NT - 10.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 2
Vatnsleysi í Dölum ■ íslendingar hófu veiði í Laxá í Dölum um síðustu helgi. Fyrsta þriggja daga hollið tók 120 laxa á sjö stangir, og voru menn að vonum ánægðir. Þegar leið á vikuna fór þó heldur að draga úr ánægjunni og síðustu tvo daga hefur veiði verið með eindæmum léleg. Vatnsleysi mun vera um að kenna. Nóg er af fiski í ánni, en sökum skorts á súrefni og endurnýjuðu vatni tekur hann ekki. Tæpir 700 fiskar hafa veiðst í sumar. Leiðarinn er aðkeypt efni ■ Það er ekkert nýtt að dag- blöðin hér á landi hnýti hvert í annað og í gær sá Alþýðublað- ið ástæðu til að fjalla um hvort eitthvert skilti NT væri að fullu greitt eða ekki. Það má til sanns vegar færa að umhyggja þeirra krataskrí- benta er aðeins af hinu góða - hlutverk blaðamanna er jú að vera „varðhundar“ og þannig að sýna hæfilegt aðhald og er ekki að efa að nú muni skiltið borgað í topp. En við viljum gjarna launa kratanum líku líkt og benda þeim á það sem betur má fara hjá þeim. Til að mynda þótti okkur forvitninlegt að leiðari þeirra í gær var ómerktur og varð það til þess að dropatelj- ari las hann með sérstakri at- hygli. Mikiðfannst okkurhann minna á eldri leiðara þess blaðs, sem í þá tíð voru merktir „GÁS“ - eða Guðmundi Árna Stefánssyni, fyrrverandi rit- stjóra, sem nú rekur auglýs- ingastofu og almannatengsla- stofu auk þess að koma fram í morgunútvarpi. Það skyldi þó aldrei lukka til að leiðarar Alþýðublaðsins núna flokkist undir aðkeypt efni, og eru skrifaðir á auglýs- ingastofu. Húrra fyrir fram- gangi jafnaðarstefnunnar! Heima er best ■ DV safnar fyrir Malaga- fangann. Malagafanginn laus- Malagafanginn kominn heim. Malagafanginn í gæsluvarð- hald. Svo fór um sjóferð þá. Fyrr á árinu gékkst DV fyrir fjár- söfnun svo hægt væri að leysa „Malagafangann“ svokallaða úr fangelsi á Spáni en þar sat hann vegna afbrota á spænskri grund - og nú skyldi hinn íslenski almúgamaður opna launaumslagið sitt og leggja fram fé til að bjarga þessu ólánsama ungmenni sem taldi spænsk yfirvöld ofsækja sig. Nú er ekki nema góðra gjalda vert að aðstoða ung- menni sem misstíga sig til manns aftur - en samkvæmt heimildum dropa þá hafði Malagafanginn misstigið sig ansi oft og ku eiga sakaskrá sem mælist frekar í bindum en blaðsíðum - það vakti því furðu okkar á NT hvers vegna DV vildi manninn heim? En nú er maðurinn semsagt kom- inn heim og dvelur nú í gæslu- varðhaldi í íslensku fangelsi - því hann tók semsé til hendinni strax við heimkomuna og er nú flæktur í innbrot, fíkniefnamál og eitthvað fleira. Þeim hlýtur að hlýna um hjartaræturnar, þeim íslensku alþýðupíkum, sem létu fé af hendi rakna til að maðurinn kæmist heim. Lögreglustjórinn í Reykjavík ■ Slagur stjórnarflokkanna um embættin heldur áfram. Nú stendur baráttan um em- bætti lögreglustjóra í Reykja- vík, en Sigurjón mun vera veikur og lítt geta sinnt störf- um sínum. Eins og kunnugt er bjuggust menn við, í fyrrasumar, að framsóknarmenn fengju emb- ætti útvarpsstjóra í sinn hlut, en menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, skip- aði í staðinn sjálfstæðismann- inn Markús Örn Antonsson. Sjálfstæðismönnum er hins vegar mikið í mun að halda embætti lögreglustjóra innan flokksins, og hafa helst hugsað sér Kjartan Gunnarsson í em- bættið. Framsóknarráðherr- ann Jón Helgason mun hins vegar hafa annað í hyggju, enda gengu samningar um út- varpsstjórann ekki fram á sín- um tíma. Það gæti því orðið Böðvar Bragason sýslumaður á Hellu sem verður næsti lögreglustjóri eða þá Friðjón Guðröðarson sýslumaður á Hornafirði, sem yngri framsóknarmenn hampa frekar. Albert í ham ■ Tíðindamaður dropatelj- ara, úr röðum sjálfstæðis- manna, segir nú ganga orðróm meðal sjálfstæðismanna á þá leið að Álbert Guðmundsson, hinn ókrýndi konungur stjórn- málamannanna þetta sumarið, hyggi jafnvel á sérframboð við næstu borgarstjórnarkosning- ar. Ef satt er þá er full ástæða fyrir flokkinn að fara að huga að sínu, því ekki er að efa að sérframboð Alberts mundi fá verulegt fylgi, enda er persónu- fylgi Alberts í Reykjavík mikið. Sami maður vakti einnig at- hygli á því að í sumar er Albert búinn að taka samráðherra sína fyrir hvern af öðrum og var Matthías Bjarnason síð- asta fórnarlambið. Hver verð- ur næstur? Laugardagur 10. ágúst 1985 Lélegt í Stóru-Láxá Litlar sem engar fregnir hafa borist af veiði í Stóru-Laxá í Hreppum. Eftirmjöggóðabyrj- un datt áin niður í mikla eymd og er ekki enn séð fyrir það tímabil. Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR sagði í samtali við Veiðihornið að hann teldi að ekki myndu veið- ast yfir 150 laxar í ár. „Ég er sannfærður um að sú spá stenst, nema þess kröftugari göngur komi undir lok,“ sagði Friðrik. Veiði hefur almennt verið léleg á Ölfusa'r-Hvítársvæðinu nema h vað vel hefur veiðst í net. Svartá sein í ár Veiði er nú loksins að glæðast í Svartá og er það óvenju seint sem laxinn gengur í ána. Nálægt hundrað fiskar hafa veiðst í ánni, og hefur megnið af aflan- um verið tekið síðastliðna tíu daga. Vanalega er fiskur kom- inn í ána eftir tíunda júlí. Nú bar svo við að ekki varð vart við fisk í ánni fyrr en við síðustu mánaðamót. Laxinn hefur því verið tuttugu dögum á eftir eðlilegum tíma. Nú er áin orðin full af fiski, og öll veiðileyfi uppseld. Tveir sextán punda fiskar hafa veiðst, og eru það þeir stærstu sem af er. Þá hefur veiði verið góð á silungssvæðinu efst í ánni. „Hann er góður þessi „Hi-C“.Þórir Steingrímsson sölustjóri og Lýður Friðjónsson skrifstofustjóri hjá Vífilfelli á lager fyrirtækisins. Svaladrykkjastríðið: NT-mynd: Árni Kjarna Arðbær aukabúgrein _■ ■ * M pi ■ / ■ ■ / t|/ffa|# ■■■ - segir Lýður Friðjónsson hjá Víf ilfelli ■ Svaladrykkjamarkaðurinn hefur verið vettvangur mikilla stríða undanfarið. Auglýsingar hafa glumið í eyrum lands- manna en enginn hefur játað ósigur enn sem komið er. Ljóst er að mikil barátta verð- ur um þennan markað hér á landi, enda eru miklir peningar í húfi. Keypt liafa verið dýr framleiðslutæki og mikið fé hef- ur verið lagt í auglýsingakostn- að. En allt þetta á að borga sig og vel það, þegar markaðnum er náð. Nýjasti aðilinn á markaðnum er Vífilfell sem framleiðir drykkinn Hi-C, samkvæmt samningi við Coca Cola sam- steypuna. Svaladrykkjastríðið hófst fyrir alvöru þegar Hi-C kom á markaðinn fyrr í sumar. Athuganir hófust ’82 „Fyrstu athuganir á þessari framíeiðslu hófust í árslok 1982, en alvöruvinna við undirbúning framleiðslunnar hófst um mitt ár ’83,“ sagði Lýður Friðjónsson skrifstofustjóri hjá Vífilfelli, þegar NT var sýnd framleiðslu- keðja Hi-C drykksins. „Tækjakostur framleiðslunn- ar kostaði ríflega 20 milljónir," segir Lýður, „og við göngum að því gefnu að allur okkar kostn- aður vegna Hi-C borgi sig betur í þessari framleiðslu heldur en á almennum fjárfestingamarkaði. Þessi tæki eru mjög fullkomin og hafa sérfræðingar frá Coca Cola samþykkt þau fyrir þessa framleiðslu. Sem dæmi um full- komleika tækjanna má nefna að fernan er brotin saman utan um ávaxtadrykkinn, þannig að ekk- ert loft kemst í umbúðirnar. Þetta er mjög fullkomið og ekki þarf nema 2 menn við fram- leiðsluna og framleiðslugetan er allt að 70 þúsund fernur á dag.“ Lítill auglýsingakostnaður „Þetta fyrirtæki hefur aldrei gefið upp auglýsingakostnað sinn, en ég get fullyrt að hann er ekki mikill. Við leggjum áherslu á að vera frekar með fáar en góðar auglýsingar og peningarnir sem við leggjum í auglýsingar skila sér vel til baka. Davíð Scheving hjá Sól hf. fer ótroðnar slóðir í auglýsinga- gerð og sumar auglýsingar hans eru stórgóðar, eins og þessi með hása Gosann. Því er ekki að neita að sala á Hi-C dalaði örlítið eftir að niðurstaða þessarar óréttmætu rannsóknar Iðntæknistofnunar var birt, en hún hefur náð sér að fullu. Appelsínudrykkurinn selst meira en fullorðið fólk virðist hins vegar taka sítrónu- drykkinn framyfir. En það er ekkert nema gaman að eiga við verðugan andstæðing eins og Svalinn er. Það er ómögulegt að segja til um markaðshlutdeild okkar, en það má segja að önnur hver seld gosdrykkjaflaska í landinu sé Coke og í lítrum talið er Hi-C framleiðslan fyllilega 20% af gosdrykkjaframleiðslu okkar. Þetta er því prýðisgóð aukabú- grein og við megum vel við una.“ 1400 úr Kjarrá og Þverá Tæplega 1400 Iaxar hafa veiðst í Kjarrá og Þverá í Borg- arfirði. I fyrrakvöld höfðu veiðst 795 laxar úr Kjarrá og 568 úr Þverá. Megnið af fiskin- um var smálax, sem veiddist síðustu daga. Eins og víðar setur vatnsleysið svip sinn á veiðimennskuna. Það er helst tii tíðinda að nú fyrir skömmu veiddist fimm punda urriði í Þverá, og mun silungur af þeirri stærð vera sjaldséður í ánni. Enn um vatnsleysi Gljúfurá þjáist af vatnsleysi, eins og allar ár í Borgarfirði. Þrátt fyrir það hafa nú veiðst fleiri fiskar, en allt tímabilið í fyrra. Nú eru liðlega 130 laxar komnir á land en í fyrra urðu þeir 110. Það er óhætt að segja að vatnið sé ýmist í ökla eða eyra. Síðastliðin sumur, hefur rignt þessi líka reiðinnar kynstur í Borgarfirði, þannig að helst hefur þurft að beita vatna- farartækjum við heyskap, en nú ber svo við að laxinn hefur rétt nægilegt vatn til þess að fljóti yfir bakuggana á leið á hrygn- ingarstöðvarnar. r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.