NT - 17.08.1985, Blaðsíða 8

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 8
Tækni: Iðnnjósnarar og annað gott fólk ■ Nútímanjósnarareigasvosannar- lega í vök að verjast því hægt og bítandi vinnur tæknin svo á að þeim verður alltaf hættara á að upp um þá komist. Það er ekki einu sinni nóg að gæta orða sinna lengur heldur þurfa þeir einnig að gæta tilfinningalegra við- bragða sinna í tjáskiftum sínum við aðra. En ef við byrjum á byrjuninni þá kemur það kannski einhverjum á óvart að símahleranir og notkun hler- unartækja hófst í lok síðustu aldar. Tæknilegar framfarir hafa svo leitt til geysilegra framfara á þessu sviði. Sem dæmi má nefna þá getur eitt tæki lítið fyrirferðar breytt símanum þín- um í hljóðnema sem nemur öll hljóð sem berast inn í það herbergi. Þrátt fyrir að síminn hringi ekki þá getur frakkaklæddur maður leynst niðri í kjallara og hlustað í gegnum símtól á allt það sem heyrist í herberginu, það sem meira er... hann getur líka setið við skrifborð hinum megin á hnettin- um og hlustað með sama árangri (ef símasambandið við útlönd er gott). í pennanum þínum getur hann hafa komið fyrir sendibúnaði sem gerir honum kleift að fylgjast með öllum ferðum pennans... og þín. í skrifstofu þinni getur hann hafa falið á minna en 20 sekúndum hljóðnema sem kemst fyrir í heftara, og sendir boð úm margra kílómetra leið... Trionic skjalataska 008 Skutheld: Klædd með skotheldu efni getur taskan gegnt hlutverki skjaldar og varið einstaklinginn gegn 357 magnum kúlu. Lygamælir: Smágerður raddgreinir sem gerir úttekt á rödd mælenda... þetta tæki er sagt vera í mikilli notkun í ýmsum útgáfum... aðallega á sviði viðskipta. Skynjari fyrir upptökutæki: Spurningin er auðvitað livort tækið sé ætlað til að kanna öryggi gagnvart umhverfi eða viðmælenda. Upptökutæki: 4 tíma upptökuhæfni (ef allir nota slíkan búnað þá verður manni spurn hvort þeir skynji ekki sín eigin tæki) Rafeindarsendibúnaöur: í því tilfelli að einstaklingnum sé rænt Árasarvari: Þctta tæki gefur frá sér mjög skært ljós og hefur verið tekið í almenna notkun erlendis hjá þeim sem ekki vilja nota skotvopn. Ljósið blindar árásar- aðilana og gefur færi á flótta. Sprengjusnuðrari: Rafeindatæki sem skynjar „þefinn" af sprengiefninu. HÍcrunartækisskynjari: Lítið viðvör- unarljós blikkar þegar taskan er í grennd við sendibúnað sem er í gangi. Þjöfavörn: Þegar viðvörnunarbúnaður- inn hefur verið virkjaður er ekki hægt að losa töskuna frá réttum eiganda án þess að sírena fari í gang í henni. Allt er þetta í skjalatösku sem lítur út eins og venjuleg skjalataska. ■ Þjófheld skjalataska meö margslungnum öryggisbúnaÖi. VIDEO LAUGARÁS- BÍÓ Nýjar úrvals myndir frá ClC-video til afgreiöslu nú þegar l'akinarkað uppla^ \ insanilejíast hafið sainhand við skrif- stofuna sem fyrst VIDEO Laugardagur 17. ágúst 1985 8 ■ Skilaboð sem enginn kemst í að lesa nema sá sem ætlað er að taka við þeim. En á hinn bóginn hefur tæknin einnig stigið stór skref í þá átt að auðvelda eftirlit með njósnabúnaði. Og gott dæmi urn slíkt er fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í gerð búnaðar sem fyrirbyggir hleran- ir, mannrán og líkamsmeiðingar vegna líkamsárása. Fyrirtækið heitir „CCS COMMUNICATION CON- TROL INC.“ og meða! þess búnaðar sem það hefur á boðstólum eru síma- greiningartæki sem koma upp um hleranir á símalínum og sem dæmi um búnað til verndar gegn hlerun er SL-50. SL-50 er búið snertiskynborði sem nemur snertingu ákveðins penna og sendir boð í gegnum síma til samskonar tækis sem skrifar út afrit af því sem skrifað er á skynborðið. Einungis það SL-50 tæki sem á við þitt eigi getur numið boðin. Okkur Islendingum finnst þetta afskaplega einkennilegt en erlendis telst slík varúð alveg sjálfsögð... iðn- aðarnjósnarar eru nefnilega sjaldan á höttum eftir leynilegum formúlum... heldur er viðfangsefnið hjá þeim upplýsingar um fyrirtæki og framtíð- aráform þeirra, fjárhagsstöðu og allar þær upplýsingar sem andstæðingum þeirra kemur til góða eða hægt er að selja. Tökum sem dæmi miðlungs- stórt fyrirtæki hvers hlutabréf eru á verðinu 5... segjum sem svo aðstærra og voldugra fyrirtæki hafi ákveðið að kaupa hið minna, slíkt getur þýtt jafnvel tvöföldun á verðgildi hluta- bréfanna... það má því hagnast veru- lega á upplýsingum um slíka sölu. Þeir sem þurfa að ferðast á milli staða með viðkvæm skjöl og/ eða annað verðmæti hafa sífelldar áhyggj- ur af því að á þá sé ráðist... enda er búnaður handa þeim orðinn ansi háþróaður og lítt áberandi... skotheld vesti úr Kevlar þráðum sem líta út eins og venjuleg jakkavesti... Skjala- töskur sem minna meir á búnað úr James Bond mynd en raunveru- leikanum. Á meðfylgjandi mynd má sjá búnað einnar slíkrar tösku. En á heimavelli fyrirtækisins er alltaf erfiðara að verjast njósnum... því er það að mörg erlend fyrirtæki hafa séð sig knúin til að fá eftirlit með starfsfólki og húsnæði í hendur sér- þjálfaðra manna sem búnir eru tækj- um sem geta staðsett flestan þann búnað sem iðnnjósnarar notast við og með stöðugri notkun raddgreina koma fleiri og fleiri iðnnjósnarar upp um sig. Það var vegna velgengni slíks búnaðar á sviði viðskipta að ríkis- stjórn Bandaríkjanna ákvað að kanna möguleika á lygamælingum starfs- manna sinna... líklega munum við íslendingar ekki kynnast slíkum bún- aði í bráð... við eigum víst engin leyndarmál. Hlynur Jörundsson ■ Skotheldur fatnaður. BLAÐ SEM Á ERINDI TIL ÞÍN LAU(;AKÁSBÍÓ SÍMI 38150 VIDEO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.