NT - 12.05.1985, Blaðsíða 6

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 6
■ Laxveiðin verður betri en áður, sérstaklega á Norður- og Vesturlandi. Ég hef þá trú að eins og tveggja ára lax í sjó skili sér vel. Éins árs fiskurinn skilaði sér illa í fyrra og mun hann hafa dvalið einu ári lengur í sjó og mun skila sér í sumar sem ábót á stórlaxinn. Vegna hlýinda mun eins árs fiskurinn einnig skila sér vel í sumar, sem sagt, bæði sterkar stórlaxa- og smálaxagöngur. í svona góðæri eins og búið er að vera mun laxinn ganga snemma í árnar. í sambandi við laxveiðiár á Austurlandi hef ég ekki mikla trú að þær nái sér að fullu, en ég á von á hægfara aukningu. Árnar á Norðurlandi vestra gætu komið með gott skot og þó nokkur aukning á veiði verður í Borgarfirði og jafnvel á Ölfusársvæðinu, þó aðallega í Soginu. Laxveiði mun aukast þegar á heildina er litið og jafnaðar eru út sveiflur á milli ára. Sú hætta er fyrir hendi að vatns- skortur geti hamlað laxagöng- um í sumar, tímabundið, vegna snjóleysis í fjöllum, en laxinn mun ganga fyrr eða síðar. Einnig gæti veiðin orðið misskiptari á milli tímabila tengt rigningunni. ■ Gulli með nýveidda 18 punda hrygnu úr Víðidalsá. Ef þetta sumar bregst þá er eitthvað stórkostlegt að. Laxinn gcngur snemma ef vorar sem horfir. Eina sem ég er hræddur við er snjóleysið sem fer að hafa veruleg áhrif á árnar um miðjan júlí, en laxinn kemur, það er bara spurning hvort hann veiðist. Allar ár á landinu eiga eftir að bæta veru- lega við sig í sumar, nema ef vera skyldi austfjarðarárnar. Ég á enga skýringu á hrakandi veiði þar. Þar er eitthvað mikið að, Færeyingar hljóta að eiga sinn þátt í því. Og þó er möguleiki að minna æti og minni hiti bæði í ám og sjó hafi sitt að segja. Ég hef ekki trú á því að laxveiði hér á landi sé á undan- haldi. Sumarið 1985 skerþó úr um það. Kristján Kristjánsson ■ Ásgeir með vænan lax úr Soginu. Ásgeir Erlendsson: „Sterkar stórlaxa- og smálaxagöngur“ ■ K.K. við eftirlætisiðju sína; fluguhnýtingar. Sunnudagur 12,maí 1985 ■ Eins og nú horfír við þessa dagana eru ennþá fleiri sem taka sér flugustöng í hönd, einhendu eða tvíhendu, og veiða eingöngu með flugu. Svo eru aðrir sem bæta fluguveið- inni við aðrar veiðiaðferðir, sem þeir hafa tileinkað sér, og er það vel. Áð veiðimenn hnýti sínar eigin flugur hefur aukist alveg ótrúlega og er það ekki aðeins hér á landi, heldur á Norður- löndunum, og Evrópu allri og Ameríku. Fyrir nokkru tóku Ameríku- menn sig til og settu af stað könnun um fluguhnýtingarþar í landi. Út úr þeirri könnum kom, hvorki meira né rninna en sú staðreynd, að aukning í flugunhýtingum hafði þá orðið tvö síðustu árin 300%, - þrjú hundruð prósent! Að fá'ann á flugu, sem veiði- maðurinn hefur sjálfur hnýtt, gefur veiðimanninum betri til- finningu fyrir veiðinni og aukið sjálfstraust. Vatn í ánum hér sunnan- ■ K.K. með góðan feng úr Selá. Guðlaugur Bergmann: „Laxveiðin ekki á undanhaldi“ ■ Ég spái mikilli laxveiði í sumar, bæði af stórlaxi og smálaxi. Fyrravor var mjög gott og þá hafa sjógönguseiði skilað sér vel niður til sjávar og koma nú í sumar sem öflugar smálaxagöngur. Smálaxinn skilaði sér mjög illa í fyrrasum- ar, og það litla sem veiddist af honurn voru óttalegir rindlar, þetta 11/2-3 pund. Mín skoðun er sú að smálaxinn sem ekki skilaði sér í fyrra sé enn í sjónum, hann hefur bara alls ekki náð þeim þroska sem skyldi til að ganga upp í árnar vegna sjávarkulda. Þessa skoð- un staðfesta þessir örsmáu lax- ar sem fengust í fyrra, þeir hafa verið svo harðsvíraðir að láta sig vaða í árnar þótt þeir hafi ekki verið kornnir í stærð. Megnið af laxinum varð eftir í sjónum og hann mun skila sér í sumar sem extra bónus á stór- laxinn. Allar aðstæður eru fyrir hendi að lax skili sér í sumar. lands verður trúlega í minna lagi í sumar, þar sem lítið var um snjókomu í vetur, en það útaffyrirsig ætti ekki að hafa mikil áhrif fyrr en næsta sumar. Hitastigið í sjónum er okkur í hag, svo það verður, að öllum líkindum, mikil smálaxagen í árnar í sumar. Árnar á Norðausturlai eiga eftir að taka við sér, fara batnandi næsta sumar. Ég spái metveiði á flu þetta árið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.