NT - 10.08.1985, Blaðsíða 9
T r Laugardagur 10. ágúst 1985 9
Ská k
Heimsmeistaraeinvígið hefst 3. september í Moskvu:
Glæsileg taflmennska Kasparovs
í einvígjunum við Andersson og Hiibner
■ Sjaldan hefur skákmaður á ferð
vakið jafn mikla athygli og Garrí
Kasparov kandidat til heimsmeistar-
atitilsins þegar hann í boði hins víð-
lesna tímarits Der Spiegel sótti V-
Þjóðverja heim, tefldi sex skáka ein-
vígi við Robert Hiibner og hélt auk
þess nokkur fjöltefli þar sem ands-
tæðingarnir voru ekki einungis af
holdi og blóði, heldur einnig tölvur.
Hann ræddi afar frjálslega um einvígi
sitt við Karpov og vakti athygli og
aðdáun margra fyrir hversu hreinskil-
inn hann var í tilsvörum ólíkt því sem
menn eiga að venjast frá Sovétmönn-
um.
Margt fróðlegt kom í ljós varðandi
einvígið í Moskvu m.a. að Kasparov
voru gerð ýmis 'harla einkennileg
tilboð á meðan á því stóð ef hann vildi
ganga að því að einvíginu yrði slegið
á frest og teflt síðar. Þegar staðan var
5:2 komu nokkrir af mönnum Karp-
ovs með tillögur studdar af yfirdómar-
anum Gligoric og gengu þær út á það
að ef Kasparov féllist á að einvíginu
yrði hætt færi nýtt fram og yrði
Kasparov að vinna með a.m.k.
þriggja vinninga mun til þess að verða
heimsmeistari lengur en í þrjá mán-
uði. Ef hann sigraði með minni mun
tæki Karpov við skákkórónunni aftur
að þeim tíma liðnum! Þátttaka Glig-
oric yfirdómara í þessari tillögugerð
mun hafa valdið miklu um það að
Kasparov krafðist þess að hann yrði
ekki yfirdómari í einvíginu sem byrjar
3. september n.k.
Málin í kringum einvígið sögufræga
eru stórfurðuleg og sennilega fá menn
aldrei botn í þau að fullu. Ljóst er að
reglur um einvígið voru brotnar en úr
því einvígið var stöðvað sýnist manni
að menn hafi hitt á bestu lausnina,
nýtt einvígi um titilinn samkvæmt
gömlu reglunum. Karpov stendur þó
betur að vígi en margir fyrirrennarar
hans því tapi hann titlinum á hann
rétt á nýju einvígi.
Það vakti nokkra athygli að í
keppni Kasparovs við Húbner og
síðar Ulf Andersson mætti hann til
leiks með nýjan aðstoðarmann, ung-
verska stórmeistarann Andras
Andorjan. Varla nema von því rétt
áður en Kasparov hóf einvígið við
Karpov í fyrra var aðal hjálparhella
hans um margra ára skeið, Timosc-
henko kallaður í herinn fyrirvara-
laust. Víða liggja taumar heimsmeist-
arans.
Taflmennska Kasparovs í einvígj-
unum tveimur var glæsileg og sáu þeir
Húbner og Andersson aldrei til sólar.
Taflmennska Kasparovs virðist
stöðugri en nokkru sinni fyrr. Hann
teflir að vísu skarpan sóknarstíl en
áhættuþátturinn í skákum hans virðist
minni en oftast áður. En glæsileg eru
tilþrifin engu að síður. Fyrsta sigur-
skák hans yfir Húbner vakti óskipta
aðdáun flestra:
Hvítt: Róbert Hubner
Svart: Garrí Kasparov
Enskur leikur
1. c4 e5
2. Rc3 dó
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rfó
5. g3 Rc6
6. Dd2 Be6
7. Rd5
(Eftir 7. b3 d5! fær svartur a.m.k.
jafnt tafl.)
7. .. Re5
8. b3 Re4
9. De3 Rc5
(Sjaldséður leikur en þó ekki nýr af
nálinni. Áður var leikið 9. - c6 en
hvítur nær betri stöðu: 10. Dxe4 cxd5
11. cxd5 Da5t 12. Bd2 Bxd5 13. Df4
o.s.frv.)
10. Bb2 c6
11. Rf4?
(Mistök og eftir þau á hvítur sér vart
viðreisnar von. Það er sjaldgæft að
stórmeistari á borð við Húbner sé
kominn með hartnær tapað tafl eftir
aðeins 11 leiki - og það með hvítu!
Best var 11. Rc3 og staðan er í
jafnvægi.)
11. .. Rg4!
12. Dd4 Re4!
|É| Ipgpj
BlilllH ■i
iiii iiiiiii
lllllll'lllllMl
lllllll IHI H
iai
Nlllll lllllllllllll IIH ÍB
S I a
(Stórsnjall leikur og einkennandi fyrir
Kasparov sem er öðrum fremri í því
„að tefla með mönnunum". Riddar-
inn er friðhelgur vegna 13. - Da5t og
hvítur tapar drottningunni: 14. Kdl
Rxf2t.)
13. Bh3
(Best var e.t.v. 13. c5 svartur svarar
sennilega best með 13. - d5 með
yfirburðastöðu.)
13.. . Da5t
14. Kfl Rgxf2
15. Bxe6 fxe6
16. Rxe6
(Þrátt fyrir allt þarf svartur að sýna
mikla aðgæslu í úrvinnslu þessarar
stöðu. Á slíkt skortir ekki hjá Kaspar-
ov.)
16. .. Kd7!
(Þarna er kóngurinn öruggastur)
17. Rh3 Rxh3
18. Dxe4 He8
19. Rc5t Dxc5
20. Dg4t Kc7
21. Dxh3 Be7
22. .. Bxg7
(Hvítur átti engan skárri leik. Nú
gerir Kasparov út um taflið á öruggan
og sannfærandi hátt.)
22.. . Hhf8t
23. Bxf8 Hxf8t
24. Kel Df2t
25. Kdl Dd4t
26. Kc2 De4t
27. Kd2 Bg5t
28. Kc3 De5t
- Hvítur gafst upp. Framhaldið gæti
orðið: 29. Kc2 Dd2t 30. Kbl Bf6 31.
Dxh7t Kb8 32. Dc2 Dd4 og vinnur
eða 29. Kb4 Dc5t 30. Kc3 De3t
o.s.frv.
Kasparov jók forskot sitt þegar í
næstu skák, jafntefli varð í 3. skákinni
og þá fjórðu vann Kasparov. Tvær
þær síðustu urðu svo jafntefli.
Eftir þennan örugga sigur lá leiðin
til Belgrad. Þar tefldi Kasparov annað
sex skáka einvígi og var andstæð-
ingurinn Ulf Andersson. Sennilegaer
skákstíll Svíans allt of rólegur til þess
að geta verið hættulegur Kasparov.
En það er ekki auðvelt að sigrast á
honum. Fyrstu tveimur skákunum
lauk með jafntefli, í þriðju skákinni
náði Kasparov forystunni eftir að Ulf
hafði orðið illa út úr byrjuninni.
Jafntefli varð í fjórðu skák en síðan
tefldi Kasparov bestu skák einvígisins
í sönnum Karpov-stíl!
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Ulf Andersson
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. g3 d5
4. Bg2 Be7
5. Rf3 0-0
6. Dc2 dxc4
7. Dxc4 a6
8. Bf4 Bd6
9. Re5 Rd5
10. Rc3 Rxf4
11. gxf4 Rd7
12. e3 De7
13. 0-0 Hb8
(Fremur óvenjuleg leikjaröð í katal-
ónskri byrjun hefur fært mikla yfir-
burði í rými. Andersson gat freistað
þess að losa um sig með 13. - c5 en
lætur þann möguleika framhjá sér
SPIEGEL Schach
Dcttoben Híibner - Garri Kasparow
■ Frá einvígi Kasparovs (t.v.) og Húbner í Hamborg. Húbner hafði fyrrum heimsmeistara, Spasskí sér til aðstoðar
en kom fyrír lítið.
fara. Fyrir vikið nær Kasparov að
auka yfirburði sína jafnt og þétt.)
14. Re4 Rf6
15. Rc6 c6
16. b4!
(Með minnihlutaárás á drottningar-
væng nær hvítur
svarts.)
16. .. Kh8
17. a4 Rd5
18. b5 f6
19. Red3 axb5
20. axb5 cxb5
ð brjóta upp stöðu
21. Dxb5 Hd8
22. Ha7 Bxc5
23. Rxc5 Bd7
24. Rxd7 Hxd7
Illlllllllll wsn
II i 1 iiiiiiiiii
111 i ili.1
II A a«Mi
| A 1 101
Alll AIHII IHI
11 llllllll IHIJlHII
(Mikilvægur leikur frá stöðulegu
sjónarmiði. Hvítur losar sig við tví-
peðið á f-línunni og við það aukast
fyrirburðir katálónska biskupsins til
muna.)
25... g6
26. fxe6 Dxe6
27. Hfal Kg7
28. Db3 Rf4
29. Dxe6 Rxe6
30. Hbl Rd8
31. Bf3 Hc8
32. Ha5 H8c7
33. Hab5 f5
34. h4!
(Hvítur dreifir spilinu á báða vængi.
Framrás h-peðsins skapar veikleika á
kóngsvængnum sem verða Andersson
að falli. Á drottningarvængnum er
hann þrælbundinn við að valda b7-
peðið)
34. .. Kf7 37. Hb6 HI7
35. h5 Kg7 38. Bd5 Hfd7
36. Kg2 He7 39. Hlb5 He7
40. Kg3 Hed7
41. hxg6
(Hér fór skákin í bið. Biðleikur
Ándersson er auðvitað þvingaður.
Rannsóknir leiddu í ljós að stöðu
hans yrði ekki bjargað.)
41... hxg6 46. Kf6 f4
42. Kf4 Hc2 47. e4 Hb2
43. Kg5! Hxf2 48. e5 f3
44. Hxg6 Kf8 49. e6 f2
45. Bb3 Rf7t 50. Bc4!
- Andersson gafst upp eftir þennan
sterka leik. Kannski einum of fljótt
því enn þarf Kasparov að vera ná-
kvæmur. Svartur gat reynt 50. - Hc2
með hugmyndinni 51. exf7? Hxf7f
o.s.frv. En hvítur getur unnið með
51. Ha5! t.d. 51. - Hxc4 52. Ha8t Rd8
53. Hxd8t Hxd8 52. e7t Ke8 53.
Hg8t o.s.frv.
Helgi Ólafsson stórmeistari
skrifar um skák
Húsnæöisstofnun ríkisins
Tæknideild Laugavegi 77. fí. Simi28500.
Útboó
BÚLANDSHREPPUR (DJÚPIVOGUR)
Stjórn verkamannabústaða, Búlandshreppi, óskar eftir tilboðum í
byggingu einnar hæðar parhúss, 191 m2 og 670 m3.
Húsið verður byggt við ónefnda götu á Djúpavogi, og skal skila
fullfrágengnu 31. okt. 1986.
Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Búlandshrepps og
hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 13. ágúst
nk., gegn kr. 10.000.- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en þriðjudaginn 27. ágúst nk.
kl. 13.30 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. Stjórna verkamannabústaða,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.