NT - 09.05.1985, Page 5
Fimmtudagur 9. maí 1985 5
Um 250 aðalfundarfulltrúum KEA boðið á popptónleika:
Um 3 millj. af hagnaðinum í
launaauka til starfsmannanna
Um 20,9 millj. hagnaður af 2.723 millj. veltu
■ Um 20,9 milljóna króna hagn-
aður varð af rekstri Kaupfé-
lags Eyfirðinga á s.l. ári, af
samtals 2.723 millj. króna heild-
arveltu að afurðareikningum
meðtöldum, að því er fram kom
á aðalfundi fyrir skömmu. Velt-
an hafði aukist um 27% í krónu-
tölu frá 1983, eða nokkurnveg-
inn í samræmi við verðbólguþró-
unina.
Á aðalfundinum var sam-
þykkt tillaga kaupfélagsstjóra
um að öllu starfsfólki sem verið
hefur í föstu og samfelldu starfi
frá síðasta aðalfundi og er enn,
verði greidd 3.000 kr. aukalaun.
Samtals mun þarna vera um
hátt í 3 milljóna króna auka-
launagreiðslur að ræða. Þá var
samþykkt að endurgreiða 4
millj. kr. af tekjuafgangi í stofn-
sjóð og reikninga félagsmanna,
að greiða samtals 1.250.000 kr.
viðbótarvexti af almennum
stofnsjóði á árinu 1984, leggja
fram 2 millj. króna til eflingar
Lífeyrissjóðs KEA og 1 millj.
króna í Menningarsjóð.
Heildarvelta KEA var sem
fyrr segir 2.723 milij. króna, en
að samstarfsfyrirtækjunum
meðtöldum 3.427 millj. króna.
Fjöldi ársstarfa (m.v. slysa-
tryggðar vinnuvikur) var 1.018
en 1.277 að samstarfsfyrirtækj-
unum meðtöldum. Beinar
launagreiðslur hjá KEA námu
rösklega 289 millj., en um 400
milljónum að meðtöldum sam-
starfsfyrirtækjunum. Hækkun
launa og launatengdra gjalda
var 26% frá 1983.
Fjármunamyndun í heildar-
rekstrinum var 124 millj. kr. á
árinu. Efnahagur er sagður
traustur sem fyrr. Eigið fé og
stofnsjóðir voru í árslok 887,3
millj. króna.
Á árinu var fjárfest fyrir sam-
tals 62,5 millj. Fjárfrekustu
framkvæmdirnar voru; verslun-
arhús á Dalvík tæpar 7 millj.,
vegna Mjólkursamlags KEA
8.7 millj.. vegna Kornhlöðu á
Akureyri 7,2 millj. og vegna
Þvottahúss 5,3 millj. króna.
Auk eigin fjárfestinga félagsins
voru fjárfestingar Efnaverk-
smiðj. Sjafnar u.þ.b. 30 millj.
og til uppbyggingar á Hótel
■ Tveir sextán ára drengir
veltu bifreið í gærmorgun á Þing-
vallavegi á móts við, bæinn
Stardal. Drengirnir stálu bíln-
um frá Laugavegi 7 í Reykjavík
um miðnætti á þriðjudag. Það
var síðan klukkan 5:25 í gær-
morgun sem lögreglu í Hafnar-
firði barst tilkynning um atburð-
inn.
„Þetta var hrikalegt, og ég
hreint út sagt skil ekki hvernig
drengirnir sluppu jafn vel og
raun ber vitni,“ sagði Eðvarð
Ólafsson rannsóknarlögreglu-
maður í Hafnarfirði í gærdag.
Annar drengjanna labbaði nið-
ur að bænum Stardal og komst
þar í síma og kallaði á sjúkrabíl.
KEA var varið um 22 millj. á
árinu.
í tilefni af ári æskunnar bauð
félagið fulltrúum (247 að þessu
sinni) og gestum þeirra á hljóm-
leika í Tþróttahöllinni þar sem
hljómsveit Jakobs Magnússonar
ásamt Valgeiri Guðjónssyni lék
á fullu fyrir um 1.500 áheyrend-
ur, aðallega æskufólk.
Hinn drengurinn beið í bílnum,
og var orðinn mjög kaldur þegar
sjúkrabíllinn kom á staðinn.
Annar drengjanna var í bíl-
belti, og var hann mikið marinn
eftir það. Eðvarð rannsóknar-
lögreglumaður sagði að bíllinn
hefði farið fram af ræsi, og
kastast marga metra í loftinu
áður en hann lenti. „Þar sem
bíllinn korn niður var eins og
jarðýta hefði farið um. Síðan
fór hann margar veltur og stöðv-
aðist ekki fyrr en 170 metra frá
veginum."
Grunur leikur á að drengirnir
hafi verið ölvaðir. Þeir sluppu
báðir með lítilsháttar meiðsli.
Slag-
verkið í
aðal-
hlutverki
■ Næst síðustu árskrift-
artónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á
starfsárinu verða í kvöld í
Háskólabíói. Á efnisskrá
verða Sinfónía í C-dúr eft-
ir George Bizet, La Valse
. eftir Ravel og tvö verk
fyrir ásláttarhljóðfæri og
hljómsveit; Marimbu-
konsert eftir Darius Mil-
haud og Konsertþáttur
fyrir litla trommu og
hljómsveit eftir Áskel
Másson. Einleikari á slag-
verk verður Svíinn Roger
Carlsson og stjórnandi
Jean Pierre Jaquillat.
Roger Carlsson er einn
fárra slagverkleikara, sem
hafa lagt fyrir sig einleik
nteð hljómsveitum. Kons-
ertþáttur Áskels er saminn
sérstaklega fyrir hann og
má geta þess að útgáfufyr-
irtæki í New York mun
bráðlega gefa verkið út á
hljómplötu með lcik
Carlssons, en Sinfóníu-
hljómsveit Gautaborgar
undir stjórn Finnans Esa
Pekka Salonen sér um
hljómsveitarþáttinn. Þátt-
urinn var frumfluttur af
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands á tónlistarhátíð
ungra norrænna tónskálda
í september 1982 á tón-
leikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Stjórnandi
þá var Guðmundur Emils-
son en Roger Carlsson lék
einleik þá eins og nú.
Fyrirspurnir á Alþingi:
Kennarauppsagnir
og grunnskólalög
■ Hjörleifur Guttormsson
hefur lagt fram fyrirspurn í
sameinuðu þingi til mennta-
málaráðherra um hversu
margir fastráðnir kennarar í
grunnskólum og framhalds-
skólum hafi sagt upp störfum
sínum eða sótt um launalaust
frí frá og með byrjun næsta
skólaárs.
Þá hefur Bragi Michaels-
son beint fyrirspum til mennta-
málaráðherra um fram-
kvæmd grunnskólalaga, að
hve miklu leyti þau hafi kom-
ið til framkvæmda og hvaða
möguleika ráðherra telji á að
koma öllum ákvæðum lag-
anna í framkvæmd á full-
nægjandi hátt. Þá spyr hann
einnig við hve marga skóla sé
komin fullkomin kennslu-
aðstaða í heimilisfræðum,
íþróttum og sundi og á hve
mörgum stöðum séu nú í
byggingu sund- og íþrótta-
mannvirki. Er og spurt um
hversu margar beiðnir liggi
fyrir um slík mannvirki hjá
menntamálaráðuneyti og
fjárveitinganefnd og að hve
miklu leyti ráðuneytið hafi
falið fræðsluskrifstofum
verkefni er þeim voru ætluð
í grunnskólalögunum.
16 ára unglingar:
Stálu bíl og
gioreyðilogðu
■ Áltökubflarnir, sem íslenska álfélagið hefur pantað eru svipaðir og þessi, nema
stærri. Myndin er fengin að láni úr Isal-tíðindum.
ísal kaupir áltökubíla:
Fullkomnustu tæki sinn-
ar tegundar í heiminum
■ íslenska álfélagið hefur pantað fjóra
svokallaða áltökubíla fyrir verksmiðjuna
í Straumsvík og verða þeir afhentir i
nóvember í haust. Áltökubílarnir soga
álið upp úr bræðslukerjunum og flytja
það yfir í steypuskála verksmiðjunnar.
Með núverandi tækjum fer flutningur
þessi fram í nokkrum þrepum.
Jakob R. Möller hjá íslenska álfélaginu
sagði í samtali við NT, að hagræðingin
við notkun áltökubílanna væri einkum
þrenns konar. í fyrsta lagi minnkar
verulega loftbruni í málminum, sem hef-
ur það í för með sér, að brædda álið nýtist
betur. I öðru lagi krefst þessi nýja tækni
færri starfsmanna, og í þriðja lagi minnk-
ar viðhaldskostnaður tækja.
Áltökubílarnir eru frá ítölsku fyrir-
tæki, sem sérhæfir sig m.a. í framleiðslu
á vélbúnaði fyrir álbræðslur, og eru þetta
fullkomnustu tæki sinnar tegundar, sem
hægt er að fá.
Álverið í Straumsvík verður fyrst til að
taka þau í notkun. Tveir bílar verða í
notkun hverju sinni og anna þeir fram-
leiðslunni. Verð hvers áltökubíls er um
100 þúsund dollarar.
FERÐAVASABOK
FJÖLVÍS 1985
L
ÓMISSANDI í
FERÐALAGIÐ!
Meðal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráð og ræðismannaskrif-
stofur um allan heim - Ferðadagbók -
Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu-
vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska
hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt
er upp að telja.
Við höfum meira en 30 ára reynslu í
útgáfu vasabóka, og sú reynsla kemur
viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til
góða. Og okkur hefur tekist einkar vel
með nýju Ferðavasabókina okkar og
erum stoltir af henni. Þar er að finna
ótrúlega fjölbreyttar upplýsingar, sem
koma ferðafólki að ómetanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.