NT - 12.05.1985, Blaðsíða 7

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 7
IIX Þórarinn Sigþórsson: „Ekki búast við stökkbreytingu“ ■ Pað er vissulega vanda- verk, að ætla sér að spá fyrir um laxagengd og laxveiði al- mennt í næstu framtíð. Ekki má heldur gera of miklar kröf- ur til spádóma okkar óbreyttra, þegar haft er í huga, að fiskifræðingar hafa átt fullt í fangi með að láta spádóma sína í þessum efnum rætast undanfarin ár. Hafa þeir raun- ar oftar brugðist'en liitt. En svo við snúum okkur að efninu, þá má fastlega gera ráð fyrir, að laxveiði giæðist eitt- hvað þegar næsta sumar. Hún hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár, svo sem allir vita, einkum þó í fyrra og hitteðfyrra. Ef litið er fyrst til stórlaxins, vaknar sú spurning hvort hann muni yfirleitt skila sér í sumar. í fyrrasumar gekk því sem næst enginn smálax. Síðari hluta veiðitímans veidd- ust þó örfáir smátittir, þetta 1-2 pund. Það vekur aftur vonir um að umræddur árgang- ur hafi ekki farist, þótt hans yrði vart í svo litlum mæli síðastliðið sumar. Skýringin kann að vera sú, að þessi fiskur hafi ekki náð því að verða kynþroska vegna óhagstæðra skilyrða í hafi 1984 og skili sér því ekki fyrr en í sumar. Gangi þetta eftir, veltur allt á því hvernig þessum fiski reiðir af í sjónum í vetur og hvort hann skilar sér að einhverju marki, og þá sem stórlax. Má ætla, að það verði einhver reytingur af stórlaxi í sumar, og þá helst í ánum hér sunnanlands. Varðandi smálaxinn má vænta þess, a honum fjölgi eitthvað miðað við það sem var síðastliðið sumar. Skilyrð- in í sjónum hafa vCrið honum hagstæð í vetur. Þó má ekki vænta of mikils, því ég tel að aðstæður í ánum hafi ekki verið að sama skapi hagstæðar. Að mínu mati má helst búast við þokkalegri smálaxagengd í ánum á Suður- og Suðvestur- landi og jafnvel á Norðvest- urlandi. Má gera ráð fyrir, að veiði glæðist í þessum ám, þótt ekki komi hún til með að jafnast neitt á við metárin 1976-1978. Fyrr á ferðinni? Auk þess sem fram hefur komið hér að ofan, má með hæfilegri bjartsýni ætla, að lax- inn gangi fyrr í árnar nú, en hann hefur gert undanfarin vor (í fyrra gekk laxinn að vísu snemma). Þessu til stuðnings má enn vísa til sjávarskilyrða í vetur, sem verið hafa afar hagstæð, bæði hvað snertir æti og sjávarhita. Sunnudagur 12.maí 1985 ■ Sá stærsti úr Laxá í Dölum síðastliðið sumar. Þórarinn hampar 22 punda laxi. Einkum ntá vænta þess, að stórlaxinn sýni sig fyrr nú en oft áður, þá af ofangreindum ástæðum. Það er alkunna, að árnar á Austurlandi hafa verið í mikilli lægð undanfarin ár. Eðlilega velta menn því nú fyrir sér, hvort þeim eigi enn eftir að hraka á komandi sumri. Trú mín er sú, að árnar taki að rétta við á ný þegar næsta suntar. Ekki megi þó búat við stökkbreytingu til liins betra, heldur aukist fiskgengd í þær hægtogsígandi. Þaðereinkum tvennt, sem orsakað hefur þessa ördeyðu í ánum austan- lands. Hið fyrra er að þær hafa verið mjög kaldar undanfarið. Síðara atriðið, sem vegur kannski ekki rninna, er lax- veiði í sjó. Það liggur Ijóst fyrir að árnar gefa aldrei svo sem Þórarinn landar laxi í Elliðaánum. þær gerðu á metárunum áður, meðan Færeyingar stunda þessar veiðar að því marki sem þeir nú tíðka. Við skulum þó hafa í huga að þeir eiga ekki einir alla sök, þótt djarftækir séu. Afkastamikil togskip ann- arra þjóða taka einnig sinn toll. Því má alltaf búast við meiri afföllum á laxi nú, heldur en voru á gullaldarárunum. Áhrlf veduífars Ekki þarf að fjölyrða um þær þrjár ár, sem verið hafa efstar á blaði hvað aflamagn snertir hin síðari ár. Laxá á Ásum hafði vinninginn síðast- liðið sumar, sé miðað við veidda laxa pr. stöng. Síðan komu Elliðaárnar og Laxá í Kjós, en þar veiddust flestir laxar, miðað við heildarveiði. Veiðin í Þverá brást hins vegar. Ekki ætti að koma á óvart þótt þessi röð verði óbreytt næsta sumar. Þá er ekki ólíklegt að Laxá á Ásum bæti sig, og að búast megi við aukinni smálaxagengd í hana næsta sumar. Veðurfar er vitaskuld stór þáttur, þegar reynt er að skyggnast inn í framtíð lax- veiðinnar. Þannig gerði hæfi- leg úrkoma síðastliðið sumar það að verkum að meira veidd- ist í ánum en efni stóðu til, þegarlaxamagnerhaft íhuga. Veturinn sem nú er að kveðja hefur verið með ein- dæmum snjóléttur. Korni lang- varandi þurrkar að honum liðnum, þarfekki að hafa mörg orð um veiðispár í þeim ís- lensku ám, sem vatnslitlar eru og viðkvæmar fyrir þurrkum. w FAÐU ÞER LJUFFENGA MALTIÐ Við einir seljurn Kentucky Fried Chicken Pú kemur á bílnum að lúgunni ogfœrð kjúklinginn með þér í hentugum umbúðum. - Eða þú kemur inn og annaðhvort borðar hann á staðnum í notalegu umhverfi, eða tekur hann með þér heim. v VERIÐ VELKOMIN Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 15, Hafnarfirði - Sími 50828 (lnnakstur frá Keflavíkurvegi) Opið kl. 11.00-23.30

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.