NT - 12.05.1985, Blaðsíða 2

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 2
Sunnudagur 12.maí 1985 2 Kvikmyndahátíð Listahátíðar ■ Kvikmyndahátíð Lista- hátíðar fer fram dagana 18-28 maí. Og að þessu sinni verða myndirnar sýndar í Austur- bæjarbíói. Sýndar verða 29 myndir frá 16 þjóðlöndum og því kennir margra grasa í vali undirbúnings nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum Hrafns Gunnlaugssonar, var leitast við að hafa sem mesta breidd í myndavalinu, en ekki endilega að þær væru allar spánnýjar. Hrafn taldi að kvik- myndahátíðin hefði þegar sannað gildi sitt, þó ekki væri nema í því að hún hefði haft áhrif á val kvikmyndahúsanna á myndum enda væri úrvaliö, sem nú er boðið upp á, allt annað en það var fyrir tíu árum. Þrátt fyrir aukið úrval og framboð á kvikmyndum á íslandi bæði í kvikmyndahús- unum og á videoleigunum, væri þaðfjöldinn alluraf meist- arastykkjum sem aldrei hafi komið fyrir augu íslenskra áhorfanda. Pað væru fyrst og fremst þessar myndir, sem reynt hafi veriö að ná á kvik- myndahátíðina. Frá því að fyrsta kvikmynda- hátíðin var haldin árið 1978, hefur aðsóknin verið nokkuð breytileg eða frá 15-22 þúsund manns. Til þess að endar nái saman í ár þurfa um 16 þúsund áhorfendur að sækja hátíðina, en áætlað er að kostnaðurinn af hcnni muni nema um 1,6 milljón króna. Rétt er að taka fram að kvikmyndahátíðin nýtur sérstakra hlunninda varðandi ýmis gjöld, og mun t.d. Norræna húsið og Menn- ingarstofnum Bandaríkjanna standa straum af ýmsum kostn- aði sem tengist þeim löndum sem þessar stofnanir eru fulltrú ar fyrir. Fjórir merkir gestir munu koma hingað í boði hátíðarinn- ar. Við opnun hátíðarinnar á laugardaginn kemur, verður sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren, en þá verður sýnd barnamynd „Ronja Rövars- dotter" eða „Ronja ræningja- dóttir" sem gerð er eftir sögu hennar. Astrid Lindgren er íslendingum að góðu kunn af sögunum af Línu Langsokk, Emil í Kattholti og fleiri. Einnig mun á föstudaginn koma hingað þýski leikstjór- inn Hark Bohm, en hann þekkja margir betur sem leikara, enda munu þær vera fáar Fassbinder myndirnar þar sem honum bregður ekki fyrir. Mynd Bohm, sem hér verður sýnd, fjallar um atburð sem gerðist í þýskum dómsal árið 1982, en þá skaut kona nokkur morðingja dóttur sinnar. Mesti hluti myndarinnar fjallar um aðdragandann að þessum at- burði og þær tilfinningar og ástríður sem til hans leiddu og ■ Úr mynd Hark Bohm, „Keine Zeit fúr Tránen“ eða Eigi skal gráta. þykir Bohm hafa tekist vel til með þetta erfiða verkefni. Þriðji gestur hátíðarinnar verður bandaríski kvikmynda- gagnrýnandinn og prófessor- inn Gerald Perry. Hann mun flytja tvo fyrirlesta hér, annan á vegum Listahátíðar og hinn á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Listahátíðar fyrirlesturinn mun fjalla um. „the independent cinema" eða kvikmyndagerð utan stóru fyrirtækjanna, kvikmyndaris- anna. Hinn fyrirlesturinn verð- ur um „vestrann", og verða nokkrir þekktir vestrar, sem hann velur, sýndir af því tilefni. Fjórði og síðasti gesturinn er enginn annar en leikstjórinn og gagnrýnandinn Jean-Luc Godard, en hann mun koma um hvítasunnuhelgina. Mynd hans „Je vous salue María“ eða Ég heilsa þér María, hefur vakið miklar deilur í hinum kaþólska heimi. Flestum eru í fersku rninni vangavcltur ka- þólska biskupsins hér á landi, um hvaða afstöðu ætti að taka til sýninga myndarinnar. Go- dard mun koma hingað beint frá hinni frægu kvikmynda- hátíð í Cannes, þar seni liann B „La notte di San Lorenzo“, eða nóttin í San Lor- enzo.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.