NT - 17.08.1985, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. ágúst 1985 11
Er hringurinn að lokast?
Eru náttúrulegu efnin að sækja á þau kemísku?
NT ræðir við framleiðanda hollustufæðis og innflytjanda
næringarefna
Gott fæði:
Þetta byrjaði
við eldhúsbekkinn
■ Hér á árum áður voru engin
apótekin og ekki var hlaupið til
næsta læknis þótt einhver pestin
tæki sér bólsfestu í líkamanum.
Nei, haft var samband við ein-
hverja gamla góða konu í sveit-
inni og hún fengin til að skoða
sjúklinginn og sjóða honum
seyði úr jurtum sem tínd voru á
heiðinni. Þetta sötraði sjúk-
lingurinn og oft voru þuldar
þulur við sjúkrabeðið og ár-
angurinn var oft ágætur.
Nú er öldin önnur, heilbrigð-
isþjónustan er fullkomin, tækn-
inni hefur fleygt fram og viðhorf
manna til náttúrunnar er orðið
allt annað en var, eða hvað? Á
síðustu tímum hefur áhugi
manna á alhliða líkamsrækt og
hollu líferni stóraukist. Fólk
sækir meira í hreina og náttúru-
lega fæðu, og náttúruleg víta-
mín og næringaraukaefni hafa
öðlast virðingu á við kemísk
læknalyf.
Löngum hefur það orð farið
af Islendingum að þeir séu dellu-
menn upp til hópa. í því sam-
bandi hefur verið bent á vídeó-
æðið, bjórkrárnar og margt,
margt fleira. Það héldu því
margir að heilsu-og sportæðið
væri einhver bóla, en annað
virðist vera uppi á teningnum
og margir fullyrða að í lok
aldarinnar verði náttúran og
gjafir hennar meira metnar en
kemísk efni.
NT heimsótt tvö fyrirtæki,
annað sérhæfir sig í gerð hollra
matvæla, hitt flytur inn nær-
ingarefnatöflur.
N'I-niynd Róhtrt
■ Örn Svavarsson: „Það er sannað að þessi efni hafa áhrif.
Músasund og fyllirí
Rætt við Örn Svavarsson hjá Heilsu s.f.
■ Margar tegundir næringar-
efna hafa komið á markað hér-
lendis á síðustu árum. Sum
efnin hafa verið auglýst mikið
og áhrifamáttur þeirra er sagður
stórkostlegur. Fólk á auðveld-
ara með að vakna á morgnana,
það hefur meira starfsþrek, er
geðbetra og sum efnin eru meira
að segja sögð náttúruaukandi.
En hafa þessi efni einhver
áhrif, eða er ímyndunin bara
svona sterk hjá þeim sem neyta
þessara efna?
„Það hefur verið sannað með
rannsóknum að þessi efni hafa
mikil áhrif á starfsemi líkam-
ans,“ sagði Örn Svavarsson hjá
Heilsu s.f. en fyrirtækið flytur
meðal annars inn nokkrar teg-
undir þessara efna.
„Sum þessara efna eru hrein
náttúrulyf. Ég er til að mynda
með efni sem læknar kvef,
hversu ótrúlegt sem það kann
nú að virðast. Það er þykkni úr
jurt sem heitir sólhattur og hafa
indjánar vitað um lækningamátt
jurtarinnar í aldaraðir. Sé
þykknið úr sólhattinum tekið
inn með hvítlaukshylkjum
læknast kvefið. Hvítlaukurinn
ræðst á bakteríur og þessi efni
saman geta komið í veg fyrir
marga kvilla. í raun eru þetta
ekkert annað en handhæg lyf,
en mér er bannað að auglýsa
þau sem lyf og það eru líka
forréttindi lækna að mega
stunda læknastörf.“
Lyf, aukaverkanir, lyf
„Það sem náttúrulegu lyfin
hafa umfram kemísk lyf, er að
þau ráðast á meinsemdina
sjálfa. Ef þú ert með hausverk
og tekur magnýl, þá hefur lyfið
þau áhrif að þú hættir að finna
fyrir verknum, en lyfið læknar
ekki meinsemdina.
Það er einnig alþekkt að
kemíks lyf hafa ýmsar auka-
verkanir og oft verða aukaverk-
anirnar það miklar að annað lyf
þarf til að lækna þær. Það lyf
kann ef til vill líka að hafa
aukaverkanir. Hinsvegarþekkj-
ast ekki aukaverkanir með nátt-
úrulegum lyfjum.
Þekktustu efnin sem ég er
með eru Gericomplex og Gins-
ana G-115. Það er unnið úr
Gingsenrótinni. Gingsana G
115 hefur farið í gegnum mörg
vísindaleg próf og allstaðar
komið mjög vel út. Til dæmis
eykur það flutningsgetu blóðs á
súrefni um 15-20%. Þetta efni
er mjög mikið notað af íþrótta-
mönnum og það hefur farið í
gegnum mjög ströng próf af
þeim sökum og hefur ekki verið
gerð nein athugasemd við notk-
un þess hjá íþróttamönnum."
Músasund
Þetta efni eykur úthald og
það var gerð skemmtileg tilraun
með þetta lyf á músum. Nokkr-
um músum var gefið efnið og
þær síðan látnar synda þar til
þrek þeirra var búið. Eftir
tveggja vikna kúr var greinan-
legur munur á þeim músum sem
fengu efnið og hinum sem ekki
fengu það. Eftir þrjár vikur
höfðu mýsnar sem fengu Gins-
ana 30% meira þol og eftir 4
vikur var munurinn á þolinu
orðinn 51.8%. Á þessu sést að
munurinn er gífurlegur, en það
tekur vitaskuld tíma fyrir efnið
að virka.“
Viskí og olía
„Fyrst ég er farinn að segja
frá tilraunum þá má ég til með
að segja örlítið frá Kvöldvorrós-
arolíunni. Hún læknar marga
þráláta kvilla, svo sem liðagigt,
exem og tíðarverki hjá konum.
Það er einn liðagitarsjúklingur
sem verslar við mig og hann
segir Kvöldvorrósarolíuna
halda gigtinni niðri. Ef hann fær
ekki olíuna í hálfan mánuð þá
aukast verkir og hann verður
stirðari.
Það var líka gerð skemmtileg
tilraun í breskum háskóla. Lýst
var eftir sjálfboðaliðum til að
drekka sig blindfulla af viskíi og
helmingurinn fékk eitthvað á
milli 10 og 20 hylki af olíunni og
þeir menn fundu ekki fyrir nein-
um timburmönnum daginn
eftir, svo augljóst er að þetta
hefur mjög jákvæð áhrif á
manninn."
■ Fyrirtækið heitir Gott fæði
og framleiðir morgunmat úr
korni og öðru hollmeti, auk
þess sem það framleiðir hollt og
næringanríkt sælgæti. Eigandi
fyrirtækisins, framkvæmda-
stjóri þess og starfsmaður er
ungur söngnemi, Margrét
Björgólfsdóttir að nafni.
Fyrirtæki hennar er ekki
plássfrekt. Margrét deilir hús-
næði með Kökuvali og hennar
sýsla fer fram á einu langborði,
þar sem hún vigtar og pakkar.
Hrærivélar og ofn nota hún og
bakartið í sameiningu og skrif-
stofan er í kjatlaranum. NT hitti
þessa athafnakonu að niáli og
spurði hana áf hverju hún hafi
farið út í þessa framleiðslu og
rekstur fyirtækis.
„Upphaflega var þetta af per-
sónulegum ástæðum. Ég er við-
kvæm í ntaga og þarf, eins og
allir aðrir, að borða matmikinn
morgunmat sem fer vel í maga.
Þess vegna fór ég að útbúa mér
sérstakan morgunverð heima
við eldhúsborðið.
orðið úr því ennþá. Hinsvegar
hef ég framleitt Nantmi, sem er
ntun hollara en það lítur út fyrir
að vera. Nammið er súkkulaði
húðað, en ég hef bætt í það
bætiefnum sem vinna upp óholl-
ustuna í súkkulaðinu."
Fyrirtæki og söngur
fara vel saman
„Það fer nokkuð vel saman
að standa í ströngum fyrir-
tækisrekstri og stunda söngnám.
Þetta tvennt er rnjög ólíkt og
bætir hvort annað upp. Það
kemur oft fyrir að ég fer mjög
þreytt í söngtíma, en oftast kem
ég úthvíld úr söngnum og hef þá
orku til að vinna meira í fyrir-
tækinu.
Viðskiptalífið eykur líka fest-
una hjá mér. Reikningarnir
greiðast ekki nema ég vinni að
því og pantanirnar afgreiða sig
ekki sjálfar. Ég er komin út í
þctta og söngurinn er mér hjálp-
armiðill.
Þetta tekur allt mikinn tíma,
en rétt mataræði gefur manni
vægi með því að misbjóða hon-
um sífellt. Líkaminn er nefni-
lega langt á eftir allri iðnþróun
og þess vegna verðum við að
vinna með honum.
Viðskiptin ganga vel, þetta
er orðið miklu umfangsmeira
en ég ætlaði í fyrstu. Morgun-
gull með rúsínum er sérstaklega
lagað maga lyf og hafa margir
hringt til mín og þakkað mér
fyrir þetta uppátæki. Ég þróaði
framleiðsluna og var tilraunadýr
um leið.
Ég hef ckki lagt mikið uppúr
því að auglýsa mína fram-
leiðslu, hclst hef ég kosið að
kynna hana í verslunum. Þar
gef ég fólki aö smakka og er þá
sjálf á staðnum eða sérstaklega
valið fólk til að gefa upplýsingar
og svara spurningum. Einna
skemmtilegast hefur mér þótt
aö kynna Nammið, það kom
mér nefnilega mikið á óvart
hvað mörgum krökkum líkaði
það, eða um 60%. Þaö voru
ekki nema unt 20% sem sögðu
ojbara.“
■ Ný bakað kornið komið úr
ofninum. Margrét bakar kornið
við vægan hita í rúina hálfa
klukkustund.
■ Hluti framleiðslunnar hjá G
Ég hafði gaman af þessu og
brátt datt mér í hug að ég gæti
unnið mér inn dálítinn aukapen-
ing með náminu ef ég færi að
selja þessa framleiðslu. Þegar
ég fór að þreifa fyrir mér kom í
Ijós að ég þyrfti að stofna fyrir-
■ tæki og vinna að framleiðslunni
í húsakynnum sem viðurkennd
eru fyrir matvælaiðnað. Það er
nefnilega bannað að selja í búð-
ir matvörur sem framleiddar
eru í heimahúsum.
Fyrst í stað vann ég við þetta
tvo tíma á dag, tvo daga vikunn-
ar, en fljótt fór þetta að hlaða
utan á sig og nú vinn ég nánast
við þetta allan sólahringinn, sjö
daga vikunnar. Það fer nefni-
lega mikill tími í að vinna vör-
unni markað og dreifa henni.
Til skamms tíma rak ég einnig
veitingastaðinn Mensu, þannig
að nóg hefur verið að gera hjá
mér.
Upphaflega ætlaði ég að
framleiða trefjaríkar og hollar
kökur, en það hefur ekkert
lu fæði.
NT-myndir Sverrir
bæði aukið þrek og meiri tíma
til að vinna. Það er staðreynd að
ef borðaður er hollur og nær-
ingaríkur matur, þarf minni
svefn. Sjálf þarf ég mjög lítinn
svefn og þakka það matar-
æðinu. Oftast sef ég ekki nema
4-5 tíma á nóttu og held fullu
vinnuþreki. Það er því einlæg
ósk mín að íslendingar borði
hollari og næringarríkari mat,
því kröfumar eru gífurlegar í
þessu þjóðfélagi, ég tala nú ekki
um ungt fólk sem er að ala upp
börn og koma sér upp húsnæði.
Líkaminn í sögulegu
samhengi
Fólk hugsar líka allt of lítið
um líkamann í sögulegu sam-
hcngi. Það er mjög stutt síðan
farið var að vinna hráefni, en nú
borða margir nær eingöngu unn-
inn mat. Líkaminn er til þess
fallinn að vinna sjálfur fæðuna í
sem hráustu formi og hæglega
er hægt að setja líkamann úr jafn-
Ellifjörið
Þegar ég vann á Mensunni
var ég með sérstakt heilsufæði,
sem að mestu var byggt upp á
jurtafæði. Fólk var hálf hrætt
við það til að byrja með, en
vandist á það og það varð mjög
vinsælt. Fólk þarf að hugsa vel
um sig. Maðurgeturrétt ímynd-
að sér hvað það sparaði mikinn
sjúkrahúskostnað ef allir hugsuðu
um að halda líkamanum við.
Menn geta lifað á kók og prins
póló í tíu ár, en þá vinna þeir
ekki mikið eftir það.
Fólk verður að líka að hugsa
til ellinnar. Við þrælum mikinn
hluta æfinnar og ættum að njóta
ellinnar, en því miðurer heilsan
þá oft farin veg allrar veraldar
og gamalmennin hreinn spítala-
matur.
Við verðum að muna að með-
alaldurinn hefur hækkað og á
eftirlaunaaldrinum gefst lang-
þráður tími til að vinna að
áhugamálunumj ef við erum
enn í fullu fjöri. Ég tala nú ekki
um rómantíkina."