NT - 17.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. ágúst 1985 19 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nemendur veröa teknir í póstnám nú í haust ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdents- prófi eða hliðstæðri menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknareyðublöð eru fáanleg í póst- og síma- skólanum, hjá dyravörðum Landssímahússins v/Austurvöll og Múlastöðvar v/Suðurlandsbraut og á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í póst- og síma- skólanum í síma 91-26000/336. Umsóknir ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði °g prófskírteini eða staðfestu afriti af því skulu berast póst- og símaskólanum fyrir 30. áqúst 1985. Skólastjóri. Tilkynning Af gefnu tilefni vill Verzlunarmannafélag Reykja- víkur vekja athygli félagsfólks á ákvæði í kjara- samningi félagsins við vinnuveitendur sem kveð- ur á um að verslanir eiga að vera lokaðar á laugardögum til 1. september n.k. Félagið hvetur félagsfólk til að virða þetta ákvæði. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Tilkynning frá Póststofunni í Reykjavík Póstafgreiðslan í Pósthússtræti 5 verður lokuð um óákveðinn tíma frá og með n.k. mánudegi 19. ágúst vegna breytinga. Pósthólfin í kjallara eru þó opin og verður þar afhending ábyrgðarbréfa og smærri póst- sendinga. Öll önnur afgreiðsla flyst í Hafnarhvol v/ Tryggvagötu, þar verður opnað mánudaginn 19. ágúst kl. 15. Póstmeistarinn í Reykjavík tilboð - útboð Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Strandavegar í Steingrímsfirði - Selá II.' (20.000 m3). Verki skal lokið 1. nóvember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. september 1985. Vegamálastjóri atvinna í boði Bræðratunga þjálfunar- og þjónustumið- stöð fatlaðra á Vestfjörðum. Þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og sambýli sem rekið verður í tengslum við hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og húsnæði veitir forstöðumaður í síma 94- 3290. Reyðarfjörður Lausar stöður við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-4247 eða 96-4140. Skólanefnd Frá Grunnskóla Njarðvíkur Kennara vantar að Grunnskóla Njarðvíkur næsta skólaár. Kennslugreinar eru almenn' kennsla og danska. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skóla- stjóri í síma 92-4380 og 92-4399. Skólastjóri A Iðnaðarhúsalóð Laust til umsóknar er iðnaðarhús á lóðinni Smiðjuvegi 28. Upplýsingar gefnar á tæknideild Kópavogs frá kl. 9.30-15.00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst n.k. Bæjarverkfræðingur ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Reynsla í skráningu á diskettuvél nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 27. ágúst n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Lagervinna Verslunardeild Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmenn í lagervinnu. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staðnum. <$5 VERSLUNARDEILD \X holtagörðum sími 8 12 66 tilboð - útboð Sauðárkrókur Heilsugæslustöð Skagfirðinga Sauðárkróki, óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 95-5270. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Grindavíkur kennslugreinar eru, leikfimi, danska og al- menn kennsla. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 92- 8555 og 92-8504 og formaður skólanefndar ' í síma 92-8304. Lausar stöður: FÓSTRUR Fóstra óskast á skóladagheimilið (börn 5-9 ára) frá 01.09. Starfsmaður óskast á sama stað. Upplýsingar veitir forstöðumaður skóladagheimilis milli kl. 9-16 í síma 19600-260. Einnig óskast STARFS- NIAÐUR á dagheimilið fyrir börn á aldrinum 3ja-6 ára. Upplýsingar veitir forstöðumaður barnadag- heimilis milli kl. 9-16 í síma 19600-250. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B og barnadeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Boðið uppá aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar. SJÚKRALIÐAR Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar deildir: - Lyflækningadeild ll-A. - Handlækningadeildir ll-B og lll-B. - Barnadeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga. RÖNTGEN-HJÚKRUNARFRÆÐINGUR EÐA RÖNTGENTÆKNIR Vantar nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýs- ingar gefur deildarstjóri röntgendeildar í síma 19600-330. Starfsmaður Óskum að ráða starfsmenn til starfa \ þvottahúsi okkaraðSíðumúla 12. Upplýsing- ar gefur forstöðukona þvottahússins í síma 31460. Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunar- kunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrík- isráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykja- vík, fyrir 1. september n.k. Utanríkisráðuneytið

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.