NT - 10.08.1985, Blaðsíða 1

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP.21 Barnaef ni í NT ■ NT er það sérstök ánægja að vekja athygli á BARNATÍMANUM sem fylgir Helgarblaði NT í dag. Alltof lítið er hugsað um efni fyrir börn og unglinga í dagblöðum, en NT vill með þessu bæta úr. Sérstak blað, átta síður, í handhægu broti mun fylgja Helgarblaði NT og er allt efni þess miðað við þarfir barna. í BARNATÍMAN- UM verður að finna sögur, gátur, leiki alls konar, viðtöl og þroskandi viðfangsefni sem börnin geta glímt við. Þá verður þar sérstök verðlaunaþraut. Munið, að BARNATÍMINN er í handhægu broti fyrir börnin og því auðvelt að halda honum til haga. NT vonast til þess á næstunni að geta boðið sérstakar möppur fyrir BARNATÍM- ANN og verður það kynnt síðar. Með bestu kveðju. Ritstj. **$íminn Hallókrakkar! Lappi og allar lappirnar \HJr zrx SXXS.7S aarfiffsrs Stjórn Flugleiða fékk hlut ríkisins í félaginu: Raunvirði samningsins ræðst á næstu - eftirstöðvar óverðtryggðar og vaxtalausar arum Læknastéttin: Bjargi sér hver sem beturgetur ■ f>að er eins gott fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að verða ekki alvarlega veikir heima hjá sér um helgina. Frá og með miðnætti í kvöld munu heilsu- gæslulæknar ganga af vöktum sínum. Neyðarbíll og neyðar- vakt verða þó til staðar. „Þetta er fullkomlega lögleg aðgerð hjá læknunun,,” sagði Heimir Bjarnason, a tsioðar- borgarlæknir, í samtali við NT í gær. Hann sagði að læknarnir hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín fyrir hálfu ári. Uppsagnarfresturinn hefði verið þrír mánuðir en ráðherra hefði skipað þeim að vinna þrjá mánuði til viðbótar, eins og honum er heimilt. „Að sjálfsögðu verður ástandið erfitt en læknar verða að fara að lögurn og sinna þeim sjúklingum sem til þeirra ná. Það ætti að vera hægt að ná í heimilisiækna, en þeir vinna samkvæmt sérkjarasamningi til 1. september," sagði Heimir. Geir H'aarde, aöstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði í sant- tali við NT, að næsti fundur í kjaradeilu læknanna yrði hald- inn á þriðjudag. „Nú bjargi sér hversem betur getur,“ sagöi Heimir Bjarna- son. ■ Raunvirði tilboðs stjórnar Flugleiða í hlutabréf ríkisins í Flugleiðum, sem fjármálaráðherra gekk að í gærkvöldi, fer eftir þróun verðlags á íslandi næstu átta árín. Ómögulegt er því að segja til um hvert það verður, en aldrei verður það nífalt nafnverð eins og heildarupphæð tilboðsins nemur. Nafnverð hlutabréfanna er sjö milljónir króna en heildartil- boðið er 66 milljónir, útborgun tæpar 15 milljónir og eftirstöðv- arnar, rúmlega 51 milljón, sem greiðist með óverðtryggðum og vaxtalausum afborgunum á átta árum. Tilboð stjórnarinnar barst Fjárfestingafélagi íslands í gærdag. „Fjárfestingafélagið mat þetta tilboð betra en tilboð Birkis Baldvinssonar. Heildar- upphæðin er þrem milljónum hærri og að auki er útborgunin nokkru hærri,“ sagði Albert Guðmundsson eftir undirskrift- ina í gær. „Menn verða að hafa það í huga þegar litið er á þetta dæmi, að nafnverð hlutabréfanna rýrn- ar ekki síður en eftirstöðvarnar. Þannig að segja má að um rúmlega nífalt nafnverð sé að ræða,“ sagði Albert. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, var spurður hvað hefði valdið stefnubreytingu stjórnarinnar, en hann og nafni hans, Sigurður Helgason, stjórnarformaður, höfðu báðir lýst því yfir að nífalt nafnverð væri allt of hátt verð fyrir bréfin.“ Þegar farið var að skoða hlutina nánar var þetta mun hagstæðara en reiknað var með,“ sagði Sigurður. í lögum um hlutafélög segir meðal annars: „Hlutafélag má aldrei sjálft eiga meira en 10% af eigin hlutafé. Eignist félagið meira af hlutafénu, skal það hafa selt hlutabréf þannig, að lögmætu marki sé náð innan þriggja mánaða." Hlutabréfin sem stjórn Flugleiða keypti í gær eru 20% af hlutafé fyrir- tækisins. „Við höfum áætlun um að selja bréfin til starfsmanna og hluthafa og erum bjartsýnir á að það takist innan tiltekins tíma,“ sagði Sigurður Helga- son, forstjóri. Hann sagði enn- fremur, að starfsmenn hefðu tekið vel í að kaupa bréfin. ; Nú er draumur Birkis Bald- vinssonar, flugvélasala í Lux- emborg, um að eignast fimmt- ung í Flugleiðum úti. Albert Guðmundsson var spurður að því hvort eftirstöðvar í hans' tilboði hefðu ekki verið í dollur- ‘ um. Hann svaraði því ekki beint, en sagði að í raun skipti það ekki máli því þegar dollara-1 greiðslur bærust yrði þeim skipt í krónur. Ekki tókst að ná til Birkis Baldvinssonar í gærkvöldi. ■ Vígður var í gær nýr björgunarbátur Slysavarnafélagsins í Grindavík. NT óskar slysavarnafélagsmönnum til hamingju með bátinn með ósk um að þetta verði sannkölluð happafleyta NT-mynd: Ámi Bjama Iðnaðarmenn í Áburðarverksmiðjunni: Verkfall skollið á ■ Verkfall trésmiða, málmiðnaðarmanna og rafvirkja sem annast viðhald á vélum Áburðar- verksmiðju ríkisins skall á á miðnætti í nótt. í fyrradag var haldinn árang- urslaus sáttafundur milli deiluaðila og að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara hefur annar sáttafundur ekki verið boðaður en hann kvaðst þó reikna með að fundur yrði haldinn fljót- lega. Að sögn Hákons Bjöms- sonar framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar eru verkfallsmennirnir innan við 20 og þeir ann- ast viðhald á vélum í verk- smiðjunni. Hákon sagði að ekki væri gott að gera sér grein fyrir hve miklu tapi verk- fallið myndi valda starf- seminni. Vélarnar gætu bilað hvenær sem væri en þó væri bilanatíðni þeirra ekki mikil. Áburðarverk- smiðjan hefði nokkra framleiðslugetu umfram markaðsþörfina og því myndi stutt verkfall ekki valda þeim miklum skaða. Lengra verkfall myndi hins vegar leiða til tekju- taps. En líklega kæmi að því fyrr eða síðar að starf- semi verksmiðjunnar stöðvaðist vegna verk- fallsins. 3000 dollara sóðaskapur! Reuter/Hong Kong: ■ Það er eins gott fyrir íslenska sóða að hér gilda ekki sömu lög og í Hong Kong. Þar var Chan Kai Zing nýlega sektaður um 3000 dollara fyrir að fleygja sígarettustubb á almanna- færi. Chan mætti fyrir „sóða- dómstól" borgarinnar í átt- unda sinn í gær, og þá var langlundargeð dómarans þrotið og dæmdi hann Chan til að greiða hæstu sekt sem dómurinn hefur dæmt frá upphafi, eða 3000 Hong Kong dollara, sem er um 385 Bandaríkjadollarar. „Sóðadómstóllinn“ var settur á stofn 1972 til að vinna bug á þeim ósið íbúa borgarinnar að fleygja drasli frá sér á götuna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.