NT - 12.05.1985, Blaðsíða 14

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 14
Sunnudagur12 maí1985 14 ■ Hafa Norðmenn náð sér niður eftir síðustu helgi, spyrja eflausteinhverjir. Því er eiginlega fljótsvarað. Peir sem fengu Bobby-sjokkið hafaekki alveg jafnað sig. Núert.d. búiðað gefa Oslo nýtt nafn “Bobbyborg“ og á kredet-síðuna í bókhaldi ríkisstjórnarinnar stendur nú „Bobbysocks“. Nýjasti útflutningurinn frá Noregi verður því dúettinn Hanne Krogh (29) og Elísabeth Andreasson (26). Vinningslagið, La det swinge, eða „verdensmelodien“ eins og Norðmenn kalla það er dæmigert Grand Prix lag. Hresst og grípandi og ekki laust við að ABBA fjölskyldan komi upp í hugann um leið og lagið er spilað. Þeir,sem voru uppá sit.t besta fyrir 25 til 35 árum, hafa fengið eitthvað við sitt hæfi, þeir geta Höfundur verðlaunalags- ins, Rolf Lovland, hafði líka æmar ástæð- ur til að gleðj- ast raeð þeim stöllum. Svo höfðu eigendur útgáfufyrir- tækisins Ba- hama Records einnig, þvt nú þegar rignir yfir þá pöntunum og tilboðum. menn hafa undanfarin ár mátt þakka fyrir að fá tveggja stafa tölu í heildarútslitum. Jan Teigen t.d. hefurtvívegis verið fulltrúi Noregs í Grand Prix og fékk 0 stig.í fyrra skiptið og I stig í það seinna. Nú er öldin önnur og margir halda að Bítla- plöturnar megi fara að vara sig. Grand Prix keppnin sé nefnilega toppurinn í dag og eins gott fyrir SAS að fjölga ferðunum til „Bobbyborgar" höfuðstöðva tónlistarlífsins. Fyrstu vlðbrögð Þeir sem þorðu að fylgjast með keppninni ætluðu óðir að verða þegar talan 123 birtist á skjánum (rétt eftir að Lill Lindfors missti pilsið niður um sig). Pað var þá staðreynd. Noregur hafði unnið Grand Prix. Nú varð allt leyfilegt nema að keyra hálfur. Fólk þeysti í miðborgina um nótt- ina, fólkáöllum aldri.faðmaði og kyssti næsta mann. Ráfaði um og raulaði „laa de'swiii- inng, laa de'rokk'n ról". Allir voru vinir, svo glaðir og ham- ingjusamir. „Við unnum, við unnum, við unnum" fólk kom hlaupandi út af diskótekunum, platan var kannski ekki til á staðnum og svo kom upp inni- lokunarkennd, sigurinn var svo stór. Fólk varð að vera úti, undir berurn himni, og fagna með fjöldanum. Þótt svo að skemmtistaðirnir byðu uppá frítt kampavín. Nú skipti ekki lengur þótt sumir staðirnir héngu á barmi gjaldþrots, allt var frítt þessa nótt. swingað. Dómararnir frá Kýpur, Tyrklandi og Portúgal gáfu La det swinge ekkert stig, þeir hafa sennilega skilið fremur lítið í norskunni. Nei, nei, textinn er nefnilega innihaldslaus en það virðist ekki gera neitt til í Grand Prix. Viðburðurinn er allavega brotið blað í norskri tónlistarsögu. vjianu I rix- hámarkiö Grand Prix keppnin hefi hingað til ekki verið hátt skri uð sem menningarlegt fyrii bæri hér í Noregi. End kannski ekki skrítið því Norð Nafn: Elisabeth Andre asson Fædd: 28. mars 1958 hrútur. Starf: listamaður. Hjúskaparstaða: kærasti, átti einn í 3 ár. Hætti. Meira um einkalífið: „Móðir“ tveggja katta sem heita Minus og Nallou. Norskur ríkis- borgari en fædd og upp- alin í Gautaborg. Hæð á sokkaleistum: 160 cm. Heimilisfang: Miðborg Stokkhólms. Þyngd: leyndarmái. Skónúmer: 38. Nafn: Hanne Krogh Fædd: 24. janúar 1956, vatnsberi Starf: iistamður. Hjúskaparstaða: Gift Tryggve Sunby, blaða- manni á Verdens Gang. Meira um einkalífið: Hún og Tryggve eiga saman einn strák, Sverre 31/2 árs. Hæð á sokkaleistum 160,5 Heimilisfang: Vestur- Oslo (Swing street) Þyngd: leyndarmál. Skónúmer: 37.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.