NT


NT - 20.08.1985, Síða 1

NT - 20.08.1985, Síða 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEE P. 7 Engin lög leyfa innflutning á hráu kjöti ■ Lögin frá 1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki eru í fullu gildi jafnt á Keflavíkur- flugvelli og á öðrum stöðum á landinu. Astæðan til þess að þau hafa ekki verið látin ná til innflutnings varnarliðsins á hráu kjöti, er ekki sú, að undanþága hafi verið veitt í viðbótarsamn- ingi varnarsamningsins, heldur hin, að stjórnvöld hafa horft á I þetta með blinda auganu í þeirri j trú að gin- og klaufaveiki fyrir- finnist ekki í Bandaríkjunum. En slíkt getur breyst og þá verður að framfylgja lögunum frá 1928 af fullri einbeitni. Petta kemur fram í grein sem Þórarinn Þórarinsson skrifar í NT í dag. Hann færir að því rök að varnarsamningarnir heimili ekki innflutning á hráu kjöti og að lögin um varnir gegn gin- og klaufaveiki séu í fullu gildi. Sjá bls. 8 Holland: Verða líknar- morð lögleidd? Hague-Reuter ■ Stjórnskipuð nefnd í Hollandi hefur mælt með því að lögum landsins verði breytt og líknarmorð verði heimiluð í þeim tilfellum þegar sárþjáðir sjúklingar biðja lækna urn að binda enda á líf sitt.' Samkvæmt núgildandi lög- um eiga læknar á haítu að verða dæmdir í allt að 12 ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir um líknarmorð, eða að hafa hjálpað sjúklingum að fremja sjálfsmorð. í fvrra úrskurðaði hæsti- réttur landsins að taka bæri fullt tillit til þess hvað lækn- um þætti rétt og rangt þegar verið væri að dæma í líkn- armorðsmálum. Síðan hafa fjölmargir læknar, sem sak- aðir hafa verið um líknar- morð, verið sýknaðir af ákærunni. Smáflokkur á hollenska þinginu hefur lagt fram frum- varp til laga um að iíknar- morð verði leyfð, en stærstu flokkarnir vildu ekki af- greiða málið fyrr en sýnt væri hver úrskurður nefndarinnar yrði. Brotist inn í trillur: Talstöðvum stolið ■ Brotistvarinnífjórartrillur í smábátahöfninni í Hafnar- firði um helgina. í þremur af fjórum trillunum var stolið tal- stöðvum. Bátatalstöðvar kosta nokkra tugi þúsunda, þannig að um tilfinnanlegt tjón er að ræða. Rannsóknarlögregia ríkisins hefur málið til rannsóknar. Izvestía lofar einka- framtak - sjábls. 7 Ólga í út- varpsráði - sjáopnu ■ Hvað.fer hún ekki að koma? Þessi ferðalangur er sennilega heldur fljótur á sér, þar sem málið er enn á frumstigi. NT-mynd: Róben Samgöngur: Tíðar ferjuferðir yfir Hvalfjörðinn? Málið í frumathugun; styttir vesturleið um 50 km Selfoss í 2. deild - bls. 17 Haukur stóð sig vel - bls.17 Óvænt hjáFH - bls. 18 ■ Nú standa yfir, sam- kvæmt heimildum NT, frum- athuganir á ferjurekstri yfir Hvalfjörð, á vegum Járn- blendifélags íslands. Mun vera miðað við tíðar ferðir yfirfjörðinn, ámilli Hvaleyr- ar í sunnanverðum firðinum, og Grundartanga, og þá með nokkrum ferjum. Ef af slíkunt ferjurekstri yrði, stytti það leið öku- manna á leið fyrir Hvalfjörð, um 50 km, eða um tæpan klukkutíma akstur. Enn munu athuganir þess- ar skammt á veg kornnar og er mælingum á umferðar- þunga ekki lokið. Þó hefur komið í ljós að umferð fyrir Hvalfjörð er mjög ójöfn og kemur í bylgjum á mismun- andi tímuni, sunnan að og norðan. Á þessum stað er Hval- fjörðurinn tiltölulega mjór og mun 10 mínútna sigling bakka á milli. Helgi Hallgrímsson, for- stjóri tæknideildar Vega- gerðar ríkisins, sagði í sam- tali við NT að áætlaður kostnaður vegna endúrnýj- unar vegarins fyrir Hvalfjörð væri 500 milljónir króna: „Ef hægt væri að fresta svo stórri fjárfestingu, flokkast það undir sparnað. Hitt er annað, hvort umferð um veginn yrði rnikil þrátt fyrir ferjuferðirnar.“ Ef af ferjurekstrinum verður er ljóst að til að anna þeirri umferð sem fer um fjörðinn þarf 3-5 ferjur sem hver um sig gætu borið 20-40 fólksbíla. Enn er mál þetta í frumat- hugun, en ef af slíkum ferju- rekstri verður í framtíðinni er ekki ólíklegt að það hafi einhver áhrif á rekstur Akra- borgarinnar og veitinga- reksturfyrirbotni Hvalfjarð- ar. Breyt- ingar á uppröð- uníNT ■ Við höfum breytt lítil- lega uppröðun efnis í NT. Innlendar fréttasíður er nú að finna á bls. -4-5, útsíð- um blaðsins og í opnunni. Erlendar fréttir eru á bls. 6-7 og íþróttafréttir verða á bls. 18-19 nema á þriðju- dögum. þegar þeim cr ætl- að meira rúm í blaðinu. Dagskrá útvarps og sjón- varps er nú á bls. 23 og á síðunni á móti eru auglýs- ingar frá kvikmyndahús- unum. Leiðari blaðsins og Vettvangsgreinar eru á bls. 8-9. Með kveðju ritstj.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.