NT

Ulloq

NT - 20.04.1985, Qupperneq 10

NT - 20.04.1985, Qupperneq 10
ítt' Laugardagur 20. apríl 1985 10 Midstjórnarfundur hafa lýst sig algjörlega andsnúna þessu og reyndar haft að orði, að réttast væri að framlengja það bann við verðbind- ingu launa, sem sett var á til tveggja ára í lok maí 1983, Til þess að stuðla að samráði við verkalýðshreýfinguna, var Alþýðusam- bandi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja boðið að láta við það sitja að fella niður ákvæði efnahagslaga um verðbætur á laun, sem annars kæmu sjálfkrafa til framkvæmda 1, júní n.k., þegar bannlögin faila úr gildi. Á þetta tilboð var fallist. Með því má segja, að brautin hafi verið rudd til nánara samráðs. Sumum kann að þykja, að með þessu sé of mikil áhætta tekin. Ég er því ósammála. Hún er að vísu nokkur, en svo mikilvægt er, að eðlilegar viðræður geti átt sér stað á milli launþega og ríkisvaldsins, að sú áhætta er mjög forsvaranleg. Ég hcf cnga trú á því, að verðbætur á laun í nokkurri líkingu við það sem áður var, verði teknar upp að nýju. Ég hygg að mestum fjölda laun- þega sé vel ljóst, að slík verðbinding launa er hvorki þeim né þjóðarbúinu hagkvæm. Áður en ég fjalla um ástand og horfur í efnahagsmálum, þykir mér rétt aðræða um nokkur brýn viöfangsefni, sem mikil- vægt er að verði leyst á næstunni, þannig að menn geti sæmilega við unað. Lausn þcssara mála ntun hafa mikil áhrif á heildarniðurstööu í viðræðum um efna- hags- og kjaramál. Lessi mál eru að mínu mati fyrst og frcmst þrjú, fjárhagserfiölcikar hús- byggjenda, fjárhagserfiðleikar bænda og staðbundnir erfiðleikar í sjávarútvegi og skreiðarframleiðenda. Húsnæðismálin. Meðal annars vegna þess ntisgengis, sem orðið hefur á lánskjaravísitölu og kaupmætti frá því að þjóðarframleiðslan tók að falla á árinu 1982 og óhjákvæmi- legt reyndist aö skerða kaupmátt, hefur umtalsvcrt misgengi orðið á milli tekna og lánskjaravísitölu. Því verðu þó ekki neitað, að eftir aö öllum hömlum á stærð íbúða í tengslum við lán Húsnæðisstofn- unar var aflétt af Svavari Gestssyni 1981, hefur íbúðarhúsnæði stækkað ótrúlega mikiö. Það hclur einnig, eins og glöggt hefur komið fram í fjölmiðlum, valdið stóraukinni greiöslubyrði. Mönnum á að sjálfsögðu að vera frjálst að byggja eins stórt og þcim sýnist, cn lán Hús- næðisstofnunar með niðurgreiddum vöxtum cru félagslcg aðgerð og á ein- göngu að veita þeim, sem byggja við hæfi. Fclagsmálaráðherra hefur því þeg- ar ákveðið nýjar reglur, sem takmarka á ný stærð húsnæðis, sem lána má út á. Þótt ég minnist á þessa staðreynd um stækkandi íbúðarhúsnæði, breytir það ekki því, að grciðsluerfiðleikar hús- byggjenda eru miklir og þá verður að leysa með aðstoð hins opinbera. Ég tel reyndar að ríkisvaldið beri töluverða ábyrgð, því tvímælalaust voru það mis- tök að gera ekki ráðstafanir til að leiðrétta misgengi fjáfmagnskostnaðar og tekna strax og það hófst um mitt árið 1982. Á vegum félagsmálaráðherra hefur ntikið vcrið að þessu ntáli unnið. Hafa tillögur frá honum verið lagðar til grund- vallar í viðræöum, sem fram fara við fulltrúa Alþýðusambands íslands. Ég geri fastlega ráð fyrir, að mjög fljótlega verði tilbúnar heildartillögur um opin- berar aðgcröir til aðstoðaf við húsbyggj- endur. Það sem nú er til athugunar má draga saman í eftirgreind atriði: 1. Ráðgjafarþjónusta sú, sem félags- málaráðherra hcfur sett á fót við Húsnæðisstofnun, hefur þegar verið aukin, ekki aðeins verður hús- byggjendum, sem eru komnir í vanskil, veitt aðstoð, heldur einnig þeim, sem eru í fyrirsjáanlegum greiðsluerfiðleikum. Éf nauðsynlegt reynist, ber að auka fjármagn í þessu skyni. Þessa ráðgjafarþjónustu með viðbótarlánum frá Húsnæðisstolnun, þar sem vextir eru niðurgreiddir, tel ég eitt hið mikilvægasta, sem til hefur verið gripið í erfiðleikum húsbyggj- enda. Raunar er slík ráðgjöf mjög þörf fyrir alla þá, sem hyggja á húsbyggingu, og áður en verkið er hafið. 2. Tekin verði upp greiðslujöfnun á lánum Húsnæðisstofnunar, þannig að greiðslubyrðin verði í samræmi við breytingu á kauptaxta. í þessu sam- bandi kemur jafnframt til greina að setja ákveðnar reglur um þá aðstoð sem menn geta fengið vegna misgeng- is undanfarinna ára. Ekki er talið fært að lögbinda slíkt gagnvart bönkum og lífeyrissjóðum, en þó er gert ráð fyrir heimild til slíkra útlána. 3. Til athugunar er að breyta vaxtaaf- slætti þeim, sem nú er veittur i tekjuskatti. í fastan frádrátt til þeirra sem byggja. Slíkur frádráttur yrði greiddur út, ef hann nýtist ekki til lækkunar á tekjuskatti. Sérfræöingar sjá ýmsa annmarka á þessari leið, og er ekki á þessu stigi Ijóst, hvort hugmyndin nær frani að ganga. Þá eru til athugunar á vegum félags- málaráðherra breytingar á útlánreglum, og ersumt þegar komið til framkvæmda. Með því er ætlað að takmarka lán við eðlilega stærð íbúðar, hækka lán til þeirra, sem byggja í fyrsta sinn, og til kaupa á eldra húsnæði og jafnvel breyt- inga á því. Húsnæðismálin eru áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefnið, sem leysa verð- ur skjótt. Mun mikið eftir því fara, hvernig til tekst. Að þessum málum er mjög ötullega unnið á vegum félagsmála- ráðherra, og við gerum þá kröfu, einsog þeir sögðu gjarnan á landsfundinum, til okkar samstarfsflokks, að myndarlega vcrði á þessum vandamálum tekið. Vandamál landbúnaðarins I öðru lagi nefni ég fjárhagsvanda bænda. Hann er að stórum hluta af sama toga spunninn og fjárhagserfiðleikar húsbyggjcnda, vegna misgengis fjár- magnskostnaðar og tekna. í því sam- bandi vcldur það að sjálfsögöu bændum verulcgum fjárhagserfiðleikum, að 20 af hundraði samdráttur hcfur orðið í sauð- fjárframleiðslu og 15 af hundraði í mjólkurframleiðslu á undanförnum tveimur til þremur árum. Þessa erfið- leika verður að leysa á svipaðan hátt og hjá húsbyggjendum, með því að skoða fjárhag hvcrs einstaks bónda og veita hagkvæm skuldbreytingalán gegnum Stofnlánadeild landbúnaðarins, þegar séð er, að rekstrargrundvöllur er fyrir hendi. Ekki er Ijóst hve stór þessi vandi er. Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar þcgar rætt um það við Búnaðarfé- lag íslands, að ráðgjafarþjónusta, svipuð og sett hefur verið á fót viö Húsnæðis- stofnun ríkisins, hefjist án tafar um land allt. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir mjög fljótlega. Fjárhagserfiðleikar bænda eru þó að- eins einn þáttur af vandamálum land- búnaðarins. Vcgnastöðugt hækkanditil- kostnaðar og vaxandi styrkja við land- búnað í ntarkaðslöndum okkar, er út- flutningur landbúnaðarafurða nánast óframkvæmanlegur. Því er fyrir nokkru orðiö tímabært aðaðalagafrantleiðsluna markaðsaðstæðum. Um þetta höfum við Framsóknarmenn oft ályktaö, og reynd- ar var, f>rir mitt tilstilli, Framleiðslu- ráðslögum brcytt 1979 til þcss að stuðla að slíkri aðlögun. Þetta hefur bændum einnig verið Ijóst. Hafa þeir sjálfir dregið verulega úr frafhleiðslunni, eins og ég hef áður nefnt. Aðstoð hins opinbera til þess að koma á fót nýjum búgreinum og við umrædda aðlögun, hefur hins vegar orðið minni en lofað var, þar til nú síðustu tvö árin. Nú er komiö fram á elleftu stundu og ekki verður lcngur með það beðið að leggja fram heildarlausn í málcfnum landbúnaðarins. Ekki vinnst tími til þess nú að greina frá því mikla frumvarpi, sem landbúnað- arráðherra Itefur látið gera um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o.fl. Trú mín er, að bæði bændur og neytendur geti allvel við unað. Gert er ráð fyrir því, að framleiðslan vcrði á næstu fimm árum orðin sem næst innanlandsþörfum, og verði þá ekki nema lítilla útflutningsbóta þörf. Hins vegar verði heimilað að nýta það fjármagn, sem þannig sparast rík- inu, til þess að koma á fót nýjum búgreinum og til aðstoðar bændum í aðlögun og í fjárhagserfiðleikum. Það er einlæg von mín og trú, að landbúnaðurinn verði ekki síður öflugur eftir þessar mikilvægu en erfiðu breyt- ingar en hann hefur verið til þessa, og þá um lcið meginstoð byggðanna í landinu. Við Framsóknarmenn leggjum höfuðá- herslu á^ að málefni landbúnaðarins verði leyst. Erfiðleikar í sjávarútvegi Loks nefni ég staðbundna erfiðleika í sjávarútvegi og vandamál skreiðarfram- leiðenda. Éngum þarf að koma á óvart þótt eigið fé í sjávarútvegi hafi rýrnað í þeirn mikla samdrætti, scm orðið hefur í afla á undanförnum árum. Sum fyrir- tækin hafa þolað þetta ótrúlega vel, en önnur, þau sem veikari voru, illa eða ekki. Þetta eru staðbundin vandamál, sem Byggðasjóður verður að takast á við og leysa. Erfiðleikar skreiðarframlciðenda stafa hins vegar, eins og öllum er kunnugt, af óvæntri sölustöðvun í Níger- íu. Þessi stöðvun er nú orðin u.þ.b. tveggja ára og hefur að sjálfsögðu valdið ýmsum, einkum minni fiskframleiðend- um, gífurlegum erfiðleikum. Jafnvel þótt skreiöin seldist nú. sú sem ekki hefur eyðilagst, er ólíklegt að andvirðið dugi fyrir greiðslu afurðalána, sem að sjálfsögðu hafa hlaðið á sig vöxtum. Jafn- vel þótt skreiðin seldist á næstu dögum, eins og menn gera sér enn vonir um, er því óhjákvæmilegt að veita skreiðar- framleiðendum tímabundna aðstoð. Um þetta hefur ríkisstjórnin fjallað. Seðlabankinn hefur fallist á endur- greiðslu til skreiðarframleiðenda af gengismun. Mun sú aðstoð nema tæpum 100 milljónum króna. Meira þarf þó ef duga skal. Skynsamlegast tel ég, sérstak- lega ef skreiðin selst nú og samningur næst um áframhaldandi framleiðslu, að gera Skreiðardeild Verðjöfnunarsjóðs kleift að greiða skreiðarframleiðendum úr deildinni, þannig að þeir geti endur- greitt afurðarlán að fullu. Líklega mundi þurfa um kr. 250 milljónir i þessu skyni. Ef tekst að leysa þau fjárhagsvanda- mál, sem ég hef nú greint frá, er ég sannfærður um, að ríkisstjórnin muni njóta aukins velvilja og stuðnings í viöureigninni við verðbólguna. Vextir Um vextina er mikið spurt. Það er von, eftir þá ringulreið, sem vaxtahækk- unin á s.l. ári olli. í því sambandi skal tekið fram, að í samþykkt ríkisstjórnarinnar frá s.l. sumri, er aðeins gert ráð fyrir því, að vextir hækki um 2 af hundraði. Gert var ráð fyrir, að Seðlabankinn fylgdist með því, að svo yrði. Önnur varð raunin. Segja má, að ringulreið hafi tekið við í þessunt mikilvægu málum. Þegar verðbólgan jókst að nýju í lok s.l. árs, var ekki um annað að ræða en að hækka nafnvexti nokkuð. Á öllum lánunt, öðrum en verötryggðum, urðu þcir þó mjög neikvæðir. Vcxtir á verð- tryggðum lánum voru hinsvegarlækkað- ir úr um 8 af hundraði í 5 af hundraði. Þegar þetta var gert, var því jafnframt lofað, að nafnvextir yrðu lækkaðir að nýju, þegar verðbólgan hefði hjaðnað, svo að þeir væru orðnir jákvæðir. Nú er svo komið, og því geri ég ráð fyrir tillögum Seðlabankans fyrir mánaða- mótin. Ég get fullyrt, að nafnvextir munu lækka. Þeir verða hins vegar að sjálf- sögöu jákvæðir, enda hef ég engan heyrt gera ráð fyrir neikvæðum vöxtum lcngur. Hve háir raunvextir verða, get ég hins vegar ekki fullyrt á þessari stundu. Ég teldi eðlilegt, að þeir yrðu um 3 af hundraði. Það skal hins vegar tekið fram, að um þetta er ekki samkomulag á milli stjórn- arflokkanna. Ýmsir Sjálfstæðismenn vilja frjálsa vexti, við teljum það ekki kleift í því efnahagsástandi, sem er. Þegar þanniger ástatt, hefur Seðlabank- inn lokaorðið. Við munum gera allt, sem í okkar valdi er. til þess að fá raunvexti lækkaða. í þessu sambandi þykir mér rétt, að fram komi, að hvorki Alþýðusamband íslands né formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja óska eftir því að lánskjaravísitala verði nú afnumin. Þctta er skiljanleg afstaða. í fyrsta lagi verður að gera ráð fyrir því. að við séum nú á leið upp úr öldudalnum og tekjur muni því aukast umfram verðbólgu. (öðru lagi, á meðan verðbólga er umtalsverö , t.d. 10-15 af hundraði, verður að svara þeirri spurn- ingu, hvernig leysa á mikla upphaflega greiðslubyrði af lánum, sem ekki verða vcrðtryggð, og dreyfa því ekki greiðslu- byrðinni yfir lánstímann. Þetta breytist að sjálfsögðu mjög, þcgar verðbólga er orðin t.d. 5-6 af hundraði. Ég tel þó vel konta til greina, að afnema verðbindingu af lánum Húsnæðisstofnunar strax og viðráðanlegt er vegna verðbólgu. í viðræðum við fulltrúa Alþýðusam- bands fslands hefur komið til tals að breyta grundvelli lánskjaravísitölu þannig, að hún nálgist sem mest breyt- ingar á kaupmætti eða kauptaxta. Slík breyting þyrfti að ná bæði til eldri og nýrri lána. Svo virðist sem bankamenn leggist gegn þeirri breytingu, eins og fyrr virðast fjármagnsskuldbindingar í þeirra huga heilagar, þótt breyta megi með lögunt samningum um kaup og kjör. Þróun efnahagsmála. Eins og mönnum er kunnugt, var spáð samdrætti í þjóðarframleiðslu á s.l. ári. Svo fór þó ekki. Þjóðarframleiðslan jókst þvert á móti um 2,7 af hundraði. Það gerðist fyrst og fremst á síðari hluta ársins með meiri loðnu og botnfiskafla en gert hafði verið ráð fyrir. Botni þess samdráttar, sem hófst 1982 var því náð um mitt s.l. ár. Þjóðhagsstofnun spáir þó aðeins 0,7 af hundraði vexti þjóðarfram- leiðslu á árinu 1985. Hann mun þó verða nokkru meiri. m.a. vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um aukinn þorsk- afla. Á árinu 1984 varð viðskiptajöfnuður neikvæður um 6 af hundraði. Er það stórum meira en ráð hafði verið fyrir gert. Því er spáð, að viðskiptajöfnuður á þessu ári verði. enn neikvæður um 5,3 af hundraði, þrátt fyrir minni erlendar lántökur en áður var ráðgert. Þegar tekið er tillit til þess, að erlendar skuldir þjóðarinnar munu vera um 62-63 af hundraði þjóðarframleiðslu, er þessi við- skiptahalli vafalaust í hnotskurn alvar- legasta vandamálið, sem við eigum við að stríða. Stöðugur viðskiptahalli leiðir til vaxandi erlendra skulda. Því er óhjá- kvæmilegt að nota verulegan hluta af aukinni framleiðslu til þess að draga úr viöskiptahallanum. Reyndar er bráð- nauðsynlegt að sem fyrst verði jákvæður viðskiptajöfnuður, þannig að dragi úr erlendum skuldum. Af þessu má ljóst vera, að svigrúm til almennra kjarabóta er rnjög lítið. Þó er mikilvægt, að nokkrar og öruggar kjara- bætur verði, ekki síst hjá þeim, sem lægstu launin hafa, t.d. í fiskvinnslunni. Að öðrum kosti mun fólk vart fást til slíkra starfa. Vegna stöðu atvinnuveganna er nauð- synlegt að halda almennum launahækk- unum í lágmarki. Leita verður leiða til kjarabóta með aðstoð við húsbyggjend- ur, við bændur og í gegnum almanna- tryggingakerfið, með lækkun skatta og/ eða lækkun tolla, einkum á nauðsynjum, sem leiði til lækkunar á vöruverði. Að sjálfsögðu eru slíkar leiðir ekki heldur auðfarnar vegna stöðu ríkissjóðs. Þótt sparnaður í ríkisrekstri sé sjálfsagður, er ekki rétt að draga úr þeirri félagslegu þjónustu og samneyslu sem komið hefur verið á fót. Þetta er því margslungið dæmi, sem verður að vega og meta. Ætlunin er að gera það í samráði við launþega og vinnuveitendur. Það starf er reyndar þegar hafið. Allt er undir því komið, að skynsamleg lausn fáist. Hækkun framfærsluvísitölu í apríl var 22 af hundraði á ársgrundvelli. Verð- bólga fer því á ný ört lækkandi. Spáð er að hækkun verðlags verði aðeins um 13 af hundraði á ársgrundvelli í ágúst. Framhaldið fer eftir því, hvernig tekst með samninga. Ef vel tekst, ætti verð- bólga í lok ársins að vera orðin nálægt 10 af hundraði og fara lækkandi. Þá nálgumst við það óðum að ná jafnvægi í efnahagslífinu með verðbólgu svipaða og er í nágrannalöndum okkar. Mikið er til þess vinnandi. Éf sú tilraun, sem hafin er til samráðs við launþega og vinnuveitendur um skynsamlega hagstjórn, mistekst, og launahækkanir verða langt fram úr því, sem þjóðarbúið þolir, er voðinn vís. Það mun ég ekki horfa á aðgerðalaus. Þjóð- arbúið, atvinnuvegirnir og einstakling- arnir munu þola illa aðra verðbólgukoll- steypu. Ríkisstjórninni ber skylda til að koma í veg fyrir slíkt eða fara frá elia. Allt bendir til þess, að bati sé fram- undan í íslensku cfnahagslífi. Sjór hefur hlýnað og fiskstofnarnir eru stækkandi. Enn einu samdráttartímabili er lokið. Þau hafa af einhverjum ástæð- um orðiðá 15 ára fresti. Ekki erþótalið, að hagvöxtur verði mikill á árinu 1985, e.t.v. 1-2 af hundraði. Sannfæring mín er þó sú, að hann geti orðið meiri og muni fara vaxandi næstu árin. Það sýnir reynsl- an eftir fyrri samdráttarskeið. Ekki veitir af. Síðan 1979 hefur hag- vöxtur hér á landi verið samtals enginn. Á sama tíma hefur hagvöxtur í Japan verið samtals 25 af hundraði, í Banda- ríkjunum 15 af hundraði og í Evrópu 8 af hundraði. Og enn er því spáð, að sundur muni draga með þessum þjóðum. Fyrir fjórum árum var þjóðarfram- leiðsla á mann hér á landi 85 af hundraði þjóðarframleiðslu í Sviss, sem var og er fremst landa. Nú er talið, að við séum rúmlega hálfdrættingar. Til þess að lífskjör hér á landi geti á ný orðið svipuð og í nágrannalöndum okkar, er því mjög nauðsynlegt að hagvöxtur á næstu árum verði mikill. Sanit mun taka mörg ár að ná upp þeint lífskjaramun, sem orðinn er. Eflaust mun íslenskur þjóðarbúskap- ur um langan aldur byggja fyrst og fremst á sjávarútvegi og hann mun í fyrstu lyfta þjóðinni úr þeirri lægð, sem hún hefur verið í. Eftir fyrri samdráttar- skeið jókst aflinn ár frá ári. Þess er ekki að vænta nú. Vafasamt er, að afli verði aukinn umfram það, sem hann var mestur á árunum 1980-81. Af þessari ástæðu er óhjákvæmilegt að marka nýja stefnu í atvinnumálum. Nýsköpun atvinnulífsins Að slíkri stefnumörkun lögðum við framsóknarmenn grundvöll, þegar við á miðstjórnarfundi á Akureyri á s.l. ári samykktum að beita okkur fyrir því. að varið yrði a.m.k. 500 millj. króna af ríkisfé á næstu árum til nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Við gerðum okkur fyrstir flokka grein fyrir því, að óhjákvæmilegt er að nýta hinn nýja hátækni- og upplýsingaiðnað í þjónustu íslenskra atvinnuvega og sem grundvöll fyrir nýiðnað hér á landi. Þetta var ítrekað á aukafundi miðstjórnar á s.l. hausti, þar sem gengið var frá mjög ýtarlegri áætlun um nýsköpun í atvinnu- lífi landsmanna. Nýsköpun í atvinnulífinu á að sjálf- sögðu bæði við núverandi atvinnuvegi og nýjar atvinnugreinar. Hún hvílir fyrst og fremst á herðum atvinnuveganna sjálfra, bæði fyrirtækja í einkarekstri og samvinnufélaga.Hins vegar er óhjá- kvæmilegt að ríkisvaldið skapi nauðsyn- legan bakgrunn. Þessi nýsköpun byggir á þekkingu. Því verður að aðlaga menntakerfið þörf- um slíkrar þróunar. Einnig af þeim sökum er óhjákvæmilegt að fjármagn til rannsókna og tilrauna á þeim sviðum, þar sem árangurs er að vænta, verði aukið verulega. Stuðla ber að öflugri markaðsleit og sölu. Er nauðsynlegt að nota utanríkis- þjónustuna í því skyni. Loks, í landi þar sem fjármagn er af skornum skammti, er óhjákvæmilegt að ríkisvaldið beini fjár- magni til fyrirtækja, sem að nýsköpun í atvinnulífi vinna, taki þátt i þeirri áhættu sem brautryðjendastarfinu fylgir og veiti ýmiskonar beina og óbeina aðstoð, sem ég mun koma að síðar. Allt er þetta ýtarlega rakið í atvinnu- málaályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins. Árangurinn er farinn að/sjá dagsins Ijós. Endurskoðun á menntakerfinu er hafin. Henni þarf að hraða. Að tillögu minni var ákveðið að verja 50 milljónum króna á þessu ári til rannsókna og tilrauna til nýsköpunar í atvinnulífi. Það er u.þ.b. þriðjungsaukning frá því sem varið er árlega til raunverulegra rann- sókna. Nefnd vinnur að gerð frumvarps um Útflutningsráð og að tillögu um tengsl þess við utanríkisjónustuna. A síðasta ári var varið sérstaklega 150 milljónum króna til útlána vegna fiskeld- is, loðdýraræktar og nýrra iðngreina. Á þessu ári hefur verið ákveðið að ráðstafa í þessu skyni 450 millj. króna, auk þess fjármagns sem til rannsóknastarfsemi verður varið. Þróunarfélag Strax eftir helgina mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um Þróunar- félag. Það er eitt af sjö frumvörpum, sem samin hafa verið af nefnd undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar, sem ég skipaði fyrir áramótin. Hefur nefndin leyst mikið verk af hendi á skömmum tíma. Gert er ráð fyrir því, að hlutafé þessa fyrirtækis verði kr. 200 millj. og að ríkissjóður leggi fram a.m.k. 100 millj. kr. Einkaaðilum, samvinnufélögum, sjóðum, bönkum o.s.frv. verður boðin þátttaka í fyrirtæki þessu. Gert er ráð fyrir að heimila ríkisábyrgð að upphæð kr. 300 milljónir vegna starfsemi fyrir- tækisins. Það mun á þessu ári hafa til útlána allt að kr. 200 milljónir auk eigin fjár. Þróunarfélaginu er ætlað að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi á ýmsan hátt. Það getur tekið þátt í slíkum fyrirtækjum með því að leggja fram hlutafé, sem það svo selur þegar viðkomandi fyrirtæki er komið yfir byrjunarörðugleika. Það get- ur veitt lán eða ábyrgðir. Því er að sjálfsögðu einnig ætlað að vinna að sjálfstæðum athugunum á nýsköpunar- leiðum, m.a. með því að leita samstarfs við erlenda aðila, o.s.frv. Til greina kom að setja frentur á fót þrónarsjóð, og voru ýmsir því hlynntir. Þá hefði verið um beint ríkisátak að ræða, sem má segja að hefði verið eðlilegt og auðveldara í allri meðferð með tilliiti til þeirrar áhættu, sem slíkt Þróunarfélag eða sjóður verður að taka. Ef viðbótarfjármagn fæst hins vegar frá atvinnulífinu, er það góðra gjalda vert. Ákveðið var að láta á það reyna. Byggðastofnun og sjóðir atvinnuveganna Einnig mun ég nú eftir helgina leggja fram frumvarp til laga um Byggðastofn- un og um Framkvæmdasjóð. Byggðastofnun verður sjálfstæð, öflug stofnun, sem ætlað er að sporna gegn röskun byggðar með því að vinna mark- visst að lausn byggðarvanda, hvar sem hættuástand kann að skapast. Það er von mín, að með þessari stofnun geti byggða- málin talist komin í öruggan farveg. Verið er að leggja síðustu hönd á frumvörp um Búnaðarsjóð. Sjávarút- vegssjóð og Iðnaðarsjóð, sem ég geri ráð fyrir að öll verði lögð fram og afgreidd á því þingi, sem nú sigur. Gert er ráð fyrir að sameina sjóði og samræma starfsem- ina undirstjórn atvinnuvegannasjálfra

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.