NT - 09.05.1985, Síða 21

NT - 09.05.1985, Síða 21
 Fimmtudagur 9. maí 1985 29 Utlönd Guð fær blöðrusendingu: „Góði guð gef oss páfa með stóreyru“ Haag-Kcuter. ■ Rúmlega tíu þúsund róttæk- ir kaþólikar söfnuðust saman í Haag í gær til að mótmæla íhaldssemi páfastóls en Jóhann- es Páll páfi annar kemur í heimsókn til Hollands nú í viku- lok. Heilagir feður. guðfræðingar og óbreyttir kaþólikar tóku til máls á fundinum og gagnrýndu páfastól fyrir íhaldssemi í trú- málum og þjóðfélagsmálum. Á fundinum var einnig send til himna bæn með tvö þúsund rauðum, hvítum og bláum blöðrum sem á var skrifað „Góði guð gef oss páfa með stór eyru“ í von um að guð fengi páfann til að Ijá skoðunum rót- tækra kaþólika í Hollandi eyra. Forystumenn ýmissa kaþ- ólskra hópa í Hollandi ákváðu að boða til fundarins eftir að erkibiskupinn í Hollandi, Adri- anus Simonis, tilkynnti að þeir kaþólikar, sem hefðu gagnrýnt páfastól fengju ekki leyfi til að hitta páfann þegar hann kemur til Hollands. Ræðumenn á fund- inum gagnrýndu páfastól m.a. fyrir afstöðuna til getnaðar- varna, giftinga presta, kven- presta, homma og fóstureyð- inga. Aðalskipuleggjandi mót- mælaaðgerðanna Joost Reuten sagði að mótmælin væru ekki páfafjandsamleg. Hann sagði að ýmis þau atriði sem ræðumenn Nýja Kaledónía: Ráðist á sjúkrahús sjúkrabíla fjölluðu um hefðu ekki verið rædd nægjanlega mikið innan kaþólsku kirkjunnar. Kaþólska kirkjan í Hollandi hefur langa hefð fyrir frjálslyndi en að undanförnu hefur páfa- stóll skipað íhaldssama guð- fræðinga í biskupsstóla í Holl- andi í andstöðu við vilja margra kaþólika þar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 3% kaþólskra Hollendinga ánægð með heimsókn páfa nú. 86% þeirra eru ösammála afstöðu páfastóls til getnaðarvarna, 80% eru ósammála afstöðunni til skilnaðar og 67% telja fóstur- eyðingar geta verið réttlætan- legar. ■ Ætli páfínn hafí nægjanlega stór eyru til að heyra óskir hollenskra kaþólika um getnað- arvarnir, kvenpresta, giftingar klerka og aukið frjálslyndi í garð homma? Koivisto: Finnar með í að mala nasistana Hdsinki-Keutcr ■ Finnski forsetinn, Mauno Koivisto, sló í gær striki yfir samkrull Finna og Þjóðverja á stríðsárunum og skákaði Finnlandi á meðal sigurvegaranna í síðari heimsstyrjöldinni. Hann sagði, í hátíðarræðu í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stríðslokum, að Finnar, sem réðust inn í Sovétríkin við hlið Pjóðverja árið 1941, en breyttu síðar um stefnu, hefðu að lokum lagt fram sinn skerf til sigursins yfir nasistum. Koivisto, sem barðist sjálf- ur gegn sovéskum hersveit- um, vísaði ósköp óljóst til stríðs Finna gegn Sovétríkj- unum l939-40og 1941-44. Hann helgaði bróðurpart- inn af ræðu sinni því er Finnar ráku sína fyrrverandi þýsku bandamenn út úr Lapplandi. „Líta má á stríðið í Lapp- landi sem stríðið þegar Finn- ar unnu að því að mala stríðsvél nasista mélinu smærra í félagi við banda- rnenn,” sagði Koivisto í ræðu í útvarpi og sjónvarpi. Hann sagði að ef fólk rifj- aði upp heimsstyrjöldina síð- ari gerði það sér Ijóst mikil- vægi þess að vinna að því að ryðja styrjaldarógnunum úr vegi, sérstaklega kjarnorku- ógninni, og vinna að því að binda enda á vopnakapp- hlaupið. Svo sem ræða Koivisto ber með sér hneigjast Finnar frekast til þess að reyna að gleyma vináttunni við nasista og urðu þeir því all kindar- legir þegar Sovétmenn fóru fram á það fyrir skömmu að fá að reisa minnisvarða til heiðurs þeim hermönnum sovéskum er féllu í Finnlandi í stríðinu. Finnar óttast að slíkur minnisvarði verði einungis til þess að vekja upp gamlar væringar milli landanna tveggja. Finnar segja að þeir l .000 sovésku hermenn sem létust hafi allir verið stríðsfangar í fangabúðum í grennd við Nastola í suðurhluta landsins og hafi þeir dáið úr sjúkdóm- um og enginn verið skotinn. Sovéski leiðtoginn, Nikita Krushchev heitinn, sagði hins vegar að milljón sovésk- ir hermenn hefðu fallið á finnsku landamærunum milli I939 og 1944. Fallnir Finnar voru 70.000. og Noumea-Reuter ■ Miklar óeirðir brutust út í gær í frönsku nýlendunni Nýju. Kaledóníu í Kyrrahafi. Einn unglingur var skotinn til bana og a.m.k. sjötíu særðust þegar hvítir íbúar eyjunnar réðust á hóp Kanaka-frumbyggja í höfuðborginni Nouinea. Þetta eru verstu óeirðirnar sem hafa orðið frá því að Kan- akar fóru að berjast fyrir sjálf- stæði í nóvember á seinasta ári. Sérstakur sendifulltrúi frönsku stjórnarinnar á eyjunni, Edgard Breskt topp- popp í Kína London-Reuter ■ Dægurlagaútvarps- stöðin vinsæla, Radio Luxemborg, hefur gert samning við kínverska út- varpsstöð í Kanton í Suð- ur-Kína um að útbúa viku- legan þátt með breskri popptónlist. Þegar hefur verið undir- ritaður samningur um að Radio Luxemborg skuli gera 13 tveggja tíma þætti fyrir kínversku útvarps- stöðina sem nær til allt að 61 milljónar hlustenda. Radio Luxemborg hefur ráðið í þessu tilefni kín- verskan plötusnúð sem talar mállýsku þeirra Kín- verja sem eru búsettir á þessu svæði. Talsmaður útvarps- stöðvarinnar segir að aðal- áherslan verði lögð á dæg- urlög sem séu vinsæl með- al breskrar æsku um þess- ar mundir og einnig á lög frá sjöunda áratugnum. Pisani, segir að félagar í flokki hvítra íbúa nýlendunnar, sem berjast gegn sjálfstæði hennar, hafi ráðist á sjúkrabíla og sjúkrahús og beitt skotvopnum jafnt gegn Kanökum sem lög- reglumönnum sem reyndu að koma á friði. Þetta er í fyrsta skipti sem skotvopnum hefur verið beitt í höfuðborginni í deilum hvítra öfgasinna, sem líta á Nýju-Kale- dóníu sem óaðskiíjanlegan hluta af Frakklandi, og Kanaka sem berjast fyrir sjálfstæði. Frakkar hafa stjórnað Nýju- Kaledóníu í 130 ár. Franska stjórnin hefur ákveðið að verða við óskum frumbyggjanna um sjálfstæði og stefna að því að nýlendan verði sjálfstæð árið 1987. En margir hvítir íbúar Nýju Kaledóníu eru algjörlega mótfallnir sjálfstæði og benda á að þeir eru núna fjölmennari en Kanakar. 30. apríl síðastliðinn sam- þykkti franska stjórnin uppkast að lögum þar sem nýlend- unni er skipt í fjögur stjórnsvæði sem stjórnað verður af svæða- ráðum. Með þessu vill stjórnin undirbúa sjálfstæði nýlendunn- ar. Klámrita- rannsókn í Banda- ríkjunum Washington-Reutcr. ■ Bandaríska dómsmálaráðu- neytið hefur samþykkt 734.371 dollara fjárveitingu til rann- sókna á því hvort klámritin Playboy, Penthouse og Hustler ýti undir glæpi unglinga og kyn- ferðislega áreitni við börn. Rannsóknarverkefnið felst meðal annars í úttekt á efni blaðanna. Klámmyndir og teiknimyndir með börnum eða með fullorðnum konum, sem eru gerðar unglegri, verða sér- staklega athugaðar auk lesefnis sem gæti haft áhrif á börn. ■ Það fór vel á með þeim Gorbachev og Thatcher þegar þau hittust í London í desember síðast liðnum en síðan slóst upp á vinskapinn þegar þau fóru að reka sendiráðsstarfsmenn hvort annars heim fyrir skömmu. En á Sigurdaginn voru þau bæði friðsamleg og sáttfús í skilaboðunum hvort til annars. Það er eiginkona Gorbachevs, Raisa, sem stendur á milli þeirra á myndinni hér að ofan. Gorbachev og Thatcher sáttfús á Sigurdaginn I ondon-Reuter. London-Reuler. ■ Sovéski leiðtoginn Mikhail Gorbachev fullvissaði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, um það í kveðju sem hann sendi henni í tilefni Sigur- dagsins í Evrópu í gær að þjóð hans væri reiðubúin til þess að vinna með bresku þjóðinni að því að binda enda á vopna- kapphlaupið. I bréfióorbachevs, sem skrif- stofa Thatchers sendi fjölmiðl- Pyntaður fyrir það eitt að horfa á lögreglustöð Kucnos Aires-Reuter. ■ Alberto Derman, verk- smiðjuverkamaður, hefur borið það fyrir réttinum yfir níu fyrr- verandi leiðtogum hersins í Argentínu, og þar með landsins alls, að hann hafi verið pyntaður fyrir það eitt að hafa orðið á að horfa á lögreglustöð þegar hann var að leita að bamaheimili fyrir son sinn, árið 1977. Derman sagði að skömmu eftir að hann gekk fram hjá lögreglustöðinni hafi fjórir menn stöðvað hann, rekið hann uþp í bíl og ekið síðan með hann til aðalstöðva lögreglunn- ar í Quilmes, sem er úthverfi í suðurhluta Buenos Aires- borgar. Hann sagði að ekki hafi verið liðnar tvær klukkustundir frá því að hann var þannig numinn á brott og þangað til ræningjar hans hafi neytt hann til að afklæðast og síðan lagt hann endilangan upp á borð þar sem þeir pyntuðu hann með raf- magnshöggum. Derman sagðist hafa logið þegar hann var spurður hvort hann væri giftur til þess að hlífa konu sinni og börnum við yfir- heyrslum lögreglunnar. Hann sagðist hafa verið látinn laus tveimur dögum síðar en síðan handtekinn aftur 40 dög- um síðar, augsýnilega vegna þess að öryggislögreglan hafði komist að því að hann var giftur. Hann var síðan hafður í haldi, án þess að vera ákærður, frá seinni hluta árisns 1977 þangað til í desember 1983 að hann var látinn laus. Hinir fyrrverandi leiðtogar herstjórnarinnar, þ.á.m. þrír fyrrverandi forsetar, eru ákærð- ir fyrir mannrán, pyntingar og dauða þúsunda argentínskra manna í tíð einræðisstjórnar hersins frá 1976 til 1983. um, segir m.a.: „Þeir atþurðir sem þjóðir landa okkar þurftu að reyna sýna að okkur ber að berjast gegn stríði áður en það brýst út.“ í bréfinu er einnig rætt um nauðsyn gagnkvæms trausts og skilnings milli þjóða og að allar þjóðir leggi sig fram um að stöðva vopnakapphlaupið og koma í veg fyrir hervæðingu geimsins. „Sovétríkin eru tilbúin til að vinna með Bretum...fyrrver- andi bandamönnum sínum í baráttunni gegn Hitler... í því skyni að ná þessum göfugu markmiðum." Thatcher sagði í stuttu svari sínu: „Reynsla síðastliðinna 40 ára sýnir mikilvægi þess að við vinnum af þolinmæði og raunsæi að betri skilningi og samvinnu milli landa okkar og þjóðanna tveggja og að við viðurkennum gagnkvæma löngun okkar til ör- yggis og friðar."

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.