NT - 12.05.1985, Blaðsíða 16
■ Á björtum vordegi er viö
hæfi að borga af þakklætisskuld
sinni, þótt í litlu sé, við alla þá
aðila sem studdu mann fyrstu
sporin, stjórnuðu þörfum
ntanns frá degi til dags og höfðu
vit fyrir manni í smáu og stóru
og komu með því í veg fyrir að
maður færi endanlega í hundana
af eintómri vangá og kærulcysi.
í það minnsta að framlengja
hana óbrcytta í nokkra ntánuði
og borga sína refsivexti, eins og
siðuðunt manni og góðum
þjóðfélagsþegn særnir.
Ég minnist þess að móðir mín
bað mig að fara varlega þegar
litlu fæturnir mínir töltu með
mig útí móaeða niðri mýri, því
þar voru mógrafir og skammt
undan hin klettóttaströnd. Þess
hinssama bað tengdamóðir mín
ntér til handa (og fóta) þegar ég
skundaöi í vinnuna til að
brauðfæða fjölskylduná og láta
samfélagið njóta góðs af atorku
minni. Síðan hef ég alltaf farið
varlega, eins og þeir gjörla vita
sem þekkja mig gerst.
Ekki vil ég með þessum
orðum vanmeta
föðurhlutverkið, því í lífinu er
ekki alltaf lygn sjór. Það er
ómetanlegt að hafa æðri forsjá
í skutnum, sem segir manni
hvenær skal venda fleyinu á
stjórnborða og hvcnær á
bakborða, og hvenær skal setja
á fullt stím, áfram eða
afturábak.
Og þegar minnst er á
föðurhlutverkið kemur sjálft
löggjafarvaldið
óhjákvæmilega í hugann, sem
segir manni hvar skal standa,
hvar skal sitja, hvar skal ganga,
hvar skal skríða og hvar skal
hlaupa. Svo maður minnist
ekki á alla þá góðu menn sem
benda manni á hvað sé
eftirsóknarvert og hvað ber að
forðast, hvað sé af hinu góða
og hvað af hinu illa. Að selja
ekki áfengt öl á íslandi er
vissulega dæmi um þann aga
sem við bcitum okkur sjálf og
að skikka svokallaða
„sjálfráða“ menn til að híma í
margföldum biðröðum - eða
öllu heldur að þjappa þeim
saman í einn iðrandi hóp í þar
til gerðum örfáu verslunum,
hafi þeir í hyggju að fá sér
borðvín með steikinni, er líka
einkar vel tilfundið — því þarna
gefst mönnum gott tækifæri til
að gera upp líf sitt og
gaumgæfa hvort þeir hafi
gengið til góðs götuna fram
eftir veg.
Ég er í hópi þeirra manna
sem vilja byrgja brunninn áður
en barnið dettur oní hann og
þessvegna að gera öðrum sem
erfiðast að detta í það. Ég vil
fyrirbyggjandi aðgerðir.
Kenna mönnum með
reglugerð að hugsa rétt og haga
sér vel og leggja af ósiði, sem
geta haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar, jafnt fyrir
einstaklinginn sem þjóðfélagið
í heild. Égvil látabanna (með
lagasetningu) drykkju áfengra
drykkja og stöðva innflutning
á alkóhóli. Aðgerðum þessum
mætti fylgja úr hlaði með því
að hafa drukkinn mann til sýnis
í hádeginu dag hvern á
Lækjartorgi og ennfremur í
dagskrárlok í sjónvarpinu (því
gæti fylgt skemmtileg
getraunakeppni: hver er
maðurinn?). Ég vil láta banna
reykingar og að sett verði lög
um mataræði (banna saltkjöt
og hangikjöt) og
líkamsæfingar, eða verðum
við skattgreiðendur ekki að
bera sjúkrahúskostnað af
drykkjumönnum,
reykingamönnum, átvöglum
með kransæðastíflu ogyfirleitt
mönnum sem ekki nenna að
stunda líkamsrækt?
Auðvitað reynum við hinir
að sýna gott fordæmi og er það
mikilvægt. Foreldrar verða að
ástunda heilbrigt og fagurt
líferni, enda eiga feður og
mæður ekki smáa
þakklætisskuld inni hjá okkur
hinum, sem farnast hefur vel í
lífsins ólgusjó. Þó verður að
fara með vissri gát, því allt
hefursinn kvóta. Égþekkit.d.
ákaflega vandaðann mann sem
barði konuna sína þegar hún
sagði þúsund þakkir, þegar
hann hellti úr ruslafötunni fyrir
hana, því kvótinn fylltist með
níuhundruðnítugustuogníundu
þökkinni. En ég þekki líka
annan mann sem hefur
takmarkalausa umhyggju fyrir
sextugri dóttur sinni og hefur
forðað henni frá því að lenda í
klónum á óvönduðum
karlpeningi með ósiðlegar og
óheilbrigðar „þarfir“. síðast
þegar ég vissi var hann að
hjálpa henni að velja sér
verðugan maka, sem væri á
svipuðum aldri og hann sjálfur
og að öðru leyti sem allra
líkastur. Sú kona getur verið
áhyggjulaus, með slíkan föður
sér við hlið.
Gleðilegt sumar!
Ad byrgja brunninn
Oddur Björnsson
[
Voru lán
lögleg hér
áður fyrr?
Hr. Jóhann Pét.ur!
Spurning mín varðar verð-
tryggingarmál. Eins og þú
veist er lántakendum gert
að borga hin verðtryggðu
lán margíöld, öfugt við það
sem áður var, er menn
greiddu um þriðjung af
hverju láni sem þeir tóku.
Því spyr ég nú:
Hvaða refsingu fengi sá
bankastjóri sem lánaði mér
t.d. kr. hundrað þúsund
krónur, vitandiaðekkikæmu
til baka nema svo sem þrjá-
tíu þúsund.
Tilgangurinn með þessari
spurningu er sá að fá úr því
skorið hvort fyrrverandi
fyrirkomulag lánamála hafi
verið algjörlega löglegt.
Með bestu kveðju
Verðtryggður aumingi
Verðbólga
annað en
vanskil
Víst get ég svarað spurn-
ingu þinni um lögmæti gerða
bankastjóra þess sem þú
tekur sem dæmi, en það
myndi ekki á neinn hátt
skera úr um hvort fyrrver-
andi fyrirkomulag lánamála
hafi verið löglegt. Það er
nefnilega allur munurinn
hvort að verðgildi endur-
greiðslna minnkar vegna
verðbólgu eða hvort að vitað
er að sá sem lán fær muni
ekki endurgreiða það, nema
að litlum hluta, samkvæmt
þeim skilmálum sem um lán-
ið gilda.
1 fyrra tilvikinu er um að
ræða viðurkennda skilmála
sem gilda eins fyrir alla, sem
á annað borð fá lán. 1 síðara
tilvikinu er um það að ræða
að maður misnotar aðstöðu
sína til að afla öðrum manni,
einum tilteknum aðila, fjár-
hagslegs ágóða og slíkt er
refsivert, a.m.k. tel ég meiri
líkur vera fyrir því en hinu
gagnstæða. Um slíkt er þó
ekki hægt að dæma til fulln-
ustu nema að hafa mun ná-
kvæmari lýsingu á öllum
málsatvikum og aðstæðum.
Þó svo að hægt væri að
skrifa langa greina um galla
og kosti fyrrverandi lánafyr-
irkomulags, tel ég rétt að
láta það eiga sig hér þar sem
þar er öllu fremur um sið-
fræði en lögfræði að ræða. Ef
hins vegar bankastjórinn
þinn lendir í einhverjum erf-
iðleikum er alveg sjálfsagt
að reyna að aðstoða hann,
en þá þarf ég líka meiri og
ýtarlegri upplýsingar.
Af vinnu-
glöðum bif-
vélavirkjum
og svimandi
háum reikn-
ingum
Herra lögfræðingur
Fyrir viku síðan fór égmeð
bifreið mína á verkstæði, tii
þess að fá hana stillta og
skipt um kerti og platínur.
Ég tók það fram að það væri
þetta, sem væri aðog ætti að
laga. Ekki sagði ég neitt
frekar um ástand bifreiðar-
innar. Þegar ég svo kom til
þess að sækja bilinn höfðu
verkstæðismennirnir ekki
látið sér nægja að gera við
það sem um varbeðið, held-
ur sögðust þeir hafa skipt
um kúplingsdisk líka. Sá
gamli hafi verið orðinn ónýt-
ur og þeir gert þetta fyrir
mig til þess að ég þyrfti ekki
að bíða eftir plássi þegar
diskurinn færi. Ég hafði ekki
beðið um þetta, enda ekki í
það góðum efnum að éghafi
peninga til að borga meiri
háttar viðgerð - sem þetta
virðist hafa verið (reikning-
urinn svimandi hár). Þess
vegna neitaði ég fyrst að
borga, þó ég gæfi mig á
endanum og settu þessi út-
gjöld mig gjörsamlega á
hausinn. Nú vil ég fá ráð hjá
þér Jóhann Pétur, hvort við-
gerðarmenn geti gert
svona og i raun neytt mann
til þess að borga. Get ég
kannski fengið endur-
greiðslu?
Bílaeigandi
Ja Ijótt er
að heyra
■ Ja, ljótt er að heyra
hvernig verkstæðismennirn-
ir hafa farið með þig, þó
eflaust hafi þetta allt saman
verið ákaflega vel meint hjá
þeim. Að láta bíl á verkstæði
er eitt form verksamninga
og að sjálfsögðu er verk-
stæðismönnum óheimilt að
gera annað en beðið er um,
upp á það hljóðar verksamn-
ingurinn. Ef þeir hefðu
heimild til að skipta um
kúplingsdisk þegar beðið er
um stillingu og ný kerti þá
gæti verktaki sem væri að
byggja hús fyrir ákveðna að-
ila bara bætt við herbergjum
og sagt að þeir hafi séð að
húsið yrði hvort sem er allt
of lítið og því hefðu þeir bætt
við herbergjum. Að vísu yrði
aðstaðan ekki sú sama í
þessu dæmi en grundvallar-
hugsunin er sú sama. Svona
mál yrðu þó alltaf ansi erfið
því þegar menn setja bifreiðar
á verkstæði tilgreina menn
ekki alltaf svo nákvæmlega
hvað skal gera við, heldur
bara að gera skuli við það
sem að sé. Þú þyrftir því að
sanna að gert hafi verið við
fleira en þú beinlínis hafir
tekið fram að gera ætti við til
að geta fengið bílinn afhent-
an án þess að greiða fyrir þá
viðgerð sem þú baðst ekki
um.
Málið horfir þó nokkuð
mikið öðruvísi við nú þegar
að þú hefur greitt fyrir við-
komandi viðgerð. Það er á
allan hátt erfiðara fyrir þig
að eiga við hlutina. Til að
mynda er sönnun erfiðari
fyrir þig að þú hafir aðeins
beðið um stillingu og skipt-
ingu á kertum. Þá má einnig
hreyfa því sjónarmiði að þú
hafir samþykkt skiptinguna
á kuplíngsdiskinum með því
að greiða fyrir hana, nema
að þú hafir gert sérstakan
fyrirvara við greiðsluna að
þú áskiidir þér allan rétt til
að gera athugasemdir við
réttmæti skiptingarinnar.
Ég vona að þessi svör komi
þér að nokkru gagni. í lokin
vil ég þó benda þér á að leita
til lögfræðings FÍB, í síma
29999 kl. 15-18 mánud. og
fimmtud., sero. veitir félags-
mönnum FÍB ókeypis lög-
fræðiþjónustu. Þar sem að
hann hefur sérhæft sig í mál-
um sem þessum gæti hann
eflaust veitt þér enn frekari
upplýsingar og aðstoð.
Jóhann Pétur Sveinsson svarar
spurningum lesenda um
lögfræðileg málefni