NT - 18.08.1985, Síða 18

NT - 18.08.1985, Síða 18
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 22 * Þó ævisaga Luciano hafi horfið hefur nýlega verið geröur sjónvarpsþáttur um æviferil Lucky Luciano Lucky Luciano var lamaður af hræðslu. Góðvinir hans í Mafí- unni I New York höfðu sent flokk morðingja til að heilsa upp á hann. ■ Velklæddur eldri maður í gráum jakkafötum nam staðar og svo virtist sem hann ætlaði að taka hvítu nellikuna úr hnappagatinu. En í stað þess greip hann um háfsinn. Augnabliki síðar féll hann á gólfið. Steindauður. Vopnið var óttinn Maðurinn var enginn annar en Lucky Luciano, velþekktur glæpa- konungur, 65 ára að aldri. Þessi atburður átti ser stað 27. janúar 1962 í flugstöðinni í Napólí á Ítalíu. Morð- ingjar Lucky Luciano voru félagar hans og vinir í glæpabransanum. Og þeir drápu hann án nokkurs líkamlegs ofbeldis. Vopnið sem þeir beittu var óttinn. Luciano var voldugastur og sá best gefni af leiðtogum glæpamanna sem stjórn- uðu skipulagðri glæpastarfsemi í New York á fjórða og fimmta áratugnum. 1936 var hann dæmdur í 30-50 ára fangelsi fyrir skipulagt vændi. En hann hélt áfram að stjórna Mafíunni í New York úr Steininum. Og Lucky Luciano beitti áhrifum sínum t» þess að Mafían á Sikiley studdi Bandantenn þegar þeir létu til skarar skríða með innrásinni á Sikiley áriö 1943. Og í þakklætisskyni var Luciano náðaður 1946 og sendur tii Ítalíu, en þaðan hafði hann komið til Bandaríkjanna árið 1907, 10 ára gamall, sonur ítalskra útflytjenda. Nú settist hann að í Napolí. Og Luciano var enn æðsti yfirmað- ur Mafíunnar í Ncw York þó að góðvinur hans, Vito Gcnovese, væri málpípa hans. Þegar mikilvægar ákvarðanir þurfti að taka, flaug Luc- iano yfir Atlantshafið og átti fund með undirtyllum sínum frá New York, á Jamaica í Vestur Indíum. Luciano var enn Guðfaðir Mafíunn- ar þar til hann dó þennan janúar- dag 1962 i flugstöðinni í Napolí úr hræðslu við sína sömu glæpafélaga. Og hégómagirnd hans varð honum að falli. Raddirnar frá New York Fíkniefnalögreglan á Ítalíu og í Bandaríkjunum var fullviss að Luc- iano stjórnaði heróínviðskiptunum milli Ítalíu og New York. En þeir höfðu ekki hinar minnstu sannanir í höndunum. Yfirmaður fíkniefnalög- reglunnar í Napolí, Giuliano Olivia, var þrautseigur atvinnulögreglumað- ur. dökkur á brún og brá. Hann hafði látið hlera síma Luciano í lengri tíma. Og skyndilega uppskar hann laun erfiðis síns. Símtölin voru frá New York. Þeir sem hringdu sögðu aldrei til nafns, en það var auðheyrt að Luciano þekkti þá alla vel. Það kom aldrei skýrt frani hvað um var rætt. En raddirnar frá New York reyndu ýmist að tala um fyrir Luciano eða hóta honum. Og 25. janúar 1962 kont síöasta örvænt- ingarfulla símtalið. Nú var það Luc- iano sem tók upp símtólið heima hjá sér og bað um númer í Madrid. Og sá sem hringt var til var bandaríski rithöfundurinn Martin Gosch, sem bjó í lúxusíbúð í Madrid. Luciano næstum hrópaði í símtólið þegar Gosch kont í símann: ..Þú verður að láta mig fá það til baka og hætta við allt. Annars fer allt úr böndum." „Ég skal gera það sem ég get, en fyrst verð ég að hafa samband við New York. Eg kem til þín í fyrramálið," svaraði Martin Gosch og lagði tólið á. Nú ákvað Oliva að láta gera húsleit í íbúð Luciano. Hann vissi ekki hvað þessi dularfullu símtöl snerust um, en hann var viss unt að eitthvað stórt var á ferðinni. Tveim tímum síðar lét lögreglumaðurinn sem hafði auga með Luciano vita að hann hefði farið út að veðhlaupabrautinni við Agn- ano. Hálftíma síðar braust lögreglan ■ Eftir 10 ár var Lucky náðaður og fór til Italíu og þaðan stjórnaði hann Mafíunni í New York. inn í íbúðina og öllu var snúið um. Undir koddanum í rúmi Luciano fannst bréfmiði með þessum skila- boðum: „Kæri Martin. Mér þætti vænt um ef þú vildir segja þeim sem taka við handritinu að það sé gert í trúnaði. í því eru, eins og þú veist, mörg leyndarmál sem ekki má ljóstra upp. Þetta handrit má ekki komast í hendur annarra." Hvað var á ferðinni? Hvaða handrit? Og Oliva ákvað að yfirheyra Luciano um innihaldið, þó hann vissi ekki eiginlega hvað hann ætti að spyrja um. Hann stefndi Luciano til fundar við sig klukkan ellefu næsta dag. Lucky Luciano kom tuttugu mínútum of seint til fundarins og Oliva lagði pappírssnepilinn fyrir hann og bað um skýringu. Glæpafor- inginn sagðist aldrei hafa séð þetta fyrr. Æviferittinn á fílmu Oliva spurði nú Luciano um ýmsa menn á Spáni sem hann vissi að Luciano hafði haft santband við. Luciano sagðist ekki kannast við neinn þeirra. Og þá lagði Oliva trompið á borðið. „En hvað með Martin Gosch,“ spurði hann. Það liðu tíu, fimmtán, tuttugu sekúndur. Enginn sagði neitt, en þá brosti Luciano og með hásri rödd sagði hann næstum afsakandi: „Hann kannast ég við, en við Martin höfum ekki gert neitt sem þú getur neglt okkur á. Það er hann sem hefur skrifað sjálfsævisögu rnína fyrir mig.“ Þannig kom þessi furðulega frétt fram: Luciano ætlaði að gefa út endurminningar sínar, og hann hafði selt kvikmyndarétt á ævisögunni til kvikmyndafélagsins Pathé News í New York. Ekki voru það peningarnir sem höfðu glapið Luciano út í þessa vitleysu. Fyrir honum voru þetta smáaurar. Nei, það var hégómagirni hans sem fékk hann til þess arna. Honum fannst að hann hefði komið svo stórum hlutum til leiðar á lífs- hlaupi sínu að eðlilegt væri að heim- urinn fengi að vita af þeim, og dást að snilli hans. „Ef þú vilt koma með mér og heilsa upp á Martin Gosch, þá er þér velkomið að verða samferða út á flugvöll. Vélin kemur klukkan tvö á morgun og ég fer þangað til að taka á móti honum.“ ■ Áríð 1936 var Luciano dæmdur í 30-50 ára fa

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.