NT - 12.05.1985, Blaðsíða 23
Þegar Hitler frétti um þetta krafðist
hann að strax yrði gripið til gagnað-
gerða, en var þá sagt að ekkert lið
væri tiltækt, - nema fimm flugvélar,
sem nýlega hafði verið gert við í
skriðdrekabúðum hundrað mílum frá
vettvangi. Leiðin var því opin.
Nú hafði Montgomery lokið undir-
búningi sínum fyrir sóknina yfir fljót-
ið í grennd við Wesel. Hér hafði hann
stefnt saman tuttugu og fimm deild-
um, eftir að 250 þúsund tonnum af
sprengiefni hafði verið hlaðið upp í
gryfjum á vesturbakkanum. Það
þrjátíu rnílna svæði sem hann hugðist
sækja yfir á var ekki varið nema af
fimm iíla búnum þýskum deildum.
Kvöldið 23. mars var árásin gerð að
lokinni ógurlegri stórskotahríð, þar
sem beitt var 3000 byssum og fjölda
sprengjuflugvéla, sem flugu í hrinum
yfir stöðvar Þjóðverja. Forystusveitir
héldu nú yfir fljótið á flotskriðdrekum
°g bjuggust um á austurbakkanum.
Mótspyrna var lítil. í dagrenningu
var tveimur fallhlífarsveitum varpað
niður til þess að auðvelda framsókn-
ina, meðan brýr voru smíðaðar af
kappi yfir Rín. Sem dæmi um það hve
viðnámið var lítið má nefna það að úr
9. hernum, sem var helmingur liðsins,
féllu aðeins 40 menn. Mannfall Breta
var líka óverulegt, en hörð andspyrna
var aðeins veitt í þorpinu Rees, þar
sem fallhlífasveit hélt velli í þrjá daga.
Hinn 28. mars höfðu Bandamenn
náð yfirráðum á 30 mílna svæði. En
Montgomery, sem enn taldi ástæðu
til að óttast varnir Þjóðverja, heimil-
aði ekki allsherjarframsókn fyrr en
hinn hafði dregið saman tuttugu her-
deildir og 1500 skriðdreka.
Þegar árásin loks hófst urðu helstu
hindranirnar rústir og skran, sem
voru afleiðing stórkostlegra loftárása.
Var það enda mesta kappsmál Þjóð-
verja, jafnt almennings sem hers, að
Bandamenn mættu komast sem lengst
austur á bóginn. Þannig mundu þeir
hernema landsvði sem annars væri
hætta á að kæmist undir Rússa. Fáir
fylgdu fyrirskipun Hitlers um „sviðna
jörð“.
Skömmu áður en orrustan um Rín
hófst hafði Hitler gefið út skipun um
að barist skyldi án þess að taka neitt
tillit til þýskra íbúa á bardagasvæðun-
um. 'Sveitunum var skipað að eyði-
leggja allar verksmiðjur, helstu raf-
Sunnudagur 12.maí 1985 23
orkuver, vatnsból og annað, svo
Bandamenn færu um algjöra eyði-
mörk.
Ráðherra hergagnaframleiðslu,
Albert Speer, andmælti þessu þegar.
en Hitler sagði: „Sé stríðið tapað,
mun þýska þjóðin einnig tortímast.
Því er engin þörft á að reikna með
neinu þjóðinni til framfærslu og
viðhalds.“
Þetta varð til þess að Speer rauf
tryggð við foringja sinn. Hann hrað-
aði sér til vígstöðvanna og átti ekki í
erfiðleikum með að fá foringjana til
þess að virða skipan Hitlers að vett-
ugi.
Þegar nær endalokunum dró laðað-
ist Hitler æ meir að ýmsum draumór-
um og trúði að eitthvert kraftaverk
mundi leiða Þjóðverja út úrógöngun-
um. Hann las rit Friðriks mikla, sem
bjargaðist á síðustu stundu er Katrín
mikla, Rússadrottning, lést. Þá voru
herir hans að niðurlotum komnir.
Hitler las og stjörnuspár, sem sagt
höfðu að mikil áföll í apríl yrðu bætt
með gæfusamlegum hætti og friði í
ágúst.
Á miðnætti hinn 12. apríl bárust
fréttirnar um lát Roosevelts. Vonuð-
ust þeir Hitler og Göbbels eftir því að
þetta táknaði að bandalag Breta og
Bandaríkjamanna myndi rofna og
saminn yrði friður.
En þessar vonir rættust ekki og
hálfum mánuði síðar framdi Hitler
sjálfsmorð ásamt ástkonu sinni.
Snemma í mars hafði Zhukov tekist
að búa vel um sig á bökkum Oder, en
honum heppnaðist ekki að brjótast
fram að sinni. En sunnar hélt sóknin
áfram og um miðjan apríl héldu
Rússar inn í Vínarborg. Varnir Þjóð-
verja í vestri voru að hrynja og herir
Bandamanna sóttu fram án mikillar
fyrirstöðu. Þeir komu að Elbu, 60
mílur frá Berlín, hinn 11. apríl. Hér
var staðnæmst. Hinn 16. apríl hóf
Zhukov svo sókn ásamt Konev og
sótt var yfir Neisse.
Að viku liðinni voru Rússar í
úthverfum Berlínar. Þann 25. apríl
hafði borgin verið umkringd og 27.
apríl mættust sveitir Rússa og Banda-
ríkjamanna við Elbu. En í Berlín
vörðust her og borgarbúar til hinsta
dags, allt þar til Hitler var allur og
uppgjöf lýst yfir.
Stríðinu í Evrópu lauk á miðnætti
hinn 8. maí. En í rauninni var það
aðeins staðfesting á endalokunum,
sem höfðu verið að þróast stig af stigi
síðustu vikurnar. Þann 2. maí var
öllum bardögum í rauninni lokið og
þrem dögum fyrr en í Þýskalandi var
lýst yfir uppgjöf ítala.
Hinn 4. maí hafði plagg sama efnis
verið undirritað á Lúneborgarheiði í
stöðvum Montgomery, jrarsem mætt-
ir voru fulltrúar þýska liðsins í Norð-
vestur-Evrópu. Þann 7. maí var ann-
að uppgjafarskjal undirritað í stöðv-
um Eisenhowers í Reims. Þar voru
einnig komnir fulltrúar Rússa, Breta
og Frakka.
í rauninni má segja að uppgjöf
Þjóðverja á Ítalíu hafi verið merkasti
viðburðurinn af þessum uppgjafar-
seremóníum. Þar undirrituðu þeir
uppgjöf meðan Hitler var enn á lífi og
var þar snúið baki við öllum hans
kröfum. Enn fremur var þarna rekið
smiðshöggið á þá baktjaldastarfsemi
sem í gangi var á þeim vígstöðum og
hafði staðið í tvo mánuði, - að fá
framgegnt séruppgjöf á þessu svæði.
Aðrir foringjar hersins höfðu verið of
nálægir yfirþyrmandi persónu Hitlers
til þess að voga sér slikt. - Þótt þeir
hefðu skrafað um það í sinn hóp.
Flestir höfðu þeir gefið upp alla
von eftir að Bandamenn stigu á land
í Normandí sumarið áður. I febrúar
1945, eftir að Ardennasóknin hafði
mistekist og sveitir Rússa sigu inn í
austurhluta Þýskalands, voru þessir
menn rúnir bæði vonum og viljastyrk.
Þeir héldu stríðinu áfram af ótta við
Hitler og ótta við endurgjald af hálfu
Bandamanna.
Stríðið dróst á langinn vegna harð-
drægni Hitlers og líka vegna þess hve
Bandamenn voru harðir á kröfunni
um skilyrðislausa uppgjöf. Hefðuþeir
látið uppiskátt um hvað við tæki að
stríði loknu og ekki skapað slíkan
ótta, hefðu svo margar deildir gefist
upp að varnirnar hefðu hrunið tals-
vert fýrr.
Nú geta allir eignast
þessabok
íItborgun aðetns 1.925,00
oa síðan rúmar 800. krónur a ntánuðL
Hún fæst gegn lítllli útborgun og þægilegum
afborgunarkjörum í bókabúðum og á forlagi.
Vlð undirskrift samnings greiðast kr. 1.925,00
og eftirstöðvamar á tíu mánuðum með rúmum
800 kr. i hvert skipti, að viðbættum kostnaðL
Þessi kjör eru boðin til þess að mæta óskum
hinna fjölmörgu sem spurst hafa fyrir um
möguleika ttl þess að elgnast þessa bráðnauð-
synlegu bók með sem lægstri útborgun og enn
lægri afborgunum.
BÓKAÚTGÁFAN
ÖRN & ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866
1
Lúrír þú á frétt?
Nýtt símanúmer 68-65-62
Globusp
iÍHOWARD
JARÐTÆTARAR
íslenskir bændur þekkja hina einstöku endingu
HOWARD jarötætaranna eftir 25 ára notkun hér á
landi.
Hin einstaka ending og hagstætt verð, gera kaup á HOWARD
tæturum að besta kostinum.
HOWARD HR 30 jarðtætarar fyrirliggjandi í 60“ - 70“ - 80“
breiddum með fjögurra hraða Heavy Duty gírkassa.
Verð: 60“ kr. 78.300.-
70“ kr. 82.600.-
80“ kr. 87.600.-
Pantið strax og tryggið tímanlega afgreiðslu.
Einstæðir greiðsluskilmálar.
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555