NT - 10.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. ágúst 1985 13 Popp UMSJÓN: Þorsteinn G. Gunnarsson Hljómsveitin Centaur Ein allsherjar tímaskekkja ■ Hljómsveitin heitir Centa- ur og er þessa dagana að taka upp sína fyrstu plötu. Það er að segja þeir eru að vinna í stúdíói og vonast til þess að geta gefið afurðina út á hljómplötu. Centaur er orðin rúmlega 3 ára gömul hljómsveit og hefur spilað víða á ferli sínum. Lengst af hefur hljómsveitin verið kennd við þunga rokk, en miðað við það sem heyrðist í stúdíóinu er sú tónlistarstefna á undanhaldi, rokkið er þó sterkt ennþá og heyrðust jafn- vel frasar í ætt við hollensku stórsveitina Focus, en inn á milli mátti glögglega greina áhrif jassins. Hljómsveitina Centaur skipa þeir Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleik- ari, Hlöðver Ellertsson bassa- leikari, Guðmundur Gunn- laugsson trommari, Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðs- leikari og gítarleikarinn Jón Óskar Gíslason. Þegar NT mætti í stúdíóið til að fylgjast með gangi mála hjá Centaur, var verið að taka upp gítarleik Jóns Óskars, Pálmi var að spila á Pöbbnum en Hlöðver, Sigurður og Guð- mundur áttu lausa stund fyrir smá spjall. Þeir þremenning- amir eru samstæðir mjög, voru alltaf sammála og tóku undir hver með öðrum. Helmingurinngekkút „Hljómsveitin hóf samspil í ágústmánuði 1982. Við þekkt- umst fjórir, en kynntumst Sigga í gegnum einhvern Gísla trommara. Satt að segja leist engum á hann, því hann var einmuna falskur en honum hefur farið heilmikið fram, bæði að eigin sögn og annarra. Siggi getur meira að segja jóðlað og það verður ekki sagt um marga íslenska söngvara. Við höfum nú ekki afrekað mikið á þessum þremur árum, nema hvað við áttum eitt lag á S ATT plötunum, en við höfum spilað heilmikið á konsertum. Eiginlega spiluðum við eins og brjálaðir menn til að byrja með. Fyrst vorum við í félags- miðstöðvunum en færðum okkur svo uppá skaftið og spiluðum í Menntaskólanum við Hamrahlíð og einu sinni í Háskólabíó á árshátíð Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Það var rosalega gaman. Við fældum helming liðsins út, hinn helmingurinn fílaði okkur í botn og dansaði upp á stól- bökum. Við erum hins vegar ein allsherjar tímaskekkja. Þegar við vorum að byrja að troða upp, var nýbylgjan upp á sitt besta og engin fílaði hrátt rokk. Þetta var á þeim tíma sem allir áttu hljóðfæri og gátu spilað nánast hvar sem er, en það voru allir að spila allt annarskonar tónlist en við vor- um með.“ Bakkus bróðir kvaddur „Þegar við vorum að byrja í bransanum var mikið drukkið og oftast vorum við blindfullir á tónleikum. Þetta gekk allt of langt. Sukkstimpillinn var kominn á okkur og fólk leit frekar á okkur sem fyllibittur en tónlistarmenn. Nú er áfengi alger bannvara á tónleikum. Síðasti konsert hreinsaði sukkstimpilinn af okkur von- andi í eitt skipti fyrir öll. Þetta var þungarokks konsert í Saf- arí og við mættum í jakkaföt- um og tókum á móti fólki við dyrnar. Við spiluðum Frank Sinatra af segulbandi og buð- um þeim vindla sem vildu. Þetta átti ekki upp á pallborðið hjá þungarokks liðinu og sum- ir hótuðu því að sleppa kon- sertinum vegna klæðnaðar okkar. Fáránlegt, ímyndin er orðin sterkari en tónlistin. Við vorum streit á þessum konsert og þarna kvöddum við þunga rokkið í eitt skipti fyrir öll. Við vorum orðnir leiðir á einhæfninni, það er ekkert gaman að spila sömu einföldu frasana aftur og aftur.“ Ný andlit, meira af stelpum „Við þyrftum sennilega að fá okkur nýtt nafn svo fólk geri sér betur grein fyrir því að þarna fara breyttir menn með nýja tónlist. Við eigum ekki við að hljómsveitin komi með nýjungar í tónlist, heldur að tónlistin sem við spilum er ný fyrir okkur. Þetta er góð og vönduð tónlist, en við treystum okkur ekki til þess að skil- greina hana öðruvísi en segja þetta þróað rokk með pínulitlu ívafi. Ef við komum plötunni út er meiningin að leggja út í tón- leikahald, en helst vildum við vera lausir við að spila á sukk- stöðum. Við viljum spila fyrir fólk sem kemur til að hlusta á það sem við erum að gera. Það er hundleiðinlegt að spila til lengdar fyrir fólk sem ekki hlustar, heldur drekkur sig fullt og hristir hausinn. Þetta eru líka alltaf sömu andlitin sem við sjáum á tónleikum. Því vildum við breyta og helst vildum við fá meira af stelpum á tónleikana, því þetta er engin afmörkuð strákamússík sem við spilum. Það væri óskandi að okkur takist þetta og við reiknum með því að það takist. Við höfum meira að segja fengið nokkuð jákvæð svör frá einni kirkju hér í bæ“ Atvinnumennska „Við viljum ekki vera ein af þessum hljómsveitum sem staðnar og leggur síðan smám saman upp laupana. Við vilj- um prófa eitthvað nýtt, gömlu slagararnir gefa okkur ekkert lengur. Við erum í góðu stúdíói og leggjum okkur fram við það sem við erum að gera og það má fullyrða að sumt af því sem við erum að gera hefur aldrei heyrst á íslenskri plötu áður. Við stefnum að því að geta lifað á spilamennskunni ein- göngu. Maður tekur engum framförum ef einungis er spil- að á kvöldin þegar erfiðum vinnudegi er lokið. Það er líka svo að maður verður að fylgj- ast vel með því sem er að gerast í mússíkinni og reyna að þróa okkur sem listamenn. Það má segja að nú þegar séum við flestir hálfir atvinnu- menn í músíkinni, því við spilum vel felstir á pöbbum, en þá annarskonar tónlist en kem- ur til með að vera á plötunni sem vonandi kemst út. Þetta er svolítið erfitt með útgáfuna, við þekkjum svo lít- ið inná þennan markað og svo höfum við lítil sambönd. Plat- an er tekin upp í stúdíó Mjöt og þeir eru farnir að gefa út plötur, en það hefur ekkert verið ákveðið með okkur ennþá. Það má bæta því hér við að hljómsveitina vantar góðan og áreiðanlegan útgef- anda að vandaðri og skemmti- legri hljómplötu."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.