NT - 07.05.1985, Page 23

NT - 07.05.1985, Page 23
Þriðjudagur 7. maí 1985 23 \}\ if TM»/vivm) Æk LUI IJ 11'IU) M M MM% Samúel Örn Erlingsson (ábm.), Þórmundur Bergsson, Gylfi Þorkelsson, Sveinn Agnarsson Kvennalandsliðið í handbolta: Við ramman reip að draga Þær norsku flestar höfðinu hærri og öflugar eftir því - seinni leikurinn var góður hjá íslenska liðinu þrátt fyrir tap. ■ Seinni leikur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta gegn hinu norska um réttinn til að leika í heimsmeistarakeppn- inni var háður á laugardaginn í Seljaskóla og hófst kl. 14:00. Eftir hið stóra tap deginum Fjögur fylki Bandaríkjanna vilja vetrar-ÓI ■ Fjórir staðir í Banda- ríkjunum eru tilbúnir til að taka að sér vetrar- ólympíuleikana árið 1992, en frestur tii að sækja um leikana rann út í gær. Þetta eru Anchor- age í Alaska, Salt Lake City í Utah, Lake Placid í New York fylki og Reno-Tarhoe svæðið í Nevada. Verði eitthvert þessara svæða fyrir valinu verða vetrarólympíuleikar haldnir í Norður Ameríku þrisvar af fjór- um í röð. Leikarnir voru í Lake Placid 1980, verða í Calgary í Kanada 1988, og þá á einhverjum fjög- urra áðurnefndra staða 1992. KR*ingar fimmtu ■ KR lenti í fimmta sæti á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Liðið sigr- aði Ármann í keppninni um 5. sætið með 5 mörk- um gegn engu. Meistarakeppni KSÍ ■ Ákveðið hefur verið að leikur Islandsmeistara Akraness og bikarmeist aranna (í þessu tilviki lið ið í öðru sæti í bikar keppninni) Fram í meist arakeppni KSÍ verði Kópavogsvelli þann ltt maí og hefjist kl. 19:30. áður var varla við því að búast að íslenska liðinu tækist að komast áfram, en kannski að sigra. Það tókst þó ekki en ástæðan fyrir því var fyrst og fremst líkamlegs eðlis. Það er að segja, norsku stelpurnar voru flestar höfðinu hærri en þær íslensku ogmun þreknari. Hins- vegar höfðu íslensku stelpurnar vinninginn andlega séð, þær börðust af hröku og gáfust ekki upp. Einnig brá oft fyrir skemmtilegu spili og flest ís- lensku mörkin voru falleg og vel að þeim staðið. Það var hinsveg- ar ekki árennilegur norski varn- arveggurinn og skyttur íslenska liðsins áttu bágt með að koma skotum að markinu. Því riðlað- ist sóknarleikurinn og varð ogn- fálmkenndur á köflum, un vantaði fyrir utan. Leiknum lauk með átta marka sigri gestanna, 26-18 en það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem þetta forskot kom. Þó var norska liðið alltaf ■ Erla Rafnsdóttir var best í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Hér brýst hún í gegn og skorar eitt sex marka sinna. Íshokkí: T ékkar meistarar Sovétmenn töpuðu eftir sjö ára samfellda sigurgöngu ■ Tékkar tryggðu sér heims- meistaratitilinn í íshokki í gær er þeir sigruðu Kanadamenn í úrslitaleik 5-3. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1977 sem Tékkar vinna heimsmeistaratitilinn en Lopez fór framúr ■ Carlos Lopez frá Portúgal tryggði Portúgölum sigur í liða- keppni í maraþonhlaupi í Míl- anó á Ítalíu um helgina. Þrír menn voru í hverju liði og hljóp hver þeirra fjórtán kílómetra. Lopez hljóp síðasta sprettinn fyrir sitt land og lagði af stað í fjórða sæti. Hann gerði sér hin- svegar lítið fyrir og fór framúr öllum og kom fyrstur í mark. Lopez, sem er einskonar þjóð- arhetja í Portúgal, sigraði einnig í einvígi við ítalann Orlando Pozzolato sem vann í síðasta New York maraþoni. Með Lopez í sigurliðinu vom Elisios Rios og Carlos Capitulo sem er heill kapituli útaf fyrir sig. Þeir kappar komu í mark á tímanum 2:03,36 klst. í öðru sæti voru ítalir og þriðju Vestur- Þjóðverjar. Breska heimsveldið varð að láta sér fjórða sætið lynda. Sovétmenn hafa verið ósigrandi afl í íshokkí síðan 1978 og unnið heimsmeistaratitilinn síð- an þá. Sovétmenn klúðruðu þó sínum möguleikum nú í ár með því að tapa bæði fyrir Tékkum og Kanada. Leikur Tékka og Kanada var æsispennandi. Tékkar komust í 4-2 en Kanadamenn skoruðu þriðja mark sitt er 7 mínútur voru eftir. Þeir sóttu síðan grimmt og er ein og hálf mínúta var eftir þá tóku þeir markvörð sinn útaf og settu sóknarmann inná til að reyna að jafna. Það tókst ekki og á síðustu sekúndu skoraði Lala fyrir Tékka í opið mark Kanada. Sovétmenn rústuðu síðan Bandaríkjamenn 10-3 í leiknum um bronsið. í keppninni á botninum í A-flokki voru það A-Þjóðverjar sem urðu að gera sér að góðu að falla. Lokastaðan varð þá þessi á heimsmeistaramótinu í íshokkí: Tókkóslóvakía ........3300 18 66 Kanada ...........2201 9 84 Sovétrikin........ 3 1 02 12 82 Bandaríkin .......3003 7 24 0 Og i fallbaráttunni varð niðurstaðan þessi: Finnland.......... 10 4 2 4 39 33 10 Sviþjóð........... 10 4 0 6 37 40 8 V-Þýskaland....... 10 3 1 6 28 41 7 A-Þýskaland....... 10 0 2 8 16 64 2 yfir en í seinni hálfleik munaði til dæmis þremur mörkum, 16- 13 þegar hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Uppúr því fór að síga meir á ógæfuhliðina. Fyrri hálfleikur var nokkuö jafn og ntunurinn aldrei meiri en þrjú mörk og stundum eitt en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Norðmenn. Erla Rafnsdóttir var best í íslenska liðinu og var oft gaman að sjá hana snúa á sér mun öflugri andstæðinga og skora. Hún gerði 6 mörk. Marg- rét Theodórsdóttir var sú eina sem eitthvað ógnaði fyrir utan, en hún er ekki hávaxin frekar en Erla og átti því ekki hægt urn vik. Margrét skoraði 4 mörk og átti nokkrar línusendingar á Sig- rúnu Blomsterberg sem skoraði 3 stykki. Erna Lúðvíksdóttir átti ágætan leik í horninu og gerði tvö mörk og þær Kristjana Aradóttir, Kristín Arnþórsdótt- ir og Soffía Hreinsdóttir gerðu allar eitt mark. Kolbrún Jó- hannsdóttir varði en þrumuskot norsku stúlknanna voru ill við- ráðanleg. Úrslitakeppni NBA: Ekkert óvænt ■ Á föstudaginn voru tveir leikir leiknir í úrslitakeppnj bandaríska atvinnukörfuboltans. Úrslit urðu þau að Los Angeles Lakers unnu Portland Trail Balzers með fjögurra stiga mun, 130-126 og hafa forystu í sjö leikja einvígi liðanna með þrjá sigra gegn engum. Hinn leikurinn var milli Ffladellíu sjötíu og sexara og Millwaukee Bucks og endaði með naumum sigri þeirra fyrrnefndu, 109-104. Sjötíu og sexar- ar leiða 3-0 eins og Stöðu- vötnin frá Los Angeles. A laugardeginum léku síðan Utah Jazz og Den- ver Nuggets og Jassararn- ir unnu með 131 stigi gegn 123. Þeir tóku þar með forystuna í sjö leikja einvígi liðanna, hafa unn- ið tvo leiki gegn einum sigri Denver-liðsins. Seve Ballesteros: Setti Evrópumet og jafnaði heimsmetið ■ Steve Ballesteros, Spán- verjinn velhöggvandi, setti Evr- ópumet og jafnaði heimsmetið er hann lék átta holur í röð á einum undir pari á opna ítalska golfmótinu um helgina. Ballesteros varð þó að láta sér lynda fimmta sætið á mót- inu, Spánverjinn Manuel Pinero vann mótið á 267 höggum. Ballesteros lék á 272 höggum. Tveir Ameríkanar eiga heimsmet þetta með Ballesteros, þeir Bob Galby og Fuzzy Zöller.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.