NT - 17.08.1985, Blaðsíða 22

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 22
Laugardagur 17. ágúst 1985 22 Evrópubikarkeppnin i frjálsíþróttum A-keppnin: Sigra a-þýskir enn einu sinni ■ Dietmar Mögenburg á verðlaunapalli á ÓL í Los Angeles í fyrra, með þá Patrick Sjöberg og Zhu frá Kína sinn hvorum megin við sig. Ólympíumeistarinn getur ekki keppt í hástökkinu fyrir hönd Vestur-Þýskalands, því að hann meiddist á baki á æfíngu fyrir stuttu. Frakkland - Uruguay: Meiðsl hjá Frökkum - Tigana verður til að mynda ekki með ■ í næstu viku fer í fyrsta skipti fram leikur milli Suður- Ameríkumeistaranna og Evr- ópumeistaranna í knattspyrnu í skipulagðri keppni. Það verða Frakkar og Uruguaybúar sem leiða saman liesta sína í þetta skiptið. Franska liðið var tilkynnt í fyrradag og vantar í það marga af fastamönnum þess sem geta ekki verið með vegna meiðsla. Þar á meðal eru varnarmennirn- ir Manuel Amoros og Leonard Specht og miðjuleikmaðurinn Jean Tigana. Michel Platini mun hins vegar verða á sínum stað, með Alain Giresse og Luis Fernandez sér við lilið. Franski landsliðshóp- urinn lítur annars svona út: Markverðir: Joel Bats, Albert Rust Varnarmenn: William Ayache, Patrick Battiston, Michel Bibard, Maxime Bossis, Yvon le Roux. Miðjuleikmenn: Luis Fernand- ez, Alain Giresse, Michel Plat- ini, Thierry Tusseau, Philippe Vercruysse. Sóknarleikmenn: Bruno Bell- one, Dominique Rocheteau, Yannick Stopyra, Daniel Xuer- eb. ■ Þrír sigursælir Gáskamenn. Bergur Ingi, Olafur Þormar og Guðmundur Svemsson. eða tekst Sovétmönnum að stöðva þá? - Mögenburg verður ekki með ■ Austur-Þýsku landsliðin þykja líkleg til að verja titla sína í A-keppni Evrópubikarsins í frjálsíþróttum, sem haldin verð- ur í Moskvu um helgina. Karla- landsliðið hefur unnið keppnina fímm síðustu skiptin og alls sjö af þeim 10 keppnum sem haldn- ar hafa verið. Kvennalandsliðið státar af einum fleiri sigri, það hefur unnið allar nema tvær fyrstu keppnirnar frá því byrjað var að haida þær fyrir 20 árum. Enginn er talinn getað ógnað Uwe Hohn, fyrirliðakarlalands- liðsins, í spjótkastinu og Petra Felke, fyrirliði kvenna, ætti einnig að halla inn sigur í kvennaspjótinu. Hún gæti þó orðið að lúta í lægra haldi fyrir Fatima Whitbread, Bretlandi, sem hlaut bronsverðlaun á ÓL í fyrra og silfrið í síðustu heims- meistarakeppni. Whitbread var Snjóinn vantar ■ Heimsbikarkcppnin á skiðum, sem hefst í dag eða óvenju sncmma, í Andesfjöllunum byrjar á svipaðan hátt og í fyrra. Vegna hita og lítillar snjókomu hefur bruni karla sem fram átti að fara í Bariloch í Argent- ínu í næstu viku verið frestað. Keppni í bruni Las Lenas verður þó um helgina. Keppnin hefst svo snemma þetta árið vegna þess að Suður-Ameríku var úthlutað mótum í fyrsta sinn í 20 ár, eða síðan heinismeistara- keppnin fór fram í Por- tillo í Chile. Á æfíngum í fyrradag náði Svisslendingurinn Peter Muller besta tíman- um og landi hans Karl Alpiger varð annar. Miiller sigraði í síðustu tveim brunmótum Heimsbikarkeppninnar í fyrra og eins og þá er reiknað með Svisslend- ingum sterkum þetta árið. Frá Skálatúni: ■ Laugardaginn 10. ágúst s.l. var haldið að Skálatúni í Mos- fellssveit innanfélagasmót Gáska, sem er íþróttafélag þroskaheftra þar á staðnum. Keppt var : ýmsum greinum frjálsra íþrótta svo sem lang- stökki, spretthlaupum, lang- hlaupum og kúluvarpi. Háð var drengileg og spennandi keppni þar sem ánægja og leikgleði var höfð í fyrirrúmi. Bestum árangri náðu þau Gerður Jónsdóttir og Ólafur Þ. Gunnarsson. Annars urðu helstu úrslit þessi: 60 m hlaup kvenna: Gerður Jónsdóttir ...............11,6 Sóley Traustadóttir..............12,7 Hjördís Kristjánsd...............12,8 Langhlaup kvenna: Gerður Jónsdóttir ............. 1.45,0 Sóley Traustad.................2.07,2 Súsanna Pálmad.................2.26,4 Langstökk kvenna: tekin fram yfir sjálfan ólympíu- meistarann Tessa Sanderson í vali breska landsliðsins, en hún hefur æ ofan í æ unnið sigur á Sanderson. f 100 m hlaupi kvenna senda A-Þjóðverjar heimsmeistarann Marlies Göhr til keppni og ann- ar meistari og methafi keppir fyrir þá í 200 metrunum, Marita Koch. Marita fær verðugan keþpinaut þar sem um er að ræða hina tékknesku Jarmila Kratochvilovu. Hún er heims- meistari í 400 og 800 m hlaupun- um og á einnig heimsmetin í þeim greinum. Kratochvilova hleypur ekki 400 metrana að þessu sinni, heldur 200 og 800 m hlaupin. Sovétmenn ætla sér einnig stóra hluta í mótinu og tveir keppendur þeirra gætu tekið upp á því að setja heimsmet. Sergei Bubka, sem varð fyrstur til að stökkva yfir sex metra í stangarstökki, mun ábyggilega reyna að bæta það met. Lítil keppni gæti þó orðið til að Knattspyrna: ■ í dag byrjar 14. umferðin í 1. deild. Skagamenn taka á móti FH-ingum á Skaganum kl. 14.30. Á morgun verður svo einn mikilvægur leikur. Vals- menn leika á heimavelli gegn Þór og hefst sá leikur kl. 19.00. Á mánudagskvöld verða síðan tveir leikir. Keflavík og Þróttur leika í Keflavík kl. 19.00 og á sama tíma mæta Framarar Vfði á Laugardalsvelli. í 2. deild verða fjórir leikir í dag. Allir hefjast kl. 14.00. Skallar fá Völsunga í heimsókn, ísfirðingar leika heima gegn Leiftri, Siglfirðingar leika gegn Njarðvíkingum og Eyjamenn fá Fylki í heimsókn. í 3. deild verður allt á fullu. í A-riðli mætast Grindavík og Víkingur Ól, ÍK fær Reyni í heimsókn, Stjarnan leikur heima gegn HV og loks fær efsta liðið Selfoss Ármenninga í Gerður Jónsdóttir ..............2,56 Jóhanna Geirsdóttir ............1,91 Hjördis Kristjánsd..............1,80 Kúluvarp kvenna: Gerdur Jónsdóttir ..............5,06 Jóhanna Geirsdóttir ............4,86 Súsanna Pálmadóttir.............4,44 Boltakast kvenna: Borghildur Stefánsd............11,05 Edda Sigurðard.................10,86 Unnur Þórisd....................7,55 60 m hlaup karla: Guðm. Sveinsson..................9,0 Halldór Bj. Pálmason............10,2 Bergur Ingvi Guðmundsson........11,2 Langhlaup karla: Guðmundur Sveinsson...........1,28,6 Þorlákur Sigurðsson...........1,35,0 Ólafur Þormar Gunnarss........1,35,3 Langstökk karla: Ólafur Þ. Gunnarsson...........3,33m Gudmundur Sveinsson............2,91m Bergur Ingvi Guðmundss.........2,85m Kuluvarp karla: Bergur Ingi Guðm................8,05 Guðmundur Sveinsson.............7,60 Ólafur Þ. Gunnarsson............7,42 Boltakast karla: Halldór Stefánsson ............20,70 Friðrik Hakansen...............13,22 Hjalti Eggertsson..............13,10 draga úr honum mátt, því að hvorki Pierre Ouinon, ólympíu- meistari, eða Thierry Vigneron, heimsmethafi innanhúss, verða með á mótinu. Olga Bondarenko, fyrrum heimsmethafi í 10.000 metra haupi hefur eflaust fullan hug á að endurheimta met sitt. Það féll í síðasta mánuði er hin norska Ingrid Kristianesen hljóp á betri tíma á Bislet leik- vanginum í Osló. Steve Cram, þrefaldur heims- methafi, fer í fararbroddi fyrir ensku landsliðunum, en mikil eftirsjá er í því að hvorki Sebastian Coe né Steve Ovett verða með að þessu sinni. Þessir stórkostlegu hlauparar eiga báðir við meiðsli að stríða. Tvær efstu þjóðirnar í hvor- um flokki tryggja sér rétt til keppni á heimsbikarkeppninni í Canberra, Ástralíu, í október. Úrvalslið karla og kvenna verð- ur svo valið úr hinum landslið- unum í Moskvu og keppir það einnig í Canberra. heimsókn. Selfoss þarf aðeins eitt stig í síðustu þremur leikj- um til að vinna A-riðilinn. í B-riðli er meiri spenna. Þar verða fjórir leikir. Austri- Huginn, Magni-Þróttur, HSÞ- Einherji og Tindastóll-Valur. Allir leikir í 3. deild hefjast kl. 14.00. Úrslitakeppnin í 4. deild heldur áfram. ÍR og Augnablik mætast á gervigrasinu kl. 17.00 og Sindri og Reynir Á mætast á Hornafirði kl. 14.00. I 1. deild kvenna verða þrír leikir. KA kemur suður og leik- ur við Val í dag kl. 14 og á morgun við UBK kl. 14. Þá spila Keflavík og Akranes kl. 14 í dag. Þá stendur yfir úrslitakeppni í 3. og 4. aldursflokki og er keppt í Vestmannaeyjum (3.) og á Ákureyri (4.). Frjálsar íþróttir Unglingamót FRÍ verður á Laugardalsvelli í dag og á morgun. í dag hefst keppnin kl. 13.00 en á morgun kl. 10.45. Handknattleikur Síðasti keppnisdagur á ís- landsmótinu utanhúss verður í dag.Ármann og Breiðablik spila kl. 14.00 og strax á eftir Valur og FH. Keppt er við Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Handbolti hjá KR ■ Tvenn handbolta- námskeið verða haldin í KR-heimilinu í þessum mánuði. Hið fyrra hefst 19. ágúst og stendur til 23. og hið síðara er dag- ana 26.-30. ágúst. Æft verður frá kl. 15-17.30 alla virka daga og er nám- skeiðið ætlað drengjum 10 ára og yngri og stúlk- um 12 ára og yngri. Innritun hefst í dag kl. 15 í síma 628951 og stend- ur alla helgina. Gott Gáskamót Helgarsportið

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.