NT - 10.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 5
Viðskiptahallinn 5 milljarðar í ár Laugardagur 10. ágúst 1085 Atómstöðin: Sýnd með enskum texta ■ Sýningar á íslensku kvikmynd- inni Atómstöðin, hefjast að nýju í dag. Myndin verður sýnd í Regn- boganum, og verður skýringar- texti með myndinni á ensku, til þess að gefa erlendum ferðamönn- um kost á því að kynnast íslenskri kvikmyndagerð. Myndin var frumsýnd í mars 1984, og sáu alls 60 þúsund manns myndina, áður en sýningum lauk. Hundurinn farinn til Frakklands ■ „Miklar og vaxandi skuldir erlendis eru einn helsti vandinn, sem við er að glíma í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mund- ir og virðast ekki horfur á því að verulegur árangur náist í barátt- unni við hann á þessu ári. - Við ríkjandi aðstæður rýra miklar erlendar vaxtagreiðslur af erlendum lánum þjóðar- tekjurnarsvoummunar." Þetta segir m.a. í nýju „Ágripi úr þjóðarbúskapnum“ frá Þjóð- hagsstofnun. Um 22.500 kr. á hvern íslending í vexti til útlanda Þjóðhagsstofnun spáir þar 4,9 milljarða króna viðskiptahalla á þessu ári og segir áætlað að fjármagna hann með erlendum lánum bæði til langs tíma, 2,6 milljarðar, og skammtímalán- um, sem bætist við núverandi skuldir. Vaxtagreiðslur af er- lendum lánum í ár eru áætlaðar um 5,4 milljarðar króna (um tvöfalt hærri upphæð en allir tekju- og eignaskattar íslend- inga í ár) og afborganir um 4,7 milljarðar og því samtals um 10,1 milljarða króna greiðslu- byrði sem er um 1,6 milljörðum króna hærri upphæð en 1984. Engin aukning þjóðartekna á mann... Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur er áætlað að aukist um 1 - 1,5% frá síðasta ári, sem þýðir enga aukningu miðað við mann- fjölgun á árinu. Helsta ástæða þess eru auknar vaxtagreiðslur til útlanda og einnig nokkur rýrnun viðskiptakjara. Vakin er athygli á að spáin miðast m.a. við það að takist að fiska rúm- lega upp í alla leyfilega afla- kvóta, þannig að vart sé að búast við meiri útflutningi en þegar er gert ráð fyrir. „Aukin umsvif umfram það sem hér er gert ráð fyrir gætu því aðeins orðið fyrir tilstilli aukinnar þenslu innanlands, en því fylgdi aukinn viðskiptahalli og erlendar lántökur og þar með enn þyngri vaxta- og skuldabyrði11, segir í niðurstöðu þjóðhagsspár. ■ ■■ en 34% aukning einkaneyslu Vaxandi umsvif í þjóðarbú- skapnum á þessu ári segir Þjóð- hagsstofnun fyrst og fremst stafa af aukinni einkaneyslu, sem nú er talin aukast um 4% í stað 1% í aprílspá. Mikilvæg- asta forsenda þess sé 3-4% auk- inn kaupmáttur ráðstöfunar- tekna, vegna nýrra kjarasamn- inga og launaskriðs. Vöruinn- flutningur er talinn aukast um 5% frá 1984 sem er tvöfalt meira en í aprílspá, en útflutn- ingsframleiðsla hins vegar um 2,5-3%, sem er minnkun frá aprílspá. Loðnuveiðin muni þó hafa úrslitaáhrif á að hver sjá- varvöruframleiðslan verður á árinu. Meiri halli á ríkissjóði Varðandi ríkissjóð er gert ráð fyrir að tekjur verði 1,7 milljarða umfram fjárlög, en að útgjöld muni þó aukast enn meira, m.a. vegna launahækk- ana, þannig að halli á ríkissjóði verði umfram þær 700 milljónir sem gert er ráð fyrir. „Þróunin á fyrri helmingi ársins bendir til þess að ríkisfjármálahalli valdi peningaþenslu á árinu umfram það sem ætlað var.“ Þróun peningamálanna ræðst af erlendum viðskiptum bankanna Hvað snertir gjaldeyrisstöðu bankanna hefur hún batnað um 2,6 milljarða á fyrri helmingi ársins, en hins vegar versnað um 3,1 milljarð hjá innlánsstofn- unum. Að afurðalánaviðskipt- um hefur erlend skammtíma- staða þeirra versnað um 700 mill- jónir. „Þróun peningamála á næstunni mun m.a. ráðast af erlendum viðskiptum bank- anna, en vægi þeirra hefur stór- aukist hin síðari ár“, segir í áliti Þjóðhagsstofnunar. ■ Hundurinn sem fluttur var ólöglega til landsins með bílaferj- unni Norrænu, er farinn úr landi. Eins og fram kom í NT fyrr í vikunni var hundurinn í sóttkví hjá lögreglunni á Kirkjubæjar- klaustri. Lögreglan á Klaustri segir að fólkið hafi ekki ætlað sér að smygla hundinum viljandi, til landsins og sagði að við yfirheyrsl- ur hafi komið fram að hundurinn hafi legið milli framsæta bifreiðar- innar. Þorvaidur Jóhannesson sýslu- maður á Seyðisfirði sagðist ekki leggja trúnað á mál hjónanna og benti á að auðvelt væri að svæfa gæludýr með deyfilyfjum og fela þau íbílum, rétt einsogbjórkassa. Þorvaldur sagði alla bíla sem með Norrænu koma, vera skoðaða tvisvar, fyrst af útlendingaeftirlit- inu síðan af tollgæslunni. Þorvald- ur sagði einnig að um 200 bt'Iar komi með hverri ferð og ógerning- ur væri að skoða þá alla sem skyldi. Eigum til á lager hinar vel þekktu Heyþyrlur og Stj örnumú gavélar HAFIÐ SAMBAND VID SÖLUMENN OKKAR BUNAÐARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK S. 38900 mNDAÐAR BÚVÉLAR Yinnslubreidd: 1,35-1,65 og 1,85 m Auðveld tenging á knosara vinnslubreidd 1,85. ar SLÁTTU- ÞYRLUR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.