NT - 10.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 4
fli LAUSAR STÖÐUR HJA 111 f|F REYKJAVÍKURBORG !|! Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaðurviödagh./leiksk. Iðuborg, Iðufelli 16. • Forstöðumaður við Barónsborg, Njálsgötu 70 • Matráðskona við skóladagh. Hálsakot, v/Hálsasel • Matráðskona við dagh. Sunnuborg, Sólheimum 19, 1/2 starf • Starfsmenn og fóstrur við eftirtalin heimili: Bakkaborg, v/Blöndubakka Laufásborg, Laufásvegi 53-55 Múlaborg, v/Ármúla Stakkaborg, Bólstaðarhlíð 38 Sunnuborg, Sólheimum 19 Hraunborg, v/Hraunberg Iðuborg, Iðufelli 16 Álftaborg, Safamýri 32 Kvistaborg, v/Kvistaland Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 19. ágúst 1985. Borgarminjavörður Reykjavíkurborg auglýsir stöðu borgarminjavarðar í Reykjavík lausa til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um fyrri störf, skal skila til borgarstjóra í Reykjavík eigi síðar en 1. september n.k. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Reykjavíkur- borgar í síma 18800. f f LAUSAR STÖEXJR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa1 Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmenn, við áfangastað Amtmannsstíg 5a, ósk- ast í 2 50% stöður frá 1. október n.k. Um er að ræða heimili fyrir konur sem hafa átt við ofnotkun vímuefna að stríða og því sóst eftir starfsfólki er hefur menntun og starfsreynslu sem nýtist í því sambandi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945 eða 37070 frá kl. 9.00-12.00 alla virka daga vikunnar. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð á sérstökum umsókn- areyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. ágúst 1985. fSl LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmenn, í eldhús hjá þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 75% stöður. Vinnutími frá 8.00-2.00 og aðra hvora helgi. • Starfsmaður, á vakt, hjá þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 100% starf, aðstoð við íbúa. Unnið er á vöktum og aðra hvora helgi. Upplýsingar um stöður þessar fást í síma 685377, frá kl. 13.00-15.00 daglega. Umsóknum ber að skila til starfr nannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánu- daginn 19. ágúst n.k. ÍWt Laugardagur 10. ágúst 1985 4 La Fréttir ■ Prógrammið í Rietodd Academie í Amsterdam, þar sem Elin er við nam, er strangt en gott. Hún er nú búin að vera þar í eitt ár en var áður við nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík. NT-m.vnd: Sveuir. Klaufi í teikningu en þó málað mikið alla tíð ■ „Já, ert þú blaðamaður frá NT?“ Hún brosir dálítið spyrjandi um leið og hún lítur upp frá silkimyndinni sem hún er að festa upp með teikni- bólum. „Pað hefur verið svo mikið að gera hjá mér við að setja myndirnar upp undanfarið að ég er orðin alveg rugluð,“ segir hún og setur síðustu bóluna í vegginn. Svo er hún þotin. Ég rölti um og skoða myndirnar, sem viðmælandi minn, myndlistamaðurinn Elín Magnúsdóttir er með á sýningu sinni að þessu sinni. Þegar við finnum okkur svo stuttu síðar næði til að setjast niður segir hún það vera vissan áfanga að sjá verk sín í heilum sal-og virðist fá töluvert kikk út úr því. „Ég vinn myndirnar ýmist á silki eða pappír en á silkið nota ég sérstaka silkiliti,“ útskýrir hún. „Á pappírinn nota ég mjög mismunandi tæki og liti, til dæmis hef ég notað hreinan mulinn kopar í einni myndinni," segir hún og bendir á myndina máli sínu til sönnunar. Hún segist alltaf hafa álitið sjálfa sig klaufa í teikningu en þó alla tíð málað mikið. Hún hefur verið eitt ár við Rietodd Academie í Amsterdam þar sem hún lærir leikbúningagerð og myndlist til helminga. Það sé strangt prógramm en gott. Áður nam Elín við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýningin, sem haldin er f Salnum við Vesturgötu 3, stendur yfir frá 8. til 18. ágúst og er opin frá klukkan eitt til tíu á kvöldin. Á sýningunni eru 30 verk, þar af 13 unnin á pappír. Aðgangur er ókeypis. ■ Björn Björnsson póst og símamálastjóri og „heyröu manni“, Garðar Einarsson útibússtjóri, Jóhann Hjartarson blaðafulltrúi Póst og síma, Sigurður Ingason póstrekstrarstjóri og Þorgeir K. Þorgeirsson framkvæmdastjóri umsýsludeildar í breytta kjallaranum. „Heyrðu manni“ ný pósthólf tekin í notkun að Pósthússtræti 5 ■ Björn Björnsson forstjóri Pósts og síma starfaði í kjallara pósthússins að Pósthússtræti 5 í mörg ár. Á þeim tíma eignaðist hann meðal annars slopp með gylltum hnöppum. Þá kom eitt sinn til hans lítil stelpa sem sagði: „Heyrðu manni, mátt þú vera í svona fínum slopp og vinna bara hér í kjallaranum?" Þessa sögu sagði Björn við opnun nýs endurbætts húsnæðis í kjallaranum í pósthúsinu - þess- um sama kjallara og hann eitt sinn starfaði í. Par hefur nú verið komið fyrir tæplega tvö þúsund nýjum pósthólfum í stað þeirra tæplega 1400 sem voru á hæðinni fyrir ofan. Þau verða nú rifin og er þetta allt liður í endurSkipu- lagningu húsnæðis Póst og síma. Nýju pósthólfin kosta um sjö milljónir króna og þar með er talin endurskipulagning hús- næðisins í kjallaranum, ný loft- ræsting o.s.frv. Pósthólfin eru úr ryðfríu stáli, henta vel fyrir Á4- stærð bréfa. Samkvæmt áætlunum verður svo heildarkostnaðurinn við endurskipulagningu alls hús- sins um 14 milljónir króna og þeim lýkur að öllum líkindum í haust. Húsnæðið er um 830 fermetra stórt í heildina en kjallarinn er um 350 fermetrar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.