NT - 09.05.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. maí 1985 9
Te & kaffi við Barónsstíg:
Fimmtíu ilmandi tetegundir
og svo kaffi frá öllum heimshornum
Jurtate
Hindberjate:
Gott fyrir ófrískar konur, styrkir legið.
Brenninetlute:
Allra meina bót, blóðhreinsandi, gott
við hósta, lungnaveiki og hárlosi.
Valhnetute.
Gott við bólgum, gikt, lystarleysi,
bólgnum kirtlum, hægðartregðu og
tannholdsbólgu.
Birkilaufste:
Styrkjandi, blóðhreinsandi,
lystaukandi. Gott fyrir húðina, soðið
af birkilaufi er græðandi.
Lavendel:
T augaróandi, þvagörvandi og gott við
meltingatruflunum.
Barnate:
Úr þurrkuðum ávöxtum, fjörefna- og
vítamínríkt.
■ Verslunin Te & kafli er til húsa í litlum kjallara við
Barónsstíginn.
■ Þessa dagana er liðið ár frá
því Reykvíkingum bauðst í
fyrsta sinn að kaupa te og kaffi
í sérverslun. Það er verslunin
Te & kaffi sem stendur við
Barónsstíginn, sem hér um
ræðir. Aður en þessi verslun
tók til starfa áttu íslendingar
tæplega öðru að venjast en því
fábreytta úrvali þessara
drykkja sem selt er í stór-
mörkuðum og venjulegum
matvöruverslunum og þar er
oft meira hugsað um verðlag
en gæði og því kannski ekki
alltaf um fyrsta flokks vöru að
ræða.
■ Berglind malar kaffið á staðnum
það væri leyfilegt. En það er
ekki alveg útilokað að Te og
kaffi verði með reglulega
kynningu á hinum bragðmiklu
og ljúffengu drykkjum, sem
þar eru á boðstóíunum.
Augnalok
Búddhamunksins
Listin að laga te er upprunn-
in í Kína. Sögur herma að
uppfinningamaður tesins hafi
verið keisarinn She Nung kall-
aður „hinn guðdómlegi
læknir" She Nung á að liafa
lagað fyrsta tebolla sögunnar,
árið 2737 f. Kr.
Aðrar sögur segja að
Buddhistamunkurinn Dharum
- „hinn hvíti Buddha" hafi
verið upphafsmaður tesins.
Dharum? sat eitt sinn og hug-
lciddi sem endranær og allt í
einu fann hann fyrir ómót-
stæðilegum sljóleika og syfju.
Þá skar hann af sér augnlokin
og kastaði þeim á jörðina. Þar
sem þau lentu óx síðar upp
planta og af blöðum plöntunn-
ar var hægt að laga drykk sem
kom í veg fyrir sljóleikann.
Fyrrverandi „útlend-
ingar'1 áberandi
Það eru hjónin Berglind
Guðbrandsdóttir og Sigmund-
ur Dýrfjörð, sem reka verslun-
ina Te & kaffi. Neytendasíðan
hafði samband við Berglindi á
ársafmælinu og spurðist fyrir
um hvernig reksturinn gengi
og hvort undirtektir almenn-
ings hefðu orðið nægjanlega
góðar til að vænta mætti að
verslunin héldi áfram.
Berglind kvað það ekkert
vafamál að verslunin héldi
áfram, hún væri þegar farin að
bera sig og viðskiptavinum
héldi sífellt áfram að fjölga.
„í fyrstu var það aðallega
ungt fólk sem hafði dvalið í
útlöndum, sem verslaði við
okkur," sagði Berglind, „en
síðan hefur þetta breyst og nú
er svo komið að hér verslar
fólk á öllum aldri og þeim fer
sífellt fjölgandi sem uppgötva
verslunina.“ Berglind sagði
Hæ!
Ertu að hugsa um ný heimilistæki...
Skoðaðu Blomherg línuna hjá Einari
Farestveit hf. Bergstaðastræti 10 a.
Það borgar sig.
■ Tebaukarnir í hillunum virðast nánast óteljandi.
einnig að fólk sem einu sinni
hefði keypt sér þarna te eða
kaffi, kæmi yfirleitt aftur og
fjöldi fólks kæmi reglulega
einu sinni í viku.
Fimmtíu tegundir af tei!
Verslunin Te og kaffi hefur
á boðstólum um fimmtíu teg-
undir af tei og um tíu kaffisort-
ir og að sögn Berglindar er
aldrei keypt inn annað en
fyrsta flokks vara.
Mestra vinsælda njóta
ávaxtablönduðu tetegundirn-
ar, segir hún. Sem dæmi um
þessar tegundir má nefna
mangó-te, eplate, appelsínu-
te, kivi-te, og apríkósu-te.
Af þeim fimmtíu tetegund-
um sem Te og kaffi hefur
jafnan á boðstólum eru u.þ.b.
tíu tegundir ýmis konar jurta-
te, sem m.a. er notað sem
heilsubótardrykkir gegn ýms-
um kvillum.
Hinar hefðbundnu teteg-
undir koma frá ýmsum
stöðum, svo sem Kína, Japan,
Ceylon og Indónesíu svo
eitthvað sé nefnt. Krydduðu
tein eru að sögn Berglindar
Kína- eða Ceylonblöndur sem
búið er að bragðbæta hér á
Vesturlöndum. Hún segir líka
að þess séu dæmi að slíkar
blöndur séu seldar aftur til
Austurlanda eftir að búið er að
bragðbæta þar í Evrópu
Tuttugu ára bið
Reykvíkingar hafa tekið Te
og kaffi alveg einstaklega vel,
fólk hefur komið og sagt að
það hafi verið að bíða eftir
svona verslun í ein tuttugu ár.
Aðrir segjast hafa fengið kaffi
og te reglulega sent að utan, en
nú þurfi þeir ekki lengur á
fjarviðskiptum að halda,
heldur geti fengið sitt drauma
kaffi og te beint frá Berglindi.
Hugmyndin var upphaflega
sú að hafa alltaf kaffi á könn-
unni svo hægt væri að veita tíu
dropa til kynningar og ánægju,
en það vantaði víst tíu senti-
metra upp á lofthæðina til að