NT - 12.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 4
m Ámi Baldursson: Sunnudagur12jnaí1985 Laxveiðis sumarið 198 ■ Norðurá ár dalað svona óskaplega og mega veiðimenn eiga von á því að þessar ár eigi eftir að kom- ast á toppinn aftur? Svar: Ár á Norð-austur horninu, sérstaklega Vopnafjarðarárn- ar, sem mest hafa verið rann- sakaðar, fara væntanlega upp á við í laxveiði næstu 2-3 ár, svo framarlega sem ekkert óvænt kemur upp á. Hvort þær ná toppi eins og 1977 og 1978 er ógjörningur að spá um. Ástæður fyrir lélegum laxa- göngum í ám á Norður- og Austurlandi eru sjálfsagt samspil margra þátta. Slæmt árferði undanfarin ár, t.d. 1979 og 1981-1983 á hér eflaust stærstan þátt. Klakárgangar eru mjög misstórir, t.d. eru klakárgangar frá 1979 og 1983 litlir í samanburði við t.d. 1980 árganginn. Inn í þetta dæmi kemur einnig til flókið samspil fæðuskilyrða og seiðaástands eins og áður hefur verið bent á. Svo virðist sem óhagstætt tíðarfar einkum að vori geti skapað slíka flöskuhálsa í seiðaþroska í kaldari ánum að stærð hrygningarstofna skipti óverulegu máli, a.m.k. niður í ákveðið lágmark. Pannig gaf tiltölulega lítill hrygningar- stofn haustið 1979 af sér meira af seiðum í hagstæðu árferði sumarið 1980 heldur en stór hrygningarstofn 1978 í óhag- stæðu árferði sumarið 1979. Velgengni 1980 árgangsins í kaldari ánum kemur einnig til vegna minni samkeppni frá öðrum árgöngum. Sp.: 6. Nú hafa margar af okkar bestu laxveiðiám verið í lægð undanfarin 4 ár. Er það ekki oft þannig að eftir slíkar lægðir koma toppár í ánum? Gætum við hugsanlega átt von á sliku toppári í sumar eða næsta sumar? Svar: Sveiflur í laxagengd hafa alltaf verið og eru óhjákvæmi- legar og eðlilegar. Slíkar stofn- stærðarsveiflur koma fyrir hjá flestum villtum dýrastofnum. Það er því ljóst að það kemur ■ Hvað mun komandi sumar bera í skauti sér fyrir laxveiðimenn? Mun laxagengd taka stökk og allar ár fyllast af laxi, eða er laxagengd á íslandi yfirleitt á undanhaldi? Verður þetta stórlaxasumar eða mun uppistaðan í laxinum verða smálax? Hvað er að gerast í austfirskum laxveiði ám, eru þær liðnar undir lok sem laxveiðiár? Þessar spurningar og margar aðrar hafa vafalaust brunnið á vörum margra laxveiðimanna í vetur. Það lá beint við að fá fræðilegar upplýsingar hjá hæfum mönnum á Veiðimálastofnun. Svöruðu þeir spurningum NT góðfúslega. Einnig voru nokkrir af okkar vöskustu veiðimönnum beðnir um að spá í sumarið ’85. Gaman verður síðan að sjá í haust hverjir hafa komist næst því að spá rétt. Þá gefum við fiskifræðingunum á Veiðimálastofnuninni orðið, þar sem þeir svara nokkrum spurningum NT. Inngangur Á íslandi hafa miklar sveifl- ur verið í laxveiði á undanförn- um árum. Síðast var toppur í laxveiði 1978, sem raunar var metlaxaveiðiár í flestum ám landsins. Síðan þá hefur veru- lega dregið úr laxveiði almennt. Niðursveiflan hefur verið sérstaklega áberandi á Norður- og Norð-Austurlandi. Orsakir þessarar niðursveiflu eru flóknar og margþættar. Sveiflur í stærð laxaganganna eru enn stærri en aflatölur gefa til kynna. Þeir þættir sem valda sveifl- um í stærð laxagangna eru eftirfarandi: 1. Veðurfarssveiflur hafa veruleg áhrif á lífsafkomu laxsins beint og óbeint, bæði á seiðastiginu í ánum og í hafinu. A þetta ekki síður við lax en t.d. gras- og kartöfluuppskeru. 2. Sveiflur í stærð laxagangna endurspegla flókið samspil á fæðuframboði í ánum og seiðaþéttleika, bæði heild- arseiðaþéttleika og inn- byrðis þéttleika, einstakra árganga. Hérlendis ná laxa- seiði göngustærð á 2-5 áruni. Almennt ná þau gönguþroska fyrr í hlýrri árum sunnan og suðvestan- lands en í kaldari ám á Norður- og Austurlandi. Dvalartíminn í hafinu er oftast 1-2 ár. Þannig eru í veiðinni á hverjum tíma margir árgangar. Laxaganga hvers árs er í fyrsta lagi háð fjölda göngu- seiða, sem yfirgaf árnar einu og tveimur árum áður og í öðru lagi dánartölu þeirra í hafinu. Þannig verður laxagangan sumarið 1985 háð gönguseiðafjölda áranna 1983 (skilar sér sem stórlax 1985) og 1984 (skilar sér sem smálax 1985). Gódar smá- laxagöngur í sumar Sp.:l. Hvernig verður veiði í íslenskuin laxveiðiám sumarið 1985? 2. Verða miklar eða litlar smá - laxagöngur? 3. Verða miklar eða litlar stór- laxagöngur? Svar: Almennt má búast við frem- ur litlum stórlaxagöngum. Þetta verður líklega meira áberandi á Norður- og Norð- austurlandi, þar sem mun hærra hlutfall laxagöngunnar er stórlax miðað við það sem gerist á suðvesturhorninu. Það hefur sýnt sig að sterk fylgni er milli stórlaxagöngu og smá- laxagöngu árið á undan. Sumarið 1984 voru smálaxa- göngur áberandi litlar. Ýmis- legt bendir til að tiltölulega lítið hafi gengið út af göngu- seiðum vorið 1983, má þar nefna gönguseiðaathuganir í Bugðu í Kjós. Sömuleiðis benda seiðarannsóknir víða um land til að seiðaárgangar sem mynduðu gönguseiðahóp- inn, sem fór út vorið 1983, hafi verið hlutfallslega litlir. Ekki nóg með það, heldur gengu seiðin seint til sjávar vegna þess hve seint voraði 1983. Erlendar rannsóknir benda til að þegar laxaseiði ganga seint til sjávar verði afföll í sjó mun meiri. Tímasetning göngubún- ingsmyndunar virðist því mjög mikilvæg í þessu sambandi. Svipuð atburðarás átti sér stað kalda vorið 1979, þegar mjög lítið skilaði sér af smálaxi sumarið 1980. Þá gerðu menn því skóna að kynþroska laxins hefði seinkað um eitt ár vegna stutts vaxtatímabils og hægari vaxtar og því mundi laxinn skila sér sem stórlax sumarið 1981. Það gerðist ekki þá og reiknum við því ekki með að slíkt gerist í ár. Ástæða er til að ætla að smálaxagöngur verði almennt stórar sumarið 1985 og að smálax verði aðal uppistaða laxagangnanna í flestum ám landsins. Mjög vel voraði til lands og sjávar í síðasta ári. Síðan þá hefur ástand sjávar verið gott og jafnvel enn farið batnandi sbr. rannsóknir Hafrannsókn- arstofnunar. Rannsóknir í ám á Norður- og Norðausturlandi benda til að mikið hafi gengið út af gönguseiðum vorið 1984, m.a. mestur hluti 1980 árgangsins, sem hefur verið áberandi stærsti seiðaárgangurinn í þeim ám, sem rannsakaðar hafa verið á síðustu árum. í betri laxveiðiánum á suð- vesturhorninu er seiðaástandið ■ Laxfoss í Noröurá. toppur eftir lægð, en engin föst regla er á því hvenær slíkir toppar koma. Miklar líkur eru á uppsveiflu næsta sumar, en meiri líkur eru á að toppurinn verði frekar 1986 eða jafnvel 1987. Þetta veltur þó á ytri skilyrðum næstu ár. Þetta á e.t.v. frekar við um ár á Norð- ur og Austurlandi þar sem sveiflur í umhverfisþáttum eru miklar. Veóurfar og vatnsmagn ráða miklu Sp.: 7. Hverjar má ætla að verði fimm bestu laxveiðiárnar sumarið 1985? (mesti laxa- fjöldi, miðast ekki við stanga- fjölda). Svar: Þessari spurningu er ekki unnt að svara. Líklegt er að þær ár, sem hafa verið með mestan afla áður, verði það Spjallað við fiski- fræðinga á Veiði- málastofnu tiltölulega stöðugt, þ.e. litlar sveiflur í styrkleika einstakra seiðaárganga (sbr. rannsóknir í Grímsá, Elliðaám og Bugðu). Því má búast við að litlar sveiflur séu í gönguseiðafram- leiðslunni. í afburðagóðu vori eins og var í fyrra gengu seiðin út í tiltölulega hlýjan og áturíkan sjó og því ættu afföll að vera með minnsta móti. Jafnframt má búast við að hluti seiða sem þegar hafði náð göngustærð vorið 1983 hafi ekki gengið út þá vegna seinnar vorkomu og dvalið árinu lengur og því bæst við gönguseiðahópinn vorið 1984. Allir ofangreindir þættir eiga því að stuðla að góðum smálaxagöngum sumarið 1985 og ennfremur á sami göngu- seiðahópur að gefa af sér góðar stórlaxagöngur sumarið 1986. Rétt er að geta þess að veiði þarf ekki endilega að endur- spegla stærð laxagöngu, þó oft- ast megi segja að fleiri laxar veiðist í stórum göngum. Hitt er annað mál að hlutfallsiega veiðist minna af stórum göng- um en litlum (í% talið). Þannig er æskilegt að auka veiðiálag, þegar göngur eru augljóslega stórar, t.d. með því að fella niður kvóta á stöng. Betri veiði fyrir norðan og austan Sp.: 4. Má búast við því að laxinn gangi mjög snemma í árnar? Svar: Það hefur sýnt sig gegnum tíðina, að það er fylgni milli vorkomu og tímasetningar fyrstu laxagangna. Þegar snemma vorar kemur laxinn snemma. Stórlaxinn kemur jafnan á undan smálaxinum. Of snemmt er að segja fyrir um vorkomu í ár, en ef snemma vorar kemur laxinn lika snemma. Sp.: 5. Er von á því að aust- firsku árnar eigi eftir á næstu árum að ná þeim laxafjölda sem fyrir fáum árum veiddist í þeim, t.d. Selá 19771463 laxar, niður í 229 laxa 1983, Hofsá 19781336 laxar niður í 258 laxa 1983, Sandá 1977 474 laxar niður í 47 laxa 1983, Breiðdalsá 1978 412 laxar niður í 21 lax 1983. Hvers vegna hafa þessar ■ Gljúfurá í Borgarfirði

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.