NT - 17.08.1985, Blaðsíða 21

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 21
r - - - m I • * * Laugardagur 17. ágúst 1985 21 Útlönd Bandaríkin: Glæpur að smíða ekki sprengjuheldar þotur? New York-Reuler ■ Bandarískur lögfræðingur hefur höfðað mál á hendur Boe- ing-verksmiðjunum fyrir að breyta farþegaflugvélum sínum ekki þannig að þær geti þolað sprengju. Lögfræðingurinn, sem heitir F. Lee Bailey, höfðaði málið vegna dauðra Sugra Sadiq sem lést þann 23. júní síðastliðinn þegar indverska þotan Air India hrapaði í Atlantshaf. Það er talið að þotan hafi hrapað eftir að sprenging varð um borð í henni. Bailey heldur því fram að Boeing-fyrirtækið hafi gert sig sekt um vanrækslu með því að láta undir höfuð leggjast að endursmíða farþegaþotur sínar þrátt fyrir að vitað væri að þotunum stafaði hætta af sprengjuárásum i hryðjuverka- manna. Það væri skylda flugvél- averksmiðjanna að sjá til þess að þoturnar stæðust slíkar árás- ir. Bailey kærði líka indverska flugfélagið Air India og kana- dísk stjórnvöld fyrir að tryggja ekki nægjanlegt öryggi á flug- völlum sem hefði leitt til þess að hryðjuverkamenn hefðu getað smyglað sprengju um borð í flugvél Air India. Lögfræðingurinn fer fram á alls tveggja milljarða dollara (80 milljarða ísl.kr.) skaðabæt- ur. Spánn: „Vinna óskast há f undarlaun" Leon-Reuler ■ Áhyggjufullur spænskur faðir auglýsti fyrir skömmu eftir vinnu fyrir son sinn og bauð sem svarar 100.000 ísl. kr. meðlag með syninum til atvinnurekandans sem fyndi honum stað í fyrirtæki sínu. Argimiro Gonzalez hafði misst alla von um að sonur- inn, Jose Luis, sem er raf- virki fyndi vinnu í Leon, þar sem fjölskyidan býr, svo að hann greip til þess örþrifa- ráðs að auglýsa „fundarla- un“. Auglýsingin bar árangur og nokkrum dögum síðar. var sonurinn kominn í trygga atvinnu. Atvinnurekandinn afþakkaði meira að segja meðlagið. Samkvæmt opinberum töl- um eru nú um 22% vinnu- færra Spánverja atvinnulaus og er atvinnuleysi hvergi meira í Evrópu. Víetnamskur her úr Kambódíu eftir 5 ár? Bresk rannsókn: Hætta á krabbameini Bangkok-Reuter ■ Víetnamar hafa lýst því yfir að þeir muni kalla her sinn burt frá Kambódíu fyrir árið 1990 vegna þess hvað „allt gangi vel á öllum sviðum“. Víetnamar sendu her sinn í Kambódíu fyrir sjö árum og steyptu þáverandi stjórn Rauðra Khmera. Þeirstuddu þá til valda aðra stjórn sem er þeim mjög vinsamleg. Rauðir Khmerar hafa síð- an haldið uppi skæruhernaði gegn víetnamska herliðinu í Kambódíu sem er talið vera um 160.000 til 180.000 menn. Rauðu Khmerarnir eru í bandalagi við tvær aðrar skæruliðahreyfingar og er talið að bandalag þeirra hafi samtals um 50.000 til 60.000 menn undir vopnum. Chilestjórn fær ný alþjóðalán Washington-Rcutcr ■ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lofað stjórn Chile nýjum lánum sem nema um 850 milljón dollurum næstu þrjú ár. Efnahagur Chile er nú mjög bágborinn þar sem helsta út- flutningsvara Chilemanna, kopar, hefur lækkað mikið í verði á heimsmörkuðum á undanförnum árum. Chile- stjórn á því erfitt með að tryggja afborganir og vaxtagreiðslur af erlendum lánum sem nú eru talin nema um 20 milljörðum dollara. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins til Chile eru fyrst og fremst ætluð til greiðslna á eldri skuld- um sem Chile gæti annars ekki greitt. Þurrkar í Búlgaríu Sofía-Rcutcr ■ Miklir þurrkar hafa verið í Búlgaríu á þessu ári þannig að uppskera er langt undir meðal- lagi. Stjórnvöld hafa varað við því að matvæli kunni að verða af skornum skammti í vetur vegna þurrkanna. Að sögn erlendra sendifuli- trúa í Búlgaríu hafa þurrkarnir leitt tii lélegrar tóbaks- og korn- uppskeru og svo virðist sem grænmetisuppskeran verði einn- ig lítil. Vatnsskorturinn hefur líka leitt til rafmagnsskömmtun- ar þar sem Búlgarar nota vatns- afl mikið til raforkuframleiðslu. Yfirlýsingin um að Víet- namar myndu kalla her sinn heim fyrir árið 1990 var gefin út eftir tveggja daga fund utanríkisráðherra Víetnams, Laos og Kambódíu sem hald- inn var í Phnom Phen. Áður höfðu Víetnamar gefið í skyn að þeir myndu hugsanlega ekki kalla allan her sinn heim margföld hjá starfs- fólki kjarnorkuvera krabbameini í blöðruhálskirtli allt að átta sinnum meiri en almennt gerist í þjóðfélaginu. Rannsóknin náði til tæplega 40.000 karla og kvenna sem hafa starfað við bresk kjarnork- uver á árunum 1946 til 1979. Þetta mun vera víðtækasta rann- sókn sem gerð hefur verið á dánarorsökum starfsfólks kjarnorkuvera nokkurs staðar í heiminum. Heildardánartíðni reyndist mjög svipuð og hjá öðrum hóp- um í þjóðfélaginu í sambærileg- um aldursflokkum. Krabba- mein í blöðruhálskirtli var eina áberandi undantekningin. Af þeim 3.373 dauðsföllum sem rannsökuð voru reyndust 38 stafa af krabbameini í blöðru- hálskirtli sem er átta • sinnum meira en hjá öðru fólki. í skýrslunni er tekið fram að enn sé lítið vitað um langtím- aáhrif iítillar geislunar. Áhrifin verði ekki ljós fyrr en síðar þegar starfsfólkið verði eldra. Þá verði auðveldara að bera það sanian viö aðra hópa. fyrr en eftir tíu ár. London-Reuter ■ Samkvæmt nýrri og ýtar- legri rannsókn á dánarorsökum starfsfólks kjarnorkuvera er hættan á því að það látist úr ■ Kjarnorkuver eða vindmilla, hvort skvldi nú vera heilsusamlegri vinnustaður. Portúgal: Samyrkjubændur óttast ríkan landeigendaaðal Cuba, Portúgal-Reutcr ■ Samyrkjubændur í Port- úgal, sem lögðu undir sig búgarða ríkra bænda eftir byltinguna fyrir tíu árum, óttast nú að landeigendum takíst að sölsa aftur undir sig jarðirnar með aðstoð stjórn- valda sem verði stöðugt hægrisinnaðri. Joao Santos einn af leiðtogum samyrkjubænda á Alentejo kornræktarsvæðinu segir að mikil hætta sé á því að umbæturnar, sem gerðar voru á kjörum fátækra bænda, verði nú teknar aftur. Fjöldi samyrkjubúa hafi ver- ið lagður niður og landi þeirra skilað til upphaflegra eig- enda frá því árið 1977. Leiðtogar samyrkjubænda segja að 702.000 hekturum samyrkjulands hafi verið skilað aftur til landeigenda og að nú séu aðeins eftir um 430.000 hektarar í samrækt af þeim 1,13 milljónum hekt- urum sem hefðu verið teknir undir samyrkjubú árið 1975. Samyrkjubúin voru upp- haflega um 550 talsins en nú eru aðeins 330 eftir. Margir samyrkjubændur ásaka stjórnina um að ganga erinda landeigenda sem vilji sam- yrkjuhreyfinguna feiga. En stjórnvöld neita því og segj- ast aðeins vilja skýra lagalega stöðu samyrkjubúanna og tryggja að rekstur þeirra sé hagkvæmur. Portúgalskir kommúnistar hafa staðið framarlega í bar- áttu samyrkjubænda gegn því að samyrkjulandi verði skilað aftur til ríkra landeig- enda. Á sumum stöðum hef- ur komið til átaka milli bænda og lögreglu sem stjórnvöld liafa hvatt til að tryggja upphaflegum land- eigendum aftur land sitt. Skógareldar: Pólitískir brennu- vargar á Grikklandi? Kavala-Reutcr ■ Andreas Papandreou for- sætisráðherra Grikklands ásak- aði í gær brennuvarga um að hafa kveikt í skógum landsins sem síðustu daga hafa eytt tugum þúsunda hektara af skóglendi. Hann sagði ýmislegt benda til þess að brennuvargarnir hefðu pólitísk markmið með íkveikj- unum. Eldarnir hafa kviknað á 39 stöðum í Grikklandi þar sem nú er mjög heitt og þurrt í veðri. Nokkrir menn hafa þegar látist vegna köfnunar eða brunnið til bana í eldinum. í fyrrinótt umkringdi skógar- eldurinn hafnarborgina Kavala þar sem 46.000 manns búa. Nokkur hús brunnu og nær ólíft varð í borginni vegna reykjar- stybbu og hita. Papandreou sagði að greini- lega væri um íkveikju að ræða á mörgum stöðum. Fyrrverandi hermaður hefði verið handtek- inn með íkveikjuefni sem væru svipuð þeim sem lögreglan hefði fundið á þrem stöðum þar sem eldar hefðu kviknað. Papandreou kvað margt benda til þess að íkveikjurnar hefðu verið gerðar samkvæmt áætlun. Það væri því ekki nema von þótt menn spyrðu sig hvort markmiðið með þeim væri ekki að valda glundroða í Grikk- landi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.