NT


NT - 07.05.1985, Síða 25

NT - 07.05.1985, Síða 25
Vestur-Þýska knattspyrnan: Nágrannaslagurá Ólympíuvellinum - Bayern vann Gladbach en Bremen náði aðeins jafntefli - nú munar tveimur stigum á liðunum og fimm leikir eftir - Spennan í hámarki ■ Baycrn Miinchen náði um helgina tveggja stiga forystu í 1. deild vestur-þýsku knattspyrn- unnar er þeir unnu nágrannana Borussia Mönchengladbach meö fjórum mörkum gegn engu. A sama tima gerði Brem- en jafntefli við Leverkusen 2-2 eftir að hafa komist í 2-0. Spenn- an er í hámarki því fimm um- ferðir eru enn eftir og allt getur því gerst. Það var uppselt á ólympíu- leikvanginum í Miinchen þar sem Bayern og Borussia áttust við, 75.000 áhorfendur. En allur sá fjöldi varð fyrir vonbrigðum með leikinn, eftir að Dieter Höness skoraði með skalla á 34. mínútu var eins og leikmenn misstu áhugann á leiknum og hann varð fyrir bragðið fremur tilþrifa lítill. Samt tókst Bayern að bæta við þremur mörkum án þess að andstæðingarnir gætu svarað fyrir sig. Það voru þeir Lothar Mattheus, Roland Wohlfarth og Reinhold Mathy sem voru þar að verki. Bremen stóð vel að vígi í hálfleik á heimavelli sínum og allt leit út fyrir sigur gegn Bayer Leverkusen. Japanski miðvall- arleikmaðurinn Jasuhiko Oku- dera og hinn markheppni Rudi Völler, landsliðsmiðherji Vest- ur-Þjóðverja, höfðu báðir skor- að og staðan 2-0. En Leverku- sen var ekki á því að gefast upp og liðið tryggði sér stig með mörkurn frá Falko Götz og Alois Reinhardt. Kölnarar skutust upp í þriðja sætið, upp fyrir Borussia Mönc- hengladbach með góðum sigri á Hamborg, 2-1. Það var lands- liðsmaðurinn Klaus Allofs sem gerði bæði mörkin fyrir Köln. íslendingaliðunum gekk allt í haginn þessa helgina. Atli Eð- valdsson kom inná sem vara- maður er Dússeldorf sigraði gamla félagið hans Atla, Bor- ussia Dortmund með tveimur mörkum gegn einu. Lárus Guðmundsson og félagar í Bayer Urdingen léku á föstu- daginn og unnu Bochum 3-1 og Magnús Bergs getur haldið uppá daginn því lið hans vann í fyrsta sinn í langan tima, einnig á föstudaginn. Eintracht Braunschweig vann þá Kaisers- lautern 2-1. Þetta er ekki ama- leg uppskera. ÚRSLIT UM HELGINA: Köln-Hamborg 2-1 Mannheim-Frankfurt 3-1 Dortmund-Dússeldorf 1-2 Bielefeld-Karlsruher 4-1 Bremen-Leverkusen 2-2 Bayern-Gladbach 4-0 Stuttgart-Schalke 1-0 Bayer Uerdingen-Bochum 3-1 Brunchweig-Kaiserslautern 2-1 STAÐA EFSTU LIÐA: Bayern 29 17 7 5 68-36 41 Bremen 29 15 9 5 76-46 39 Köln 29 16 3 10 57-49 35 Gladbach 29 13 8 8 65-43 34 Mannheim 29 11 11 7 41-40 33 Belgía og Holland: Frábær árangur - hjá Anderlecht - þarf aðeins eitt stig til að vinna titilinn ■ Belgíska stórliðið Ander- lecht, sem Arnór Guðjohnsen er hjá, hefur haft yfirburði í belgísku 1. dcildinni í knatt- Við tókum eftir.... Frá Guðmundi Karlssyni frétla- manni NT í Vestur-Þýskalandi: BREMEN hcfur alltaf fengið mark á sig í síðustu átta útileikjum. í síöustu sex útileikjum hefur liðið aðeins náð í 5 stig af tólf, alveg eins og Bayern. KAISERSLAUTERN hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu átta útileikj- um. Bayern Múnchen hefur aðeins tapað einu stigi á heimavelli síðan 24. nóv- ember 1984. KOLN vann sinn fimmta leik í röð er liðið lagði Rremen. Upp-og-niður stigasería Kölnara lítur svona út: Sex sigrar í röð, síðan fimm töp í röð og nú fimm sigrar í röð. BRAUNSCHWEIG hafði tapað sex leikjum í röð. Markatalan úr þeim var eitt á móti átján. Liðið vann nú loksins. MANNHEIM hefur ekki tapað leik í seinni um- ferðinni, eða í síðustu þrettán leikjum. spyrnu í vetur. Liðið þarf aðeins eitt stig til viðbótar til að gull- tryggja 18. Belgíumeistaratitil- inn. Nú eru fjórar umferðir eftir en í þeim þrjátíu leikjum sem búnir eru hefur þetta frábæra lið skorað 88 mörk en fengið á sig aðeins 19. Um helgina vann Anderlecht Mechelen með fimm mörkum gegn engu og hefur 12 stiga forskot á Waregem sem er í öðru sæti. Arnór Guðjohnsen er ekki með neinum aulum í liði, alls eru 17 landsliðsmenn frá hinum aðskiljanlegustu þjóðríkjum hjá Anderlecht. í vetur hefur borið mikið á belgíska landsliðs- manninum Enzo Scifo hjá félaginu. ÚRSLITIN í BELGÍU UM HELGINA: Kortrijk-Gent l-l Antwerp-Waterschei 3-1 Lierse-St. Niklaas 0-0 Beveren-FC Liege 0-2 Standard Liege-Beerschot 1-0 Lokeren-Waregem l-l Anderlecht-Kv Mechelen 5-0 Seraing-Racing Jet 2-2 STAÐA EFS1 Anderlecht Waregem FC Liege Club Bruges Beveren Ghent LIDA: 30 23 7 30 18 6 30 15 10 29 15 10 30 14 6 30 12 10 0 88 19 53 6 57 32 42 5 54 31 40 4 57 37 40 10 55 29 34 8 57 34 34 Holland: í Hollandi bar það helst til tíðinda að bæði Ájax og PSV töpuðu sínum leikjum á meðan Feyenoord vann sigur á útivelli. Þessi þrjú lið berjast harðri baráttu um meistaratitilinn og sigur Feyenoord kemur aðeins fjórum stigum á eftir Ajax og með leik til góða. ÚRSLIT UM HELGINA: AZ'67-Pec Zwolle 3-1 GA Eagles-Volendam 0-0 Sparta-Nac Breda 5-1 Excelsior-Muv 1-0 Den Bosch-Psu Eindhoven 2-1 Groningen-Roda Jc 2-2 Utrecht-Feyenoord 2-3 Haarlem-Ajax 1-0 STAÐA EFSTU LIÐA: Ajax 29 21 5 3 77-32 47 PSV Eindhoven 30 16 12 2 79-30 44 Feyenoord 28 19 5 4 76-39 43 Groningen 29 14 8 7 50-35 36 Sparta 29 14 6 9 52-50 34 Hálfgert stríðsástand ■ írak vann Quatar í undan- keppni HM á sunnudaginn með tveimur mörkum gegn einu. Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. Þessi tvö lið eru í riðli ásamt Jórdaníu og hafa írakar tryggt sér sigur í riðlinum, hafa unnið þrjá leiki en tapað einum. Quat- ar hefur unnið tvö og tapað tveimur og Jórdanir unnu einn leik en töpuðu þremur. Athygli vekur að engum leik í riðli þessum lauk með jafntefli. Eftir leikinn brutust út slagsmál milli leikmanna og forráðamanna beggja liðanna og urðu nokkrir fyrir meiðslum. írakar sigurvegarar í riðli 1-b, mæta Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem unnu riðil 1-a í næsta leik í undankeppni. ■ Alain Prost var dæmdur úr leik vegna þess að bíllinn hans var of léttur. HM í kappakstri: Prost úr leik ■ Alain Prost frá Frakklandi kom fyrsturí mark á McLaren bifreið sinni í San Marino kapp- akstrinum sem fram fór á sunnu- daginn. Hann fagnaði að sjálf- sögðu sigri en sú gleði breyttist í vonbrigði fljótlega þar sem í Ijós kom að bíll lians var of léttur og hann því dæmdur úr leik. ítalinn Elio de Angelis var því sigurvegari en hann ekur á Lotus bíl. Angelis er einnig stigahæstur í heimsmeistara- . keppninni. 7. maí 1985 25 ■ Klaus Allofs og liði hans Köln, hefur gengið mjög vel að undanförnu og er liðið nú komið í þriðja sæti í deildinni. Allofs skoraði bæði mörkin um helgina er Köln vann Hamborg 2-1. Hnefaleikar: Beítinu stolið ■ Sá sem hefur verðlaunabelt- ið sem veitt er heimsmeistara WBA í þungavigt hnefaleika, á sér eða undir höndum nú, er ekki heimsmeistari. Sá hefur ekki unnið til beltisins, heldur stolið því. Hnefaleikarinn bandaríski, Greg Page, tapaði bæði beltinu og heimsmeistaratitlinum. Beltinu var stolið frá honum á sunnudagskvöld ásamt fleiri verðmætum, og kvöldið eftir tapaði hann heimsmeistaratitli sínum í hendur Tony Tubbs, sem vann Page á stigum í 15 lotu tilþrifalitlum bardaga. Ránið var framið á meðan Page var í kvöldverðarboði. Auk beltisins var stolið verð- mætum úr hótelherbergi kapp- ans í Buffalo sem að sögn Page eru 33 þúsund dollara virði. Það jafngildir um 1,3 milljón- um ísl. króna. Þar á meðal voru tvö úr, myndavél, sjón- aukalinsa á myndavélina, hringur með níu demöntum í og fleiri skartgripir. „Þjófarnir nást, lögreglan náði fingraförum, og er komin af stað í málinu núna,“ sagði Page á blaðamannafundi eftir keppnina. Knattspyrnumolar ■ Austriu Vín, mót- herjar Everton í úrslitum Evrópukeppni Bikar- mcistara, cru efstir í 1. deildarkeppninni í Aust- urríki, eins og reyndar Evcrton er í Englandi. Um helgina vann Rapid stórsigur á Austría Salzburg, 7-2 og það á útiveili. Úrslit í Austur- ríki um helgina kom hér á eftir og síðan staða efstu liða: Austria Salzburg-Austria Vin .... 2-7 DSV Alpine-Vin Sportclub........3-0 Fav Ac-Admira Wacker............2-1 Gak-Voest Linz .................3-1 Lask-Eisenstadt.................2-0 Sc Rapid-Spittal................4-0 SSW Innsbruck-Sturm Graz....... 5-0 Vin-Austria Klagenfurt..........2-2 Austria Vin 24 19 4 1 68 16 42 SC Rapid 24 15 7 2 65 21 37 Lask 24 14 4 6 39 28 32 SSW Innsbruck 24 10 8 6 43 32 28 Admira Wacker 24 19 8 6 43 32 28 Efsta liðiö í austur- þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu, Dynamo Berlín tapaði um helgina fyrir liðinu sem er í öðru sæti Dynamo Dresden með' einu marki gegn tveimur. Nú eru þrjár umferðir eftir í deildinni og Berlín- arliðið hefur fjögurra stiga forskot. Það þarf því þrjú stig til að tryggja titilinn ef Dresden vinnur alla leikina. Úrslit um belgina urdu þessi: Stal Riesa-Hansa Rostock.......1-1 Wismut Aue-Magdeburg............2-0 Chemie Leipzig-Rot-Weiss Erfurt . 2-2 Carl Zeiss Jena-Stahl Brandenburg. 2-0 Vorwaerts Frankfurt-Lok Leipzig . 0-0 Motor Suhl-Karl Marx Stadt.....1-5 Dynamo Berlin-Dynamo Dresden . 1-2 STAÐA EFSTU LIÐA: DynamoBerlin 23 17 4 2 75 26 38 DynamoDresden 23 13 8 2 56 25 34 Lok Leipzig 23 15 3 5 52 25 33 WismutAue 23 11 8 4 36 30 30 Magdeburg 23 9 9 5 46 28 27 Rot-Weiss-Erfurt 23 8 9 6 40 37 25 Manchester ólympíuborg ■ Heimildir innan bresku ólympíunefndarinnar herma, að borgin Manchest- cr á Englandi sé mögulegur staður fyrir sumarólympíu- lcikana árið 1992. Borgar- yfirvöld í Manchester hafa lýst yfir vilja sínum að taka leikana að sér. Vitað er að yfirvöld þriggja borga á Bretlands- eyjum hafa áhuga á að taka leikana, Lundúnir, Manc- hester og Birmingham. Lundúnir og Manchcstcr liafa sótt formlega um til bresku ólympíunefndar- innar, en ekki er Ijóst hvað yfirvöld Birminghani gera. Breska ólympíunefndin mun ákveða hvaða bresk borg verði boðin sem móts- staður í lok júní á þessu ári. Búist er við að jafnvel sex aðrar borgir heiins munu verða tilbúnar í slag- inn um leikana, þar á með- al Barcelona á Spáni og París í Frakklandi.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.