NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.05.1985, Qupperneq 5

NT - 07.05.1985, Qupperneq 5
Þriðjudagur 7. maí 1985 Vaka á móti breyttum skyldusparnaðarlögum Þýðir 10% minnkun ráð- stöfunarfjár námsmanna ■ Stjórn Vöku, fél. lýðræðis- sinnaðra stúdenta í H.l. hefur lýst algjörri andstöðu sinni við hugmyndir þær um breytingar á lögum um skyldusparnað ungs fólks, sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram og skorar á hann að falla frá þeim, en ella á þingmenn að fella frumvarpið. Breytingar þessar gera m.a. ráð fyrir að skyldusparnaðar- hlutfallið lækki úr 15% í 10% af heildarlaunum, en jafnframt að nánast engar undanþágur verði veittar til að leysa skyldusparn- aðarféð út fyrr en við 26 ára aldur viðkomandi sparenda. En til þessa hefur m.a. nám og hjúskapur verið fullgildar ást- Viðbeinsbrotinn uppi á Vatnajökli ■ Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti í-gærmorgun viðbeinsbrotinn mann upp á Vatnajökul, skammt innan Jökulheima og flutti til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans sem eru minniháttar. Maðurinn var á jöklin- um á vegum Raunvísinda- stofnunar við þykktar- mælingar á Bárðarbungu. Slysið varð um miðnætti í fyrrinótt þegar maðurinn kastaðist af snjósleða uppi á jöklinum. æður til úttektar fjárins. Með því að gera námsmönn- um ókleift að taka út skyldu- sparnað sinn telur Vaka vegið að fjárhagslegri stöðu náms- manna. Þessi ráðstöfun mundi fyrir flesta þeirra þýða að 10% af sumarlaunum þeirra verði bundin meðan á námi stendur, og þar með 10% lækkun á ráðstöfunartekjum þeirra. Stjórn Vöku telur auk þess vafasamt af hinu opinbera að taka skyldusparnað af fólki, ekki síst ef litið er til þess að markaðurinn býður víða betri ávöxtun fjár en hið opinbera gerir með núverandi fyrirkomu- lagi. ■ Fjöldi áhorfenda fylgdist með nýbökuðum Islandsmeist- urum í tvímenning í bridge í íslandsmótið í tvímenning í bridge: Sigtryggur vann... Sigtryggi Sigurðssyni (til vinstri) og Páli Valdemarssyni. Á myndinni sjást þeir spila við Símon Símonarson og Jón Ás- bjÖrnSSOn. NT-mynd: Sverrir. - ásamt Páli Valdemarssyni Sg.'SÍ tfSiS; ráðin. Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson og Sigfús Árnason og Jón Páll Sigurjóns- son börðust um annað sætið. ■ Páll Valdemarsson og Sig- tryggur Sigurðsson unnu Is- landsmótið í tvímenning í bridge með yfirburðum um helgina eftir að hafa leitt mótið frá upphafi, og hnekktu þar með veldi Jóns Baldurssonar sem unnið hefur þetta mót síð- _ ustu fjögur ár. Jón varð að láta sér annað sætið nægja í þetta sinn ásamt Sigurði Sverrissyni. Þó sigur þeirra Páls og Sig- tryggs kæmi nokkuð á óvart, þar sem þeir eru ekki fastir spilafélagar, spiluðu þeir af Þetta er fyrsta stórmótið í bridge sem Páll vinnur en Sig- tryggur hefur áður orðið landsmeistari í sveitakeppni. I Lokaröð efstu para varð sú að Páll og Sigtryggur enduðu með 229 stig, Jón og Sigurður með 169 stig og Sigfús og Jón Páll með 157 stig. 1 4. sæti urðu Ásmundur Pálsson og Karl Sigurlíjartarson með 102 stig og í 5. sæti Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson með 94 stig en verðlaun voru veitt fyrir 5 fyrstu sætin. Hrönn Hafliðadóttir * syngur Ijóð og aríur ■ Á hádegistónleikum íslensku óperunnar í dag flytja Hrönn Hafliðadóttir altsöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleik- ari Ijóð eftir Brahms og Wagner og óperuaríur að auki. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 í Gamla bíói og standa í hálffima. SÝNING Á HUGBÚNAÐI FYRIR IBM S/36 OG S/38 7.0G 8. MAÍ ’85 10 FYRIRTÆKI SÝNA YFIR 50 KERFI Á þessari sýningu kynna 10 fyrirtæki yfir 50 mismunandi hug- búnaðarkerfi fyrir IBM System/36 og IBM System/38. Ýmsar nýj- ungar koma þar fram og að auki margbreytilegar lausnir á hinum hefðbundnu, daglegu verkefnum sem unnin hafa verið í tölvum um árabil. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir þá sem bera ábyrgð á tölvu- vinnslu í fyrirtækjum til þess að öðlast yfirsýn yfir þá margvíslegu möguleika sem nú bjóðast. (\J \ 1 : Ath. Sýningin er aðeins opin í tvo daga. Sýnendur: ALMENNA KERFISFRÆÐISTOFAN HF., FORRITUN SF., FRUM, GlSLI J. JOHNSEN TÖLVUBÚNAÐUR SF., IBM Á ÍSLANDI, KERFI HF„ SKRIFSTOFUVÉLAR HF„ OSPREY, REKSTRARTÆKNI SF„ TÖLVUBANKINN. SÝNINGARSTAÐUR: SKAFTAHLÍÐ 24 OPIÐ KL. 9-18 Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Simi 91-27700.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.