinu.
Tillaga Ágústs gerir ráð fyrir að
tvöfalda framleiðnigjald Stofnlána-
deildarinnar en í framsögu sagði Á-
gúst að nú næmi það um 24,5 milljón-
um. Ályktunin, sem samþykkt var,
gerir aðeins ráð fyrir að stjórn Stéttar-
sambandsins taki til athugunar hvort
vilji er fyrir þessari gjaldtöku en líkur
á að tillagan sjálf komi til fram-
kvæmda eru ekki taldar miklar.