NT


NT - 20.08.1985, Síða 12

NT - 20.08.1985, Síða 12
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 12 Eldur áÁla- granda ■ Slökkviliö Reykja- víkur var kallaö á Ála- granda laust eftir mið- nætti á laugardag. Eld- ur var laus í þvottahúsi á efri hæð raðhúss. Mikill reykur var á efri hæðinni. Reykkafarar fóru inn í húsið og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var minni en talið var í upphafi. ■ Velheppnuð veiðiferð í fyrra. Lánið hefur ekki leikið við veiðimenn að sama skapi í ár. NT-mynd: -Svanrríður Hreindýraveiði á Austurlandi: Slæm tíð gerir veiði- mönnum erfitt fyrir ■ Hreindýraveiði á Austur- landi hefur gengið illa í ár. Leiðinlegt tíðarfar hefur haml- að veiði. Víða eru bændur að reyna að Ijúka heyskap, en hefur gengið illa vegna veðurs. Á meðan heyskap er ekki lokið gefst lítill tími til veiða, og eins og veður hefur verið eru skilyrði óákjósanleg. í Norðfjarðarhreppi hafa sautján dýr verið felld. Þá hefur NT haft spurnir af veiði í Helgu- staðahreppi, en mun fjöldinn vera minni. Veiði er ekki hafin á Héraði. Þórður Júlíusson á Skorra- stöðum í Norðfjarðarhreppi hefur fellt tvö dýr, af fjórum sem honum var úthlutað. Hann sagði í samtali við NT í gær að hver bær í hreppnum hefði feng- ið fjögur dýr í sinn hlut. Svæðið sem hreindýrin halda sig á í Norðfjarðarhreppi er mjög tak- markað, og því mjög auðvelt að komast á þær slóðir sem dýrin eru skotin á þegar viðrar. „Þau dýr sem við höfum fellt í ár eru heldur rýrari en í fyrra. Svo virðist sem sá kvóti sem okkur er úthlutaður viðhaldi fjögur til fimm hundruð dýra stofni í hreppnum. Sá stofn er of stór fyrir landsvæðið sem dýrin sækja á. Til þess að tryggja að ofbeit verði ekki á landinu verður að fækka dýrunum um allt að helming," sagði Þórður. Verðlag á hreindýrakjöti hef- ur enn ekki verið ákveðið. í fyrra var kílóverð fyrir læri, hryggi og bóga 300 krónur. Þorður bjóst við einhverri hækkun, en sagði að hann vildi ekki nefna neina tölu í því sambandi. „Mér er ekki kunnugt um veiðiþjófnað á hreindýrum," sagði Þórður. „Þó hcyrir maður alltaf sögur. Einhverju sinni mættu tveir menn úr sveitinni mönnum uppi á hæstu fjalltopp- um. Þegar þeir voru spurðir ferða sinna, sögðust þeir vera í berjamó. Heimamennirnir fylgdust með þeim dágóða stund, og þegar „berjasafnar- arnir“ héldu sig vera eina, drógu þeir fram byssur undan steini.“ Þórður hélt ástæðuna fyrir minni kvóta á hreindýrum, í ár, vera þá að menntamálaráðu- neytið hefði ekki peninga til þess að framkvæma fullkomna talningu á hreindýrum. „Þessi fækkunerskynsamleg varfærni af þeirra hálfu, þar sem yfirsýn yfir stofnstærðina er ekíci full- komin.“ Tvítug afgreiðslustúlka hjá Nonna og Bubba: Grunuð um stórfelldan fjárdrátt ■ Rúmlega tvítug afgreiðslu- dama í versluninni Nonni og Bubbi í Keflavík hefur verið handtekin vegna gruns um stór- felldan fjárdrátt. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir konunni, og tók dóm- ari sér frest til dagsins í dag, til þess að kanna málsatvik. í samtali NT við lögreglufull- trúa í Keflavík í gær korn fram að grunur leikur á að stúlkan liafi stundað fjárdrátt síðastliðin tvö ár. Það voru grunsemdir eiganda sem komu lögreglu á sporið. Konan var tekin til yfir- heyrslu í síðustu viku, en var sleppt sökum skorts á sönn- unargögnum. í gærmorgun var hún síðan yfirheyrð aftur, og þegar málavextir urðu skýrari var farið fram á gæsluvarðhalds- úrskurð yfir konunni. Lögreglufulltrúinn, sem NT ræddi við, vildi ekki skýra frá þeirri aðferð sem konan beitti við fjárdráttinn, en sagði að hún hefði verið sniðug í meira lagi. Hvalfriðunarmenn á mála hjá stórþjóðum - segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. I „Þessar aðgerðir hval- friðunarmanna endursegja bara þá nihilisku stefnu Efnahagsbandalagsland- anna og Bandaríkjanna í garð smáþjóða, enda nota stjórnir þessara landa þessa héra í Greenpeace og Sea Shepherd, til að hnébeygja smáþjóöirnar," sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. um heimsókn þessara manna til íslands fyrr í mánuðinum. „Pólitíkin á bakvið þetta er á hreinu. Það á ekki að láta okkur komast upp með neinn moðreyk en fólk er farið að átta sig á þessu. Einhversstaðar verður að setja mörkin. Því hvað kemur næst? Þeir hóta jú að fara að skipta sér af þorskveiðum okkar og hver veit nema að þeir mæti tvíbentir til leiks gegn loðdýrabændum og fiskeld- isstöðvunum. Laxinn á að þeirra mati að fá að synda óáreittur í hafinu og upp í árnar, og þar á helst ekki að veiða hann, heldur bara liggja á bakkanum og horfa á hann stökkva. Og mink- urinn og rebbi eiga að fá að valsa um uppi á fjöllum og drepa sér af og til skjátu, en hafa þá í búrum er goðgá. í fyrra var svona náttúrufriðunarhópur í Bretlandi staðinn að því að sleppa minkum lausum úr búrunum." Hvalbátarnir fara aftur út 25. ágúst. Eftir er að veiða 35 sandreyðar en þegar er búið að veiða 6. Sagði Kristján að sandreyðin kæmi yfirleitt í lok ágúst eða byrjun september, en þó væri ekki að treysta á það. Stundum kemur hún alls ekki. „Það er langt því frá að þar sé á vísan að róa.“ Nú vinna um 200 manns hjá fyrirtækinu, þar af eru 45 á bátunum, 100 uppi í Hvalfirði og milli 50 og 60 manns í frystihúsinu í Hafnarfirði. Þrírbátarhafa verið að veiðum undanfar- in ár. Kristján sagði að mun færra fólk myndi vinna við fyrirtækið næsta sumar þegar hvalveiðar í vísinda- skyni hefjast. Nú er leyfi- legt að veiða 136 langreyðar og um 40 sandreyðar. Langreyðunum verður fækkað niður í 80 og sand- reyðunum eitthvað líka. Þar sem veiðarnar munu dreifast yfir allt tímabilið verður um mikinn samdrátt að ræða. Aukin þekking - hærri laun Davíð og Aðalheiður ræða um námskeið fyrir sóknarstúlkur sem starfa á dagvistar- heimilum Reykjavíkurborgar ■ DavíðOddssonborgarstjóri og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsmannafélagsins Sóknar funduðu í gær til að ræða um námskeið fyrir ófag- lærðar sóknarstúlkur sem starfa á dagvistarheimilum borgarinn- ar sem myndi færa þeim ein- hverjar launahækkanir en starfsmannaflótti sóknarstúlkna og fóstra af dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar hefur verið mjög í fréttum að undanförnu. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við NT að um- ræður þeirra hefðu snúist um með hvaða hætti væri unnt að styrkja stöðu ófaglærðs starfsfólks, veita því meiri þekk- ingu sem færði því hærri laun. Þar eð þessir fundur hefði verið fyrsti fundur þeirra væri ekki hægt að segja með hvaða hætti þessi námskeið yrðu eða hversu miklar launahækkanir þau hefðu í för með sér. En þau hefðu ennfremur rætt um að rétt væri að fólk sem hefði uppeldisfræðimenntun úr fjöl- brautaskólum og ráðið yrði á sóknartaxta, nyti menntunar sinnar í formi hærri launa. „Það er ekki ætlunin að þess- ar sóknarstúlkur komi í stað fóstra. Öllum sóknarstúlkum sem nú starfa á dagvistarheimil- unum verður boðið að sækja þessi námskeið og það hlýtur að vera hagur þeirra að öðlast aukna þekkingu og fá um leið hærri laun. Við vonum að þessi ráðstöfun leysi málin þegar til lengri tínia er litið þótt þessi ráðstöfun leysi ekki þennan vanda á næstu 10 dögum," sagði Davíð. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagðist vera mjög ánægð með að námskeiðamál sóknar- kvenna væru svo mjög í deigl- unni en námskeið fyrir ófag- lærðar sóknarstúlkur hefðu all- taf verið sér mikið áhugamál. „Við ætluðum að halda nám- skeið eins og við höfum staðið fyrir undanfarin ár í haust en þessi námskeið hafa verið tvö og hvort þeirra um sig hefur fært sóknarkonum hækkun um einn launaflokk. En óvíst er hve miklar launahækkanir þessi nýju námskeið munu færa okkur, það kemur í ljós í við- ræðum okkar við borgaryfirvöld á næstunni.“ Aðalheiður sagðist hafa heyrt að menn teldu Sóknarkonur vera í stríði við fóstrur en um slíkt væri alls ekki að ræða þvert á móti væri mjög gott samband milli þessara starfshópa og það hljóti að vera hagsmunamál beggja að sóknarkonurnar hefðu hærri laun og fengju aukna starfsfræðslu. Aðspurð sagði Aðalheiður að aldrei hefði verið rætt við sig um þetta „annars konar" starfsfólk enda væri Sókn ekki til viðtals um slíkt. ■ „Þú ert almennilegur Ijósmyndari, tekur Ijósmyndir í stíl Hitchcock,“ saj Steingrímur við Sverri Ijósmyndara og bauð honum að vera viðstaddur \ opnun sýningarinnar. NT-mvnd Svei

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.