NT - 20.08.1985, Page 18

NT - 20.08.1985, Page 18
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 18 2. deild: Stórt hjá Sköllum ■ Skallagrímur mjakaði sér úr incstu fallhættunni með 4-1 sigri gegn Völs- ungum í Borgarnesi á laugardag. Þá gerðu ísa- fjörður og Leiftur markalaust jafntefli og KS sigraði Njarðvík 1-0. Sigur Skallanna var afar öruggur og Völsung- ar áttu aldrei glætu í leiknum. Gunnar Orra- son, Valdimar Halldórs- son og Birnirnir tveir, Jónsson og Axelsson skoruðu fyrir Borg- nesinga en Jon Leó Rík- harðsson fyrir Völsung. Völsungum hefur heldur fatast flugið upp stiga- töfluna í síðustu leikjum og eru þeir nú orðnir langt á eftir efstu liðun- um. Hafa 18 stig, aðeins tveimur meira en Skalla- grímur. Annað lið sem látið hefur deigan síga er Isa- fjörður. Eftirmarkalausa jafnteilið er liðið komið í virkilega fallhættu, hefur aðeins 14 stig og verður að fara að skipta um gír. KS sótti mjög gegn Njarðvík en gekk illa að eiga við markmanninn. í síðari hálfleik braut Tóm- as Kárason loks ísinn. Njarðvíkingar reyndu ákaft að jafna en gekk illa að skapa sér færi, rétt eins og fyrri daginn. Liðið hefur einungis skorað sjö inörk í deildinni það sem af er, meira að segja Leiftur hefur gert fleiri. Fjórar uinferðir eru nú eftir í deildinni. ÍBV á eftir heimaleiki gegn Völsung og Njarðvík og útileiki gegn IBI og KA. KA á heimaleik gegn ÍBÍ, auk leiksins við ÍBV og þrjá útileiki eftir, gegn Njarðvík (frestað), KS og Leiftri. Blikarir eiga létta pro- grammið af toppliðunum þremur, leiki gegn KS og Fylki í Kópavoginum og útileiki gegn Skallagrimi og Völsung. Staðan ÍBV Breiðablik KA KS Völsungur Skallagr. ísafjörður Njarðvik Fylkir Leiftur Markahæstu menn: Tómas Pólsson, ÍBV Tryggvi Gunnars., KA Jón Þórir Jónss., UBK 2. deild: 14 8 5 1 35-11 29 14 8 4 2 26- 13 28 13 7 3 3 24-12 24 14 7 3 4 21-16 24 14 5 3 6 22-22 18 14 4 4 6 19-31 16 14 3 5 6 12-19 15 13 3 4 6 7-17 13 14 3 3 8 12-18 12 14 2 3 9 9-27 9 11 mörk 11 mörk 8 mörk. ■ Valsmenn unnu afar auö- veldan og um leið sanngjarnan sigur á Þór frá Akureyri er liðin mættust í 1. deildinni á sunnu- dagskvöldið. Leiknum lauk 3-0 Val í hag og hefði sá sigur getað orðið stærri ef Valsmenn hefðu nýtt yfirburði sína til hins ýtr- asta. Þeir fengu færi til að gera ein átta mörk. Þórsarar voru hreint út sagt lélegir og höfðu ekkert í ákveðna Valsmenn að gera. Það er dálítið undarlegt I HNOT- SKURN ■ Lauflóttur sigur hjá Vals- mönnum. Þeir spiluðu vel en Þórarar voru mjög slakir. Leikur- inn var skemmtilegur til að byrja með en leystist nokkuð upp í lokin. Mörk Vals gerðu Guð- mundur Þorbjörnsson ó 35. og 40. mínútu og Heimir Karlsson á 53. min. Dómari í leiknum var Friðgeir Hallgrímsson og var góður. Áhorfendur voru fjöl- margir. 2. deild: Eyjamenn efstir - eftir nauman sigur á Fylki 1-0 Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Eyjum: SÍnum Þorsteini hversu illa Þórsurum gengur á útivelli. Fins og leikmenn nái ekki að koma sér í stemmningu. Sigurinn hjá Val var sem sagt sanngjarn. Það voru heimamenn sem sóttu látlaust allan leikinn og þeir fengu nokkur hálffæri strax á fyrstu mínútunum. Mark lá í loftinu og allir héldu að það mundi koma á 30. mín. er Hilmar Harðarson fékk boltann aleinn innfyrir vörn Þórs, hann hafði nógan tíma til að skjóta framhjá og það tókst - agalegt klúður! En svo kom markið. Gefið var fyrir og Guðmundur Þorbjörnsson skallaði í stöng. Boltinn kom til baka og þá náði Guðmundur að pikka í hann og í netið skoppaði tuðran, 1-0. Guðmundur var síðan aftur á ferðinni stuttu síðar er hann slapp einn í gegn eftir fallega sendingu frá Heimi. Guðmund*- ur afgreiddi knöttinn í netið mjög örugglega, 2-0 og nú var hlé. Síðari hálfleikur var nánast spegilmynd af þeim fyrri. Vals- menn mun betri og skoruðu sitt þriðja mark fljótlega. Baldvin sparkaði þá út frá marki Þórs en knötturinn fór ekki Iangt. Júlíus Tryggvason reyndi að taka hann á sig en Heimir Karlsson náði honum af honum óð upp að marki og skoraði, 3-0. Vals- menn áttu síðan nokkur góð tækifæri eftir þetta en Baldvin markvörður sá við þeim í öll skiptin. Þórsarar fengu ekki eitt einasta færi í síðari hálfleik frekar en þeim fyrri. Sanngjarn sigur Vals og liðið er nú orðið mjög sigurstranglegt í deildinni. Þórsarar misstu þarna dýrmæt stig en með svona leikjum fá þeir varla fleiri. íslandsmótið 1. deild: Óvænt á Skipaskaga - FH lagði ÍA að velli 3-2 - Góður leikur Halldórs ■ Hilmar Harðarson og Siguróli Kristjánsson berjast hér um boltann í leik Vals og Þors. NT-mjnd: Svemr íslandsmótið 1. deild: Léttur Valssigur - á dauðaslökum Þórsurum - Guðmundur gerði tvö mörk ■ FH-ingar unnu sanngjarnan en um leið óvæntan sigur á Akurnesingum á Skipaskaga á laugardaginn í 1. deildinni. Þessi sigur setur Skagamenn úr efsta sætinu en varla hafði nokk- ur gert ráð fyrir því fyrir laugar- daginn. FH-ingar sýndu mikla og góða baráttu í þessum leik og spiluðu einnig ágætis fótbolta eins og liðið getur þegar sá gállinn er á því. Skagamenn hafa ef til vill ætlað að þrjú stig gegn einu af neðstu liðunum væri hlutur sem ætti að nást í án fyrirhafnar. Það voru heimamenn sem byrjuðu aðeins betur en FH kom svo inní leikinn af miklum krafti. Fyrsta mark þeirra var all fallegt. Magnús Pálsson fékk knöttinn inní teig og snéri baki í markið. Hann reyndi hjólhestaspyrnu sem tókst að nokkru leyti. Laflaus bolti sveif efst upp í fjær hornið á markið, 0-1. Ingi Björn bætti síðan við öðru marki FH eftir fallegan undirbúning Jóns Erlings og Kristján Gíslason fékk Skagaá- hangendur til að frjósa á tíma- bili er hann skoraði þriðja mark- ið fyrir leikhlé. Þrátt fyrir slæma stöðu í leikhléi þá gerðu Skagamenn góða tilraun til að snúa leiknum sér í hag í upphafi síðari hálf- leiks. Arni Sveinsson skoraði strax í upphafi en það var sem FH-ingar þyrftu þetta mark til að átta sig á því að þeir yrðu að halda áfram að berjast. Aðal- steinn Víglundsson skoraði síð- an fyrir Skagann og þá voru 20 mín.eftir. Halldór markvörður hélt svo FH á floti - og sigurinn var í höfn. FH siglir nú lygnari sjó í deildinni fyrir bragðið en Skaga- menn geta nagað sig alla fyrir að hafa ekki unnið eitt af „botnlið- unum" á heimavelli. Þetta gæti reynst þeim dýrt í baráttunni um meistaratitilinn. NT Boltinn Markverðir beggja liða voru góðir þeir Halldór Halldórsson og Birkir Kristinsson. Þá áttu allir aðrir FH-ingar góðan bar- áttuleik en Skagamönnum voru mislagðir fætur. Halldór fær boltann. HNOT- SKURN Sanngjarn sigur FH. Leikurinn var opinn og marktækifæri þó nokkur fyrir utan fimm mörk. FH-ingar vildu hafa meira fyrir hlutunum þennan dag og sigur- inn varð því þeirra. Mörk FH: Magnús Pálsson, Ingi Björn Al- bertsson og Kristján Gíslason allir í fyrri hálfleik. ÍA: Árni Sveinsson strax í upphafi siðari hálfleiks og Aðalsteinn Víg- lundsson. ■ Halldór Halldórsson - Stórleikur Evrópukeppnin í frjálsíþróttum A-riðill: Sovétmenn sigruðu - og rufu þar með einokun A-þjóðverja Vestmannaeyingar skutust á toppinn í 2. deiíd um helgina er liðið vann nauman sigur á Fylki frá Reykjavík. Það var Jóhann Georgsson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 36. mínútu fyrri hálfleiks. Ólafur Magnússon markvörður Fylkis braut þá af sér inní vítateig og víti var dæmt. Þessi leikur var annars mjög slakur og geta Eyjamenn þakkað markverði sínum Þorsteini Gunnarssyni fyrir að þeir skyldu ekki missa stig í þessum leik. Hann varði mjög vel og þá sérlega í upphafi leiksins frá Jóni Bjarna sem átti mjög góð skot að marki Eyja- manna. Eyjamenn eru þar með komnir í efsta sæti deildarinnar en slagurinn á toppnum er þó afar harður. Eyjamenn eiga til dæmis eftir að fara til Akureyr- ar, og spila þar við KA. ■ Valsliðið spilaði lengst af mjög vel. Ingvar Guðmundsson átti góðan leik svo og Heimir Karlsson og Þorgrímur Þráins- son. Hjá Þór var Baldvin Guð- mundsson i markinu bestur. Guðmundur Þorbjörnsson Vals- ari var þó besti maður leiksins og fær boltann. ■ Sovétmenn stöðvuðu sig- urgöngu Austur-Þjóðverja í Evrópubikarkeppninni, er þeir sigruðu bæði í karla- og kvenna- flokki í A-keppninni í Moskvu um helgina. Þjóðverjarnir höfðu unnið sigur í síðustu átta kvennakeppnum og flmm síð- ustu karlakeppnunum, en urðu nú að sætta sig við annað sætið í báðum flokkunum. í flokki karla hlutu Sovét- menn 125 stig, en þeir þýsku 113. Vestur-Þjóðverjarhlutu91 stig, tveimur stigum meira en Bretar. í kvennaflokki hlutu þær sovésku 118 stig, A-Þjóðverjar voru með 111 stig og Bretar 67. Búlgaría var næst með 65 stig. Þótt svo bikarkeppnin snúist meira um að sigra og hala inn stig, en að setja met, náðist frábær árangur í mörgum grein- um. Ruddaleg keppni þótti á stundum setja mark sitt á mótið, einkurn þó í hlaupunum. Steve Cram, Bretlandi, sem sigraði í 1500 m hlaupi á 3:43, 71 mín., sagðist til að mynda vart hafa tekið þátt í jafn grófu hlaupi. Hann hélt sig aftarlega fyrstu tvo hringina, en þegar hann svo mjakaði sér fram reyndu hinir hlaupararnir að loka hann inni. Það var ekki fyrr en á beinu brautinni að heimsmethafanum þrefalda tókst að rífa sig lausan og sigra. í 4x400m hlaupi karla duttu þrír í miðri keppni eftir miklar stympingar og hrindingar. V- Þjóðverjarnir sigruðu á 3:00,33 mín. Alberto Cova, Ítalíu, vann tvöfalt í Moskvu. Hann hljóp 5000 metrana á 14:05,45 mín. og 10 km á 28:51,46 mín. Hin breska Zola Budd vann einhvern þýðingarmesta sigur sinn til þessa er hún kom fyrst í mark í 3000 m hlaupinu. Tími hennar var 8:35,32 mín. Annar Breti kom nokkuð á óvart með sigri í 800 m hlaup- inu. Sá heitir Tom McKean og tók sess Sebastian Coe, sem var meiddur. McKean hljóp á 1:49,11 mín. en hann lenti í miklum erfiðleikum á hlaupa- brautinni, því aðrir hlauparar lokuðu hann af. í stangarstökkinu var Sergei Bubka í sérflokki. Hann fór yfir 5,80 m og reyndi svo við nýtt heimsmet, 6,02 m. Þrívegis reyndi hann að bæta met sitt, sem er sex metrar sléttir, en í öll skiptin féll ráin. Stefka Kostadinova, Búlga- ríu, stökk 2,06 í hástökkinu og var ekki langt frá því að bæta heimsmet löndu sinnar, Ludmillu Andonovu. Það er 2,07. I kvöld ■ Finn leikur verður í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. KR- ingar fara í heimsókn á Laugardalsvöilinn kl. 19. og mæta neðsta liðinu í deildinni Víkingum. Hörkuleikur tveggja Reykjavíkurliða.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.