NT - 07.05.1985, Page 22

NT - 07.05.1985, Page 22
w ★ Rúminnihald 650 kg. (13 pokar) ★ Hleðsluhæð aðeins 90 sm. ★ Er stækkanlegur í 2000 kg. (40 poka) ★ Hefur fullkominn mulningsbúnað sem mylur köggla ★ Einn söluhæsti áburðardreyfarinn síðustu þrjú árin. ★ Til afgreiðslu strax ★ Góð greiðslukjör SKOTAHRAUNI 15 - SlMI 91-54933 220 HAFNARFJÖRÐUR 95 STÓR- VDJNINGAR 9.MAÍ O, EL : £Z\£z: 4S © SHARPR6200 FIATUN0 45S SHARP VC 481 ÖRBYLGJUOFNAR Á KR. 17.600 ÁKR.280.000 MYNDBANDSTÆH Á KR. 44.900 Hjálparstarf á íslandi nútímans kostar mikið fé. Eins þótt það sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Hjálparsveitir skáta e&ia því til stórhappdrættis með hvorki meira né minna en 95 stórvinningum. Þeir verða því margir sem detta í lukkupottinn 9. maí. En hjálparsveitimar bjóða enn betur, vinning sem við skulum þó vona að færri þurfi á að halda þó að reynslan bendi til annars: VEL BÓNAR HJÁLPARSVEITIR í VIÐBRAGÐSSTÖÐU j#l| landssamband HJALPARSVEITA SKÁTA Þriðjudagur 7. maí 1985 22 Útlönd ■ „Ég man ekki hvort glasið ég á.“ ítalskar rannsóknir: Gáfur drykkjumanna þverra ogminni þeirra sljóvgast ■ Nýjar ítalskar rannsókn- ir benda til þess að gáfur þverri og minnið hjá miklum drykkjumönnum verði smám saman verra en hjá hóf- drykkjumönnum og bindind- ismönnum jafnvel þótt þeir hafi ekki orðið fyrir heila- blæðingum eða beinum heilaskemmdum vegna drykkjunnar. Það hefur lengi verið vitað að mikil áfengisneysla getur leitt til alvarlegra heila- skemmda sem skaða minni og gáfnafar viðkomandi var- anlega, en menn hefur greint á um hvort áfengisneysla leiðir til varanlegrar hrörn- unar minnis og gáfna ef ekki er um beinar heilaskemmdir að ræða. Hópur ítalskra vísinda- manna við Modena-háskóla á Ítalíu ákvað að kanna minni og gáfnafar hjá drykkjumönnum og bera það saman við hófdrykkjumenn til að reyna að fá úr því skorið hvort vínþambarar séu jafn skarpir og hinir sem lítið drekka. Þeir rannsök- uðu þrjáúrtakshópa. í einum hópnum voru menn, sem drukkið höfðu a.m.k. tvo lítra af víni á dag í fimm ár eða lengur, mennirnir í hóf- drykkjuhópnum drukku ekki nema einn lítra af víni dag- lega og í þriðja hópnum voru þeir sem drukku aðeins örfá glös. (Það verður að hafa í huga að rannsóknin var gerð á Ítalíu.) Þeir lögðu gáfnapróf og tvenns konar minnispróf fyr- ir alla einstaklingana í hópunum. Með minnisprófun- um var annars vegar athugað hversu gott heyrnarminni þeir höfðu og hins vegar rúmminni þeirra, þ.e. sjón- minni, hreyfiminni og jafn- vægi. Þá kom í Ijós að stór- drykkjumennirnir stóðu sig mun verr á öllum prófunum en þeir sem drukku minnst. Það vakti sérstaka athygli hvað drykkjumennirnir komu illa út á rúmminnis- prófinu jafnvel eftir að tekið hafði verið tillit til skerts gáfnafars þeirra. Rúm- og hreyfiminni þeirra var mun verra en heyrnar- eða tal- minni þeirra. Vísindamenn eru nú að velta því fyrir sér hvernig geti staðið á þessum mun. Þeim hefur m.a. dottið í hug sá möguleiki að áfengi hafi meiri áhrif á hægra heilahvel- ið en það vinstra þar sem málstöðvarnar eru í vinstra heilahveli en rúmminni og rúmskyn í því hægra. De Renzi, sem hafði yfir- umsjón með rannsóknunum, vill samt ekki draga of miklar ályktanir af niðurstöðum rannsóknanna þar sem mun ítarlegri rannsókna væri þörf. En sé þetta rétt verða hættulegar afleiðingar ölvun- ar á aksturhæfileika kannski skiljanlegri. (Byggt á New Scientist) Ádeiluverk Byrons lávarðar nýfundið London-Reuter. ■ Áðuróþekktverkeftir breska skáldið Byron lávarð, háðsádeila í óbundnu máli um stjórn- málavafstur austræna ein- ræðisherrans Tamerlanes, fannst nýlega í kjallara útgefanda hans í London. Ævisöguritarinn Leslie Marchand prófessor segist hafa fundið verkið í pen- ingaskáp þegar hann var að rannsaka 12 bindi af bréfum og dagbókum Byrons, 161 ári eftir lát skáldsins. Marchand segir verkið undarlegan samsetning en ekki fari á milli mála að það sé ritað með hendi Byrons. Þetta sé góðlátleg háðsádeila á ruddasskap Tamerlanes og napurlegt mat á mannlegu eðli yfir- höfuð. Mongólski sigurvegar- inn Tamerlane, stjórnandi Samarkand, geystist yfir íran, Rússland sunnan Kákasusfjalla, írak, Arm- eníu og Georgíu og réðst inn í Indland og Sýrland áður en hann dó árið 1405. Þegar Byron lýsir því hvernig hann skattpíndi þjóð sína til að fjármagna stríðin segir hann: „Öll þjóðin stakk skjálfandi höndum í vasa sína sem hann og ráðherrar hans höfðu gert að vana sínum að tæma.“ „Hann hjó einnig af hausa, en þegnar hans höfðu lítið sem ekkert við það að athuga svo fremi sem afhausunin og skatt- píningin færu ekki saman.“ Vestur-þýskir geðlæknar: Þunglyndi kvenna eykst burt með hefðbundin viðhorf - út með reiðina ■ Yfir 1000 sálfræðingar og geðlæknar hittust nýlega í Aachen í Þýskalandi og funduðu um hvernig það er að vera kona. Ráðstefnufulltrúar voru varaðir við því að of hraður hjartsláttur og magaverkir væru ekki endilega alltaf af sálrænum toga þó að þung- lyndi færi vissulega vaxandi, sérstaklega á meðal kvenna. Ráðstefnan einbeitti sér að dæmigerðum kvenhlutverk- um eins og móðurhlutverk- inu og þá einkum kvörtunum mæðra um stöðuga þreytu og angist þeirra kvenna sem hafa lokið móðurhlutverkinu og finnst þeim ofaukið og einskis virði lengur, en slík þunglyndiseinkenni eru dæmigerð fyrir konur sem hafa unnið sér til óbóta fyrir fjölskyldur sínar. Önnur þunglyndistegund er sú sem hrjáir þær útivinn- andi konur sem finnst þær verði alltaf að vinna betur en karlkyns vinnufélagarnir til þess að standast samkeppni við þá en finna jafnframt til sektarkenndar yfir því að vera ekki fullkomnar hús- mæður líka. Svo eru það eldri húsmæð- ur sem gjarnan vildu deila nýtískulegra viðhorfi til kvenhlutverksins með full- orðnum dætrum sínum en eiga í höggi við íhaldssama eiginmenn sem láta ekki hávaðalaust af hefðbundnu hlutverki sínu. Því var haldið fram að yngri konur eigi auðveldara með að vera meira en „hitt kynið“, bæði í vinnunni og heima hjá sér þrátt fyrir að stelpum sé ennþá kennd hefðbundin hegðun. Þá má geta þess að þung- lyndis-sérfræðingarnir voru þeirrar skoðunar að fyrsta skrefið upp úr þunglyndinu sé nákvæmlega það að tjá reiði sína.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.