NT - 12.05.1985, Blaðsíða 11

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 11
 rn r Sunnudagur 12.maí 1985 11 lu L skapi og þeir hætta að sjá sig sem eðlilegan hluta þess. Lausnarinnar beri því að leita í aðgerðum, sem miða að því að unglingarnir blandist á eðlilegan hátt almennri starfsemi samfélagsins, en verði ekki og finnist þeir ekki vera, fimmta hjólið undir þjóðfélagsvagninum. Ein 02 hálf millión hjá SVR í fyrrgreindri skýrslu frá sálfræði- deild skóla er meðal annars varað við því hversu viðkvæm umfjöllun á opin- berum vettvangi getur verið um mál af þessu tagi, því vel er hugsanlegt að slikt gæti virkað hvetjandi til frekari afbrota. Pó er bent á það, að ekki sé til einhlít lausn á slíku og fræðimenn greini á um þetta atriði. Þó er ekki úr vegi að víkja lítillega að kostnaðar- legu hlið veggjakrotsins. Eitt er það fyrirtæki í Reykjavík sem öðrum fremur verður fyrir barðinu á veggja- kroturum, en það er SVR. Það má heita undantekning að sjá biðskýli í Reykjavík, sem ekki hefur verið meira eða minna krotað á. Sama má segja um vagnana sjálfa. Til þess að grennslast fyrir um viðhorf og við- brögð fyrirtækisins var haft samband við Jan Jansen hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Hann tjáði okkur að í viðhald vegna veggjakrots og skemm- darverka í vögnunum sjálfum færi um það bil 1.085.000 kr. í viðgerðir á biðskýlum færi hins vegar í kringum 500.000 kr. „Þannig að þetta er um ein og hálf milljón króna sem fer bara vegna skemmdarstarfsemi," sagði Jan. „Það þarf til dæmis að mála öll biðskýlin einu sinni á ári til þess að fela krotið því yfirleitt náum við þessu ekki af öðruvísi. Við erum með tvo menn í þessu allt sumarið," sagði hann enn- fremur. Aðspurður sagði Jan að mest væri um, að notað væri túss við krotið en á nýrri skýlin sem væru úr steini væru mikið notaðir spreybrúsar. „Annars virðist þetta koma dálítið í öldum og virðist aukast talsvert á vorin þegar prófin standa yfir og í jólafríum. Eins byrjaði alda í verkfallinu hjá kennur- um sem stendur eiginlega enn. Þetta virðist vera eitíhvað eirðarleysi í krökkunum því krotið minnkar svo aftur þegar þau hafa eitthvað. fyrir stafni og dettur mikið niður á sumrin.“ Þegar við spurðum Jan hvort al- gengt væri að unglingar væru gómaðir við þessa iðju sagði hann það ekki vera. Þó kæmi það vitanlega alltaf fyrir annað slagið og venjulega væri þeim þá veitt tiltaí, en í sumum tilfellum hefði lögreglan komist í málið, einkum þegar verið væri að skemma inni í vögnunum sjálfum. í stórborgaleik? Þegar menn heyra tölur sem þessar, um hvað það kostar að lagfæra hluti sem verða fyrir barðinu á eins sak- leysislegri iðju og veggjakrot virðist vera við fyrstu sýn, er eins víst að mönnum bregði íbrún. Þóerþað sem hér hefur verið talið ekki nema örlítið brot af þeim fjármunum sem fara í súginn vegna skemmdarverka ungl- inga almennt. Kostnaðarhliðin er hér tíunduð vegna þess að oft vill það verða, að peningagildið er sá mæli- kvarði sem hvað best hristir upp í okkur. efnishyggjufólkinu. Þá fyrst er um vandamál að ræða ef það kostar peninga. Hitt vill miklu oftar gleymast að ýmis vandamál eru fyrir hendi sem kosta enga peninga og ef sálfræðingarnir hafa rétt fyrir sér í því að unglingar séu upp til hópa firrtir, þá er vissulega um vandamál að ræða. I þessu tilfelli er það vandamál sem kostar mikla peninga. Vissulega er það að mörgu leyti eftirsóknarvert að Reykjavík taki á sig stórborgarbrag, en hreinn óþarfi að hún taki allt of mikið mið af „slum“-hverfum er- lendra stórborga. B.G. SAMAVERÐ UM LAND ALLT! Ef þú býrð utan Reykjavíkur og pantar I póstkröfu einhvern af eftirtöldum vara- hlutum, greiðum við pökkunarkostnað, akstur í Reykjavík og póstburðargjald hvert á land sem er. Þannig færð þú varahlutina ásama verði og viðskiptavinir í varahlutaverslun okkar í Reykjavík. Hringdu og pantaðu og við sendum varahlutina samdægurs. Varahlutir án f lutningskostnaðar Kerti Platínur Kveikjulok Bremsuklossar Ðremsuborðar Bremsuslöngur Þurrkublöð Viftureimar Tímareimar • Loftsíur • Olíusíur • Bensínsíur Stýrisendar Spindilkúlur Stýrishöggdeyfar • Flautur • Bensíndælur • Vatnsdælur Kúplingsdiskar Kúplingslegur Kúplingspressur Aurhlífar Höggdeyf ar - aftan Höggdeyf ar - f raman VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.