NT


NT - 07.05.1985, Side 7

NT - 07.05.1985, Side 7
Vetti Pappírsflóðið er að verða yfirgengilegt. Ráðamenn eiga ekki að auka það að ástæðu- lausu. Þeir eiga ekki að gefa fyrirmæli um óþarfa hluti. Það má margt færa til betri vegar og laga á einfaldan hátt, en að stuðla að ósamlyndi og leiðind- um að óþörfu er engum til framdráttar. Rætt er um sparnað, sam- drátt og aftur sparnað. Lög- gæslan fer ekki varhluta af þeim sökum. Yfirvinna lög- reglumanna var og er skorin niður. Hún mátti minnka, en við lögreglumenn lifum ekki á þeim launum sem grunnkaupið okkar er. Staðreyndin er sú að við erum tekjuháir menn, (eða a.m.k. með háar árstekjur samkv. skattframtölum og launaseðlum) en um helmingur þeirra tekna hefur verið og er vegna yfirvinnu. Starf lög- reglumanns á að vera fyrir- byggjandi og hlýtur því að byggjast mest upp á eftirlits- ferðum bæði gangandi og ak- andi. Jafnframt því að skera af yfirvinnuna hlýtur að verða að fjölga mönnum á föstum vöktum. Mér vitanlega hefur það ekki verið gert og verði það ekki gert þá er borgurunum veitt skert þjónusta og minna öryggi. Aðeins unnið úr því er inn á borð fellur hverju sinni. Það á ekki ætíð að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Lögreglumenn í dreif- býlinu á ekkert frekar að af- hausa en þá sem í þéttbýlinu starfa, en okkur er gert erfið- ara fyrir um marga hluti en æskilegt getur talist. Að endingu vil ég benda Gísla og öðrum er ráð hafa á það að sparnaðurinn er oft dýrkeypt reynsla. Ætla ég það nokkuð rétt er Erling Pálmasyni yfirlögreglu* þjóni á Akureyri varðaðorði vegna tilkomu akstursbók- anna. „Hagræðingin hefst nú senn hysja skal upp brókum. Fastráða þarf fjóra menn til færslu á þessum bókum.“ Hver vill mótmæla því og færa rök fyrir að það sé ekki fjögurra manna ársverk kostn- aðurinn við akstursbækurnar og færsla þeirra fyrir allar lög- reglubifreiðir á landinu sé það gert samkvæmt fyrirmæium Dómsmálaráðuneytisins. Hvað er svo mikið verk að yfirfara allar þessar tölur og bera þær saman og athuga hvað er nú rétt og hvað mis- notkun? Þessum kostnaði hefði örugglega verið betur varið til annarra og þarfari hluta innan löggæslunnar. Það sannast hér sem víða annars- staðar, og oft áður, að vitleys- an ríður sjaldan við einteym- ing. Þessum skrifum mínum er sennilega best lokið með tveimur vísum eftir félaga minn Sigurð Hansen er honum komu í hug vegna tilkomú hinna margnefndu aksturs- bóka. „Hagræðinga helvítið, helst við þannig skýrum. Að halda þurfi heimskum við, hópi af möppudýrum. Þeir sem aldrei ærlegt vik, með ævistarfi fínna. Gera stundum glópsku- strik, í grandvarleika hinna. Sauðárkróki seínasta dag apr- ílmánaðar ’85 Guðmundur Óli Pálsson. Pappírsflóðið er að verða yfir- gengilegt. Ráðamenn eiga ekki að auka það að ástæðulausu. Þeir eiga ekki að gefa fyrirmæli um óþarfa hluti. Það má margt færa til betri vegar og laga á einfaldan hátt, en að stuðla að ósamlyndi og leiðindum að óþörfu er engum til framdráttar. Þriðjudagur 7. maí 1985 ■ KristóferMárKristinsson. ■ „Við ætlum að hafa enda- skipti á því kerfí sem getur af sér pólitíkusa á borð við þig.“ Kristófer Már Kristinsson: Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar ■ Þú segir að enginn munur sé á stefnu Bandalags jafnað- armanna og Alþýðuflokksins og ert reiðubúinn til þess að breyta nafni flokksins þíns til þess að auðvelda samruna. Þessi afstaða þín byggist á mannfyrirlitningu, vanþekk- ingu og er lýðskrum. Það er lýðskrum þegar þú segir 10 þús. manns að þessi flokkur þinn sé eins og Bandalag jafn- aðarmanna. Þú talar annað- hvort gegn betri sannfæringu eða af vanþekkingu. Það er óheiðarlegt að sigla undir fölsku flaggi, eins og þú gerir, kallinn í brúnni. Þú veist að áhöfnin þín hefur ekki annars konar áhuga á Bandalagi jafn- aðarmanna en að þagga niður í því. Samfylking kerfisflokk- anna er ykkur meira virði en nokkuð annað. Ef tal þitt byggist á vanþekk- ingu er full ástæða til að benda þér á kjarnann í stefnu Banda- lagsins. Þú getur þá við fyrsta tækifæri gert okkur og þjóð- inni grein fyrir afstöðu þinni. Síðan getur þú annaöhvort endurtekið bónorð þitt með blómum eða snúið þér að þvf að vera alþýðuflokksmaður. Stefna Bandalags jatnaðar- manna snýst fyrst og síðast um að hafa endaskipti á kerfinu. Það er engin þörf fyrir einn stjórnmálaflokkinn enn. Það er brýn þörf fyrir róttækar stjórnkerfisbreytingar. Við ætlum ekki að standa í al- mennu siðbótarhjali. Við ætl- um að hafa endaskipti á því kerfi sem getur af sér pólitík- usa á borð við þig. Við viljum afnema þing- ræðið og kjósa oddvita ríkis- stjórnar í sérstökum kosning- um. Það er hlutverk Alþingis að setja landinu lög og fylgjast með framkvæmd þeirra. Við viljum gera vinnustaðinn að grunneiningu í kjarabaráttu með vinnustaðasamningum. Við viljum ekki einungis losna við þingmenn úr stjórnum og ráðum, við viljum að Alþingi hætti öllum afskiptum af því tagi af framkvæmdarvaldinu. Þetta eru grundvallaratriði. Þessar skoðanir eru ekki til sölu. Svaraðu nú þjóðinni og sjálfum þér, er enginn munur á Alþýðuflokknum og Banda- lagi jafnaðarmanna? Kristófer M. Kristinsson voru nefnilega ekki hættir að ■ sleikja sár sín þegar sigurvegar- ar styrjaldarinnar hófu að víg- búast hver gegn öðrum og djöfulleikur mannlegrar tækni hefur nú fært okkur inn í heim sem mannkyn hefur aldrei upplifað. Heim sem getur hæg- lega tortímt sér, jafnvel af slysni. Og það sorglega er að þetta er smábrot af mannkyni, varla nema 1/4 sem stendur grár fyrir kjarnorkuvopnum í tveimur andstæðum fylking- um. Það verður harður dómur sögunnar yfir sigurvegurunum úr seinni heimsstyrjöldinni verði eitthvað mannkyn eftir til að skrifa sögu vígbúnaðarkapp- hlaups þessa hnignandi stór- velda. Eru þar stríðsæsinga- menn í austri og vestri á sömu fleytu. En þetta er því miður saga mannsins í hnotskurn. mannkynssagan skilur eftir sig blóði drifna slóð styrjalda stærri og minni, það eina sem aðskilur nú er að tækninni hefur fleygt ótrúlega fram en þroski mannsins og vit hefur staðið í stað. Þess vegna út- rýmir mannkyn sjálfu sér að lokum og kannski var það markmiðið með allri sögu. Allt á sér upphaf og endi og hví skyldi ekki verða svo með mannkyn. Og þegar allir verða dauðir, þegar laskaður hnöttur vor svífur líflaus um himin- geim þá er eins og ekkert hafi gerst. Hugmyndin og vitneskj- an um mannkyn og líf allt að eilífu dauð. Enginn verður eft- ir til að muna ævintýrið um líf á jörðu. Minningin þurrkast út í eitt skipti fyrir öll. Og kannski kviknar líf á annarri plánetu eftir árþúsundir eða milljónir og nýtt líf fer að heyja nýjar styrjaldir án vitneskju um að einu sinni var líf á fjarlægri stjömu og eftir árþúsundir gera þeir e.t.v. út af við sig líka og kalla það deilu um frelsi, mannréttindi eða hagkerfi. Aðstyrkja stöðu óvinarins Annars er Ijótt að vera með hugleiðingar af þessu tagi á slíkum góðviðrisdegi. Þegar sköpunarverkið sýnir sínar bestu hliðar. Nær væri að njóta þess meðan færi gefst, ekki er ábyrgðin okkar og ekkert get- um við gert. Ferðinni ráða spakvitrir menn vestur í Kali- forníu og austur í Moskvu og hvaða rétt hefur blaðamanns- ræfill upp á íslandi að sitja við ritvél sína og „ala á tor- tryggni". Allar viðvaranir eða skrif sem draga í efa ágæti vígbúnaðarkapphlaupsins hafa þegar öllu er á botninn hvolft ekki annan tilgang en þann að styrkja stöðu óvinarins og auka þar með stríðshættuna. Þetta gildir líka fyrir austan. Þess vegna hljótum við að sjá að okkur og styðja af alefli áætlun Reagans forseta um að fylla himinhvolfið af kjarnorku- vopnum. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ljóst að áframhaldandi vígbúnaðar- kapphlaup er það eina sem getur bjargað mannkyni frá því að tortíma sjálfu sér. Baldur Kristjánsson. 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Úlgelandi: Núliminn h.f. Ritsfj.: Magnus Ólafsson (ábm). Ma'rkaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Sleingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Taeknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnssoo Skrifstolur: Siðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, taeknideiid 686538. Setning og umbrot: Tæknidcild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Askrift 330 kr. Almústafa skáklistarinnar ■ Á skákmótinu í Borgarnesi sem nýlokið er eignuðumst við íslendingar tvo alþjóðlega skákmeistara, þá Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins. Þar með eru alþjóðlegu meistar- arnir okkar orðnir sjö talsins og stórmeistar- arnir þrír. Það er enginn vafi á því að við erum komnir í hóp sterkustu skákþjóða heims. Auðvitað eru margir samverkandi þættir sem valda þessu,fordæmi Friðriks Ólafsson- ar, svo og dugnaður og áræði Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur að halda sterk skákmót og alþjóðleg einvígi. Skal þá sérstaklega getið heimsmeistaraeinvígis þeirra Fischer og Spassky árið 1972. En að öðrum ólöstuðum á einn maður mestan þátt í skákbyltingu síðustu ára, frumkvöðull helg- arskákmótanna Jóhann Þórir Jónsson. Með dugnaði sínum og áræði hefur hann eflt skákáhuga um land allt og gert ungum mönnum hvaðanæfa af landinu kleift að etja kappi við meistara í greininni, erlenda sem innlenda. Það er gæfa þjóðar að veita slíkum mönn- um svigrúm og starf Jóhanns Þóris sýnir hverju einstaklingsframtakið fær áorkað landi og þjóð til blessunar drifið áfram af hugsjónum en ekki gróðahvöt. Þetta þurfum við að kenna uppvaxandi æsku. Við þurfum að örva hana til að vinna landi og þjóð heilt. Fordæmi Jóhanns Þóris er öllum til eftirbreytni. Vonandi verður framhald á þessu framtaki Jóhanns. Við eigum fjöídann allan af efnileg- um skákmönnum um allt land og skákáhugi blómstrar aldrei sem nú. Og þó að skákin sé göfug í sjálfu sér þá er hitt ekki síður mikilvægt að skákmenn okkar eru landkynn- ing ómetanleg og á slíku þarf þjóð sem lifir á útflutningi að halda. Raunar er skákin ágætt dæmi um það hvaða árangri við íslendingar getum náð ef við einbeitum okkur að ákveðnum hlutum og það þurfum við að gera í okkar útflutn- ingsframleiðslu. Einbeita okkur að ákveðn- um sviðum og stefna að því að verða þar bestir. Sagt er um þá sem fæddir eru í krabba- merkinu að þeir séu liðtækir í öllu en nái ekki í fremstu röð á neinu sérstöku sviði. íslend- ingar draga dám af eiginleikum þessa merkis. Því þarf að breyta. En Jóhann Þórir á þakkir skildar. Hann er Almústafa íslenskrar skáklistar. Starf hans r þarf að meta að verðleikum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.