NT - 09.05.1985, Page 3
Grænfóðurverksmiðjur ríkisins
10.000tonn
óseld frá
því í fyrraí
■ Um 10 þúsund tonn af framleiðslu hinna
fimm grænfóðurverksmiðja ríkisins á síðasta
ári voru enn óseld þann 1. apríl á þessu ári.
Þetta kom fram í svari landbúnaðarráð-
herra við fyrirspurn Salome Þorkelsdóttur,
Sjálfstæðisflokki, á Alþingi nýlega.
Upplýsti ráðherra að tap hefði verið á
rekstri Fóður og fræframleiðslunnar í Gunn-
arsholti árið 1983 uppá 7.7 milljónir króna
en hagnaður var árin 1982, 1.2 milljónir
króna, og 1984,421 þúsund krónur. Tap var
á rekstri Stórólfsvallabúsins á árinu 1983
uppá 1.2 milljónir en hagnaður 1982 var 1.1
milljón og444þúsundáárinu 1984. Hagnað-
ur hefur verið á rekstri graskögglaverk-
smiðjunnar Flateyjar í A-Skaftafellssýslu
þrjú síðustu ár, mestur 1982, tæpar 2
milljónir, en 681 þúsund 1983 og967þúsund
árið 1984. Annað er uppá teningnum í
Fóðuriðjunni í Dalasýslu, en tap hefur verið
á rekstri hennar síðustu þrjú ár, mest í fyrra
eða 3.3 milljónir. Tapið 1982 var 1.3
milljónir og 1983 var tapið 2.7 milljónir
króna. Verksmiðjan Vallhólmur í Skaga-
firði hóf framleiðslu árið 1983, um 1200
tonn en full afköst miðast við 3000 tonn.
Ársframleiðslan í fyrra nam 2250 tonnum
en endurskoðaðir ársreikningar lágu ekki
fyrir.
Á þessu ári er ráðgert að draga úr
graskögglaframleiðslu tveggja verksmiðja,
Stórólfsvallabúsins og Flateyjar, en auka
byggrækt, en rekstur hinna verksmiðjanna
verður með svipuðu sniði. Landbúnaðar-
ráðuneytinu hefur borist fyrirspurn urn
leigu á Stórólfsvallabúinu og eru hafnar
viðræður um það en einnig mun ráðuneytið
leyta eftir því hvort vilji sé hjá heimamönn-
um um að kaupa verksmiðjurnar eða taka
þær á leigu til rekstrar.
HJÁ AGLI
EV-KJÖR - OPIN-KJÖR
Alltaf eitthvað hjá Agli
Cherokee ’84
Lada Sport ’80
Fiat Regata ’84 Fiat Uno ’84 Skoda ’84
Við bjóðum skipti á þessum bílum, sem öðrum bílum hjá okkur
EV - vildarkjör á öllum bílum
1929
BÍLAÚRVALIÐ
ER SÍBREYTILEGT
FRÁ DEGI TIL DAGS
notaðir bílar í eigu umboðsins
EGILL,
VILHJALMSSON HF
Smidjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944— 79775
1985
MUNIÐ EV-KJÖRIN
VINSÆLU,
AÐ ÓGLEYMDRI
SKIPTIVERSLUNINNI
Fimmtudagur 9. maí í 985 3
Frettir
„Einingaskuldabréf“ í fyrsta sinn á íslandi:
Vinsælt sparnaðarform
í útlöndum
Hin svokölluðu eininga-
skuldabréf, sem íslendingum
er nú í fyrsta sinn gefinn kostur
á að kaupa, eru að sögn for-
ráðamanna Ávöxtunarfélags-
ins eitt vinsælasta sparnaðar-
form fólks í mörgum nágranna-
landanna (Unit trusts, mutual
funds). Að sögn Péturs
Blöndals, framkvæmdastjóra
Kaupþings, sem sjá mun um
sölu bréfanna, er með þessu ■ Þaðþarfekkiaðkostameiren3000kr.aðverameðíkapphlaupinuum vextina. NT-mynd: ÁrniBjama
■ Þeir kynntu „blönkum“ blaðamönnum hinar lokkandi ávöxtun-
arleiðir verðbréfaviðskiptanna: Eggert Hauksson, Sigurður B.
Stefánsson og Baldur Guðlaugsson, stjórnarmenn í Ávöxtunarfé-
laginu og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings, sem sér um
einingabréfasöluna. NT-mynd: Sverrir
á skuldabréfamarkaðinum á
hverjum tíma. Gengi eininga-
skuldabréfanna verður reikn-
að daglega og birt opinberlega,
þannig að eigendur bréfanna
geta hvenær sem er reiknað út
hvað einingarnar þeirra eru
mikils virði.
Einingaskuldabréfin hafa
heldur enga fyrirfram ákveðna
gjalddaga. Að sögn forsvars-
manna verður hins vegar lögð
áhersla á að sem auðveldast
verði að koma þeim í peninga
þegar eigandinn þarfnast þess.
Ávöxtunarsjóðurinn sjálfur er
skuldbundinn til að innleysa á
hverjum mánuði !/so (2%) af
útistandandi einingum ef ósk-
að er. Auk þess verður hægt að
endurselja bréfin hjá verð-
bréfasölum.
Bréfakaup í gegn um
Póst og síma
Pétur benti á að bréfakaupin
geti menn gert með lágmarks-
fyrirhöfn. Þannig geti fólk
hringt í Kaupþing og fengið
allar upplýsingar um þau og
verð þeirra og sent síðan strik-
aða ávísun í pósti eða greiðslu
í gíró. Einingabréfið verði síð-
an sent eigandanum í ábyrgð-
arpósti.
■ Áttu svona þó ekki sé nema
3-10 þús. kall, sem þú þarft ekki
á að halda næsta hálfa árið eða
svo? Meira þarf nú ekki lengur
til, til þess að gerast þátttakandi
á hinum íslenska skuldabréfa-
markaði sem að undanförnu
hefur gefið sparifjáreigendum
kost á allt að 16-17% ársávöxtun
umfram lánskjaravísitölu - þ.e.
þeim sem átt hafa að lágmarki
svona 50-100 þús. krónur og þar
yfir. Þessa „gróðaleið" hefur
Ávöxtunarfélagið hf. nú hins
vegar einnig opnað fólkinu með
smáu sjóðina með stofnun
Ávöxtunarsjóðsins og sölu hans
á einingaskuldabréfum sem
kynnt var á fréttamannafundi í
gær.
leystur vandi þeirra sparifjár-
eigenda sem hvorki hafa nægt
fjármagn, tíma, eða sérþekk-
ingu til að taka þátt í verð-
bréfakaupum á hinum al-
menna verðbréfamarkaði, en
hefur hins vegar fullan hug á
að ávaxta sinn „sparisjóð" á
sem bestan hátt. En reynslan
sýni að það verði einmitt best
gert með fjárfestingu í verð-
tryggðum veðskuldabréfum,
sem undanfarna mánuði hafi
gefið um 16% ársávöxtun um-
fram vísitölu.
Vankantarnir sniðnir af
en kostunum haldið
Með einingaskuldabréfun-
um sagði Pétur alla vankanta
verðbréfaviðskiptanna sniðna
af án þess að helstu kostirnir,
þ.e. bestu vextir sem bjóðast á
hverjum tíma, glatist. Þau sé
hægt að kaupa fyrir hvaða
upphæð sem er, þó tæpast
borgi sig að vísu að fara niður
fyrir 3 þús. krónur á hverju
bréfi. Hver eining kostar í
upphafi 1 þús. krónur, en allt
eins má t.d. kaupa 6,25
einingar ef „sparisjóður" við-
komandi skyldi vera 6.250
krónur.
Bestu vextir sem bjóðast
á hverjum tíma
Seld einingabréf mynda sér-
stakan sjóð - Ávöxtunarsjóð-
inn - sem notaður verður til
kaupa á verðbréfum með bestu
fáanlegri ávöxtun hverju sinni
- að mestu fasteignatryggðum
skuldabréfum. Eininga-
skuldabréfin bera því ekki
fyrirfram ákveðna vexti, held-
ur munu þeir ráðast af vöxtum
Þrjú þúsund kall - og gróðaleið
verðbréfamarkaðarins er þér opin