NT - 20.08.1985, Blaðsíða 5
■ Tete Montoliu. Hann er einn af fremstu jazzpíanistum Evrópu.
„Þessi ófétis jazz“
Mikil hátíð á 10 ára afmæli Jazzvakningar
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 5
Búseti sækir
um 180 lóðir
- í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
■ Líkur eru á því aö íslenskir
jazzgeggjarar geggist endanlega
um miðjan næsta mánuð, því þá
mun Jazzvakning halda mikla
jazzhátíð í tilefni af 10 ára
afmæli samtakanna.
„Það verður mikið um að
vera hjá okkur“, sagði Vern-
harður Linnet, formaður Jazz-
vakningar á blaðamannafundi
sem boðað var til vegna afmælis-
ins, „Jazzvakning hefur verið
óstarfhæf um langan tíma vegna
undirbúnings hátíðarinnar“.
Vernharður sagði að ekki
væri hægt að halda hér hátíð án
þess að Niels-Henning Örsted
Pedersen kæmiástaðinn. „Niels
er nefnilega sannur íslandsvinur
og í gegnum tíðina hefur hann
orðið persónulegur vinur okkar.
Þegar illa hefur gengið hjá félag-
inu höfum við hringt í hann og
sagt að nú væri það svart. Hann
er þá kominn með það sama og
topfyllir stóra sali og tekur sára-
lítið fyrir," sagði Vernharður.
En það koma fleiri gestir.
Fyrstu tónleikar hátíðarinnar
verða í Háskólabíói þann 12.
september. Þar spila þeir dúett,
Niels-Henning og píanóleikar-
inn Ole-Kock Hansen. Eftir hlé
mun söngkonan Etta Cameron
syngja með hljómsveit Ole-
Kock Hansen.
Kvöldið eftir verða hátíðar-
tónleikar í Háskólabíó þar sem
tríó Niels-Hennings leikur
margskonar jazzvrk, meðal
annars íslensk þjóðlög sem Ole-
Köck Hansen hefur útsett sér-
staklega fyrir þessa hátíð. Með
þeim tveim leikur Pétur Östlund
á trommur, auk strengja-
kvartetts undir stjórn Þórhalls
Birgissonar.
Hljómsveitin Mezzoforte
mun halda tónleika á hátíðinni
og með hljómsveitinni leikur
erlendur saxófónleikari, en ekki
er ljóst að svo stöddu hver það
verður.
Vegna þessara tímamóta mun
Jazzvakning gefa út hljómplöt-
una „Þessi ófétis jazz“, með
bassaleikaranum Tómasi Ein-
arssyni. Með Tómasi eru ófétin
Eyþór Gunnarsson, Friðrik
Karlsson og Gunnlaugur Briem,
sem allir eru liðsmenn Mezzo-
forte og auk þeirra spilar gamla
kempan Rúnar Georgsson á,
plötunni.
Auk ofantaldra atburða
verða haldin klúbbkvöld og oft
fleiri en eitt sama kvöldið. Tíð-
indamenn Jazzvakningar full-
yrtu á blaðamannafundi að verð
aðgöngumiða yrði eins lágt og
frekast er unnt. Til tals hefur
komið að selja sérstakan miða
sem gildir á alla viðburði hátíð-
arinnar.
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna
■ Nýr sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi,
Nicholas Ruwe, sór
embættiseið sinn 19. júlí
síðastliðinn. Sendiherr-
ann er fæddur í Detroit
1933. Hann lauk prófi frá
Brown University og hélt
síðan til framhaldsnáms í
rekstrarhagfræði í Michic-
an Graduate School of
Business Administration.
Ruwe komst ungur í
áhrifastöður í bandaríska
utanríkisráðuneytinu, þar
sem hann gegndi meðal
annars stöðu aðstoðar-
manns protocolmeistara.
Meðan hann starfaði í
utanríkisráðuneytinu tók
hann að sér mörg verkefni
fyrir Hvíta húsið, fór til
dæmis með geimfaranum
Frank Borman í kurteisis-
heimsókn til Evrópu eftir
fyrstu mönnuðu geimferð-
ina til tunglsins.
Þá hefur sendiherrann
verið náinn samstarfsmað-
ur Reagans forseta og einn-
ig Nixons, bæði meðan
hann var forseti og síðar.
■ Búseti hefur sótt unt lóðir
bæði í Kópavogi og Hafnar-
firði. í Kópavogi var sótt um
lóðir fyrir 44 íbúðir í fjölbýlis-
húsi og í Hafnarfirði um 20
íbúðir einnig í fjölbýli. Þá
hefur félagið sótt um lóðir
Vestmannaeyjar:
Sex íbúðir
í notkun
um áramót
■ Byggingastjórn íbúða fyrir
aldraða í Vestmannaeyjum
ákvað fyrir skömrnu að taka
tilboði frá fyrirtækinu Hamri
sf. í 2. verkhluta, hluta loka-
frágangs í byggingu íbúða fyrir
aldraða við Eyjahraun, Vest-
mannaeyjabæ. Tilboðið hljóð-
aði upp á 82,5% af kostnaðar-
áætlun.
Gert er ráð fyrir að bygging-
unni verði lokið 15. nóvember
og að hægt verði að taka
íbúðirnar sex í notkun um
áramót. Við Eyjahraun eru
sex íbúðir fyrir aldraða auk
elliheimilisins Hraunbúða.
fyrir 116 íbúðir til viðbótar
þeim 32 sem þeim var úthlutað
í vor í Reykjavík. Jafnframt
hefur félagið sótt um lán fyrir
öllum þessum íbúðum hjá
Byggingarsjóði verkamanna.
Að sögn Reynis Ingibjarts-
sonar, starfsmanns Búseta, þá
styttist nú í það að félagið fái
formlegt svar við umsóknum
sínum um lán hjá Byggingar-
sjóðnum. Þegar er búið að
leggja fram teikningar af fjöl-
býlishúsinu í Grafarvogi og
verkáætlun. Er ráðgert að
jarðvinna við það hefjist nú í
október og að húsinu verði
skilað fullbúnu til félagsmanna
í nóvember 1986.
Þá streyma nú að lánaum-
sóknir frá Búsetafélögum úti á
landi. Er verið að stofna hús-
næðisamvinnufélög vítt og
breitt um landið, m.a. á Egils-
stöðum, Höfn í Hornafirði,
Húsavík og Búðardal.
Reynir sagði að vel kæmi til
greina fyrir félögin, sérstak-
lega þau á landsbyggðinni, að
kaupa eldri hús í stað þess að
byggja ný. Væri sá varnagli
sleginn í ölium lánaumsóknun-
um enda verð á eldra húsnæði
nú mun lægra en byggingar-
kostnaður.
!ÍPp/a
ftl 1
í ^
blaðinu er
að finna fréttir
og greinar um húsbyggingar
og innanstokksmuni, um
byggingarefni og byggingaraðferðir,
nýjungar í tækni og það nýjasta
frá arkitektunum er kynnt. Fjölmargir
seljendur fasteigna auglýsa í
Innan húss og utan, enda nær blaðið
til nánast allra landsmanna.
Ef þú ert að leita þér að fasteign
getum við sparað þér mikla vinnu.
MEIRIHATTAR BLAÐ
HLAÐIÐ FRÉTTUM AF
HEIMILUM, HÚSUM 0G
FASTEIGNAMARKAÐINUM
Fylgir blaðinu á laugardögum
eo
ei*'
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að NT.
NAFN
HEIMILI
PÓSTNR.
STADUR
NAFNNR.
UNDIRSKRIFT