NT - 17.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 17. ágúst 1985 2 ■ í sex framhaldsskóla á landinu vantar alls um sextán kennara í fastar stöður auk þess sem eftir er að ráða skólastjóra við Iðnskólann á ísafirði. Þá er ekki ljóst hvernig ráðningar í stunda- kennslu standa. Við Menntaskólann á Laugarvatni vantar kennara í tvær fastar stöður af níu, MH vantar kennara í tölvu- fræðum, auk þess vantar tvo kennara af fjórum föstum við Iðnskólann á ísafirði og þá er skólastjórinn ekki meðtalinn. Við framhalds- skólann í Vestmannaeyjum vantar í þrjár stöður af tíu föstum og fimm fasta kennara vantar á Selfoss. Á Sauðárkrdki vantar þrjá kennara af tæplega 20. ■ Páll Pálsson og Jón Gcstur úrfallsrörið úr stöðvarhúsinu að Hermannsson virða hér fyrir sér Minni Borg. NT-mynd: Gunnar B. Bandarískar herstöðvar í Evrópu: Allur gangur á kjötinnflutningi - segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ■ Utanríkisráðuneytið hefur heimilað áframhaldandi inn- flutning á hráu kjöti til varnar- liðsins en nú með þeim skilyrð- um að kjötið komi með flugi og ekki er lengur heimilt að flytja kjötið út af vallarsvæðinu til bandarískra hermanna sem búa utan vallar. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar skrif- stofustjóra hjá varmjrmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins telja ráðuneytismenn að varnar- samningurinn sem tekinn var upp í íSlensk lög árið 1951 vegi þyngra en lögin frá 1928 um gin „Bölvað illt og bölvað“ - sagði iðnaðarráðherra um uppsagnir Hagvirkis og áform um að selja jarðvinnutækin úr landi ■ Það er ekkert einsdæmi að Vegagerðin afhendi verktökum verk án þess að láta útboð fara frani fyrst. T.d. var tslenskum aðalverktökum afhentur loka- áfanginn af Reykjanesbraut vegna tímabundis verkefna- skorts hjá fyrirtækinu. Þetta kom fram í samtali við Jóhann Bergþórsson, forstjóra Hagvirkis í gær, en þá var hann nýbúinn að fá í hendurnar bréf samgönguráðherra þar sem fyrirtækinu var gerð grein fyrir að tilboði þeirra um að leggja varanlegt slitlag á þjóðveginn norður til Akureyrar væri hafnað. Viðbrögð þeirra, sem NT hafði samband við í gær, vegna upp- sagna Hagvirkis og áforma þeirra um að selja jarðvinnu- tæki fyrirtækisins úr landi voru öll á einn veg. „Þetta er þjóð- hagslega mjög alvarlegt mál, ef við missum þessi tæki og þessa þekkingu úr landinu," sagði Halldór Björnsson hjá VMSÍ. „Það er bölvað illt og bölvað,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra og átti þá bæði við uppsagnirnar og það að jarð- vinnutækin yrðu seld úr landi. Þá barst blaðinu frétta- tilkynning frá starfsmönnum Hagvirkis í Höllubúðum Kvísla- veitu þar sem skorað er á stjórn- völd að taka þessi mál upp og skoða hvort ekki sé hagkvæm- ara fyrir þjóðfélagið að stófna til framkvæmda en greiða at- vinnuleysibætur. Mikill niðurskurður á næstu fjárlögum? - samt ná endar ekki saman 5>í> og klaufaveiki og ýmis önnur sérlög og að auki hafi mótast lögvenja um þennan innflutning sem geri hann fullkomlega lög- legan. Sverrir vildi ekki fallast á að með því að banna að flytja innflutta kjötið út afvallarsvæð- inu væru ráðuneytismenn að viðurkenna mögulega sýkingar- hættu á gin- og klaufaveiki held- ur væri úrgangur frá slíkum innflutningi ekki í höndum varnarliðsins og því væri aðeins verið að ganga tryggilega frá málunum meðan þau tilheyrðu enn verksviði utanríkisráðu- neytisins. Kjötinnflutningur varnarliðsmanna væri leyfður m.a. vegna þess að gin- og klaufaveiki hefði ekki skotið upp kollinum í Bandaríkjunum í 50 ár og ekki væri hægt að skylda hermennina til að kaupa íslensk kjöt. Islenskt nautakjöt væri til að mynda þrisvar til fjórum sinnum dýrara en banda- rískt og svipaða sögu mætti segja um íslenska kjúklinga. Sverrir sagði hins vegar að margvíslegur gangur væri á kjötinnflutningi til bandarískra herstöðva í öðrum löndum en þess bæri að geta að kjötinn- flutningurinn til íslands væri ekki mikill, 200 tonn af nauta- kjöti hefðu verið flutt inn á síðasta ári, 111 tonn af fugla- kjöti og tæp 80 tonn af svína- kjöti. Islendingar hefðu staðið fyrir kynningu á íslensku lamba- kjöti á Vellinum og þær kynn- ingar hefðu m.a. skilað sér í því að líklega myndu Varnarliðs- menn kaupa 11 tonn af lamba- kjöti í ár í stað fjögurra tonna í fyrra. Fundurinn að Álftá: Gæsin ■ Heimarafstöðin að Álftá sést hér, en hún hefur ekki verið í notkun frá 1972, þegar bærinn fór að kaupa til sín ríkisrafmagn. Hverfillinn er staðsettur þar sem úrfallsrörið kemur út úr stöðvarhúsinu. NT-mynd: Gunnar B. Upphafið í virkjunarframkvæmdum situr hér gleymt og yfirgefið ■ Gæsaveiðitímabilið hefst20. ágúst. Talsverð brögð hafa verið að því að menn telja veiði- tímann hefjast þann 15. en það er rangt. For- ráðamenn Skotveiði- félagsins hafa fengið ótal fyrirspurnir, þar sem leitað er eftir upplýsingum um gæsaveiði. Hið rétta er að veiðin hefst 20. ágúst. Framhaldsskólarnir: 16kennara vantar - fyrir utan stunda- kennsluna svo dýrt er það,“ sagði Páll. „Ég veit það fyrir víst að hversu gamall sem ég verð, á ég aldrei eftir leggja pening í betra fyrir- tæki en þetta.“ Rafveita Hafnarfjarðar hefur áhuga á að varðveita hverfilinn ■ Upphafið í virkjunarfram- kvæmdum Islendinga kann að leynast í eyðilegri heimarafstöð á Álftá í Álftaneshreppi. Þar situr gamall, og ónotaður síðan 1972, hverfill sem hugsanlega var keyptur til landsins 1904. „Ef þetta er sá hverfill er hér um geysilega merkilegan fund að ræða,“ sagði Jón Gestur Hermannsson, tæknifræðingur hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Hann fór ásamt blaðamanni NT og Albert Kristinssyni, deildar- stjóra rafveitunnar í leitarferð að ?lstu hverflum (túrbínum) landsins á fimmtudag. Magnús Guðbrandsson, bóndi að Álftá, sagði að hverfill- inn hefði verið fluttur þangað og settur upp árið 1953 og hafi þjónað hlutverki sínu vel í 20 ár. „En nú er hann niðurníddur, er engum til gagns og mér til skammar," sagði hann. Jón Gestur sagði að það væri vissulega mikill áhugi fyrir þessu og gaman væri því að varðveita hverfilinn, og þá helst í Hafnar- firði, þar sem hann var upphaf- lega. Það mun hins vegar ekki verða jafn auðvelt fyrir rafveitu- menn að nálgast næstelsta hverfil landins. Sá var keyptur af Jóhannesi Reykdal 1906 og er mun öflugri, gat gefið af sér 'rafmagn í 60 hús í Firðinum á sínum tíma. Hann er hins vegr enn í fullri notkun á bænum Minni Borg í Miklaholtshreppi. Þar hefur hann staðið síðan nóv- ember 1954 að sögn bónda þar, Páls Pálssonar. „Hann er búinn að mala mér gull í 31 ár,“ sagði Páll. „En viðhaldið sem hann hefur þurft er þegar ég skipti um legur í honum síðasta vetur.“ Páll byggði upp heimarafstöð- ina ásamt tengdaföður sínum, Ásgrími Þorgrímssyni. Hún gef- ur nú af sér einungis um 12 kW, vegna vatnsleysis, en hefur mest skilað 26 kW. „Mér hefur verið sagt að mér dygði ekki sex stafa tala til að kaupa rafmagn ef ég þyrfti þess,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.