NT - 12.05.1985, Blaðsíða 17

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 17
Utvarpið vill kynhvarfa ■ Fyrr í vikunni birtist frétt í NT þar sem greint var frá því að samkyn- hneigðir íslendingar fengju ekki eðli- legan aðgang að auglýsingum í fjöl- miðlum. Meðal annars kom þar fram að Samtökunum ‘78 hefði hvað eftir annað verið neitað um að auglýsa samkomur á þeirra vegum hjá útvarp- inu. I sömu frétt var greint frá niður- lægjandi lífsreynslu vestur-íslensks pilts sem margítrekað reyndi að fá birta smáauglýsingu í einkamáladálki DV. Satt best að segja verður þetta að teljast fornaldarlegt viðhorf hjá forráðamönnum fjölmiðlanna sem hér um ræðir. Samkynhneigð, eða homofólía er staðreynd og merkir ofur einfaldlega að tveir einstaklingar af sama kyni hneigjast kynferðislega hvor til annars. Við því er akkúrat ekkert að gera. Hins vegar fer slíkt mjög fyrir hjartað á sjálfskipuðum siðferðispost- ulum, sem af vandlætingu og í krafti valdaaðstöðu hafa dæmt þetta fólk til Ijósfælni og laumulífs. Á undanförn- um árum og áratugum hefur þessi siðferðishroki þó verið á undanhaldi, samfara vaxandi menntun almenn- ings og auknum samtakamætti sam- kynhneigðra sjálfra. Þeir eru nú að koma „úr felum", eins og það hefur verið orðað. Óneitanlega kemur slíkt við kaunin á mörgum, en þess eru mýmörg dæmi að menn hafa orðið furðu lostnir þegar í ljós hefur komið hverjir það eru, sem hikandi hafa tekið skrefið inn í dagsljósið. Oftar en ekki er þetta fólk sem menn hafa umgengist í lengri eða skemmri tíma - jafnvel kunningjar - án þess að hafa haft minnstu hugmynd um að hér væri eitthvað „athugavert“ á seyði. Steríótýpurnar sem flestir ganga með í kollinum um kynhverfa eru því síður en svo viðeigandi. „Ansans vandræði, hann Siggi er bara alls ekkert hommalegur, hvernig gat maður vitað þetta.“ Atriði lík þessu sem virðast lítilfjörleg við fyrstu sýn, hafa ekki hvað síst gert það að verkum að dregið hefur úr fordómum gagnvart samkynhneigðum. Það á ekki síður við hér en annars staðar að þekking á hlutunum er versti óvinur fordóma. Það ber víst enginn á móti þvf að ástin og ýmsar hvatir sem henni fylgja eru samofnar mannlegu eðli. Hjá en ekki homma og lesbíur samkynhneigðum beinist þessi hvöt að einstaklingum af sama kyni, en hjá okkur sem erum „eðlileg" beinist hún að gagnstæðu kyni. Það er því ekkert annað en dæmalaus hroki og tvöfalt siðgæði að banna samkynhneigðum samneyti á sama tíma og aðrir eru í bullandi samlífi. Hjá okkur er það spurning um mannréttindi að fá að njóta þess sem hugur okkar stendur til - svo framarlega sem slíkt er gagnkvæmt - og hvers vegna skyldi það ekki líka vera spurning um mann- réttindi hjá samkynhneigðum. Hafa þeir fyrirgert samfélagslegum rétti sínum til mannréttinda? Vitanlega ekki, og þeir hljóta að eiga heimtingu á því að manngildi þeirra sé virt á sama hátt og annarra „minnihluta- hópa“, s.s. fatlaðra, kvenna, þel- dökkra o.fl. Erlendis þar sem jafnréttislög hafa verið sett, gilda þessi lög ekki einung- is um konur eins og hér á landi, heldur líka þeldökka, fatlaða, trúar- hópa o.fl. Þar hefur jafnframt verið mikil umræða um að bæta við þessa upptalningu samkynhneigðum, sem sýnir glöggt að réttindi þeirra eru talin til mannréttinda. Ástæðan fyrir því að lög sem þessi eru sett er sú að stjórnarskrár tryggja ekki á fullnægj- andi hátt rétt þessara hópa. En víkjum aftur að ofangreindu auglýsingamáli. Það er ljóst að skiln- ingur manna á vandamálum samkyn- hneigðra fer vaxandi en þó virðast fordómarenn vera útbreiddir. Spurn- ingin hlýtur því að vera hvort forráða- menn útvarpsins eru svona fordóma- fullir eða hvort um er að ræða ein- hverja aðra skýringu. Vandamálið í öllum sínum „mikilfengleik", snýst um notkun tveggja sakleysislegra orða: hommi og lesbía. Að því er virðist eru þetta svo Ijót orð og útlensk, að það má ekki lesa þau í útvarpinu. Hins vegar er það og hefur verið „prinsipp“-mál hjá samkyn- hneigðum að nota þessi orð, vegna þess að önnur orð sem vinsæl hafa orðið fela í sér ákveðinn gildisdóm. Kynvillingur og kynhverfur eru orð af þessu tagi, þeim fylgir neikvæð merking. Útvarpið hins vegar sér ekkert athugavert við þessi orð og segist vera tilbúið til að nota þau í auglýsingum. Hin upplýsta og hlut- læga stofnun, er með öðrum orðum ekki að amast við hommum og let.bí- um sem slíkum, heldur aðeins því að nota orð sem ekki eru íslenska - orðin hommi og lesbía. Ekki virðist það skipta höfuðmáli þó bæði orðin falli vel að íslensku beygingakerfi og séu notuð í daglegu tali og hafi verið notuð í áratugi. Ekki virðist það heldur vera ströng stefna að afneita íslenskum orðum af erlendum rótum þegar um er að ræða önnur málefni. Eða ættum við ekki að banna orð eins og „popp“ sem vissulega er útlent orðskrípi sem komið hefur í stað hins góða og gegna orðs dægurlagatónlist. Það virðist ekki nokkur vafi á að málhreinsunarstefnan hjá ríkisút- varpinu fer í nokkuð manngreining- arálit. Ætli eimi eftir af fordómunum hjá stofnuninni og skilyrði af þessu tagi sett, gagngert til þess að draga úr ásókn samkynhneigðra í útvarpsaug- lýsingar? Sannarlega virðist það eina raunhæfa skýringin. DV málið er nokkuð annars eðlis þar sem ekki er um ríkisfjölmiðil að ræða, enda reyna þeir ekki að leyna því að þar sé farið í manngreiningará- lit. Tvöfalda siðgæðið opinberast þó sérstaklega vel í einkamáladálkun- um, því ekki er amast við því að karlmenn auglýsi eftir konum og bjóði þeim það sem oft er kallað „fjárhagslegt öryggi“. Margir myndu kalla þetta vændi undir rós. Vestur-ís- lendingurinn ungi, fékk hins vegar ekki sínar auglýsingar birtar, því þar var ungur maður að auglýsa eftir kynnum við annan ungan mann. Það má kannski upplýsa það í lokin að þessi piltur hefur síðan náð sambandi við mann sem hefur áhuga á nánari kynnum og bréfaskiptin fóru í gegn- um ritstjórn NT. B.G. Sunnudagur 12 maí 1985 1 7 Áburðardreifarar Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segir: Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi). Öflugur hrærari í botni. Hverjum dreifara fylgir reiknistokkur til nákvæmra utreikninga á áburöarmagni pr. ha. ’Hleðsluhæð er ótrúlega lág, aðeins 90-100 cm. Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við áburðinn eru úr ryðfríu efni. Verð: PS 302 300 lítra kr. 19.000,- PS 602 600 lítra kr. 32.650.- PS 802 800 lítra kr. 35.650.- Hafíð samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur VICON kastdreifara fyrir vorið. G/obusf LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 Þessi bíll er til sölu og TOYOTA HIGHLUX diesel ’83 yfirbyggður bíll í mjög góðu standi. Ekinn 75 þús. km. Verð 620-640 þús. Upplýsingar hjáToyota umboðinu eða í síma 44847.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.